Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Síða 2
2______________________________________________ Ritstjóri og ábyrgðarm. Árni Sigurðsson. Blaðamaður Stefán Jóhann Stefánsson. Útgefandi Árni Sigurðsson. Prentun Prentstofan (srún hf., ísafirði. Hlutverk sveitarstjórna Það eru trúlega margir, sem ekki hafa leitt hugann að því hvert hlutverk sveitarfélaganna er, og hvert þau sækja vald sitt. f stjórnarskrá lýðveldisins er kveðið svo á að „rétti sveitarfélaganna til þess að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar, skuli skipað með iögum“. i núgildandi sveitarstjórnarlögum er hlut verk sveitarfélaga skilgreint á eftirfarandi hátt: A. Að annast þau verkefni, sem þeim eru falin i lögum, eða á annan löglegan hátt. B. Að vinna að sameiginlegum velferðarmálum þegna sinna. Undir fyrri flokkinn falla málaflokkar eins og framfærslumál, barnavernd, vinnumiðlun, fræðslu- mál, skipulags- og byggingamál, hreinlætis-og heil- brigðismál, eldvarnir, greiðsla olíustyrks, forða- gæsla og fjallskil og refa og meindýraeyðing. Fyrri flokkurinn inniheldur sem sagt mál, sem sveitarstjórninni er skylt að sinna með ákveðnum hætti, án þess að geta haft þar veruleg áhrif á. Þó hefur reynsla sýnt að þar sem veljast vfðsýnir og jákvæðir menn til sveitarstjórnarstarfa, er þessum málum oft sinnt af meiri reisn og myndarskap, en þar sem þröngsýni og skortur á samstarfi lamar starfsþrótt sveitarstjórnarinnar. Þetta stafar fyrst og fremst af því, að sveitarstjórn, sem er starfssöm og jákvæð, bregst fyrr við vanda- málunum, og leggur meira upp úr að endanleg lausn þeirra sé til hagsældar fyrir þegnana, en hinu, hvaða leiðir séu farnar að því marki. Þannig vinnst tími, sem er ekki síður dýrmætur, en það fé sem er til ráðstöfunar. Undir síðari flokkinn falla málaflokkar sem byggja á samþykktum sveitarstjórnarinnar, fremur en á lagasetningum, og má þar nefna sem dæmi: vatns- rJ7~ -----------------------------tTrtéffaUaJ/á rafmagns- og hitaveitur, gatna- og holræsagerð, ýmsa félagslega þjónustu, aðgerðir í atvinnumálum, og hvaðeina sem kann að stuðla að aukinni velferð í sveitarfélaginu. Hvernig sveitarstjórnum tekst að ná þessum markmiðum, er að miklu leyti undir þelm sjálfum komið, eins og áður hefur verið getið um, en mestu ræður þó hversu miklu fjármagni sveitarfélagið hefur yfir að ráða. Sveitarstjórn , sem verður að leggja mest allt sltt ráðstöfunarfé í A-flokkinn, það er, lögbundin verk efni, hefur ekki mlklu úr að spila til að slnna sameiginlegum velferðar málum þegna sinna, og þvf síður, ef fjármagnsskortur hefur leitt til úrræðaleysis og þröngsýni. Þegar mál hafa þannig skipast , er oft skammt í sundurlyndi og þrátefli um leiðir til lausnar ýmsum vandamálum, og þó að málin leysist um síðir, þá hafa bæði dýrmætur tími og kraftar farið f súglnn, að ekki sé minnst á neikvæð áhrif þegnanna tll slíkrar sveitarstjórnar, sem gjarnan speglast í takmarkaðri fólksfjölgun viðkomandi sveitarfélags. Blaðið vill skora á þá vestfirska sveitarstjórnar menn, sem þetta lesa, að láta nú stórhuginn ekkl blunda lengur í blóðinu, (hann ku vestfirðingum f blóð borinn) og sækja nú fram með sameiginlegu átaki til að vestfirðingar megi njóta landsins gæða á Vestfjörðum. Lóðaúthlutun á Isafirði Á fundi bæjarráðs þ. 24.janúar s.l. , var úthlutað lóðum til byggingar 20 einbýlishúsa, 9 raðhúsa og tveggja fjölbýlishúsa. Alls yrðu þetta fast að 90 íbúðum í það heila. Þessum var úthlutað lóðum: Á Fjarðarsvæði: Einbýlishús við Móholt: Nr. 1 Guðmundur Einarsson, Túngötu 18, fsafirði nr. 2 Jakob Ólafsson, Tungötu 19, Isafirði nr. 3 Halldór Ebeneserss. Þjóðólfsvegi 16,Bol.vík. nr. 4 Helgi Geirmundsson, Miðtúni 21, (safirði. nr. 6 Eiríkur Kristófersson, Seljalandsvegi 4a, (safirði. nr. 8 Sveinbjörn Kristjánsson, Aðalstræti 22, (safirði. nr. 10 Benedikt Sigurðsson, Pólgötu 5, Isafirði nr. 12 Jóhann Magnússon, Seljalandsvegi 67, ísafirði. Einbýllshús við Lyngholt: Nr. 1 Hilmar Guðmundsson, Sundstræti 32, fsafirði. nr. 2 Halldór M. Ólafsson.Tangagötu 4, Isafirði. nr. 3 Sigurður R. Guðmundsson, Hlíðarvegi 7, ísafirði. nr. 4 Hörður Bjarnason, Eyrargötu 8, Fsafirði. nr. 5 Hafsteinn Ó. Ólafsson, Hlíðarvegi 24, ísaffirði. nr. 7 Guðmundur Ó.K. Lyngmó, Brunngötu 20, Isaffirði. nr. 9 Kristinn Þ. Kristjánsson, Engjavegi 29, Isafirði. nr. 11 Einar Valur Kristjánsson.Engjvavegi 29, (safirði. Raðhús við Hafraholt: Kubbur h/f (13 íbúðir) Þorsteinn Sigfússon, Pólgötu 6. Jóhann Sigfússon, Seljalandsveg 72. Reynir Guðmundsson, Sundstræti 14 Óskar Kárason, Fjarðarstræti 21 Vilhjálmur Antonsson, Aðalstræti 32 Hörður Jakobsson, Sundstræti 23 Bjarni V.Þórðarson, Pólgötu 6. Nr. 2-20 og 32-36 22-30 22-30 22-30 22-30 22-30 38 40 Fjölbýlishús við Stórholt: Eiríkur Kristófersson, Seljalandsvegi 4a og Kristján Jónasson, Engjavegi 29, fsafirði. (5-7 íbúðir). Viö höfum retta skrifborðsstólinn ’ Sitjiö þægilega viö vinnuna, og ykkur líður vel eftir langan vinnudag Húsgagnaverslun ísafjarðar Sími3328 I Hnífsdal: Einbýlishús við A-götu: Nr. 1 Gunnar Kristinsson, Strandgötu 7, Hnífsdal. nr. 2 Magnús Jóhannesson, Heimabæ II, Hnd. nr. 3 Ásgeir Vilhjálmsson, Urðarvegi 15, Isafirði. nr. 4 Magnús Benediktsson, Stekkjargötu 7, Hnd. Raðhús við Heiðarbraut: Framkvæmdanefnd leigufbúða (3 lóðir). Á Isafirði: Raðhús við Sætún: Jón Þórðarson, Urðarv. 31, (12 fbúðir). Fjölbýlishús við Urðarveg: Ármannsfell h/f, (allt að 16-20 íbúðir). Einbýlishúsin við A-götu í Hnífsdal eru skv. nýju skipulagi og verður gatan rétt innan við Félagsheimilið. Ármannsfell h/f frá Reykjavík, er eini stóri byggingaraðilinn utan bæjarins, en það er nú með í smiðum Heilsugæslustöðina og Sjúkrahúsið. Einn einstaklingur, Halidór Ebenezersson, er búsettur í Bolungarvík. Hassi og Lassi W- eftir Bud Fisher Til sölu lítill, vel meðfarinn barnavagn. Upplýsingar í síma 3951. Til sölu Datsun diesel árg. 1972 Talstöö og gjaldmælir til leiguaksturs geta fylgt. Á sama stað nokkuð magn af notuðu mótatimbri. Upplýsingar í síma 7221.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.