Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Side 14
TÓMAS ÞÖR ÞORÐARSON bladamaður skrifar: tomas@dv.is „Við skulum alveg vera róleg með íslandsmeistaratitilinn en mik- ið hrikalega var þetta sætt," sagði hæstánægður þjálfari Valsstúlkna, Freyr Alexandersson, við DV eftir leik. Freyr var ekkert að leyna gleði sinni enda engin ástæða til eftir 2- 1 sigur í stórslagnum gegn KR. Það voru gestirnir sem komust yfir með glæsimarki Hólmfríðar Magnús- dóttur á 11. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði fyrir hálfleik. Sigurmarkið skoraði svo Dóra María Lárusdóttir með skalla þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Það sást bersýnilega að allt var undir í þessum leik og var baráttan eftir því. Harðar tæklingar flugu og hvorugt liðið gaf nokkuð eftir undir góðri stjórn Frosta Viðars Gunnars- sonar dómara sem átti góðan dag. Leikmenn KR voru eðlilega meira en lítið spældir þegar flautað var til leiksloka og ruku inn í klefa. Hólm- fríður Magnúsdóttir hefur vart haft tíma til að kveðja stöllur sínar því þegar blaðamenn komu niður að velli eftir leik sást hún strunsa út með tösku sína á bakinu. KR byrjaði betur KR kom mun ákveðnara til leiks og gat téð Hólmfríður Magnúsdótt- ir bætt við fleiri mörkum skömmu eftir að hún skoraði seinna mark- ið. Miðjan var algjörlega í höndum Eddu Garðarsdóttur og kollega í KR- liðinu og ekkert virtist í spilunum að Valur ætti leið inn í leikinn. „Við vorum verri aðilinn fyrstu 30 mín- úturnar," sagði Freyr eftir leikinn. „Ég get viðurkennt það að við fórum varfærnislega í hlutina en okkur óx ásmegin og tókum völdin í leiknum. Það sýndi hversu rosalegur karakter er í þessum stelpum og í raun hafði ég aldrei áhyggjur af þessu," sagði Freyr skælbrosandi. Sóknarleikurinn var ekki góður hjá Val til að byrja með og beind- ist eðilega mikið að Margréti Láru frammi sem vann alla bolta en hafði enga til að skila á. „Stundum er maður frystur í leikjum og það verð- ur bara að vera þannig. Við byrjuð- um rólega en unnum okkur svo inn í leikinn. Mér líður alveg æðislega," sagði Margrét Lára við DV eftir leik. Allt ætlaði um koll að keyra Margrét Lára jafnaði fýrir Val með skoti af stuttu færi þremur mín- útum fyrir hálfleikslok og það var mjög sanngjarnt. Valur hafði tekið 14 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 Sport DV MOLAR JUSSI Afram hjA bolton Jussi Jaaskalainen, leikmaður Bolt- on, verður áfram hjá félaginu næstu fjögur árin þar sem hann er búinn að samþykkja nýjan samning við fé- lagið. Jaaskala- inen er 33 ára en síðastliðinn vet- ur sagðist hann vilja reyna sig hjá öðru félagi í ensku úrvals- deildinni. Hann hefur nú skipt um skoðun. Finninn hefur leikið (11 ár með félaginu en Aston Villa er talið tilbúið að fá kappann til sín. Stóran hluta af ákvörðun hans að vera áfram hjá félaginu má rekja til þess að félag- ið hélt sæti sínu í efstu deild.„Samn- ingurinn er til fjögurra ára en Jussi á eftir að skrifa undir þar sem hann er á ferðalagi," segir umboðsmaður Jaaskalainen. HUNTELAAR VILL REAL MADRID Sóknarmaðurinn eftirsótti Klaas Jan Huntelaar hefur gefið það í skyn að hann vilji fara til Real Madrid frá Ajax. Sóknarmaðurinn sterki hefur verið orðaður við annað hvert lið í Evrópu undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig um hugsanleg félagsskipti.„Framtíðin er óráðin en ég og umboðsmað- urinn höfum talað um að ég semji við Real Madrid. Það yrði frábært því þetta er magnað félag. Ég erhinsvegar enn leikmaður Ajax og ef eitthvert félag vill fá mig til sín þarf það að fara í gegnum félagið fyrst," segir Huntelaar.„Real Madrid er eitt af stærstu félögum heims og allir leikmenn vilja spila þar," segir Huntelaar. hnéðAtigerílagi GolfsnillingurinnTigerWoods seg- ist vera búinn að jafna sig á hné- meiðslum sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Tigerhefurekki spilað 18holu golfhring sfðan snemma í apríl en hann segist ekki alveg vita við hverju eigi að búast þegar hann kemurtil baka þar sem hann hafi aldrei áður átt við meiðsli að stríða.„Að komast aftur (leikform tekur smátíma. Maður þarf að þekkja áhrif adrenalínsins og innstilla sig rétt til þess að þekkja sig í öllum aðstæð- um. Ég hlakka mikið til að byrja og það er frábær tilfinning að vera kom- inn aftur," segir Woods. DECO SEGIR HLEB GETA FETAÐ í FÓTSPOR SlN Deco, miðjumaður Barcelona, telur Hvít-Rússann Alexander Hleb tilval- inn staögengil sinn hjá félaginu. Hleb sem orðaður hefur verið spænska stórveldið um hríðertalinn vilja fara til Barcelona fremur en Inter Milan en bæði þessi lið falast eftir starfskröft- um hans. Deco segir Hleb hafa það sem þarf til að spila (Barcelona.„Flestir þeirra leikmanna (sem eiga að koma í hans staö) eru góðir. En ég er mjög hrifinn af Hleb. Ég hef fylgst með honum slðan hann var hjá Stuttgart," segir Deco að lokum en hann er talinn vera við það að semja við Inter Milan og aðeins sé tímaspursmál hvenær hann verður kynntur sem nýr leikmaöur hjá félaginu. Heimamenn í Sviss eru stigalausir á Evrópumótinu: Tyrkir sungu írigningunni Sviss sem er annar gestgjafa Evr- ópumótsins í fótbolta gengur ekki sem best en það er stigalaust eft- ir fyrstu tvo leiki sína. Sviss tapaði gegn Portúgal í fyrsta leik sínum og þurfti að sætta sig við annað tap gegn Tyrkjum í gærkvöldi. Sigurmarkið kom þegar þrjár mínútur voru liðn- ar af uppbótartíma en mikil rigning og blautur völlur settu svip sinn á leikinn. Með tapinu eru möguleikar Sviss um að komast í 8 liða úrslitin úr sögunni. Reynsluboltinn Hakan Yakin var kominn í lið Sviss þar sem marka- hrókurinn Alexander Frei leikur ekki meira með á mótinu. Þar sem Yakin er verður mark sagði Alan Shearer eitt sinn um þennan magnaða leik- mann og sú varð raunin í gær. Yak- in kom Sviss yfir í fyrri hálfleik en stoðsendingin verður líklega skrifuð á rennblautan völlinn sem var ekki besti vinur Tyrkja í því marki. Semih Senttirk hefur verið öflugur þegar hann hefur komið af bekknum fýrir Fenerbache í tyrknesku deildinni í ár og hann var það fyrir Tyrki einn- ig í gær. Semih var skipt inn á í hálf- leik og aðeins voru liðnar tólf mín- útur af hálfleiknum þegar hann var búin að jafna leikinn. Tyrkir ætluðu augljóslega að sækja til sigurs eins og sást með skiptingunni og fengu þetta mark á frábærum tíma en skalli Semihs var einkar snaggaralegur. Það var ekkert annað í spilunum en að leikurinn myndi enda 1-1. Bæði lið fengu hálffæri til að klára leikinn og var Johan Vonlanthen í liði Sviss ansi nálægt því að stela sigrinum og lyfta andanum í Sviss. Það sló þögn á stuðningsmenn Svisslendinga þegar Tykir stálu svo sigrinum. Ardan Turan skoraði fyr- ir þá þegar þrjár mínútur voru liðn- ar af þeim fjórum sem bætt var við í uppbótartíma. Skot Ardan fór af varnarmanni en það spillti þó ekki gleðinni hjá Tyrkjum sem þökkuðu pent fyrir stigin og sungu lengi í rigningunni eftir leik á meðan Sviss- lendingar grétu. tomas@dv.is Valsstúlkur fögnuðu með stuðningsmönnum sínum í gær eins og þær að tapa fyrir neinu öðru í deildinni og er því Valur komið í bílstjórasc markið í leiknum á 85. mínútu í blíðskaparveðri á Vodafone-vellinum. um að halda stuðinu gangandi. barst inn á teig var allt annað en góður og einn af mörgum fallhlíf- arboltum inn á teig beggja liða sem ekkert hafði orðið úr. Dóru Maríu var þó slétt sama um það og skoraði sigurmarkið af miklu harðfylgi. „Ég get engan veginn tekið undir það að þetta gefi okkur eitthvað for- skot um íslandsmeistaratitilinn. Við eigum hörkuleik gegn Breiðabliki á sunnudaginn og það er næsta verk- efni. Þar stefnum við á þrjú stig eins og alltaf," sagði markadrottningin, Margrét Lára, af yfirvegun eftir leik. Óli P. besti markvarðarþjálfarinn KR fékk eitt tækifæri til að jafna völdin í leiknum en hann jafnaðist út í þeim seinni. Sigurlaunin voru svo mikil að hvorugt liðið tók miklar áhættur en klúðruðu þó bæði sitt- hvoru dauðafærinu. Það ætlaði svo hreinlega allt um koll að keyra þegar Dóra María Lár- usdóttir skoraði sigurmarkið með skalla á 85. mínútu. Boltinn sem í uppbóti getaö be mani til OlgaFær varanaði ir vöminí vörðirinr móti og v var björn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.