Fréttablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 2
„Það er búið að vera alveg vitlaust að gera í allan dag. Við höfðum ekki undan að smyrja og afgreiða viðskiptavini,“ sagði Stefán Þormar Guðmunds-
son sem stóð vaktina í síðasta sinn á Litlu kaffistofunni í gær. Stefán hefur rekið staðinn frá árinu 1992. „Við höfum verið að taka á móti góðum
kveðjum, blómum og öllu sem tilheyrir svona degi,“ sagði Stefán. Á morgun taka nýir aðilar við rekstrinum en Olís á staðinn. Fréttablaðið/Vilhelm
Veður
Nokkuð hvöss austanátt í dag, en
lægir talsvert sunnan- og suðvestan-
lands seinni partinn. Rigning, einkum
á Austfjörðum og Suðausturlandi, en
slydda eða snjókoma norðaustan-
lands. Hiti 0 til 8 stig, kaldast norð-
austan til. sjá síðu 30
VORIÐ NÁLGAST
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Opið kl. 11 - 18 virka daga
Opið kl. 11 - 16 laugardaga
VELDU
GRILL
SEM EN
DAST
OG ÞÚ
SPARA
R
• 3 brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• PTS hitajöfnunarkerfi
• Kveiking í öllum tökkum
• Niðurfellanleg hliðarborð
• Tvöfalt einangrandi lok
• Postulínsemaleruð efri grind
• Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Einnig til 2ja brennara svart,
4ra brennara svart og rautt
Er frá Þýskalandi
Niðurfellanleg
hliðarborð
Einnig til svart
hvítt og grátt
Landmann gasgrill
Triton 3ja brennara
10,5
KW 98.900
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
viðskipti Líkamsræktarstöðin Hress
segir að vegna óðaverðbólgu í kjölfar
hrunsins og vanefnda Hafnarfjarðar
bæjar leggi fyrirtækið til riftun á
samningi við bæinn vegna leigu á
aðstöðu við Ásvallalaug.
„Við erum leið yfir því að tillaga
okkar að uppgjöri við bæinn sem
send var í trúnaði á Sigríði Krist
insdóttur bæjarlögmann og Geir
Bjarnason íþróttafulltrúa hafi verið
send til bæjarráðs og birt í heild
sinni á vef Hafnarfjarðarbæjar,“
segir Linda Hilmarsdóttir, eigandi
og framkvæmdastjóri Hress, sem
vill ekki tjá sig frekar um málið að
svo stöddu.
Hress hefur starfað í Hafnarfirði
frá árinu 1987. Rakið er í bréfi lög
manns Hress til Hafnarfjarðarbæjar
að líkamsræktarstöðin samdi til tíu
ára um leigu á aðstöðu við Ásvalla
laug í febrúar 2008. Umsamin mán
aðarleiga hafi verið 600 þúsund
krónur. Upphæðin væri bundin við
neysluverðsvísitölu sem síðar hafi
valdi forsendubresti ásamt skorti á
uppbyggingu íbúðahverfisins í kring.
„Rétt eftir að skrifað var undir
samninginn skall á efnahagskreppa
með tilheyrandi gengishruni og
óðaverðbólgu og sem óþarfi er að
fara mörgum orðum um,“ skrifar
lögmaður Hress sem kveður fyrir
tækið hafa greitt uppsetta leigu fram
að nóvember í fyrra. Viðræður um
breytingar hafi þá staðið frá í apríl
2015. Þær hafi bæði snúist um leigu
upphæðina sem hafi verið komin í
yfir 900 þúsund krónur á mánuði og
um vanefndir bæjarins á að uppfylla
samninginn.
„Þrátt fyrir ítrekaðar og árlegar
fyrirspurnir þess efnis hefur bærinn
ekki orðið við beiðnum um lagfær
Hress vill leigu til baka
og telur trúnað brotinn
Félagið um líkamsræktarstöðina Hress við Ásvallalaug segir Hafnarfjarðarbæ
vanefna samninga og leggur til riftun og 5,5 milljóna króna endurgreiðslu á
leigu auk þess sem ógreidd leiga verði felld niður. Sakar bæinn um trúnaðarbrot.
líkamsræktarstöðin hress hefur verið með samning um aðstöðu við Ásvallalaug
frá febrúar 2008 en segir forsendur brostnar og vill nú losna. Fréttablaðið/Pjetur
Hafnarfjörður Minnihlutinn í
bæjarráði Hafnarfjarðar vill að bæjar
yfirvöld hefji viðræður við ASÍ um
aðkomu þess að uppbyggingu félags
legra íbúða í Hafnarfirði. Í bókun
minnihlutans í bæjarráði um málið
segir að 240 félagslegar íbúðir séu í
Hafnarfirði og þörf sé á því að fjölga
félagslegum íbúðum í bænum. Leggja
þau til að bæjarstjóra verði falið
að óska eftir viðræðum við ASÍ um
aðkomu og samstarf.
„Það er ekki hlutverk sveitarfélaga
að kynda bálið á fasteignamarkaði
með því að selja lóðir á verði sem er
langt umfram þann kostnað sem þau
hafa af þeim, en það er svo sannarlega
hlutverk sveitarfélaga að tryggja nægt
framboð félagslegs húsnæðis,“ segir
Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Afgreiðslu málsins var frestað þar til
á næsta fundi bæjarráðs. – sa
Vilja fjölga
félagslegum
íbúðum
sveitarstjórnarmál Á árinu
2015 var hafin smíði á 926 nýjum
íbúðum. Frá árinu 1972 er síðasta
ár í fjórða sæti hvað varðar fjölda
íbúða sem hafin hefur verið bygg
ing á á árinu. Einungis voru fleiri
íbúðir í byggingu árin 2005, 1986
og 1973. Þetta er meðal þess sem
lesa má úr nýútkominni ársskýrslu
byggingarfulltrúans í Reykjavík
fyrir árið 2015.
Í fermetrum talið var samþykkt
bygging á ellefu sinnum meira
magni íbúðarhúsnæðis en hótel
bygginga í Reykjavík á síðasta ári,
og eru hótel og veitingahús tæp sex
prósent af samþykktu byggingar
magni síðasta árs í Reykjavík.
Að sögn byggingarfulltrúa er á
síðasta ári um að ræða töluverða
aukningu í byggingu nýrra íbúða
frá síðastliðnum árum. „Sam
þykkt byggingarmagn í byggingar
áformum í Reykjavík á árinu 2015
var fyrir um 235 þúsund fermetra
og 912 þúsund rúmmetra fyrir allt
húsnæði.“
Fram kemur að áform um bygg
ingu íbúðarhúsnæðis hafi verið um
64 prósent alls byggingarmagns.
„Til samanburðar var samþykkt
byggingarmagn árið 2014 fyrir um
136 þúsund fermetra og 531 þús
und rúmmetra fyrir allt húsnæði.
Aukning á samþykktu byggingar
magni á milli ára var um 73 prósent
eða nærri tvöföld aukning og marg
föld ef miðað er við árið 2010 þegar
einungis um 18 þúsund fermetrar
og 68 þúsund rúmmetrar voru sam
þykktir.“ – óká
Ekki fleiri
nýbyggingar í
borginni í tíu ár
ingar á húsinu í samræmi við samn
ing aðila,“ skrifar lögmaðurinn sem
kveður meðal annars ekkert bóla á
lofaðri útilaug með klefum þótt átta
ár séu liðin af samningstímanum.
Lögmaðurinn segir Hress vilja
endurgreiðslu á leigu fyrir mán
uðina maí til október í fyrra, samtals
tæpar 5,5 milljónir króna. Þess utan
að fyrirtækið sleppi undan þeirri
leigu sem það hafi ekki greitt frá því
í nóvember og verði laust undan
samningnum.
Bæjaryfirvöld hafa fyrir sitt leyti
lagt til óformlegt samkomulag sem
meðal annars fæli í sér 24 prósent
afslátt af núverandi leiguverði, „10
prósent vegna forsendubrests og 14
prósent vegna slælegs aðbúnaðar/
hönnunar“, segir í tillögu bæjarins
sem Hress hafnaði.
Þess má geta að Gymheilsa sem
rekur líkamsræktarstöðvar við
Suður bæjarlaug í Hafnarfirði og við
tvær sundlaugar Kópavogsbæjar
sagði í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar í
janúar að fyrirtækinu hefði borist til
eyrna að rekstur Hress í Ásvallalaug
væri þungur og óvissa um framhald
ið. Lýsti Gymheilsa sig reiðubúna
að hefja heilsurækt í Ásvallalaug ef
möguleiki opnaðist til þess.
Bæjarráð Hafnarfjarðar tók kröfu
Hress fyrir á miðvikudag og fól þá
bæjarlögmanni að vinna að málinu.
gar@frettabladid.is
926
íbúðir fóru í byggingu
árið 2015
Við erum leið.
Linda Hilmarsdóttir,
framkvæmdastjóri
Hress
Annasamur síðasti dagur
1 . a p r í l 2 0 1 6 f ö s t u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
C
-3
9
5
8
1
8
E
C
-3
8
1
C
1
8
E
C
-3
6
E
0
1
8
E
C
-3
5
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K