Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12.JÚNI2008
Fókus DV
#.r
BIODOMUR
Hvað heitirlagið?
„MEÐ ÞÍNA SMÁMUNASÖMU
BASTARÐA í ÞÍNUM FANSÍ KJÓL"
Krakkar kynn-
ast Kjarval
í sumar gengst Listasafn Reykjavík-
ur fyrir tveimur skapandi og inni-
haldsríkum námskeiðum fyrir börn
í Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöð-
um. Nú þegar er fullbókað á nám-
skeiðið í Ásmundarsafni en nokkur
sæti eru laus á Kjarvalsnámskeiðið
sem stendur yfir dagana 23. júní til
4. júlí. Á námskeiðinu á Kjarvals-
stöðum er lögð áhersla á að börnin
kynnist Kjarval og Kjarvalsstöðum
í gegnum leik, sköpun og ferðalög.
Málverk Kjarvals verða skoðuð og
unnin verícefni út frá þeim. Farið
verður í göngutúra um nærliggjandi
umhverfi og rútuferðir til fjarlægari
staða eins og Gálgahrauns á Álfta-
nesi og Þingvalla, en á báðum þess-
um stöðum málaði Kjarval undir
berum himni.
DÚNDRANDIKRAFTUR
Á GÖMLUM BELGJUM
Rice á NASA
fr;’ • askáldið Damien Rice
■ika á NASA 24. júlí.
r ið greint frá því að
.. Aoma fram á tónlistar-
. iiTinni Bræðslunni á Borgarfirði
eystri í júlílok, en hann er íslend-
ingum að góðu kunnur, enda komið
hingað þrisvar áður. Rice hefur nú
ákveðið að gefa þeim, sem ekki eiga
heimangengt á þau annnes sem
Borgarfjöröur eystri er staðsettur á,
færi á að heyra ljúfa tóna sína með
berum eyrum. Forsala á NASA-tón-
leikana hefst 19. júní klukkan 10 á
midi.is og útsölustöðum mida.is.
Ég held að erlendar hljómsveitir
sem koma hingað til að halda tón-
leika megi fara að vara sig á einu.
Hiti Sign upp er allt eins líklegt að
sú hljómsveit steli senunni. Eftir að
hafa séð Sign tvisvar á tónleikum get
ég fullyrt eitt. Aðalnúmerið má vara
sig ef það ætlar ekki að verða undir í
samanburðinum. Þegar Sign hitaði
upp fyrir Skid Row tókst þeim svo
gott sem að spila aðalnúmerið út
af sviðinu. Eftir frammistöðu sína
í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld,
þegar Sign hitaði upp íyrir White-
snake, var ljóst að David Coverdale
og félagar yrðu að hafa sig alla við ef
þeir ætluðu að toppa Sign.
Sign byrjuðu sinn hluta tónleik-
anna afar vel og það var auðheyrt á
fólki í kring að það kunni að meta
piltana, hvort sem fólk kannaðist
við þá fyrir eða var að heyra í þeim í
fyrsta skipti. Sign eru topp tónleika-
sveit, þéttir og með haug af góðum
lögum. En eins vel og Sign byrjaði
var það ekki fyrr en nokkur lög inn í
þeirra dagskrá sem strákarnir riáðu
hámarki. Eftir að þeir tóku Thank
God For Silence, hugsanlega þeirra
sterkasta lag, var frammistaða
þeirra nær lýtalaus. Það mætti helst
setja út á að Zolberg valdi að kynna
Misguided, næsta lag, í stað þess
að láta þau renna saman sem eina
heild. Þegar þarna var komið fylgdi
hvert dúndurlagið á fætur öðru og
tónleikagestir orðnir vel heitir fyrir
Whitesnake.
En eins og Sign tók sitt sett af
krafti virtust vonbrigðin ein ætla að
taka við þegar Whitesnake byrjaði
sína tónleika. Hljóðið var stórund-
arlegt til að byrja með og á tíma-
bili stóðum við, ég og tveir félag-
ar mínir, okkur að því að velta því
fyrir okkur hvort David Coverdale
væri að mæma. Þetta lagaðist en
upphafið hjá Coverdale og félögum
leið fyrir annars vegar hljóðið og
hins vegar kannski að hann valdi
að byrja mikið til á nýjum og minna
þekktum lögum.
Lagavalið í upphafi bar með
sér annað hvort mikinn kjark eða
fífldirfsku. Hvítu snákarnir veðj-
uðu á að þeim tækist að heilla fólk
með nýjum lögum, fólk sem var að
stórum hluta komið til að hlusta á
gömlu lögin - mikið til lögin sem
urðu fræg á 1987 plötunni. Og það
merkilega er að þetta gekk upp.
Af fyrstu fjórum eða fimm lögun-
um var það bara þriðja lagið, The
Deeper the Love sem allir þekktu
og viðbrögðin eftir því. Önnur lög í
fyrstu, eins og The Best Years, voru
þétt lög og góð en kannski ekki al-
veg það sem fólk á að venjast af
Whitesnake. Almennt má segja um
nýju lögin að þau séu Whitesnake
fært til upphafsára 21. aldarinn-
ar, þyngri og kraftmeiri en mörg
gömlu lögin.
Það voru samt gömlu slagararn-
ir sem gerðu allt vitlaust í höllinni.
Kannski risu tónleikarnir hæst með
Ain't No Love in the Heart of the
City og Give me all Your Love. Um
fyrra lagið sagði Coverdale auðvit-
að á sínum tíma að hann vogaði sér
ekki að sleppa því af tónleikadag-
skránni, þá mætti hann eiga von á
hverju sem er frá aðdáendum sín-
um.
Þegar Whitesnake lauk sinni
skyldu, fyrir utan hefðbundið upp-
klapp, var ljóst að fólk vildi meira,
jafnvel mildu meira. Hljómsveit-
in kom út og tók Still of the Night
af miklum krafti. Einn af hápunkt-
um tónleikanna var eftir upp-
klappið þegar Coverdale tók Sold-
ier of Fortune, einn og óstuddur af
hljómsveitinni. Það hefði verið frá-
bær endir á góðum tónleikum hefði
hann einfaldlega horfið af sviðinu
eftir það lag og látið staðar numið.
Svo var þó ekki og sveitin kom fram
og tók eitt lag enn, nokkuð sem
dró aðeins úr áhrifamættinum. En
það var ljóst að fólk vildi meira og
klappaði og kallaði eftir aukalög-
um, svo virtist sem það ætlaði að
skila árangri en að lokum hvarf
sveitin á brott, sennilega í síðasta
skiptiáíslandi.
David Coverdale má eiga það
að hann er frábær á tónleikum,
kann algjörlega að stjórna salnum
og ná upp stemningu. Hann virð-
ist líka hafa húmor fyrir sjálfum sér
og aldri sínum og gerði grín að því
að hann hefði verið hérna fyrir átj-
án árum. En hvað var þetta með að
sleikja puttann ótt og títt?
Það var ljóst eftir að Sign spil-
aði að Whitesnake þyrfti að gera
verulega góða hluti til að falla ekki
í skuggann af ungliðunum. Hljóm-
sveitin stóð að mestu undir því, var
jafnvel þéttari og betri en maður
þorði að vona. Segjum fimm stjörn-
ur fyrir Sign og fjórar feitar fýrir
Whitesnake, svo meðaltalið er fjór-
ar og hálf stjarna.
Brynjóljur Þór Guðmundsson
það allra metnaðarlausasta helvíti
sem skolað hefur á strendur Islands
í lengri tíma. Dóri dna
LEIKSTJÓRN: Dennis Dugan
AÐALHLUTVERK: Adam
Sandler, John Turturro,
Emmanuelle
Chriqui, Nick
Swardson.
YOUDON'TMESS 4
WITHTHEZOHAN
WHITESNAKE, irkirki
SIGN
Laugardalshöll, þriðjudaginn lO.júní
TONLEIKAR
OGEÐSLEGA OFYNDIÐ
Grínistinn Adam Sandler hefur
á undanförnum þrettán árum fært
manni óborganlegar gamanmynd-
ir. Billy Madison, Happy Gilmore,
The Waterboy, allt stórskemmtileg-
ar kvikmyndir með ógleymanlegri
þvælu. Kvikmyndin Don’t Mess with
the Zohan er hans nýjasta afsprengi.
Myndin fjallar um Mossad-sérsveit-
armanninn Zohan sem grípurbyssu-
kúlur með nefinu og óttast ekkert.
Hann er þó kominn með leiða á því
að vera sífellt að berjast og dreym-
ir um að verða hárgreiðslumaður í
New York. Loks sviðsetur hann eigin
dauða og leitar uppi drauminn.
Afgangur myndarinnar er hrotta-
lega fyrirsjáanlegur, svo það sé á
hreinu. Auðvitað eru nokkur atriði
sem hægt er að brosa að í Zohan,
en samt sem áður er um að ræða
eitt metnaðarlausasta verkefni síð-
ari ára. Handrit myndarinnar hefur
líklega verið skrifað aftan á happa-
þrennu. Grínið sjálft er barnalegt
og óskaplega illa skrifað. í raun er
myndin ekkert nema hundrað og
þrettán mínútur af þreyttum gam-
anleikurum, sprangandi um í asna-
legum búningum og talandi með
enn asnalegri hreim. Hinar ýmsu
stjörnur mæta í gestahlutverkum
og keppast um hver geti skilað af
sér sem verstri frammistöðu. Chris
Rock hirðir fyrsta sætið og Mariah
Carey er rétt á eftir. Persónur mynd-
arinnar eru jafnvel svo fýrirsjáanleg-
ar, klisjukenndar og asnalegar, að
gamla brýninu John Turturro tekst
ekki einu sinni að peppa þetta upp.
Ofan á allt gerir myndin mjög lítið úr
deilum ísraelsmanna og Palestínu-
manna, á þann hátt að mann langar
helst til að skrifa lesendabréf í Morg-
unblaðið eftir á.
Sandlerinn er í tilvistarkreppu.
Hann vill slíta sig frá þessari gerð
grínmynda, en veskið er eflaust ekki
sammála. Click, Chuck & Larry og
þessi, skítamyndir, á meðan Spangl-
ish, Reign Over Me eru skref í rétta
átt. Sandlerinn er toppleikari, það
sannaði hann í hinni stórkostlegu
Punch-Drunk-Love eftir Paul Thom-
as Anderson. En The Zohan má fara
í rassgat fýrir mér, því þó vitleysa geti
verið margs konar er þessi vitleysa
AIM Festival
AIM Festival, alþjóðlega tón-
listarhátíðin á Ákureyri, hefst í
dag. Opnunaratriðið verður með
dirfskulegra móti þar sem Arn-
grímur Jóhannsson flugkappi
ætlar að „dansa" á svifflugvél
sinni yfir miðbæ Akureyrar við
undirspil vals sem sérstaklega var
saminn fyrir tónlistarhátíðina.
Valsinum verður útvarpað beint í
Síðdegisútvarpi Rásar 2 klukkan
16.30 svo áhorfendur geta hlust-
að á lagið og fylgst méð svifflugi
Arngríms á meðan. AIM Festival
er nú haldin í þriðja sinn en á
hátíðinni er boðið upp á breitt
úrval tónlistar. í fýrra komu 90
tónlistarmenn frá fjórtán löndum
og að sögn skipuleggjenda verður
hátíðin ekki síður glæsileg í ár.
Skoða má dagskrána á aimfesti-
\ val.is.