Fréttablaðið - 01.04.2016, Side 6
ReykjavíkuRboRg Fulltrúar skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
ætla að funda með leikskólastjórum
í dag vegna fjárhagsstöðu skólanna.
Þungt hljóð er í leikskólastjórum
vegna hagræðingarkröfu af hálfu
borgarinnar í rekstri leikskólanna.
Í frétt Stöðvar 2 á þriðjudag kom
fram að nýjar reglur gera ráð fyrir
að halli á rekstri leikskólanna færist
milli ára. Þetta eykur á vandann
vegna hagræðingarkröfunnar. Jón-
ína Lárusdóttir, leikskólastjóri á
Klömbrum, sagði sinn rekstur hafa
verið tæpar tvær milljónir í mínus
í byrjun árs. Svo sé gert ráð fyrir að
hún spari um milljón til viðbótar á
þessu ári.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri
skóla- og frístundasviðs Reykja-
víkurborgar, segir það hafa skapað
vanda að borgar yfirvöld hafi ekki
gefið nein svör varðandi útfærslur á
hagræðingu í leikskólarekstrinum.
„Þegar menn hafa þröngan fjárhag
og við erum í því að herða beltið um
eitt gat enn, þá er eðlilegt að menn
ói við því. Sérstaklega þegar ekki
lá skýrt fyrir hvaða leikreglur lágu
fyrir varðandi afgang á halla frá ára-
mótum,“ segir Helgi.
Helgi segir að leikskólastjórar hafi
haft miklar áhyggjur af því að hlutir
sem þeir réðu ekki við, eins og fjöldi
barna á leikskóla með þroska frávik
og kostnaður sem fellur til vegna
langtímaveikinda starfsmanna,
myndu falla á leikskólana. Fyrr-
greindir þættir hafi nú verið skil-
greindir sem óhagstæð ytri skilyrði
og hver leikskóli eigi ekki að bera
ábyrgð á slíku. Hið sama eigi við um
verðlagsþróun. „Þetta eru leikreglur
sem var verið að skerpa á og ákveða
hvað ætti við. Við fengum bara svör
of seint og það er það sem gerist
þegar menn eru stressaðir og fá ekki
svör að þeir ýfast upp.“
Helgi býst við að það verði hægt að
draga úr áhyggjum leikskólakennara
á fundinum í dag. „Já, að einhverju
leyti. Það er hins vegar vitað að það
er hagræðing.“ Skóla- og frístunda-
svið hafi því lagt áherslu á að þegar
fjárveitingar til einstakra liða væru
lækkaðar þá væri hægt að mæta því
með mótvægiskostnaði. jonhakon@
frettabladid.is
Þungt hljóð hefur verið í leikskólakenn-
urum í Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm
Svörin komu seint en
nú liggja reglur fyrir
Fundað með leikskólastjórum í dag vegna fjárhagsstöðu leikskólanna. Svör
skorti frá borgaryfirvöldum varðandi útfærslu hagræðingaraðgerða. Sviðsstjóri
segir leikreglurnar nú liggja fyrir og er bjartsýnn á að það dragi úr áhyggjum.
Stór brú hrundi ofan á vegfarendur í indversku borginni Kolkata í gær. Átján létu lífið hið minnsta og enn fleiri særðust. Þá festust margir
vegfarendur undir brúnni og stóðu björgunaraðgerðir yfir langt fram eftir degi. Brúin var ókláruð en smíði hennar hófst árið 2009. noRdicphotos/aFp
Það er það sem
gerist þegar menn
eru stressaðir og fá ekki svör
að þeir ýfast upp.
Helgi Grímsson, skóla- og frístundasviði.
Þrotabú Sveinbjörns Sigurðssonar hf.
Til sölu eru eignir þrotabús Sveinbjörns Sigurðssonar hf. Eignirnar samanstanda af bifreiðum, vinnuvélum, vinnupöllum,
vinnubúðum og ýmsum öðrum búnaði. Eignirnar verða til sýnis næstu daga.
Tilboð í eignir skulu berast í síðasta lagi föstudaginn 8. apríl n.k. til undirritaðrar.
Nánari upplýsingar um eignir eru veittar samkvæmt beiðnum sem óskast sendar á netfangið hulda@LL3.is
Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.
skiptastjóri þrotabús Sveinbjörns Sigurðssonar hf
Vojislav seselj tók í vikunni þátt í mótmælum í serbíu eftir að dómstóllinn í haag
hafði dæmt Radovan Karadzic sekan um stríðsglæpi. noRdicphotos/aFp
Holland Alþjóðlegi sakadóm-
stóllinn í Haag sýknaði í gær Serb-
ann Vojislav Seselj af ákærum um
stríðsglæpi og glæpi gegn mann-
kyni í Balkanskagastyrjöldunum á
tíunda áratug síðustu aldar.
Seselj var náinn samstarfsmað-
ur Slobodans Milosevic, forseta
Serbíu, sem sjálfur var sakaður
um stríðsglæpi en lést árið 2006
í fangaklefa í Hollandi, aðeins
nokkrum mánuðum áður en réttar-
höldunum yfir honum átti að ljúka.
Seselj var ákærður árið 2003 og
gaf sig strax fram. Hann var sak-
aður um mörg alvarleg afbrot í
stríði Serba við Bosníu-múslima og
Króata á tímabilinu frá ágúst 1991
til september 1993.
Dómstóllinn komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að saksóknurum
í málinu hafi ekki tekist að sanna
að Serbar hafi stundað víðtækar
og kerfisbundnar árásir á aðra íbúa
Króatíu og Bosníu.
„Sönnunargögnin, sem lögð
voru fram og skoðuð, sýna þess í
stað fram á að vopnuð átök hafi átt
sér stað milli óvinahersveita sem
almennir borgarar tóku þátt í,“
segir í úrskurðinum.
– gb
Seselj var sýknaður af
ákæru um stríðsglæpi
bjór, þó ekki með leggangabakteríum.
noRdicphotos/Getty
Pólland Pólska fyrirtækið Order of
Yoni ætlar að brugga bjór úr bakt-
eríum sem finnast í leggöngum
kvenna, nánar tiltekið úr bakt-
eríum pólska módelsins Alexöndru
Brendlova. Fyrirtækið óskar nú eftir
styrkjum til verkefnisins á hópfjár-
mögnunarsíðunni Indiegogo.
Í kynningu sinni á verkefninu
segir forsvarsmaður fyrirtækisins,
Wojciech Mann, að notast sé við
nýjustu tækni til þess að einangra
bakteríur úr leggöngum Brendlova
og þær settar í bjórinn. Segir hann
að með þessu fáist kjarni kvenleika
í bjórinn.
Jane Peyton, sem samtök gisti-
heimila á Bretlandi útnefndu bjór-
speking ársins í fyrra, sagði skapara
bjórsins örvæntingarfulla og athygl-
issjúka. „Bjórheimurinn er fullur af
sorglegum karlmönnum sem halda
að bjór tilheyri þeim einum og fara
klámfengnar, karlrembulegar leiðir
til að markaðssetja bjór,“ sagði Jane
í viðtali við fréttastofu Morning
Advertiser. - þea
Brugga bjór úr
bakteríum í
leggöngum
Stórslys á Indlandi
1 . a P R í l 2 0 1 6 F Ö S T u d a g u R6 F R é T T i R ∙ F R é T T a b l a ð i ð
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
C
-6
0
D
8
1
8
E
C
-5
F
9
C
1
8
E
C
-5
E
6
0
1
8
E
C
-5
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K