Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008
Neytendur DV
NEYTANDINN
„Auðvitað er algjör skandall hvað
við borgum fyrir bensínið og lánin.
[ rauninni búum við við rosalega
kreppu. En þrátt fyrir kreppuna er ég
afskaplega ánægð með leikskólann
sem sonur minn er á og fóstrumar
þar eru frábærar og gott hvað þau
eru mikið úti" segir Þórunn Lárus-
dóttir leikkona.
Samkvæmt útreikningum DV er ódýrara fyrir fjögurra manna fjölskyldu að vera heima
hjá sér og lifa lúxuslífi í eina viku heldur en að fara hringinn í kringum landið með
gistingu á hóteli. Það kostar einnig nánast það sama að fara eina viku í ódýrustu pakka-
ferð í sólina og að fara hringinn í kringum landið.
Vinningshaíar
dagsins
Eftirfarandi eru vinningshafar 6.
júnf 2008 í leiknum DV gefur
milljón. Þau hlutu I verðlaun tíu
þúsund króna inneign (Bónus. DV
óskar þeim innilega til hamingju.
Auður Mjöll Friðgeirsdóttir
Brynhildur Inga Einarsdóttir
Jón Guðmundur Björnsson
Magnús Waage
Yrsa Örk Þorsteinsdóttir
Asols björg jóhannesdóttir
bladamadur skrifar:
Það kostar næstum jafnmikið að fara
hringinn í kringum landið á einni viku
og gista á hóteli í ódýrustu gistingu og
að fara í pakkaferð til Costa del Sol.
DV kannaði verð á nokkrum sum-
arferðum. 1 ljós kom að ódýrast er að
vera heima hjá sér og lifa lúxuslífi. Þá
er meðal annars hægt að fara fínt út að
borða tvisvar sinnum, fara í leikhús,
bíó, Húsdýragarðinn og Bláa lónið.
Auk þess er hægt að gista á fínu hót-
eli eina nótt fyrir minni pening en að
sitja í bíl í heila viku. f útreikningum
er ekki gert ráð fyrir matarkosmaði
nema í sérstökum tilfellum. Öll verð-
dæmi miðast við fjögurra manna fjöl-
skyldu, 2 fullorðna og tvö börn undir
12 ára aldri.
FERÐALAG4
Costa del Sol með
Plúsferðum
Kosturinn við sólarlandaferð er
að maður kemst til útlanda fyrir
lítinn pening. Gist erá hóteli og
fyrirhöfn því engin. Aukakostn-
aðurinn sem bætist ofan á þetta
verð er matur og afþreying.
Matarverð á Spáni er að öllum
líkindum lægra en á íslandi og
maður borðar minna f hitanum.
Verð á mann (pakkaferð
með Plúsferðum: 39.900
SAMTALS: 159.600
“F^nibof
■ Lofið fær
Brimborg fyrir
einstaka þjónustu.Á
dögunum kom upp
bilun í geislaspilara í
Ford-bifreið frá þeim.
Blllinn var (ábyrgð og þegar haft var
samband við
umboðiðvar
umsvifalaust
brugðist við.
Geislaspilarinn reyndist vera ónýtur en
nýtt tæki var umsvifalaust sett í staðinn,
Brimborgarfólk fær 10 í einkunn.
IQF&IAST
Lastið fær Elko fyrir
slæma þjónustu. —
Viðskiptavinur sem
keypti þar rakatæki og
ryksugu fyrir nokkrum árum ^
er afar óánægður yfir því að 'W
hvorki er hægt að fá sigti i
" rakatækið né
ryksugupoka í
ryksuguna. Afar slæmt
að selja vöru og
viðhaldsbúnaður er ekki til.
FERÐALAG1
Leiga á fellihýsi f viku: 74.700
Bensínkostnaður: 31.943*
7 nætur á tjaldstæði: 14.000
SAMTALS: 120.643
*Bíll sem eyðir 14 lítrum á
hundraðið og lítrinn kostar
170,40
Keyra hringinn íkringum
fsland og gista á Hótel Eddu
Kosturinn við að gista á hóteli er sá að
fyrirhöfn er engin. Hægt er að hoppa
beint upp í uppábúin rúm eftir langa
keyrslu. Hvað varðar mat er bæði
hægt að velja að koma með nesti eða
borða á veitingastað hótelsins.
Keyra hringinn í kringum
Island og gista í fellihýsi
Kosturinn við að vera i fellihýsi er að
maður getur bæði upplifað útilegustemn-
inguna og verið óhultur gegn veðri og
vindum. Ókosturinn er að fellihýsi er dýrt í
leigu og rekstri. Mat verður maður sjálfur
að útbúa.
FERÐALAG2
Hótelgisting í 7 nætur: 101.000
Bensínkostnaður: 27.379*
SAMTALS: 128.379
*BÍII sem eyðir 12 lítrum á
hundraðið og lítrinn kostar
170,40 krónur.
VINSÆLIR
ÁFANGASTAÐIR:
Reykjavík-Gautaborg:
158.300
Reykjavík-Kaupmannahöfn:
126.600
Reykjavík-Frankfurt:
144.050
Heimsókn til ættingja í útlöndum
Kosturinn við að fara í heimsókn til ættingja er sá
að maður þarf bara að kaupa flugfargjaldið og að
maður fær að hitta ástvini. Hægt er að vera
sniðugur og fylgjast með góðum tilboðum.
Aukakostnaður fer í lestarferð í litla bæi og borgir
eða þar sem viðkomandi býr. Gert er ráð fýrir að
flogið sé með lceland Express samkvæmt verðskrá
11.júní2008.
Vera heima hjá
sér en lifa hátt
Kosturinn við að vera
heima hjá sér er að maður
getur notið afslöppunar á
heimilinu í faðmi fjölskyld-
unnar. í samanburði við
önnurferðalög getur
þetta verið besti kosturinn
þar sem maður þarf ekki
að venjast nýjum stað og
ekki ferðast lengi á
áfangastað. Það er hægt
að veita sér ýmsa lúxusaf-
þreyingu og eytt er minni
peningum en í hagstæð-
ustu ferðalögum.
Áhugavert er að sjá að
hægt er að geraalltá
listanum fyrir neðan fyrir
sama pening og að keyra
hringinn og gista í fellihýsi.
FERÐALAG5
«8»
AFÞREYING MIÐAÐ VIÐ TVO
FULLORÐNA OG TVÖ BÖRN:
Sund 5 x í viku: 4.000
Kaffihús 3x á Te og kaffi með kaffi
og kökum: 9.240
Leikhúsferð: 7.500
Út að borða í Perluna miðað við 4
rétta máltíð og drykki: 24.310
Ferð í Húsdýragarðinn og
veitingar: 3.480
Út að borða 3 rétta máltíð á Ruby
Tuesday: 12.290
Ferð í Bláa lónið (börn yngri en 11
ára fá frítt): 4.800
Ferð í bíó ásamt nasli: 5.800
Keiluhöllin og Pizza Hut: 7.960
Fylling á bílinn sem dugir út
vikuna (60 lítra tankur): 10.224
Hvalaskoðun hjá Eldingu: 10.000
Andlisbað hjá Laugar Spa fyrir tvo:
17.600
Börnin í Sprotaland hjá Laugum:
400
SAMTALS 117.604 KR