Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Side 7
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 12.JÚNÍ2008 7 Hið opinbera aðhefst lítið til að framfylgja lögum um lögheimilisskráningu. Engin viðurlög eru við brotum gegn lögunum, en Þjóðskrá hefur heimild til að höfða mál til þess að fá viðurkenningu á hvað telst lögheimili. Það hefur hins vegar aldrei verið gert. Langalgengast er að fólk falsi lögheimilisskráningu til þess að hagnast. Umtalsverðar Qárhæðir eru sviknar út úr kerfinu á hverju ári. MARKLAUS LÖGUM LÖGHEI Hann bjó hjá fjölskyldu- meðlimum og því rann jöfnunarstyrkurinn að mestu í hans vasa. Þetta var honum kleift að gera þrátt fyrir skýr lög. Umtalsverðar fjárhæðir eru svikn- ar út úr keríinu á hveiju ári af fólki sem brýtur gegn lögum um lög- heimilisskráningu í þeim tilgangi að njóta styrkja eða bóta. Langalgeng- asta ástæðan fyrir því að fólk fer ekki að lögum í þessum málum er vegna peninga. Engin viðurlög eru við brot- um á lögum um lögheimili. Þjóðskrá, sem hefur eftirlit með lögheimilis- skráningu, hefur samkvæmt lögum heimild til þess að höfða mál til við- urkenningar á hvar lögheimili er talið. Ljóst má hins vegar vera að hið opin- bera aðhefst lítið til þess að fr amfylgja lögunum. Lögin um hvað telst lög- heimili eru alveg skýr. Lögheimili er sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Enn fremur segir í lögum um lögheimili, að leiki vafi á því hvað telja skuli fasta búsetu manns, til dæmis vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal lög- heimili hans vera þar sem hann dvel- ur meirihluta árs eða stundar aðalat- Hagnast á svindli Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- skrá koma upp fjölmörg dæmi ár hvert um að fólk falsi lögheimilis- skráningar til þess að hagnast á þeim. Algengt er að ffamhaldsskólanemar sem ffytjast til höfuðborgarsvæðisins utan af landi, til þess að hefja nám, haldi lögheimili sínu áffarn á lands- byggðinni til þess að njóta jöfnunar- styrks fyrir námsmenn. Nemi í fram- haldsskóla getur fengið rúmlega tvö hundruð þúsund krónur fyrir skóla- árið, meðal annars til þess að ganga upp í húsaleigukostnað. Umsækj- endur hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna þurfa aðeins að tilgreina hvar þeir muni búa á meðan þeir stunda nám. Heimildamaður DV þurfti ekki að sýna ffam á neina staðfestingu þess að hann væri í raun að leigja húsnæði. í hans tilfelli var raunin sú að hann bjó hjá fjölskyldumeðlim- um og því rann jöfnunarstyrkurinn að mestu í hans vasa. Þetta var honum kleift að gera þrátt fyrir skýr lög. Eins er það vel þekkt að barnafólk, sem býr saman, kýs að skrá sig ekki í sambúð til þess að svíkja út barna- bætur og aðrar bætur úr trygging- um. Ljóst má vera af upplýsingum frá Þjóðskrá að lögum um lögheimil- isskráningu er ekki framfylgt af mikl- um krafti hér á landi. Þannig er það nær óþekkt að heimild í lögum um að Þjóðskrá geti höfðað mál hafi ver- ið notuð. Hins vegar skrifar Þjóðskrá bréf til fólks og hvetur það til að breyta lögheimili sínu, ef engin svör berast hefur Þjóð- skrá heimild til þéss að breyta einhliða lög- heimili viðkomandi. Skilaboðin skýr að ofan Framhaldsskólanem- ar og barnafólk eru ekki þeir einu sem hafa brot- ið gegn lögum um lög- heimilisskráningu. DV sagði í síðustu viku fféttir af því að Ámi Mathiesen fjármálaráðherra hefði skráð lögheimili í húsi í Þykkvabæ þrátt fyrir að hafa ekki dvalist þar löngum stundum. f hús- inu búa hins vegar tveir Pólverjar. Ráðherra brýtur með þessu gegn lögum um lögheimilisskráningu, þar sem segir að lögheimili sé sá staður þar sem maður hafi fasta búsetu. Enn fremur að dveljist hann ekki meiri- hluta árs í neinu sveitarfélagi, skuli hann hafa lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína, enda hafi hann þar bækistöð. Ekki hafa feng- ist upplýsingar um það hvort Þjóð- skrá hafi í kjölfar fréttaflumings DV af búsetu Árna skrifað honum bréf og hvatt hann til þess að færa lögheimili sitt, þó samkvæmt vinnureglum Þjóð- skrár megi gera ráð fyrir því. F

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.