Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 aSW _ .. . Í./^ FRETTIR m * Á+M Forsetinn í Katar Forseti (slands, Ólafur Ragnar Grímsson, er staddur í Katar þar sem hann hefur meðal annars fundað með Amr Moussa, ffam- kvæmdastjóra Arababandalags- ins. Þá fundaði Ólafur Ragnar einnig með emírnum af Katar, Sheikh Hamad Bin Khalifa A1 Thani. Á fundinum ræddu þjóð- höfðingjarnir meðal annars um að kanna möguleika á samstarfi íslands og Katar í fjármálaþjón- ustu, orkumálum og á sviði erfðafræði og læknavísinda, að því er fram kemur í tilkynningu forsetaembættisins. Brotum fækkar Hegningarlagabrotum á öllu landinu, fækkaði örlítið í apríl sfðastliðnum miðað við apríl á síðasta ári, samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra. 1 sfðasta mánuði voru skráð 1.074 hegningarlagabrot miðað við 1.093 á sama tíma ífyrra. Skráðum fíkniefnabrotum í apríl fækkaði einnig mið- að við sama tíma í fyrra, en 139 brot á öllu landinu voru skráð hjá ríkislögreglustjóra. Á sama tíma f fyrra voru 178 fíkniefnabrot skráð á öllu landinu. Rúmeni í farbanni Þrír Rúmenar, tveir karlar og ein kona, voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í síðustu viku fyrir kortasvindl úr hrað- bönkum. Einn þremenninganna var dæmdur í farbann til 19. júní en hinir eru frjálsir ferða sinna. Málið er að sögn lögreglunn- ar nokkuð ljóst. Upp komst um þremenningana þegar hundr- uð þúsunda höfðu verið tekin út úr hraðbönkum hér á landi en á þriðja hundrað korta voru í fór- um Rúmenanna. Brot allan sólarhringlnn Ríkislögreglustjóri hefur birt mánaðarlega afbrotatöl- fræði fyrir aprílmánuð. í töl- unum kemur fram að meiri- hluti líkamsárása, eða tæp sextíu prósent, var framinn á nóttunni. Á hinn bóginn eru flest hraðakstursbrot framin eftir hádegi en almenning- ur virðist fremja eignaspjöll nokkuð jafnt á öllum tímum sólarhringsins, að því er ffam kemur í skýrslunni. Fréttir PV- GREINILEG BIT- FÖRÁBARNINU VALGEIR ORN RAGNARSSON bladamaður skrifar: valgeir&dv.is Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, segir að mál lög- reglustjórans á Selfossi gegn Mind- augas Stankevicius muni fara sína leið í dómskerfinu. Eins og DV greindi frá í gær vann Mindaugas áfangasigur í baráttu sinni fyrir því að hundinum hans Sustriss verði ekki lógað af lögreglunni á Selfossi, en á mánudag felldi Hæstiréttur íslands úr gildi úrskurð Héraðs- dóms Suðurlands um að hundur- inn skyldi aflífaður. „Ég geri ráð fyrir því að fram- haldið verði að Héraðsdómur Suð- urlands kveði upp sinn úrskurð í málinu. Hæstiréttur Islands er æðsta dómstigið og það ber að virða það," segir Ólafur Helgi. Hann neitar því að það séu von- brigði að mál, sem í upphafi var talið einfallt, hafi farið svona langt í dómskerfinu, en málskostnaður beggja aðila vegna örlaga hunds- ins hleypur á milljónum króna. Mjög alvarleg kæra Gunnar Helgi bendir á að mjög skýrar reglur séu um hundahald og hann telur þær reglur aðgengileg- ar hverjum sem er. „Það var lögð fram kæra, um að hundurinn hefði bitið barnið og það er mjög al- varlegt mál." í við- tali við DV f gær sagðiMindaugas að hann hefði aldrei heyrt um það að sækja þyrfti um sérstakt leyfi fyrir hunda- haldi, jafn- vel þótt hann seg- ist hafa I undir höndum dýralæknabók um hundahald. „Það að fólk þekki ekki reglurn- ar er á þess ábyrgð. Það má ekki gleyma því að fólk ber borgaraleg- ar og samfélagslegar skyldur, það á að kynna sér reglurnar og þannig er það í öllum samfélögum," segir Ólafur Helgi spurður um málið. Greinileg bitför Mikið ber á milli frásagnar Mindaugas af atburðunum og þess sem fram kemur í úrskurði Héraðs- dóms Suðurlands. Mindaugas seg- ir hundinn ekki Á& hafa glefsað í umrætt barn, heldur hafi það einung- is rispast þegar það var að leika við hund- inn. I úr- skurðinum segir hins vegar: „Um- rætt barn bar þess merki að hundur- hefði glefsað í það, greinileg bitför hafi verið á hendi og gat verið á peysu barnsins." Eins og fram kom í DV í gær var dómsúrskurður Héraðsdóms Suð- urlands fenginn án þess að Mind- augas ætti kost á að skýra sína hlið á málinu og þótti það stríða gegn ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópu. Móðir barnsins kom á lög- reglustöðina og tilkynnti atburð- inn og strax í framhaldi af því var fenginn dómsúrskurður. Gísli Örn Jónsson, fulltrúi lögreglustjór- ans á Selfossi, sagði í samtali við DV að skýr ákvæði væru í lögreglusam- þykktinni hvað beri að gera í þessu máli. „Þau eru eins skýr og þau geta verið." Spurður um næstu skref máls- ins, seg- ist hann ekki vera í stöðu til að velta vöng- um yfir því. inn Mindaugas Stankevicius og j hundurinn Sustriss Eigandinn ! neitar því alfarið að hundurinn j hafi bitiö barn og berst áfram fyrir \ lífi Sustriss fyrir dómstólum Ólafur Helgi Kjartansson „Það að fólk þekki ekki reglurnar er á þess ábyrgð." Sýslumaðurinn á Selfossi segir það mjög alvarlegt mál þegar hundaeigendur eru kærð- WQfTna þess að hundar þeirra hafi bitið fólk. í dómsúrskurði Héraðsdóms Suðurlands acgn au greinileg bitför séu á barni sem var að leika sér við hundinn en Mindaugas þvertekur fyrir að hundurinn hafi bitið. Mikið ber á milli frásagnar Mindaugas og lög- reglunnar. Baráttan um líf hundsins hefur kostað milljónir í dómskerfinu. Síbrotamaður sýknaður af því að hafa stolið bílum af bílasölum: Fjögurra daga reynsluakstur Pétur Steindór Gunnarsson var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa stolið tveimur bflum sem hann skilaði ekki til baka á bfla- sölu að loknum reynsluakstri. Einnig var hann sýknaður af fjársvikum eft- ir að hann lét sig hverfa án þess að greiða reikning efdr að gista fjórar nætur á gistiheimiíi. Pétur játaði hins vegar að hafa stolið tólf bjórum, kassarauðvíni, rauðvínsflösku og vodkaflösku úr Vínbúðinni, mat að verðmæti um 17 þúsund krónur úr Bónus, bens- íni á N1 fýrir tæpar sjö þúsund krón- ur og bensíni fyrir sömu upphæð á Olís. Hann var dæmdur til tíu mán- aða refsivistar. Pétur hefur áður feng- ið þrjá dóma fyrir auðgunarbrot og skjalafals. Bifreiðirnar tvær fékk Pétur til reynsluaksturs hjá sitt hvorri bflásöl- unni síðasta haust, Ingvari Helgasyni og B&L. Við yfirheyrslur hj á lögreglu vegna bflsins frá Ingvari Helgasyni sagðist hann hafa fengið bflinn að láni hjá sölumanni án þess að rætt hefði ver- ið um skiladag. Hann hefði því litið svo á að hann hefði bifreiðina eins lengi og honum hentaði og sagðist á þessum tíma hafa verið að leita sér að bfl til að kaupa. Pétur sagði þetta fyrirkomulag tíðkast í viðskiptum með notaða bfla og að hann hefði oft fengið bfla lánaða með þessum skil- málum. Framburður Péturs og starfs- manns bflasölu B&L var einnig sam- hljóma að því leytí að ekki var rætt um tímalengd reynsluaksturs þegar Pétur fékk bflinn þar að láni. Starfsmenn beggja bflasala sögðu að yfirleitt tíðkaðist að reynsluakstur tæld um tuttugu mínútur. Þeir tóku þó fr am að dæmi væru um að samið væri um lengri afnot. Lögreglan hafði uppi á báðum bfl- unum fyrir bflasölurnar, öðrum eft- ir að Pétur hafði ekið á honum í þrjá daga, en hinum eftir fjóra daga. Um greiðslu fyrir gistingu á Gisti- heimilinu Borgartúni hafði Pétur samið við starfmenn þar að hann gætí ekki greitt fyrirffam og myndi vinna upp í hluta af skuldinni. Hann hafi hins vegar horfið af gistiheimil- inu án þess að gera upp því hann var handtekinn. Því var hann sýknaður þar sem ekki var sýnt ffarn á að hann hefði ætlað sér annað en að greiða skuldina. erla&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.