Fréttablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 20
„Ég er nýkomin aftur til
Kaupmannahafnar eftir að hafa
verið á ferðalagi í næstum tvo mán
uði. Nú er það skrifstofan næstu
vikurnar við undirbúning AW16
línunnar. Það eru langir dagar
þegar ég er loksins heima,“ segir
Sif Jakobsdóttir skartgripahönnuð
ur. Sif er búsett í Kaupmannahöfn
þar sem hún rekur fyrirtækið sitt,
Sif Jakobs Jewellery. Hún viður
kennir að það sé sjaldan lognmolla
í kringum hana eftir að hún setti
merkið sitt á markað árið 2009 og
stóran hluta árs er hún á ferðalög
um um allan heim.
Segja má að skartgripir Sifjar
hafi slegið í gegn. Sif Jakobs Jew
ellery er nú selt í nítján löndum og
þeim mun fjölga fljótlega að henn
ar sögn. Stórstjörnur eins og Miley
Cyrus, Mel B, Michelle Dockery
og Nathalie Dormer hafa geng
ið með skartgripi Sifjar og þá á
Marie prinsessa marga gripi frá
Sif. Smekkfólkið Victoria og David
Beckham hafa einnig verslað við
Sif. Hún segir þó velgengnina ekki
hafa orðið til á einni nóttu.
Fékk Børsen Gazelle tvisvar
„Það er ofboðslega mikil vinna á
bak við þetta. Þegar ég lít til baka
sé ég að við höfum náð langt á sjö
árum en þó á ég langt í land þangað
sem ég stefni,“ segir Sif en tvö ár í
röð var Sif Jakobs Jewellery valið
mest vaxandi skartgripafyrirtæk
ið í Danmörku af Børsen og hlaut
Børsen Gazelle.
„Við erum mjög stolt af því. Dan
mörk á mörg sterk skartgripamerki
sem þekkt eru um allan heim og við
erum að keppa við. Í höfuðstöðvun
um okkar í Kaupmannahöfn vinna
í dag 30 manns en við erum líka
með sölufólk í þeim löndum sem
selja skartgripina okkar. Í heildina
erum við 60 manns. Það er alltaf
mikið fjör þegar allir koma saman,
skemmtileg stemning og mikið
hlegið,“ segir Sif.
Sjálf heldur hún utan um alla
þætti fyrirtækisins og segir hlæj
andi að það sé Íslendingurinn í sér,
hún þurfi að hafa puttana í öllu.
„Verksvið mitt er mjög vítt og
þar sem ég er stofnandi og eig
andi er ég inni í flestum hlutum í
fyrir tækinu. Ég sit og hanna og fæ
stanslausar hugmyndir fyrir mark
aðsteymið mitt að framkvæma, set
upp sýningar víðsvegar um heim
inn og kynni fyrirtækið. Svo sit ég
með sölufólkinu og er jafnvel kom
inn inn í fjármáladeildina. Það eru
engir tveir dagar eins hjá mér og
verkefnin eru mjög ólík, spennandi
og skemmtileg. Ég heimsæki einnig
viðskiptavini okkar í ýmsum lönd
um til að sýna þeim hver er á bak
við merkið. Ég sinni reyndar ekki
smíðinni sjálfri, ég hef ekki tíma
til þess lengur, en ég teikna grip
ina, kem teikningunum til verk
smiðjunnar og fylgi ferlinu eftir.
Yfirleitt byrjar dagurinn á fundi
og svo er ég á hlaupum milli hæða
og nýt þess að vera á skrifstofunni
með mínu fólki. Inn á milli næ ég
að knúsa litla gullmolann minn
sem sefur eða leikur sér á gólf
inu hjá mér. Áður en ég veit af er
komið kvöld og klukkan orðin allt
of margt.“
Upphaflega ætlaði Sif sér að
verða arkitekt en segist hafa vakn
að einn morguninn staðráðin í að
læra gullsmíði. Hún tók grunnnám
í Myndlistaskólanum á Akureyri,
sínum heimabæ, og þaðan lá leið
in til Svíþjóðar í gullsmíðanám.
„Mér fannst áríðandi að hafa góðan
grunn í teikningu og list áður en ég
færi utan í nám.“ Beðin um að lýsa
áherslum sínum í hönnun segir Sif
skartgripina sína elegant og klass
íska með smá tvisti. Hún segist
oft fá að heyra að skartgripirn
ir hennar séu auðþekkjanlegir og
hún notar mikið af steinum. „Ég
vinn undir möntrunni „let your self
shine“,“ útskýrir hún.
ekki týpísk
Fjölskyldumanneskja
Sif býr ásamt manni sínum, Søren
Dahl, og fimm mánaða syni þeirra,
Sixten Jakobs rétt fyrir utan Kaup
mannahöfn. Hún segist fá hug
myndir sínar frá náttúrunni, með
sjóinn á aðra hönd og skógarþykkni
á hina og noti hvert tækifæri sem
gefst til göngutúra. Hún er alin upp
með norðlensku fjöllin í kringum
sig á Akureyri og segist þess vegna
formföst að eðlisfari.
„Hverfið mitt er yndislegt og
ég gæti ekki hugsað mér betri
stað að búa á hér í Danmörku. Að
geta horft yfir sjóinn um leið og ég
vakna minnir mig á Ísland, ég tala
nú ekki um þegar blæs mikið. Það
er yndislegt að ganga um í skóg
inum með Sixten. Ég reyni líka að
fara eins oft og ég get til Íslands en
því miður leyfir vinnan mér ekki
að fara eins oft og ég vildi. Fjöl
skyldan mín heima á Íslandi telst
stór á danskan mælikvarða en ég
á þrjú systkini. Mér finnst það nú
bara eðlileg stærð á fjölskyldu,“
segir hún sposk.
„Sjálf hef ég ekki verið þessi
mikla „fjölskyldumanneskja“ og
var barnlaus þar til fyrir fimm
mánuðum, þegar gullklumpurinn
okkar, Sixten, kom í heiminn. Ég
hef einfaldlega verið mjög upp
tekin af fyrirtækinu mínu og allt
af ferðast mikið vegna þess. Mér
hefur þótt gott að fá hugmyndir á
ferðalögum og notið þess að fá frið
og ró til að hanna. Nú tek ég Sixten
með mér í ferðalögin og hingað til
hefur það gengið vel,“ segir Sif
brosandi og bætir við að eftir að
drengurinn fæddist séu helgarnar
tileinkaðar fjölskyldulífinu.
„Laugardagskvöld eru orðin
svolítið heilög. Við förum oft út að
borða með góðum vinum eða við
þrjú erum bara heima og eldum
góðan mat, opnum góða flösku
af rauðvíni og njótum kvöldsins í
friði og ró. Sunnudagskvöld enda
reyndar oft framan við tölvuna til
að undirbúa komandi viku.“
skíðar í ölpunum
Þó að Sif sé önnum kafin og vinnu
dagarnir langir fer fjölskyldan
reglulega í frí. Sif er mikil skíða
manneskja enda alin upp með
skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli í
bakgarðinum. „Ég elska skíði. Við
förum alltaf í frönsku Alpana yfir
páskana og jafnvel til Austur ríkis
yfir áramótin,“ segir hún. „Ann
ars hefur vinnan tekið yfir mörg
áhugamál og margt sem ég gæti
talið upp sem mig langar að gera en
hef ekki tíma til. Um tíma reyndi
ég að spila tennis. Ég reyni þó að
gefa mér tíma til að ganga eða
hlaupa í skóginum, hitta vini og
fara út að sigla á sumrin. Það verð
ur að njóta lífsins.“
Spurð hvort hún eigi sér ein
hverja uppáhaldshönnuði og jafnvel
fyrirmyndir nefnir Sif Karl Lager
feld. Segir hann elegant og „cool“
týpu sem þori að vera öðruvísi og
standa fyrir sínu. Þá séu YSL, Lan
vin og Victoria Beckham einnig í
uppáhaldi. Hún notar gjarnan tím
ann milli funda á ferðalögum til að
versla og fellur fyrir fágaðri hönn
un með „smá coolness“.
deildi BúninGsherBerGi
með Chippendales
Þegar talið berst að fötum og tísku
rifjast upp að Sif gekk sjálf tísku
pallana á árum áður á Akureyri
og hún skellir upp úr þegar hún er
minnt á það.
„Ég hélt nú að þetta væri allt
grafið og gleymt. En þetta var
skemmtilegur tími og mikil
stemming þegar við vorum að
sýna á litlu Akureyri,“ segir hún
sposk. „Þegar ég lít til baka hefur
sýningarbransinn bara nýst mér
vel, til dæmis í framkomu og
fleiru í vinnunni en það var aldr
ei nein alvara í þessu hjá mér. Það
kemur margt skondið upp í hug
ann þegar ég rifja þetta upp. Eitt
kvöldið var ekki ólíkt kvikmynd
inni Magic Mike, en þá áttum við
að sýna undir föt á kvennakvöldi
í Sjallanum á Akureyri og deild
um búningsherbergi með þeim
sem komu á eftir okkur, nefnilega
hinum frægu Chippendales frá
USA,“ segir Sif hlæjandi. „Magic
Mike er reyndar eina bíómynd
in sem ég hef gengið út af, segir
kannski allt sem segja þarf.“
Hvað er svo fram undan? „Það
eru reyndar meiri ferðalög, þó
planið hafi verið að vera sem mest
í Kaupmannahöfn næstu tvo mán
uði. Það eru þegar bókaðir fund
ir á Ítalíu, Spáni, í Eistlandi og í
Noregi. Svo er líka fram undan
skemmti leg afmælisferð með
vinum til Cannes í Frakklandi,“
segir Sif. heida@365.is
„Ég elska skíði,“ segir Sif en hún ólst upp með skíðabrekkur Hlíðarfjalls í bakgarðinum. Fjölskyldan skíðar um hverja páska í
frönsku Ölpunum og litli Sixten Jakobs skemmtir sér vel. mynd/úr einkaSaFni
myndaalBúmið
Fjölskyldan í sínu fínasta pússi á áramótunum. Sif býr með manni sínum, Søren dahl, og
fimm mánaða syni þeirra, Sixten Jakobs, rétt fyrir utan kaupmannahöfn.
Í Hong kong. „mér hefur þótt gott að fá hug-
myndir á ferðalögum,“ segir Sif.
Líf Sifjar einkennist af ferðalögum um allan heim vegna
vinnunnar. „nú tek ég Sixten með mér í ferðalögin og
hingað til hefur það gengið vel.“
Skartgripir Sifjar þykja klassískir
og elegant. Fyrirtækið hefur vaxið
og dafnað og er merkið selt í nítján
löndum.
1 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
C
-6
5
C
8
1
8
E
C
-6
4
8
C
1
8
E
C
-6
3
5
0
1
8
E
C
-6
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K