Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. MAf 2008 Helgarblad DV Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson, eða Kalli Bjarni, er kominn á bak við lás og slá í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg. Hann fékk tveggja ára fangelsisdóm. Blaðamaður DV fylgdi Kalla Bjarna síð- ustu skrefin sem frjáls maður um hádegi í gær. Fyrir utan kvaddi hann sína nán- ustu og bar sig mannalega, þrátt fyrir að vera í þessari stöðu. Inni ætlar hann að mennta sig og semja tónlist. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldum'dv.is Það var merkilega létt yfir Kalla Bjarna þegar blaðamaður hitti hann fyrir utan Hegningarhúsið við Skólavörðustíg um hádegisbilið í gær. Hann átti að fara inn kvöldið áður en fékk að sofa heima hjá sér. Sólin skein sínu skærasta á Kalla Bjarna í gær þó inni biði hans öllu verri vist. Hann virtist taka örlögum sínum af æðruleysi, var fremur fá- máll en innilegur. Þegar hann hafði reykt síðustu sígarettuna kvaddi hann kærustu sína innilega, í síð- asta sinn í bili. Hann hvíslaði hug- hreystandi orðum í eyra hennar og hélt fast utan um hana. Svo gekk hann að hurðinni, sneri sér við og kastaði kveðju á viðstadda. „Mig langar að taka nokkra áfanga í viðskiptafræði. Ég hef aldrei kunnað með peninga að fara og það væri kærkomið tækifæri að geta afl- að sér þekkingar á því sviði," sagði hann við blaðamann DV á þriðju- daginn. „Ég veit að ég hef hæfileika áýmsum sviðum. Mig langar að fást við það sem ég geri best, það er að spila og semja tónlist. Vonandi get ég dútlað eitthvað við það í fangels- inu," sagði Kalli Bjarni. Hann hyggst nýta sér þau meðferðarúrræði sem í boði eru í fangelsinu, í þeirri við- leitni sinni að koma lífinu á réttan kjöl. Sjóari frá Grindavík Karl Bjarni Guðmundsson, eða Kalli Bjarni, fæddist 6. janúar 1976. Hann hafði stundað sjóinn frá Grindavík um nokkurt skeið þegar hann hóf þátttcku í Idol Stjörnu- leit. Hann kom landsmönnum fyr- ir sjónir sem nokkuð harður nagli af Suðurnesjum sem hafði lifað tím- ana tvenna. Þrátt fýrir það var hann mjúkur inn við beinið og talaði mik- ið um börnin sín tvö og eiginkonu. Það var þann 16. janúar 2004 sem Kalli Bjarni stóð uppi sem sigur- vegari fyrstu Idol Stjörnuleitarinn- ar. Hann hafði á umliðnum mán- uðum sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með frábærri frammi- stöðu í þessari fyrstu seríu Idolsins. Á úrslitakvöldinu söng hann Must- ang Sally með slíkum krafti að hann stóð uppi sem verðskuldaður sigur- vegari. Toppnum var náð. Hrókur alls fagnaðar Næstu vikur og mánuði tróð hann upp úti um allt land. Hann kom fram við hin ýmsu tækifæri og var hrókur alls fagnaðar. Um haustið gaf hann svo út plötuna Kalli Bjarni sem fékk misjafna dóma gagnrýn- enda. Fyrir hana hlaut hann með- al annars hin umdeildu verðlaun Gullkindina, fyrir verstu plötu og stjörnuhrap ársins. Næstu misseri heyrðist minna frá sjómanninum úr Grindavík. Stundum heyrðust óstaðfestar sögusagnir af óheil- brigðu líferni hans en að öðru leyti var hann ekki áberandi. Það var þann 31. maí í fyrra sem fregnir bárust af því að Kalli Bjarni hefði verið handtekinn í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni. Hann sagð- ist hafa gripið til þessa örþrifaráðs vegna fíkniefnaskuldar. Hann var hnepptur í tveggja vikna gæslu- varðhald en sat svo inni í þrjá mán- uði. Það kom honum mikið á óvart að losna út eftir svo skamman tíma. „Ég var bara að mála grindverk, inn- an fangelsisins, þegar það var pikk- að í öxlina á mér og mér tilkynnt að ég mætti fara. Ég varð alveg stein- hissa," sagði Kalli Bjarni um þann tíma við blaðamann DV í fyrradag. „Ég erfíkill" I desember var hann síðan dæmdur í tveggja ára fangelsi fyr- ir innflutninginn. Á gamlárskvöld urðu önnur þáttaskil í lífi hans. Þá komst hann að því að konan hans bar ekki sama hug til hans og áður. „Þegar ég komst að því sá ég að það var ekki grundvöllur fyrir að halda sambandinu áfram. Ég fór því frá henni," sagði hann við DV á þriðju- daginn. í janúar veitti Kalli Bjarni svo Kastíjósi viðtal, úti á sjó. Þá var hann að eigin sögn edrú og var að reyna að vinna fyrir skuldum. Þar kom meðal annars fram að Kalli Bjarni byrjaði fyrst að nota fíkni- efni 15 ára gamall. Hann fór fljót- lega að neyta kannabisefna dag- lega, auk þess sem hann fiktaði við kókaín. „En maður hafði ekkert allt- af efni á því að nota það þannig að maður var líka í amfetamíni," sagði Kalli Bjarni meðal annars í við- talinu. Hann hætti á sjónum fáein- um dögum eftir viðtalið við Kast- ljós. „f einhverju þunglyndi byrjaði ég aftur í neyslu. Ég ætíaði aðeins að kíkja á þetta en það gengur víst ekki þannig fyrir sig. Ég er fíkill og áður en ég vissi af var ég kominn með fulla vasa af efnum. Þá var ekki aftur snúið. Flestir sem hafa verið í þessu í einhvern tíma selja dóp til að fjármagna eigin neyslu. Þannig gerði ég það líka." Erfiðast að hætta að reykja Þann 28. mars bárust aftur slæm- ar fregnir af Idolstjörnunni. Hann var handtekinn á Hótel Vík í Síðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.