Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Síða 13
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 12. JÚNf 2008 13
um helsfti galla hans skyldi beint
til eiginkonunnar. „Hún mun hafa
langan lista," sagði Barack Obama.
Gagnrýni
Fréttamenn komu ekki að tóm-
um kofunum hjá Michelle þegar
spurt var um galla eiginmannsins,
og töldu sumir að upplýsingar um
hrotur hans og að sokkar hans lægju
um öll gólf væru „of miklar upplýs-
ingar". Michelle var sökuð um skort
á ættjarðarást í kjölfar þeirra um-
mæla hennar þegar ffamboðsslag-
urinn stóð hvað hæst að í fyrsta sinn
síðan hún komst á fullorðinsár væri
hún stolt af móðurjörð sinni. í aug-
um margra, sér í lagi íhaldssamra,
sönnuðu ummælin að hún hafði
ekki verið stolt af Bandaríkjunum
fyrr en eiginmaður hennar keppti
umforsetaembættið. CindyMcCain
notaði tækifærið daginn eftir og
sagði á kosningafundi að hún væri
mjög stolt af ættjörð sinni.
En Cindy hefur fengið sinn skerf
af gagnrýni. Hún sætti mikilli gagn-
rýni þegar hún neitaði að opinbera
skattframtal sitt og var bent á að sú
ákvörðun væri verulega á skjön við
skilaboð eiginmanns hennar um
mikilvægi gagnsæis í ríkisstjóm-
inni. Að lokum gaf Cindy eftir. En
Cindy sýndi mikla hreinskilni þeg-
ar hún ræddi um hve háð hún var
verkjalyfjum á tíunda áratugnum,
leyndarmál sem hún lengi vel hélt
leyndu fyrir fjölskyldu sinni. Sjálf-
ur fékk eiginmaður hennar slag fyr-
ir fjórum árum sem nærri reið hon-
um að fullu.
Hvað sem öllu öðru líður er ljóst
að Michelle og Cindy bíður það
hlutverk að styðja með ráðum og
dáð eiginmenn sína í slagnum sem
fram undan er sem eflaust á eftir að
einkennast af þeirri pólitísku hörku
sem hvomgri hugnast.
Reykingar draga úr minni
Það hefur yfirleitt ekki verið talið
að reykingar beri merki um mikla
skynsemi. Þær eru í besta falli
óskynsamlegar og í versta falli
hreinlega heimskulegar. Nú hefur
franskur vísindamaður, Séverine
Sabia, ásamt rannsóknarhópi sín-
um komist að því að reykingar hafi
verulega slæm áhrif á minni og
hæfileikann til að meðtaka upp-
lýsingar. En til að hugga reykinga-
menn leiddu rannsóknir hennar
í ljós að reykingamenn geta bætt
úr tjóni vegna reykinga með því
að hætta. Þannig að næst þegar
þú manst ekki hvar þú lagðir síg-
arettupakkann, notaðu tækifærið
og hættu.
Bush harmar orðsporið
Nú líður senn að lokum fer-
ils Georges W. Bush í embætti
forseta Bandaríkjanna. f viðtali
við Times viðurkenndi Bush að
herskátt tungutak hans hefði
gert að verkum að heimsbyggð-
in liti á hann sem stríðsæsinga-
mann. Orðanotkun eins og „lát-
um þá koma" og „lífs eða liðna"
hefur að hans sögn orðið til þess
að hann er ekki álitinn „maður
friðar".
Takmark Bush nú, þegar líður að
lokum valdaskeiðs hans, er að
skilja eftir sig arfleifð sem undir-
strikar alþjóðlega stjórnkænsku
hans í samskiptum Bandaríkj-
anna og írans.
Kviðdómurísudoku
Dómari í Ástralíu stöðvaði réttar-
höld vegna fíkniefnamáls þeg-
ar hann komst að því að nokkrir
kviðdómarar höfðu eytt tímanum í
sudoku í stað þess að hlusta á vitn-
isburð. Áður hafði dómarinn haft á
orði hve samviskusamir kviðdóm-
ararnir væru því þeir skrifuðu nið-
ur athugasemdir meðan á vitna-
leiðslum stóð.
Upp komst um athæfi kviðdóm-
aranna þegar sást til þeirra skrifa
lóðrétt, en ekki lárétt í „minnis-
blokkir" sem þeir höfðu. Ekki er
hægt að refsa kviðdómurum fyrir
athæfið, þannig að þeir sleppa
með skrekkinn. Nýréttarhöld hefj-
ast innan tíðar.
/
KOMINI
KILJU
„Sjaldjgæf
nautn að lesa
þessa bók“
- Þrdinn Bertelsson,
Fréttablaöið
„Við eigum öll að
lesa þessa bók.“
- Guðfnður Lilja Grétarsdóttir,
varaþingmaður
„Fantaskemmtileg"
- Sigurður G. Jómasson,
Utvarp Saga
Sumar-Dansnámskeið
Ballett, Modern, Jazz !
Tveggja vikna dansnámskeið hefst ló.júní
11-13 ára,
kennari:
Riina Turunen
14 og eldri,
kennari:
Kári Freyr
Björnsson
Ballettskóli Guðbjargar Björgvins, Eiðistorgi
Sími: 562-0091 & 695-0399 email:gbballett@simnet.is
Minnistöflur
Umboðs- og söluaðíli
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
FOSFOSER
MEMORY
Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Birkiaska
Umboðs- og söLuaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN
SERHÆFÐ ÞJONUSTA FYRIR
Jeep
CHRYSLER
, w.
DODGE
BILJOFUR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is