Fréttablaðið - 01.04.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 01.04.2016, Síða 4
Málþing um skólamál einhverfra Laugardaginn 2. apríl klukkan 14 til 16. Hvernig mætir skólinn þörfum barna og ungmenna á einhverfurófi? Fundarstaður: Fyrirlestrasalur Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Reykjavík. Nánari dagskrá á síðunni www.einhverfa.is Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Einhverfusamtakanna. Viðskipti Samlokustaðurinn Joe and the Juice verður opnaður í Alþingis- húsinu. Framkvæmdir við opnun staðarins standa yfir en gert er ráð fyrir að hann verði formlega opnaður þegar þingið kemur aftur saman á mánudag eftir páskafrí. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Starfsfólk þingsins og þingmenn höfðu verið að kalla eftir meiri fjöl- breytileika og hollari kosti og með þessu er verið að koma til móts við það,“ segir Einar. „Kannski erum við með þessu að fylgja eftir einhverjum svokölluðum tíðaranda og fyrir gamlan íhaldsfausk eins og mig er það ekkert endilega eftirsóknarvert, en stundum lætur maður undan tískusveiflum, þó það gerist ekki mjög oft,“ bætir forseti Alþingis við. Máltíðir í Alþingishúsinu kosta 550 krónur en samlokurnar verða dýrari þótt þær verði niðurgreiddar eins og mötuneytismaturinn. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur. Þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Daníel Kári Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Joe and the Juice, var í Alþingishúsinu í gær og kvaðst spenntur fyrir að opna á nýjum stað. – sks Þingmenn fá niðurgreiddar samlokur „Þetta ætti að verða klárt eftir helgi,“ sagði Daníel Kári, framkvæmdastjóri Joe and the Juice, sem vann að uppsetningu í Alþingishúsinu í gær. FréttAblAðið/Vilhelm Viðskipti Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun í nóvember var ekki að öllu leyti í samræmi við lög um eðlilega og heilbrigða við- skiptahætti fjármálafyrirtækja að mati Fjármálaeftirlitsins (FME). Landsbankinn seldi hlutinn til hóps fjárfesta og lykilstjórnenda Borgunar. Borgun er í dag talin allt að fjórfalt verðmætari en fyrirtækið var metið á þegar Landsbankinn seldi sinn hlut. Verklag Landsbankans við söl- una var ekki til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann að mati FME. Í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær kom fram að bankinn hefði átt að leggja mat á hvaða álitshnekki hann gæti beðið með því að selja hlutinn í lokuðu söluferli og kanna hvort sérfræði aðstoð eða áreiðanleika- könnun hefði verið til þess fallin að veita bankanum aukinn aðgang að gögnum og upplýsingum um félagið í söluferlinu. Landsbankinn tilkynnti einnig í gær um að hann hefði komið á fót aðgerðaáætlun til að efla stjórnar- hætti bankans varðandi sölu eigna til að koma í veg fyrir að sambærileg álitamál komi upp og við söluna á eignarhlutnum í Borgun. Þar kemur meðal annars fram að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verði að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs. Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, segir að við- brögð Landsbankans verði rædd á stjórnarfundi Bankasýslunnar á morgun. Hugsanlega verði einnig óskað eftir kynningu frá Lands- bankanum á áformum bankans. Bankasýslan gaf út á fundi með fjárlaganefnd Alþingis þann 14. mars að sala Landsbankans á hlut í Borgun hefði orðið að álits- hnekki fyrir bankann og hann hefði frest til mánaðamóta til að bregðast við athugasemdum Bankasýslunnar. Síðan þá hefur Landsbankinn hafið undirbúning að málsókn vegna Borgunarsölunnar. Auk þess hafa fimm af sjö bankaráðsmönn- um Landsbankans tilkynnt að þeir muni ekki sækjast eftir endurkjöri á aðalfundi bankans þann 14. apríl. – ih Salan á Borgun ekki í samræmi við lög að mati Fjármálaeftirlitsins Neðri-Þjórsá öll í nýtingarflokk l Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða: l Í nýtingarflokk: Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austur­ engjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur. l Í verndarflokk fari fjögur svæði: Héraðsvötn (Villinganesvirkjun, Skata­ staðavirkjanir C og D), Skjálfandafljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafna­ bjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun) og Þjórsá vestur (Kjal­ ölduveita). l Í biðflokk: Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun, Haga­ vatnsvirkjun, Stóra­Laxá, Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun, Fremrinámar, Búrfellslundur og Austurgilsvirkjun. Steinþór Pálsson banka- stjóri Landsbank- ans hefur gefið út að hann hyggist starfa áfram hjá bankanum. umhVerfismál Vatnasvið Skjálfanda- fljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla í verndarflokk rammaáætlunar að óbreyttu. Sjö nýir virkjunarkostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru, og þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafoss- virkjun. Þetta kemur fram í drögum að loka- skýrslu verkefnisstjórnar ramma- áætlunar sem lögð var fram í gær. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða, sem Stefán Gíslason, formaður verkefnis- stjórnarinnar, gerði grein fyrir á kynn- ingarfundi í Hörpu í gær. Upphaflega voru gögn vegna 81 virkjunarkosts á borði verkefna- stjórnarinnar þegar allt er talið. Þar af eru 47 virkjunarkostir í vatnsafli og 33 í jarðvarma. Verkefnisstjórn ákvað snemma árs 2015 að vísa aðeins rúmum fjórðungi til faglegrar umfjöll- unar hjá faghópum. Í hnotskurn má segja að fyrstu við- brögð viðmælenda Fréttablaðsins við niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar séu blendin en þó í stórum dráttum jákvæð – og hvort sem horft er til tals- manna náttúruverndar eða þeirra sem vilja ganga lengra í nýtingu. Stóra þrætueplinu á undanförnum árum, virkjunum í neðri hluta Þjórsár, hefur nú að nýju verið skipað í nýtingar- flokk. Þó er stórum spurningum vegna stofna laxfiska í ánni enn ósvarað, en óvissan um afdrif stofnanna urðu til þess að Hvammsvirkjun, Holtavirkj- un og Urriðafossvirkjun voru færðar tímabundið í biðflokk. Verkefnis- stjórnin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gengið lengra við að velta þessum einstaka þætti fyrir sér og vísar málinu áfram. Um þetta verður deilt á næstu mán- uðum og árum – það liggur fyrir. Þeir sjö virkjunarkostir sem bætast við þá níu sem fyrir voru í nýtingar- flokki gefa rúmlega 600 megavött (MW) ef svo fer að þeir verði allir nýttir, en það er með öllu óvíst í dag. Þá eru innan nýtingarflokks 17 virkj- unarkostir og möguleiki á 1.376 MW viðbót við orkuöflun hérlendis til næstu ára og áratuga. Með því að flokka vatnasvið stór- ánna Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna í verndarflokk hefur hins vegar verið stigið risaskref í nátt- úruvernd – um það er einhugur og varðar það ekki síst hugmyndir nátt- úruverndarsamtaka og ferðaþjón- ustunnar um hálendisþjóðgarð sem kynntar voru fyrir skemmstu. Umsagnarferli um tillögur verk- efnisstjórnarinnar um flokkun virkj- unarkosta hefst 11. maí. Það stendur til og með 3. ágúst. Þá mun verkefnis- stjórnin ganga frá tillögum sínum til ráðherra og afhenda þær 1. september. Ráðherra gengur í framhaldi af því frá tillögu til Alþingis um þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun – eða nýja rammaáætlun. svavar@ frettabladid.is Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjunarsinna eru heilt yfir jákvæð. Stóra-laxá í hreppum er ein af ellefu nýjum virkjunarkostum í biðflokki rammans að óbreyttu. FréttAblAðið/bh 1 . a p r í l 2 0 1 6 f Ö s t u D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 1 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E C -4 D 1 8 1 8 E C -4 B D C 1 8 E C -4 A A 0 1 8 E C -4 9 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.