Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. MAl 2008 Fréttir DV Þrátt fyrir aö Sigmundur Eyþórsson, slökkviliösstjóri Brunavarna Suðurnesja, fullyrði aö önnur emb- ætti leyfi íjölmiðlum að hlera útkallsrásir kannast önnur embætti ekki við slíkt. Jón Bjartmarz, yfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, undrast fyrirkomulagið og útilokar að fjölmiðlum eða öðrum Erfið útköll Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins og Slökkvilið Akureyrar heimila ekki aðgang að útkallsrásum sínum sökum persónuverndar. utanaðkomandi verði hleypt að lögregluútkallsrásum „Við höfum alðrei gert þetta. Það hefur aldrei komið til tals og ég á ekki von á því að þetta yrði yf- irhöfuð leyft hjá okkur að ganga svona langt TRAUSTI HAFSTEINSSON „Þetta kemur mér verulega á óvart. Við hleypum engum inn á okkar rásir og það verður ekki gert," seg- ir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, um það að Brunavarnir Suðurnesja veiti fjölmiðlum aðgang að útkallsrásum sín- um. Sigmundur Ey- þórsson, slökkvi- liðsstjóri Bruna- varna Suðurnesja, heimilar fjöl- miðlum að- gang að útkalls- Hefur aðgang Logi Beigmann er einn þeirra fjölmiðlamanna sem Sigmundur slokkviliösstjóri leyfn aðgang að útkallsrásum. rásum embættisins og hefur jafii- framt heimilað Víkurfréttum að tengja eigin Tetra-talstöð við tíðni- svið slökkviliðsins. Aðspurður seg- ist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af persónuvemdarsjónarmiðum. Bæði Persónuvemd og formaður Félags slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna telja leyfi slökkviliðs- stjórans vekja siðferðilegar spurn- ingar. Sigmundur segist einfaldlega vilja eiga gott samstarf við fjölmiðla og telur þetta vænlegustu leiðina til að upplýsa þá um starfsemina og stöðu mála. Meðal þeirra sem hafa í dag aðgang að útkallsrás- um hjá Brunavömum Suðurlands em Morgunblaðið, Fréttablaðið og Logi Bergmann Eiðsson, fréttaþul- ur hjá Fréttastofu Stöðvar 2. Á að vera lokað „Tetra-kerfið er hugsað sem lok- að fjarskiptakerfi fyrir neyðarþjón- ustuaðila. Við höfum aldrei hieypt neinum inn á rásimar og það er margt sem spilar þar inn í, til að mynda persónuvemd þar sem við- kvæmar upplýsingar fara í gegnum rásirnar. Áður en Tetra-kerfið kom til sættu embættin mikilli gagnrýni fyrir að hafa fjarskipti sín mjög opin og með kerfinu átti að loka fyrir það,“ segir Jón. í samtali við DV fullyrti Sig- mundur slökkviliðsstjóri jafnframt að önnur slökkviliðsembætti hefðu sama háttinn á og leyfðu fjölmiðl- um að hlera útkallsrásir. „Fjöl- miðlar em hluti af björgunarliðinu í mínum huga og þá þurfum við oft að nota til að upplýsa um stöðu máia. Þannig er um að gera að upplýsingarnar komist sem fýrst í hendur fjölmiðlanna og þessi leið er því miklu auðveldari en aðrar leiðir. Við viljum bara hafa fjöl- miðla vel upplýsta um okkar starf- semi og vinna vel með þeim," sagði Sigmundur í samtali við DV í vik- unni. Ekki leyft Björn Bjömsson, deildarstjóri. útkallssviðs Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, kannast alls ekki við að það hafi nokkum tímann hleypt fjölmiðlum að lokuðum útkallsrás- um og útilokar að slíkt yrði leyft. „Þetta er ekki venjan og svona er þetta ekki hjá okkur. Við h'tum svo á að rásimar eigi að vera lokaðar. Stefna okkar er alveg markviss í þá átt að leyfa þetta ekki því við erum náttúrlega með sjúkraflutningana inni á rásunum og þurfum því að gefa viðkvæmar upplýsingar. Það er ekki gott að utanaðkomandi hafi aðgang að slíku en þess í stað emm við duglegir að senda fjölmiði- um tilkynningar um atburði," segir Bjöm. Ingimar Eydal, aðstoðar- slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Ak- ureyrar, tekur í sama streng. Að- spurður hefur hann ekki heyrt af því að önnur embætti heimili fjölmiðlum slíkan aðgang. „Við höfum aldrei gert þetta og ég veit ekki til þess að þetta sé leyft annars staðar. Þetta hefur aldrei komið til tals hjá okkur og ég á ekki von á því að þetta yrði yfir- höfuð leyft hjá okkur að ganga svona langt. Þarna em ýmsar við- kvæmar upplýsingar sem fara í gegnum kerfið.og við viljum hafa það alveg á hreinu hverjir em í raun að hlusta á þessi samskipti. Það er voðalega erfitt að stoppa það sem fer í loft- ið og við að opna aðgang að rás- unum eykst hættan á því að illa geti far- ið," segir Ingi- mar. Engar áhyggjur Sigmundur hefur ekki áhyggjur af persónuvemdarsjón- armiðum og leyfir aöganginn til að eiga gott samstarf við fjölmiðla. Lögreglan girti af svæöi viö Snælandsskóla vegna sprengjufundar: Uppruni sprengjunnar ókunnur Skákakademía stofnuð Stofnsamningur að Skákakad- emíu Reykjavíkur var undirritað- ur í gær. í samningnum er lagður gmnnur að uppbyggingu skák- íþróttarinnar í Reykjavík með áherslu á starf í skólum borgar- innar. Akademían mun standa árlega að Skákhátíð Reykjavíkur þar sem hápunkturinn verður Alþjóðlega Reykjavíkurmótið. Friðrik Ólafsson stórmeistari er vemdari Skákakademíunnar sem mun fyrst og fremst starfa í þágu ungu kynslóðarinnar. Með þessu er stefnt að því að Reykjavík verði Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Sprengjan sem fannst við Fum- grund í Kópavogi í gær gæti hafa dottið úr flugvél í aðflugi að Reykja- víkurflugvelli. Þetta er mat Friðþórs Eydal, fyrrverandi upplýsingafuli- trúa varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Hann segir þetta líklega ástæðu staðsetningar sprengjunnar þar sem svæðið sé í aðflugsstefnu við Reykja- víkurflugvöll. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar vom kallaðir á vettvang eftir hádegi í gær þar sem grafið hafði verið niður á hlut sem líktist sprengju við ffamkvæmdir í Fumgmnd. Var Snælandsskóli rýmdur í öryggis- skyni vegna þessa. Þetta reyndist vera 50 kílóa flugvélasprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Aftengdu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengjuna og fjarlægöu hana af svæðinu. Vildu halda vinnunni áfram Starfsmenn sem grófu sprengjuna upp óttuðust ekki og vildu halda störfum sínum áfram. Að sögn Þórs Jónssonar, upplýs- vitaðumtildrögþessaðsprengjanvar ingafulltrúa hjá Kópavogsbæ, vita á tveggja metra dýpi í mýri við Fum- sagnfróðustu menn hjá bæjarfélaginu grund. Undir þetta tekur Friðþór sem ekki til þess að hermenn hafi haft að- segist ekki vita til þess að herinn hafi setur á svæðinu forðum. Því er ekkert verið með aðsetur þama. Hann bend- ir þó á að talsverð umferð hermanna hafi verið um svæðið, en birgðastöð hafi verið skammt frá. Hann nefnir fjögur atriði sem geti komið til greina sem aðdragandi þess að sprengjan var þama. Sprengjunni hafi verið kast- að sem rusli, um sé að ræða loftskot sem hafi fallið til jarðar, hermenn hafi verið við æfingar á opnu svæði eða þá að sprengjan hafi dottið úr flug- vél í aðflugi til Reykjavíkurflugvallar. Sem fyrr segir telur Friðþór að líkleg- ast sé að síðastnefnda atriðið hafi ver- ið aðdragandi málsins með tilliti til staðsemingar og gerðar sprengjunn- ar. Gröfumenn á svæðinu héldu fyrst að þeir hefðu grafið upp gaskút. Þeir vildu halda vinnu sinni áfram en lög- reglan tók þær hugmyndir ekki í mál og girti af svæðið. Gröfumennimir útiloka ekki að fleiri sprengjur leynist VÍð Fumgrund. mberthb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.