Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2008, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 1. MAl 2008 Fólkið DV ÖKUÞÓRINN KRISTJÁN EINAR í GÓÐUM HÖNDUM: ÆFIR HJÁ JÓNIAR Kristján Einar Kristjánssson keppir í bresku Formúlu 3-keppninni í ár. Byrjunin lofar góðu, enda er Kristján með þjálfara sem kallar ekki allt ömmu sína. „Það er tekið vel á manni," segir Kristján Einar Kristjánssson, íslenski ökuþórinn í Formúlu 3- kappakstrinum.Kristjánæfirnúundirhandleiðslu tugþrautarkappans og Ólympíufarans, Jóns Arnars Magnússonar, í bænum Christchurch í Suður-Englandi þar sem þeir búa og æfa saman. „Það þarf að halda sér í góðu formi því átökin í bílnum eru gríðarleg. Það eru kannski fáir sem vita það að kappakstur er „full time"-íþrótt," segir Kristján og lætur vel af þjálfunaraðferðum Jóns Arnars. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón Arnar, sem tvisvar hefur verið valinn íþróttamaður ársins hérálandi,þjálfaríslenskanafreksmannþvíhann hefur meðal annars haldið handboltakappanum Guðjóni Val Sigurðssyni í formi á milli tímabila í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Er í fimmta sæti Kristján, sem er aðeins nítján ára, hefur keppt í fjórum mótum í bresku Formúlu 3-keppninni í ár og er sem stendur í fimmta sæti í stigakeppninni. Mótin eru alls átján og er bæði keppt á helstu brautum Bretlands og víðar um heim. Næsta mót um þarnæstu helgi er til að mynda á Monza- brautinni á Italíu sem einnig er keppt á í Formúlu 1-keppninni. „Svo eru tvö mót þar sem allar Formúlu 3-keppnir í heiminum koma saman, hvort sem það er breska, ástralska, japanska eða hvað," segir Kristján. „Annað þeirra er í Kína og hitt í Hollandi og það er verið að skoða það hvort ég taki annað þeirra." Kristján keppir fyrir Carlin sem er talið vera besta liðið í Formúlu 3-keppninni í dag. Hann segir það hafa verið vægast spennandi að taka þátt í þessu ævintýri það sem af er tímabilinu. „Þetta er náttúrlega búið að vera algjör draumur. Og ég er mjög þakklátur fyrir að komast í þetta." Markmið Kristjáns og félaga í Carlin- liðinu núna er að enda í einu af þremur efstu sætunum. Boginn var ekki spenntur það hátt áður en tímabilið hófst, en í ljósi þess hve vel hefur gengið hjá ökuþórnum unga var markið sett hærra að endurskoðuðu máli. Tímabilinu lýkur í október. Geðveiki að fara út í þetta Kappinn er iðulega spurður að því hvort draumurinn sé að keppa í Formúlu 1-keppninni, og það er á honum að heyra að það sé vissulega stefnan. „Það er alls ekki fjarlægur draumur, þótt það hafi þurft svolitla geðveiki til að fara út í þetta. Eins og einhver sagði við mig einhvern tímann: Það er eins og ég sé að spila með Manchester United og komi frá landi þar sem er enginn fótboltavöllur því það eru náttúrlega engar kappakstursbrautir á Islandi." Þess má geta að hægt er að heilsa upp á Kristján og skoða einn af keppnisbílum hans á sýningunni Bílar og sport í Fífunni í Kópavogi um næstu helgi. kristjanh@dv.is Kristján Einar Kristjánsson Lætur vel af þjálfuninni hjá Jóni Arnari. HINNNYI TARZAN Eftir að hafa verið rutt úr bæjar- stjórastóli á Bolungarvíkstefhir allt í að Grímur Atlason sé að verða goðsögn í lifanda lífl. Margir hafa líst yflr stuðningi við bæjarstjórann fýrrverandi, segja hann hafa rifið upp bæjar- félag sem var á hraðri niður- leið. Það gerir flka góðvinur Gríms, Lýður Ámason, flökku- læknir á Vestfjörðum og hljóm- sveitarkollegi. Nálgun hans á málinu er þó heldur frumlegri en margra annarra. Á bloggi sínu líkir hann Grími Atlasyni við sjálfan Tarzan. Lýður segir frá því að þegar Tarzan birtist apahjörðinni í frumskóginum hafi honum verið tekið fálega í fýrstu. Smám saman hafi þeir þó tekið hann í sátt, þessum nýja félaga nýjunga. Að mati Lýðs er þessu öfugt farið í Bolungarvík - Tarzan er farinn en nóg er eftir af öpunum. BRÆÐUR í BARCELONA Á meðan fjölmiðlar greina frá því að íslenskir rapparar séu í stríði, virðist Erpur Eyvindarson ekki spá mikið í það. Erpur er um þessar mundir í Barcelona, ásamt stórum hópi vina og bróður sínum Eyjólfi Eyvind- arsyni, sem einnig gengur undir nafninu Sesar A. Bræðurnir lögðu af stað á mánudaginn og hafa verið í góðu yfirlæti. Samkvæmt heim- ildum DV var það svo í áætlunum hópsins að taka hús á leigu, rétt fýrir utan borgina, og þar á að dveljast í vellystingum alveg fram í miðjan maí. Eyjólfur þekkir borgina eins og lófann á sér, en þar hefur hann ver- ið við bæði nám og störf undanfarin ár. Sjálfur sendir hann frá sér plöt- una Of gott á næstunni, en Erpur er sagður ætla að senda frá sér plötu með haustinu. KANYE WEST HVETUR FÓLK TIL AÐ SJÁ ÍSLENSKAN LISTAMANN: BLOGGAR UM OLAF ELIASSON Tónlistarmaðurinn Kanye West gerir íslenska listamanninn Ólaf Efl'asson að umtalsefni á bloggi sínu í vikunni. Kanye hefur haldið úti blogginu í mörg ár, en þar skrifar hann sjálfur um það sem hendir hann í daglegu lífi, en einnig fjallar hann um tísku, tölvuleiki, sjónvarpsefni, kvikmyndir ogmyndlist. Kanyeskrifarum ogbirtir myndir af yfirlitssýningu Ólafs sem er um þessar mundir í gangi í MoMA, Museum of Modem Art, í New York. Á sýningunni má finna ýmis listaverk eftir Ólaf, sem hann hefur gert á undanförnum 15 árum, en það allra helsta eru stórar innsetningar Ólafs, þar sem hann gerir tilraunir með ljós, rými og frumefnin. Sýningin hófst 20. apríl og stendur til 30. júní. Hróður Ólafs í Bandaríkjunum hefur aukist jafnt og þétt undanfarið ár. í fýrra var hann fenginn til þess að gera risastórt verk í verslun Louis Vuitton í Bandaríkjunum, en Kanye er sjálfur smekkmaður og hefur eflaust komið auga á verk Ólafs þar. MoMA-safnið er eitt það virtasta í heimi. Það er á besta stað á Manhattan og þar sýna aðeins þeir allra bestu. Meðal þeirra verka sem hanga þar frá degi til dags má nefna hinar margfrægu súpudósir Andys Warhol, ásamt verkum Monets, Gauguins, Pollocks og allra helstu listamanna undanfarinna alda. dori@dv.is Kanye West Hvetur fólk til að mæta á sýningu Ólafs. Ólafur Elíasson Sýnir um þessar mundir í MoMA-safninu f New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.