Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 20
'20 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dv.ts FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, janus@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Gufimundsson, brynjolfur@dv.ls AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@birtlngur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI:512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7040. Umbrot: DV. Prentvlnnsla: Landsprent. Drelfing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta afisent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 011 vifitöl blafisins eru hljóðrituð. SV\l)KOK\ ■ Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra játar á heimasíðu sinni að hafa farið með slúður þegar hann sagði að Stef- án Hrafn Magnús- son, hrein- dýrabóndi í Isortoq á Græn- landi, væri með 5.000 hreindýr en hefði aðeins leyfi fyrir 1.800. Stefán Hrafn mun hafa sent dómsmálaráðherran- um ítarlega athugasemd vegna kjaftasögunnar sem Björn leið- rétti fúslega. í því samhengi má rifja upp að Stefán Hrafn var á íslandi íyrir margt löngu. Æð- arbóndi við Breiðaíjörð vildi þá vita hvað hann ætti mörg hrein- dýr. Stefán horfði þungbúinn á hann og spurði á móti hvað hann ætti margar æðarkollur. ■ Ástæða þess að Bjöm Bjarnason dómsmálaráðherra bar kjaftasöguna á borð er sú að hann var í skemmtiferð á Grænlandi á kosmað íslenskra skattborgara og danska hersins. Ekki fer sögum afþvíhvert erindi hans var þangað. En ráðherrann er með húmor fyrir sjálfum sér og í samhengi við fr ásögnina upplýsir hann að bústofn hans í Fljótshlíð telji nú alls 10 gripi eftir að ein af ám hans varð þrflemba. ■ Markaðurinn, fylgiblað Fréttablaðsins, er langbesti viðskiptamiðill landsins. Ljóst er að tilkoma Björns Inga Hrafnssonar hefur styrkt Mark- aðinn enn ffekar. Sjá má í nýj- asta Markaðnum að Björn Ingi hefúr stofnað skuggabankaráð til að leggja mat á vaxtastefnu Seðlabankans ogtengd mál- eftti. Athyglisvert er að fríblað- ið Markaðurinn ber höfuð og herðaryfirViðskiptablaðið, sem hefur lagt sig eftir því að vera í herferð fyrir ákveðin sjónarmið fremur en sinna fréttum. ■ Magnús Þór Hafsteins- son, varaformaður Frjálslynda flokksins, er að ganga í gegnum sína dýpstu pólitísku lægð. Mál- flutningur hans vegna einstæðu flóttakvennanna ff á írak hefur farið illa í langflesta. Raddir eru uppi um að Guðjón A. Kristj- ánsson, formaður flokksins, - verði að taka af skarið og koma Magnúsi úr forystusveitinni svo hann skaði flokkinn ekki frekar en orðið er. Flokkurinn er í hreinni ímyndarkreppu og ásakanir um grímulausan rasisma heyrast víða. LEIÐARI MÞjóðin fyrirjítur hunda JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. Ý Tungiimálid lýgur ekki, þjóóin.fyrirlitur htinán. s elfyssingurinn Mindaugas Stankevicius hef ur lagt allt í sölurnar til að bjarga hundinum I sínum, Sustriss, frá dauðadómi yfirvalda. Erfitt er að segja hvort Sustriss sé réttdræpur hund ur, en ein niðurstaða er komin í málið, og það er að Hér- aðsdómur Suðurlands braut gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar hann úrskurðaði að hundinn skyldi drepa Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Það er í rauninni áfellisdómur yflr Héraðsdómi Suðurlands að ætla sér að svipta hund lífl án þess að gefa eiganda hans færi á að gæta hagsmuna sinna. En það er algerlega i takt við viðhorf íslendinga gagnvart hundum að eyða ekki of miklum tíma í að drepa hund. Líf hunds þykir ekki mik- ilsvert hér á landi. Hundar hafa verið útilok- aðir úr fjölbýlishúsum, með undantekningum. Ef hundi er leyft að búa þar hefur hver einn og einasti nágranni ör- lög hans í hendi sér. Ekki þarf nema eina kvörtun og hund- inum er hent út á gaddinn. Fjölmörg dæmi eru um að örlög hunds eru ráðin í einni sjón- hendingu, þar sem neikvæður nágranni nýtir sér alræðisvald sitt. Á flestum útivistarsvæðum eru hundar bann- aðir. Þeir eru leyfðir á Geirsnefl, en þar er vart hundi út sigandi vegna hættuakst- urs fólks í reynsluakstri. Hundar eru í reynd bannaðir í Reykjavík og það ^ er undantekning að leyfa þeim að lifa hér. For dómar íslendinga gegn hund - um ná langt aftur í aldir, þótt hróður þeirra hafi náð hærra í upphafi búsetu hér á landi, eins og lesa má um í Brennu-Njáls sögu þar sem hetjudáð Sáms er tíunduð. Sagt er að einhver sé „hundheimskur" eða „hundleið- inlegur", eitthvað er „hundfúlt", menn eiga að „hundskast" eitthvert og svo framvegis. Tungumálið lýgur ekki, þjóðin fyrirlítur hunda. SAMSÆRI í SERBÍU SVARTHÖFÐI Evróvisjónkeppnin á hug Svart- höfða þessa dagana. I rúma tvo áratugi hefur þjóðin rembst eins og rjúpan við staurinn tfl að vinna þessa keppni sem á stundum hefur verið sögð fýrir homma og kell- ingar. Reyndin er þó sú að harðsvír- uðustu karlrembur hafa hrifist með á hverju ári og trúað því fram í rauðan dauðann að ísland væri á leið að hirða fyrsta sætið. Vonbrigðin hafa síð- an skollið á okkur árlega er skilningsleysi Evrópu- búa á íslenskum hágæð- um hefur verið staðfest. Þegar timburmenn Evróvi- sjón hafa skollið á þjóðinni og fært yfir hana svartnætti hins misnotaða höfum við ákaft leitað skýringa á því hvers vegna við fengum svo hrak- smánarlega útreið. Svarið er nánast borðleggjandi. Kommúnistaþjóð- imar í austri mynda blokk til að koma tónlistarþjóðum á borð við fslendinga á kné. Við erum sem sagtfórnarlömb samsæris sem teygir sig inn í myrk- ustu afkima Evrópu. Og okkur líður strax betur. Þunglyndið vfloir og við höldum höfði í þeirri fúllvissu að við erum fómar- lömb sem töpuð- um vegna illra hvata frumstæðra þjóða sem hafa brenglaðan tónlistarsmekk. Öll þau ár sem við höfum keppt hafa nágrannaþjóðir okkar, sem búa að sterkri tónlistarhefð, gjaman gefið okkur fullt hús eða að minnsta kosti hástig. Það er fullkomlega eðlilegt. Við búum í heimshluta há- menningar. „Big brains think alike," eins og Bretinn myndi orða það. að er ekki eins og við höfum ekki gert allt til þess að vinna. Við höfum gengið svo langt að senda skrípi sem móðgaði alla í keppninni. Sflvía Nótt var eins konar þjóðhetja á ís- landi og allar lidar stúlkur vfldu vera eins og hún, skiluru. Hún var send til Grikklands til að sigra Evrópu. Við glöddumst þegar mestöll fjölmiðlaumræða snerist um Silvíu og smám saman trúð- um við því að fýrirbærið myndi vinna. En það var ekki að því að spyrja. Samsærisöflin fóru á kreik og Silvía var slegin út úr undan- keppninni. Einhverjir á Islandi sáu að hún hélt ekki almennilega lagi á sviðinu og var eins og hálfgerður bjáni. En þetta var samt samsæri. Eftir keppn- ina hættu stúlkubörnin að segja „skilum" og Silvíubúningamir hættu að seljast. Lokatilraunin við Evróstjömuna Silvíu var að Stuð- maðurinn Jakob Frímann Magn- ússon eyddi stórfé í að gera hana heimsff æga. Það floppaði og tjaldið féfl í síðasta sirm hjá Silvíu Nótt. Kommamir í austri höfðu drep- ið íslenska þjóð- hetju. Fleiri dæmi em um hreinar aftökur á íslenskum keppend- um í Evróvisjón. Einn dáðasti ástmögur þjóðarinnar, Sverrir Storm- sker, hélt utan ásamt látúnsbarkan- um Stefáni Hflmarssyni til að syngja um Sókrates. Gott ef Sverrir uppgötv- aði ekki Stefán um það leyti. Þeim var stútað á írlandi og afleiðingin var sú að nú syngja þessir snfllingar ekki lengur saman heldur úthúða hvor öðrum í fríblaði. Eitt af örfáum skiptum sem við höf- um nálgast fýrsta sætið var þegar við send- um sæmflega lagvissa leikkonu, Selmu Björnsdóttur, íkeppnina. Þá munaði mjóu. Þegar öllu er á botn- inn hvolft höfum við reynt næstum allt til að vinna þessa keppni. Nýjasta útspil okkar er Evróbandið með Friðrik Ómar og Regínu Úsk í fararbroddi. Tfl þess var stofnað með einhverri veigamesm sönglagakeppni á íslandi sem nú er um það bil að setja fjárhag Rfldsút- varpsins á hliðina. í kvöld stíga þau á svið í Serbíu og Svarthöfði mun þá vera orðinn þrunginn af þjóð- emistflfinningu með snakk og bjór fýrir framan sig. Með ein- hverri heppni munum við sleppa við samsærið í austri og kannski ícom- umst við áfram í aðalkeppnina. En þar mun enn og aftur koma á daginn að skilningsleysi þjóðanna í Austur- Evrópu er algjört. Enn og aftur verður traðkað á íslenskri menningu og við send heim. Samsærið í Serbíu blasir við eða eins og ágætur stjómmálamað- ur gæti orðað það: Þar sem tvær Aust- ur-Evrópu- þjóðirkoma saman, þar er samsæri. Ogviðerum fórnarlömb- in. DOMSTOLL GÖTUIVIVAR KEMST ISLANI) Ul»l> IJK IJNDANKEPPNI EUKOVISION? Já, jafnvel, ég held það sé bara kominn tími á það. Ég hef bara trú á að það gerist núna." Helga Braga Gunnarsdóttir, 25 ára heimavinnandi „Já, ísland kemst áfram núna loksins, skiptir engu hvort við vinnum, bara aö við komumst upp úr undankeppninní." Sara Margrét Hammer Ólafsdóttir, T9 ára afgreiðsludama „Já, það held ég, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt lag, skemmtilegt fólk og þeim gengur bara vel." Alma Gylfadóttir, 34 ára leikskólaleiðbeinandi „Nei, við getum það ekki. við eigum ekki stað til að halda keppnina eða fjarmagnið til þess." Eyþór Helgason, 16 ára atvinnulaus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.