Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 1
 HVAÐ ER AÐ GERAST Á ÍSAFJARÐARFLUGVELLI ? FLUGVALLAR STARFSMAÐUR SEGIR UPP STÖRFUM VEGNA ÓÁNÆGJU MEÐ FRAMKVÆMDIR OG ÖRYGGISMÁL. Guðbjörn Charlesson, flugvallarstarfsmaður á Isafjarðarflugvelli, hefur nú látið af störfum hjá Flugmálastjórn. Guðbjörn hefur stjórnað flugumferð um (safjarðarflugvöll sl. 714 ár og hefur manna besta þekkingu á málefnum flugvallarins og flugsamgöngum við isafjörð. Skyndileg brottför hans úr starfi hefur valdið áhyggjum meðal bæjarbúa, og vakið spurningar um það, hvort allt sé með felldu um málefni flugvallarins og um flugsamgöngur við bæinn. Er þessi árstími ekki mjög óheppilegur til þess aö skipta um mann í svo ábyrgðarmiklu starfi og fá í stað Guðbjörns, þrautreynds manns, óvönum manni starfið í hendur? Auðsætt er að tíminn til að skipta um mann í þessu starfi er hinn óheppilegasti, og óskiljanlegt er hvers vegna flugmálayfirvöld ekki notuðu sér að láta Guðbjörn gegna starfinu út uppsagnarfrestinn. Er brottför Guðbjörns úr starfi að einhverju leyti tengd öryggismálum flugvallarins? Varðandi þessa spurningu sneri blaðið sér til Guðbjörns. Guðbjörn taldi sér ekki fært á þessu stigi að gefa miklar upplýsingar um málið. Hann kvaðst þó í veigamlklum atriðum vera ósammála flugöryggisyfirvöldum um framkvæmdir öryggismála og ráðstafanir fjármagns til þeirra. Málum þessum væri nú þann veg komið hér á fsafirði, að óviðunandi væri. Hefði hann því til frekari áréttingar kröfum sínum um umbætur f flugöryggismálum, sagt starfi sfnu lausu í janúar sl. og jafnframt getið þess i uppsagnarbréfi sínu, að ef það kæmi sér betur fyrir embætti flugmálastjóra að hann léti af störfum strax, þá væri hann reiðubúínn til þess. I fjarveru flugmálastjóra, svaraði aðstoðarflugmálastjóri bréfi Guðbjörns á þann veg að hann teldi „heppilegt" að Guðbjörn léti af störfum 31. janúar, en uppsagnarfrestur var til 4. apríl. Þá vaknar sú spurning, hvers vegna embættið taldi „heppilegt" að Guðbjörn léti af störfum þá þegar, en vítað er að sá sem við starfinu tók, hefur litla undirbúningsmenntun og starfsreynslu. Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri tjáði blaðinu, að Guðbjörn hefði sent uppsagnarbréf, sem sér hefði borist en afgreitt hefði verið hjá embættinu f fjarveru sinni. Taldi hann skýringuna á því að hans undirmenn töldu „heppilegt" að Guðbjörn léti af störfum þegar hinn 31. janúar vera m.a. þá, að „mönnum kemur misvel saman" (orðrétt). Kvaðst Agnar hafa átt símtal við Guðbjörn, undir vitni, þar sem hann bað hann að gegna starfi út uppsagnarfrestinn, en Guðbjörn hafi ekki talið sér fært að gera það nema eftir skriflegri ósk flugmálastjóra. „Ég sé mjög eftir Guðbirni, ef hann er farinn úr starfi fyrir fullt og allt" sagði flugmáiastjóri. Við spurningu blaðsins um það hvort ekki hefði verið kostur á að fá menntaðan flugumferðarstjóra í stað Guðbjörns, gaf hann það svar, að að vísu hefði verið hægt að fá mann að „sunnan" til þess að gegna starfinu, en þvi' fylgdi mikill aukakostnaður vegna búsetu, og því hefði sú leið ekki verið farin. „Sigurður Th. Ingvarsson, sem nú gegnir starfinu hefur fengið tvö stutt námskeið og nokkra þjálfun í starfi. Það er mat minna undirmanna að hann sé fær til að gegna þessu starfi og ég treysti honum til þess." „En starfsreynslu þessara tveggja manna legg ég ekki saman. Guðbjörn er einn af okkar bestu og reyndustu starfsmönnum, og hefur þar að auki að baki flugreynslu." Er nú svo komið máli þessu að: 1. ) Guðbjörn Charlesson hefur sagt upp starfi sínu hjá flugmálastjórn, til þess að leggja áherslu á að öryggismálum ísafjarðarflugvallar verði sinnt sem skyldi. 2. ) Undirmenn flugmálastjóra' notuðu tækifærið meðan flugmálastjóri var fjarverandi, til þess að láta Guðbjörn hverfa úr starfi, svo til fyrirvaralaust. Ályktun blaðsins verður því sú, að embætti flugmálastjóra þyki „heppilegt" að Guðbjörn hverfi úr starfi, vegna þess að hann gerir meiri kröfur til flugöryggismála og framkvæmda við (safjarðarflugvöll, heldur en embættinu þykir hæfa. ÁS Hlutavelta — Leitaræfing Telpurnar á myndinni héldu um daginn hlutaveltu í heima- húsi einnar þeirra og gáfu ágóðann, 12,350 - krónur til styrktar Slysavarnadeildinni í Hnífsdal. Þær heita talið frá vinstri: Sigríður Ó. Kristjáns- dóttir, 9 ára, Anna J. Hinriks- dóttir, 10 ára, Ásgerður K. Gylfadóttir, 8 ára, Sigrún J. Hin- riksdóttir, 12 ára, Jóna L. Karls- dóttir 9 ára. 'Á myndina vantar Helgu Héðinsdóttir, 11 ára. Með stúlkunum á myndinni er Halldór Magnússon, formaður Slysavarnadeildarinnar. Sama dag og hlutaveltan var haldinn, eða þ. 30. janúar sl., fór fram leitaræfing hjá Björgunarsveitinni Tindum, en hún heyrir undir Slysa- varnadeildina. Var maður falinn í Fremri-Dalnum. Tuttugu manns tóku þátt í leitinni og höfðu fjarskiptatæki og vél- sleða sér til aðstoðar. Fannst maðurinn eftir þrjá og hálfan tíma og var þá borinn á sjúkra- börum að stjórnstöð leitar- manna, en sú leið er hátt á fjórða kílómeter. Að sögn Hall- dórs, tókst leitin mjög vel. Leitarstjóri var Kristján Frið- björnsson. SJS. lisfórst myndip, sem t\ér$ti ad inum í Hnífsdal. — ( staðinn wfd^pT stúlkl birtum við mynd af Bernhard Russi, úr brun- M keppninni í Morzina, en þar stöðvaði hann sigurgöngu Franz Klammer, sem þá hafðjU''''’ sigrað í 10 heimsbikarbrunkeppnum í rjjéf'

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.