Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. JÚN(2008 Síðast en ekkisist DV. BÓKSTAFLega SAVDKORX ■ Viðtal við Asdísi Rán birtíst á vefsíðu Sawy.com í gær. Þar fá aðdáendur skutlunnar að bera hana aug- um í hinum ýmsu undir- fötum á milli þess sem hún segir mynda- vélinniaf hverju hún er hin full- komna millj- ón dollara kona. Ásdís er dugleg að plögga sjálfri sér á heimasíðu Sawy, en hún er líka dugleg að plögga samlanda sinn Brynjar Má, útvarpsmann og söngvara, en lagið hans Forget about Me hljómar í þessar tvær mínútur sem myndbandið stendur yfir. Það er svoh'tíð kaldhæðnislegt að kynna sjáfan sig með lagi sem heitir gleymdu mér. ■ Dr. Gunni sem ber hag neyt- enda ávallt fyrir brjósti hefur nú rofið þögnina og tjáð sig um Melabúðina sem hingað til hef- ur verið hrósað í hástert af Vest- urbæing- um. Á bloggi doktorsins kemur fram að hann hafi nú tekið ákvörðun um að hætta að versla við téða verslun þar sem verðlagið sé hátt og lítið sé verðmerkt. Hann segist þá jafnframt sleppa við það að nuddast utan í viðskipta- vini á þröngum göngunum en þar versli Vesturbæjaraðall- inn eins og hann orðar það og tekur dæmi um leirkerlingar, fiðluleikara úr sinfóníunni og vælandi bæjarstjóra sem allir snobbi fyrir Melabúðinni með buxurnar á hælunum. ■ Það mátti sjá hið ótrúlegasta fólk í á Whitesnake-tónleikun- um í fyrradag. Allt frá mótór- hjólatöffurum til ungra krakka. Stefán Hilmarsson skemmti sér vel og hélt sig frekar nálægt sviðinu til að byrja með - eða þangað til það varð of heitt. Fjölnir tattú var hæst- ánægður og stóð upp fyrir greddurokkurunum í lok tónleikanna og klappaði hátt. Ofurskutlurnar Anna Rakel og Addú létu sér ekki leiðast á tónleikunum og voru komnar á háhest undir lokin er sveit- in tók Here I go again. Gömlu refunum á sviðinu hefur ekki leiðst það. „Það er eng- in ástæða til að láta þetta verða að einhverju bitbeini, en menn geta auðveldlega gert það með því að tala óvarlega." ■ Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Baugsmálið og viðbrögð stjórnmálamanna við dómi Hæstaréttar. - DV. „Konan mín segir að þeg- ar ég sé ekki að skrifa sé ég ekki mjög viðkunnan- ^^^Jegur, þannig að það er ljóst að M skrifgera JHÍ mér mjög gott, bæði tilfinninga- lega og vitsmunalega. Og þau gera hjónabandi mínu raunar líka gott." ■ Matt Rees spennusagnahöfundur í DV. „Ég fer með nokkrum stelpum en ég hef ekki farið til Los Angeles síð- an ég bjó þar fyrir fimm- tán árum og núna er ég svo spennt að ég bara trúi þessu ekki." ■ Elfn Reynisdóttir sminka sem er á leið á förðunarsýningu í LA. - Vísir. „Égverð líka orð- inn góð- \ ur í golfi begarég kem út. Við erum með fínan níu holu golívöll hérna." ■ Kalli Bjarni nýtur lífsins f golfi á Kvíabryggju. - Séð og heyrt. „Þetta var yndislegur dagur og það sem snerti okk- ur dýpst var hvað við eigum góðar ldur og vini." ■ Hrafnhildur Hafsteins, nýbökuð eiginkona Bubba Morthens, var ánægð með brúðkaupsdaginn. - Séð og heyrt. Hvaða manneskju í mannkyns- sögunni myndir þú helst vilja verja kvöldstund með? „Arkímedes. Hann er einn besti stærðfræðingur allra tíma." Hver er maðurinn? „Vinalegur og sniðugur stærðfræð- ingur." Hvað drífur þig áfram? „Honey Nut Cheerios á morgnana." Hvar ert þú alinn upp? „í Reykjavík og Gautaborg. Pabbi var í námi í Gautaborg og bjuggum við þar í fjögur ár. Mér leið mjög vel þar, en það er erfitt að bera borgina sam- an við Reykjavík þar sem ég var sex ára þegar við fluttum aftur heim." Hver er uppáhaldsbókin þín? „Ég held ég verði að segja Ástríks- bækurnar." Hver er uppáhalds-bíómyndin þín? „Happy Gilmore." Hvers vegna stærðfræði? „Vegna þess að þetta er langskemmti- legasta fagið, og eina fagið sem veitir manni fullnægju." Hvernig fer maður að því að fá 10 í næstum því öllum fögum? „Þetta er bara heppni." Þú fékkst eina 9 - hvað klikkaði? „Smá óheppni." Átt þú þér líf utan skólans? „Já, já, ég spila til dæmis fótbolta með Fótbolta- og fjárfestingarfélag- inu Söllenbergers en uppistaðan í því er strákar úr eðlisfræðibekkjun- um tveimur í MR. Við tókum einu sinni þátt í Carlsberg-utandeildinni, en núna hittumst við bara einu sinni til tvisvar í viku og leikum okkur." Hefur þú einhvern tímann fallið á prófi? „Ég held ekki, nei." Hvað er fram undan? „Doktorsnám í stærðfræði við MIT- háskólann sem ég byrja í í haust. í sumar er ég að vinna í áhættustýr- ingunni hjá Kaupþingi." Blindur grænlenskur piltur teflir á Djúpuvík: Ósmeykur við ísbirni og drottningar Mikið úrval Hagstætt verð Húvnnig Klettháls: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-16 Suðurnes: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-14 MURBUÐIN - Afslátt eða gott verð? Kletthálsi 7 Rvk - Fuglavík 18 Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Skákfélagið Hrókurinn heldur Minningarmót Páls Gunnarssonar á Djúpuvík 20.-21. júní en Páll var einn af stofnendum Hróksins og virkur liðsmaður alla tíð. Einn þeirra sem mæta til leiks er Paulus Napatoq, sextán ára gamall grænlenskur piltur sem hefur verið blindur fá fæðingu. Paulus kemur alla leið frá þorp- inu Ittoqqortoormiit, nyrstu byggð á austurströnd Grænlands. Þang- að hafa liðsmenn Hróksins farið síðustu 2 árin, og það var í fýrra sem Paulus lærði manngang- inn á undraskömmum tíma. Við það tækifæri var Paulus gerður að heiðursfélaga í Hróknum. „Paulus er heiðursgestur okkar á mótinu og gaman að fá tækifæri til að bjóða þessum einstaka afrekspilti, ekki bara til íslands, heldur alla leið á Strandir norðurþar sem skemmdleg Sigursæll Paulus lærði mannganginn fyrir tveimur árum og sigraði á 70 manna skákmóti (Ittoqqortoormiit um páskana. veisla fer í hönd," segir Hrafn Jökuls- son, forseti Hróksins. Þegar Hróksmenn voru aftur á ferð í Ittoqqortoormiit um páskana sigraði Paulus á skákmóti, þar sem keppendur voru 70. Skákhæfileik- ar drengsins eru ótvíræðir en hann þreifar á taflmönnunum og teflir svo eins og alsjáandi. Paulus hefur lfica alist upp við að bjarga sér sjálfur við erfiðar aðstæður og hann fer til dæmis allra sinna ferða um þorpið á hundasleða. Þá hefur Paulus komist í hann krappan á ísbjarnaslóðum og hefur þurft að munda riffilinn sinn þegar hann var einn á ferð og mætti bangsa í ham fjarri mannabyggð. í þeirri viðureign lét piltur sjónleys- ið ekki hindra sig frekar en við skák- borðið. Paulus verður í góðum félags- skap á Djúpuvík en á meðal þeirra sem heiðra munu minningu Páls Gunnarssonar með nærveru sinni eru meistaramir Björn Þorfinnsson, Róbert Harðarson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og stórmeistaramir Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen. Höskuldur Pétur Halldórsson útskrifast með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla íslands á laugardaginn. Hann fékk 10 í einkunn í öllum fögum nema einu á þeim þremur árum sem námið tók. BARAHEPPNI i : :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.