Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Blaðsíða 21
DV Umræða
FIMMTUDAGUR 12. JÚNI2008 21
MTODIN
Ungviðið blómstrar Urtumar Kobba og Særún kæptu báðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. Kóparnir hafa enn ekki fengið nafn en
fylgja mæðrum sínum í selalauginni. (gær átti þar leið hjá leikaraparið Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir með frumburðinn sem sýndi kópunum
Óskipta athygli. DV-mynd Asgeir
Gisli Marteirm Baldursson fær
plúsinn. Hann hefur skrifað
undir samning við Skógræktarfé-
lag Reykjavikur um að gróðursetja
460 þúsund plöntur i borginni á
næstu arum.
SPURNIIVGIINI
HVERNIG ERTU
ÍMJÖÐMINNI?
„Ég er í mjaðmarpásu ú taf plötuút-
gáfu og tónleikahaldi," segirBenedikt
Hermann Hermannsson betur þekktur
sem Benni Hemm Hemm. Benni spilar
fótbolta meðfótboltaliðinu KF Mjöðm
þarsem islenskirtónlistarmenn
sameina krafta sína í knattleik.
Hversendi bréfið?
Dálítið sérkennileg frétt var sögð
á Stöð 2 fyrir fáeinum dögum. Hún
fjallaði um það hvaða hæstaréttar-
dómarar hefðu oftast skilað séráliti
í dómum Hæstaréttar undanfarin ár.
Enginn núverandi hæstaréttardóm-
ara komst með tærnar þar sem Jón
Steinar Gunnlaugsson hafði hælana.
Jón Steinar hafði sem sagt skilað sér-
áliti átta sinnum oftar en meðaldóm-
ari við hinn virðulega Hæstarétt.
Jón Steinar Gunnlaugsson var
ekki í hópi þeirra sem kváðu upp
endanlegan dóm í Baugsmálinu á
dögunum, enda var hann lögfræð-
ingur Jóns Geralds Sullenberger í
upphafi málsins.
Fréttin um tíð sérálit dómarans
leiddi samt hugann að því að hugs-
anlega væri dómari, sem hefði svo
ríka þörf fyrir að skila séráliti, þegar
búinn að skila séráliti í Baugsmál-
inu. Hér er átt við nafnlausa bréfið
sem sent var snemma árs í fyrra til
allra hæstaréttardómara, sérstaks
saksóknara í Baugsmálinu, verjenda
sakborninga og fleiri.
Sjálfsagt eru flestir búnir að
gleyma inntaki bréfsins. Hér skal það
eitt rifjað upp að í fyrri hluta þess var
fjallað af mikilli þekkingu um gengna
dóma Hæstaréttar í Baugsmálinu.
Sigurður G. Tómasson ræddi við
Eirík Tómasson lagaprófessor um
nafnlausa bréfið á Utvarpi Sögu 26.
febrúar 2007. Þar sagði Eiríkur með-
al annars. „...Ég er þeirrar skoðunar
að á meðan bréfritari hefur ekki gefið
sig fram séu líkur til þess að bréfið sé
runnið undan rifjum manna sem eru
í réttarkerfinu, annaðhvort lögmenn
eða dómarar. Ég vil ekki trúa þessu
„Jón Steinar hafði
sem sagtskilað sér-
áliti átta sinnum oft- „
aren meðaldómari
við hinn virðulega
Hæstarétt."
JÓHANN
HAUKSSON
bladamadurskrifar
en það setur að manni óhug. Það er
bráðnauðsynlegt fyrir réttarkerfið í
landinu að bréfritari gefi sig fram."
Eiríki Tómassyni lagaprófessor
hefur ekki orðið að ósk sinni. Bréfrit-
ari hefur ekki gefið sig fram.
Hér verður því heldur ekki hald-
ið fram að bréfritarinn hafi verið Jón
Steinar Gunnlaugsson þótt hann hafi
svo ríka þörf til að segja sérálit sitt
sem raun ber vitni.
Innviðir dómstólanna
En hvað vitum við um nafnlausa
bréfið? í fyrsta lagi er það skrifað af
mikilli þekkingu á lögum og Baugs-
málinu. f öðru lagi er bréfið rætið
í garð dómara, ekki aðeins hæsta-
réttardómara heldur einnig í garð
dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. f
þriðja lagi heldur bréfritari því fram
að dómarar dæmi eftir öðru en lög-
unum. í fjórða lagi þekkir bréfrit-
ari vel til innviða Hæstaréttar; hann
hefur andúð á Markúsi Sigurbjörns-
syni sem hann telur áhrifamikinn í
dómarahópnum. f fimmta lagi not-
ar bréfritari orð eins og skrúflulaust,
einnota réttarfar og óekkí. Hafa ein-
hverjir hætt að nota þessi orð í seinni
tíð? í sjötta lagi þekkir bréfritari
vel til í Héraðsdómi Reykjavíkur og
virðist vita hver sé þar vinur hvers
og hvað dómarár hafi sagt yfir bjór-
glasi. Bréfritara er í nöp við Arngrím
Isberg héraðsdómara að því er virð-
ist. í sjöunda lagi er Davíð Oddsson,
nú seðlabankastjóri samkvæmt eig-
in vali, nefndur í nafnlausa bréfinu
sem ekki er beinlínis bænaskjal um
stuðning við sakborninga í Baugs-
málinu. Þvert á móti.
Hreinn Loftsson, lögfræðing-
ur og stjórnarmaður í Baugi, ritaði
grein um nafrdausa bréfið 27. mars
2007 og hóf greinina með eftirfar-
andi orðum: „Einhvers staðar húkir
höfundur nafnlausa bréfsins og von-
ast til að skrif hans hafi áhrif á fram-
gang Baugsmálsins. Hann tilheyrir
náhirðinni sem um langt skeið hef-
ur nagað í æru forráðamanna Baugs.
Hann lýsir sjálfum sér sem hugleys-
ingja. Bréfi hans var smeygt inn um
bréfalúguna hjá málsmetandi mönn-
um, hljóðlega og í laumi."
Fleiri sérálit?
Nú er endanlegur dómur geng-
inn í Baugsmálinu. Einn dómari
skilaði séráliti. Ósannað er að Jón
Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar-
dómari sé höfundur eða einn höf-
unda nafnlausa bréfsins. Spurning-
in er þessi: Er hugsanlegt að menn,
sem hafa ríka þörf fyrir að skila sér-
áliti, eigi enn eftir að skila séráliti í
Baugsmálinu, jafnvel óundirritað?
Eða eins og maðurinn, sem nú
er kominn á eftirlaun, sagði um
leið og hann gekk inn á kaffistof-
una: „Varst þú að skrifa okkur bréf,
Jón?"
Ásgeir veltir hlutunum fyrir sér.
ÞAÐEREITT sem breytist aldrei á ís-
landi og það er að stjórnmálamenn
standa ekkivið
stóm kosninga-
loforðin sín. Alls-
kyns frábæmm
hlutum og breyt-
ingum hefur ver-
ið lofað í gegnum
u'ðina en oftar
en ekki eru þau
loforð svikin. Það
nýjasta er að ísland sé ennþá á lista
hinna staðföstu þjóða. Eitthvað sem
Ingibjörg lofaði að kippa í liðinn
fyrir löngu. Ótrúlegt að við skulum
ennþá vera í hópi þeirra sem styðja
þetta sóðalega stríð.
EN VIÐ ÞURFUM ekki að hafa áhyggj-
ur af neinu. Það er nefnilega allt í
lagi í landi þar sem fjármálaráð-
herra rfkisstjórnarinnar er með
ranglega skráð lögheimili í kofa í
Þykkvabæ þar sem tveir Pólverj-
ar búa. Það er bara mjög eðlilegt
sama hver fær hvaða styrk og hvað
ekki. Ekkert athugavert við það? Ég
veit ekki hvort
fólkifinnstat-
hugaverðara að
ráðherra borgi
fósttu svart eða
að ráðherra sé
með ranglega
skráð lögheimili
í kartöflukofa.
Það fyrmefnda
gerðist alla vega í Svíþjóð og sá ráð-
herra sagði af sér. En ég meina það
er ekkert að því að fjármálaráða-
herra sé með lögheimili í kartöflu-
kofanum góða. Ætli hann baði sig
með Pólverjunum?
MIKIÐ ERVÆLT út afveikri stöðu
krónunnar. Mikið! Ekki síst ég sjálf-
ur. Ég hef eytt ófáum pistlunum í
að væla aðeins yfir þessu. Hversu
veik hún sé gagnvart evru og svona.
Núna veit maður loksins hvem-
ig ferðamönnum líður sem koma
hingað. Það hefur nefiiilega alltaf
fylgt þeirri hugsun fslendinga að
fara tíl útlanda
aðverið séað
flýja hið sjúka
verðlagsemhér
er. Að geta farið
eitthvað annað
og eytt eins og
geðsjúklingur en
samtbaraverið
að borga það
sama og fyrir pakka af kjúklinga-
bringum í Hagkaup. Nú er þetta
bara allt jafndýrt og hérna heima.
Andskotans.
rtJL »gt
-hvað er að frétta?