Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 Fréttir DV HANNA EIRlKSDÓTTIR bladamadur skrifar: hanna&dv.is Bamastjaman Ruth Reginalds hef- ur stefnt tímaritinu Séð og heyrt, rit- stjórum þess og blaðamanni fyrir ærumeiðandi ummæli í tímaritinu. Um er að ræða frétt í Séð og heyrt sem birtist í 42. tölublaði 2007. Þar mátti lesa á forsíðunni fyrirsögnina: „Nágrannamir vilja Ruth Reginalds burt: Stjömustríð á Kleppsvegi!" f fréttinni er rætt við tvo einstaklinga, þær Helenu Jóhönnu og Magdaienu Sigurðardóttur. Ruth krafðist fimm hundmð þúsunda króna ffá Bfrtíngi ásamt sáttatillögu. Henni var hafii- að af lögmönnum Bfrtíngs og er Ruth þar af leiðandi að ganga skrefinu lengra. Samkvæmt uppiýsingum sem DV hefur undir höndum segja lögfræð- ingar Ruthar umfjöliunina í blað- inu hafa bitnað harkaiega á henni og að gróusögur nágranna Ruthar á Kleppsvegi séu ekki grundvöllur að forsíðugrein þá sérstaklega einstakl- inga sem höfðu „greinilega mikið á móti henni". Hrottaleg árás í Banda- ríkjunum Lítið hefur borið á Ruth undan- farin misseri, en í nýjasta hefti tíma- ritsins Vikunnar, sem kemur út í dag, tal- ar hún opinskátt um líf sitt. Hún lýsir frá því er hún flúði land vegna fjölmiðlafárs í kringum lýtaaðgerðir sem hún gekkst und- ir en allir landsmenn fylgdust spenntir með er hin nýja Ruth Reg- inalds var frumsýnd í beinni í fslandi í dag á Stöð 2. Á sama tíma stóð Ruth í skilnaði við eiginmann sinn. f Bandaríkjunum kynnt- ist hún unnusta sínum, Joseph Leo Moore, en þau eiga saman dóttur- 1 ina Kieu sem er eins árs. Ruth seg- ist í viðtalinu hafa flúið Bandaríkin vegna fóiskulegrar árásar, en ráðist var á hana að næturlagi þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu, ólétt að Kieu. Ruth vildi lítið tjá sig um málið í Vik- unni, en hún þurfti að leita aðstoð- ar Kvennaathvarfsins er hún kom til landsins aftur. Einelti á Kleppsveginum f viðtali við Vikuna talar Ruth mikið um veru sína í félagsbústöð- um á Kleppsveginum, en hún þurfti að flýja þaðan vegna ofsókna ffá ná- grönnum sínum þar. „Einn morgun- inn var búið að klína einhverju sem líktist blóði á alla hurðina hjá mér, rænt var úr póstkassanum mínum og hent var í hann logandi sígarettum," segir Ruth í samtali sínu við Vikuna. „Ég var hins vegar hrædd um mig og bamið mitt allan sólarhringinn og svaf með vagninn fýrir útíhurðinni og hamar undir dýnunni." En ná- grannar hennar tóku líka upp á því að berja með hamri á veggi hjá Ruth til þess að angra hana. Ruth segist í viðtalinu hrædd við að segja sögu sína en hún segist lifa í stanslausum ótta við fleiri ofsókn- ir og áföll, jafnvel þó að hún sé loks komin í nýja íbúð. Ruth hefiír títið fé á milli handanna og segist hún i viðtatínu í Vikunni hafa þurft að leita aðstoðar til Rauða \ EVR iú'óí „Ég varhins vegar hrædd um mig og barn- ið mitt allan sólarhring- inn og svafmeð vagn- inn fyrir útihurðinni og hamar undir dýnunni" segir Ruth Reginalds í Vikunni. krossins um jólin. Hún segist eyða því litla sem hún fær í bömin sín sem em henni aUt. „Stundum finnst mér eins og ég hefði átt að sltíra Kieu Líf. Ef ég hefði ekki verið ófrísk þegar ég kom til landsins og ætti ekki þessi yndislegu böm er ég ekki viss um að ég væri hér í dag," deUir Ruth með blaðamanni Vikunnar. „Við höftium þessari kröfú alfarið," segir Elín Ragnarsdótt- ir, framkvæmda- stjóri tímarita- útgáfunnar Birtíngs, og vfldi ekki tjá sig frekar um málið. sor sm| aVJ isiíct s ; isti i umsia bbtlsiJ ar haff mtr a J mij. i r trui d f WMfe ÞekklM ég scl þovsul tiladi Leggur spilin á borðið Ruth Reginalds opnar sig í forsíðuviðtali Vikunnar sem kemur út í dag. r %' to»° Stendur með sinni konu Joseph Leo Moore stendur með unnustu sinni. Þau eiga dótturina Kieu saman. Hún er eins árs. Ruth Reginalds Hefurátt undir högg að sækja undanfarið. Mátti sæta ofsóknum frá nágrönnum sínum. Þetta kemur fram í opinskáu viðtali við barnastjörnuna í tímaritinu Vikunni. 'í . Dópaður unairstýri Maður á fertugsaldri var tek- inn á Vesturlandsvegi í gær, gmn- aður um að hafa ekið bíl sínum undir áhrifum fíkniefna. Lögregl- an stöðvaði manninn um klukkan tvö í gær og virtist sem ekki væri allt með felldu. Maðurinn var sendur í blóðprufu og er nú beðið niðurstöðu úr henni. Lögreglan var við eftirlit á þjóðveginum og er það hluti af árlegu átaki lögreglunnar, Um- ferðarstofú og Vegagerðarinn- ar um að draga úr hraða og hafa eftirlit með ástandi ökumanna. Átakið hófst í gær og stendur fram á haust. Stjórnmálamenn geta falið prófkjörskostnað sinn auðveldlega: Enginn skattur eða ársreikningar Stjómmálamenn ogframbjóðend- ur hafa falið milljónir króna í félög- um sem stofriuð hafa verið í kringum prófkjörsframboð þeirra. Gagnsæi þessara félaga er ekkert og þurfa þau ekki að skila ársreikningum auk þess sem þau eru undanþegin skattskyld- um. Þetta kemur fram í forsíðugrein nýjasta tölublaðs Mannlífs sem kem- ur út í dag. Mannlíf birtir ítarlega úttekt á framboðsfélögunum og leitar svara um starfsemi þessara félaga hjá fram- bjóðendunum. Einn þeirra sem stofii- aði slfkx félag, Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að félagið sem stofnað hefði verið fyrir próflqör hans væri ekkert félag. „Þetta er bara svona pappírsdót." Manntíf leitaði svara hjá Bimi Inga Hrafnssyni um félagið BIH stuðn- ingsmenn, sem stofnað var í kring- Björn Ingi Hrafnsson „Já, ok, ég sá ekki um þetta bókhald, það var kosninga- stjórinn." um ffamboð hans. Bjöm Ingi varð tvísaga í viðtali við Manntíf, þar sem hann sagði í upphafi viðtalsins að allt bókhald hefði verið gefið upp til op- inberra aðila, eins og lög gera ráð fyr- ir. Þegar Bimi Inga var gerð grein fýr- ir því að engin lög væm um stíkt og samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra hefði það ekki bor- ist, sagði hann: „Já, ok. Ég sá ekki um þetta bókhald, það var kosningstjór- inn." Meðai annarra stjómmálamanna sem stofnað hafa stík félög em ráð- herrar, aiþingismenn og borgarfuil- trúar. Meðal þeirra em Guðni Ág- ústsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarp- héðinsson. I viðtali við blaðið gagnrýnir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og alþingismaður Frjálslynda flokksins, þetta fyrirkomulag og segir það geta vaidið þvi að stjómmálamenn verði gjörspilitír. valgeirgxtv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.