Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 22. MA( 2008 7 Ingibjörg S. Benediktsdóttir gagnrýnir barnaverndarnefnd Reykjavíkur í harðorðu bréfi sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hún segir sex ára son frænku sinnar hafa komið að móður sinni látinni eftir of stóran skammt af fíkniefnum. KOM AÐ LÍKI MÓÐUR SINNAR ERLA HLYNSDÓTTIR bladamadur skrifor: erla&dv.is % „Viö fundum hass, hvítt duft, !,f álpappír, plastpoka, 100 kveikjara, brenndar skeiðar, skæri og hnífa." „Ég get staðfest að hún var ekki svipt forræði," segir Halldóra Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri barna- vemdar Reylqavíkur, um frænku Ingibjargar S. Benediktsdóttur tann- læknis sem skrifaði grein í Morgun- blaðið í gær þar sem hún gagnrýndi störf nefndarinnar harðlega. Þar seg- ir hún að tveimur sonum frænku sinnar, sex og tíu ára, hafi verið leyft að fara til móður sinnar þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar aðstandenda um að hún væri ekki í standi til þess. í maíbyrjun kom yngri sonurinn að móður sinni látinni eftir of stóran skammt eiturlyfja. f greininni segir Ingibjörg að frænka hennar hafi verið svipt for- ræði yfir drengjunum. Þessu mót- mælir Halldóra. Að öðm leytí segist hún ekki geta tjáð sig efnislega um málið sjálft. „Til þess hef ég ekki leyfi. Ég mun aldrei geta farið með fjöl- miðlum yfir þetta einstaka mál, lið fyrir lið. Það er þessi mikli trúnaður sem við emm bundin sem gerir störf okkar oft dáh'tíð flókin," segir hún en ítrekar: „Bömin sjálf em auðvitað númer eitt." Nefndin ekki hafin yfir gagnrýni Ingibjörg segir í greininni að frænka hennar hafi verið 26 ára þeg- ar hún lést eftír langvarandi baráttu við fíkniefrú og geðhvarfasýki. Þar tíl stuttu áður höfðu drengimir dvalist hjá afa sínum og ömmu úti á landi. Að kröfu bamaverndarnefndar vom þau hins vegar send til móður sinnar miðvikudaginn 30. apríl. „Aðfaranótt laugardags tekur hún svo inn stóran skammt eiturlyfja og læknalyfja og sofnar svefninum langa. Yngri son- ur hennar og faðir hans koma svo að henni látinni á laugardagskvöldið," segir Ingibjörg í greininni. Henni sárna vinnubrögð barna- vemdamefndarinnar en sá starfs- maður sem átti að sinna óvæntum heimsóknum á heimilið lét það gott heita þegar móðirin svaraði ekki síma. „Látíð fólk á auðvitað erfitt með að taka síma, en þessir blessuðu frændur mínir hefðu alveg eins getað verið í tvo daga yfir lfki móður sinnar yfir þessa helgi, nú eða bara útí í sandkassa og það í boði barnaverndamefndar Reykjavíkur" segir í grein hennar. Halldóra harmar upplifun Ingi- bjargar. „Þetta er sorglegt og afskap- lega leiðinlegt þegar fólk upplif- ir samskiptí við okkur með þessum hætti. Við tökum gagnrýni og skoð- um hana. Við emm ekki hafin yfir gagnrýni hér, aldeilis ekki." Fíkniefni um alla íbúð Ingibjörg segir í greininni að hún hafi farið á heimili frænku sinnar stuttu eftir andlátið og ofboðið það sem hún sá. „Við fundum hass, hvítt duft, álpappír, plastpoka,100 kveikj- ara, brenndar skeiðar, skæri og hnífa. Við það eitt að lyfta upp sess- unni á stofusófanum blöstu við um- merki um gífurlega eiturlyfjaneyslu. Enginn hefur verið í íbúðinni síðan frænka mín lést." Henni þykir und- arlegt að barnaverndamefndinni þyki þetta boðlegt húsnæði fyrir börn. Barnaverndarstofa hefur eftír- lit með öllum bamaverndarnefnd- um sveitarfélaganna, þar með tal- ið barnaverndamefnd Reykjavíkur. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- vemdarstofu, segir að þeim hafi bor- ist erindi vegna umrædds máls og það verði tekið til skoðunar. „Þar af leiðandi get ég ekki tjáð mig um það. Þá væri ég að gera mig vanhæfan til að fjalla um málið og mína stofmm alla," segir hann. Honum þyldr mik- ilvægt að almenningur beri traust til bamaverndarnefnda og því nauð- synlegt að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis, og þá hvers vegna, Rannsakar málið Barnaverndarstofa sinnir eftirlitshlutverki með barnavernd- arnefnd Reykjavíkur. Bragi Guðbrands- son segir mikilvægt að fólk treysti barnaverndnarnefndum. þannig að hægt sé að læra af því. Halldóra segir örla á missldlningi í grein Ingibjargar en þar gagnrýn- ir hún að bömunum hafi ekki verið skipaður löggæsluaðili við lát móður. „Þess þarf ekki því feður fá sjálfkrafa fprsjá bama sinna ef mæður deyja, að því gefnu að þeir séu á lífi," segir HaÚdóra. Strax í gær hófst Halldóra handa við að kynna sér málið til hlítar í sam- starfi við þá sem að því hafa komið. Hún segir að af og til komi upp mál þar sem fólk er ósátt við vinnubrögð bamavemdamefitdar og fari vinnan nú í hefðbundið ferli þar sem farið er yfir öll fyrirliggjandi gögn og rætt við viðkomandi aðila og aðstandendur. Barnavemdarstofa mun síðan rann- saka málið. Ekki náðist í Ingibjörgu við vinnslu fréttarinnar. Full búð af sumarvörum Stœröir 34-52 Suöuriandsbraut50 I lOSReykjavík I arini: 588 9925 I gsm: 6949925 I emllia@gala.is Rakavarnar- og byggingaplast Klettháls: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-16 Suðurnes: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-14 Rakaþolplast, verð aðeins 7.995 kr. pr. 100m2 rúlla. _____ Vottuð vara! I MÚRBUÐIN - Afslátt eða gott verð? Kletthálsi 7 Rvk - Fuglavik 18 Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is HÚSEIGENDUR - HÚSBYGGJENDUR Viö getum bætt viö okkur verkefnum. Bjóöum upp á alhliöa þjónustu í byggingariðnaði nýsmíöi og viðhaldsverkefni. Má þar nefna uppslátt, uppsteypu húsa og annara mannvirkja, endurnýjun þaka, viögeröir utanhúss og klæðningar, endurnýjun glugga og huröa, smíöi innveggja, uppsetning lofta, smíöi sólpalla og fl. Gerum föst verðtilboð. Áratuga reynsla meistara og fagmanna. Sími: Gunnar Þór 891 6591 og 891 6590 Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið alhiida@yahoo.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.