Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Page 3

Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Page 3
3 Magnús Reynir Guðmundsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins á isafirði, flutti sl. fimmtudag í fréttaauka, yfirlit um raforku- mál vestfirðinga. Hann hefir góðfúslega léð blaðinu það til birtingar. Iskyggilegar horfur um raforkumál vestfirðinga Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað mikið um rafmagns- mál austfirðinga og þá fyrst og fremst vegna bilana, er þar hafa orðið á raflínum. Minna hefur heyrst um ástand raforku- mála á Vestfjörðum, enda hafa ekki orðið bilanir þar í vetur svo orð sé á gerandi. Vestfirðingar hafa þó mjög miklar áhyggjur af raforkumálum sínum, og ekki að ástæðulausu, ef nánar er að gáð. í fyrsta lagi er orkuskortur ríkjandi á Vestfjörðum, enda þótt sá orkuskortur hafi ekki enn sem komið er bitnað á almennri heimilisnotkun. Það er t.d. enginn grundvöllur fyrir iðnaði sem krefst nokkurrar orku, vegna þess að sú orka er alls ekki fyrir hendi. í öðru lagi eru á þessu ári engar framkvæmdir fyrirhugaðar til raforkuaukningar á svæðinu. Það er ekkert fjármagn ætlað til nýrra virkjana, ekkert fjármagn ætlað til línulagnar til Vestfjarða frá öðrum landshlutum, sem aflögufærir kunna að vera með raforku og ekkert fjármagn ætlað til aukningar á raforku framleiddri með diseliselvélum. Sem sagt engin áform uppi um að mæta aukinni orkuþörf svæðisins umfram það sem nú er. Á Vestfjörðum hefur raforkunotkun aukist meira en annars staðar á síðustu árum þ.e. almenn notkun, að undanskilinni stóriðju. Þannig jókst notkunin á árinu 1976 um 26,5% frá árinu á undan og nam framleiðslan 43,9 GWst. Mjólkárvirkjun II, sem átti að leysa vandann til nokkurs tíma, kom þó ekki í veg fyrir mikla raforkuframleiðslu með diselvélum, þrátt fyrir að virkjunin framleiddi raforku allt árið 1976. Til marks um ástandið nú í dag má geta þess, að varaaflstöð Rafveitu ísafjarðar, sem sett var upp fyrir áramótin og átti að vera algjör varastöð, er nú keyrð fimm daga vikunnar, að ósk Rafmagnsveitna ríkisins, vegna aukins álags. Stöðin er rúmlega 2 MW. Ef gert er ráð fyrir sömu aukningu í % á þessu ári og á árinu 1976 þarf að framleiða 55,5 GWst. til að fullnægja þörfinni. Að sögn Aage steinssonar, rafveitustjóra RARIK á Vestfjörðum og Jakobs Ólafssonar, rafveitustjóra Rafveitu ísafjarðar, verður mest öll aukningin að koma frá diselstöðvum og verða því trúlega framleiddar um 14GWst. með diselvélum á árinu 1977. Kostnaður við þennan olíu- austur verður að líkindum um V2 milljarður króna. En það eru líkur á að aukningin verði öllu meiri í ár, en hún var í fyrra. M.a. er líklegt að lélegur árangur af jarðborunum eftir heitu vatni á þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum verði þess valdandi, að ásókn verði meiri í raforku til húsahitunar. í Bolungarvík er t.d. nýlokið borunum sem urðu árangurs- lausar. Að sögn Aage Steinssonar hefur eftirspurn eftir raforku til húsahitunar í Bolungarvík aukist mjög að fenginni þessari niðurstöðu borunar. Á árinu 1975 lét RARIK gera könnun á kostnaði við upphitun íbúðarhúsnæðis í Bolungarvík. Voru valin 20 hús af svipaðri stærð, 10 hituðu með olíu og 10 með rafmagni. Niðurstaðan varð sú, að kostnaður við olíuhitunina varð 204 þúsund krónur á hvert hús en rafmagnshitunin kostaði 101 þúsund krónur á hvert hús. Er þá svokallaður olíustyrkur ekki tekinn með í dæminu, en hann mun hafa numið innan við 30 þúsund krónum á meðalfjöldskyldu þetta ár. Niður- staðan varð því sú, að það kostaði 40% minna fyrir húseig endur að hita hús sín með rafmagni heldur en olíu. Það er því ekki að ástæðulausu að raforkunotkun hefur aukist meira á Vestfjörðum heldur en t.d. á þeim svæðum þar sem jarðarðhiti er nægur til hitunar húsnæðis. Vestfirðingum þykir því furðulegt að ekki skuli vera tekið tillit til þessa atriðis, þegar fjármagni er ráðstafað til orkumála. Eins og fyrr segir er ekkert fjármagn áætlað til virkjana á þessu ári. Virkjanir myndu þó ekki leysa vandann, sem við blasir, til þess er tíminn of naumur. Sú lausn, sem forráða menn rafmagnsmála á Vestfjörðum telja þá einu sem til greina komi, er lagning línu frá Hrútafirði í Búðardal þaðan í Króksfjarðarnes vestur Barðastrandarsýslu um Þingmanna- heiði og til Mjólkárvirkjunar. Mælingar hafa verið gerðar í sambandi við þessa línulögn og kostnaðaráætlun, er hljóðar upp á 1650 milljónir króna, að meðtöldum aðveitustöðvum og öðrum búnaði. Þessi línulagning myndi koma Dalasýslu og Strandasýslu til góða auk Vestfjarða. Að sögn Aage Steinssonar, rafveitustjóra, hefur þingmönnum kjördæmisins margoft verið bent á hvert stefndi í raforkumálum vest- firðinga, en þrátt fyrir skilning þeirra á málinu hefur þeim ekki tekist að fá fé til framkvæmda. Vestfirðingar eru mjög óánægðir með að fá ekki fjármagn til línulagningarinnar, sem myndi tryggja raforkumál þeirra til frambúðar.. Á sama tíma og milljörðum er varið til orkuframkvæmda í öðrum landshlutum og boðaðar eru framkvæmdir í raforku- málum sem kosta enn meira fé þykir vestfirðingum súrt í broti að hafa aðeins trygga raforku er nægir til að halda fisk- iðnaðinum gangandi. Raforka til annarra hluta svo sem iðnaðar, sem nauðsynlegt er að koma á fót á Vestfjörðum, og til hitunar húsnæðis er ekki fyrir hendi, eða þá að framleiða verður raforkuna með olíu, fyrir óheyrilegt verð, á sama tíma og ekki er hægt að torga allri þeirri raforku, sem framleidd er við Þjórsá AFLI Framhald af 8. síðu. Óska að kaupa notað SJÓNVARPSTÆKI Upplýsingar í síma 3763 Ásgeir Torfason 52,3 13 SUÐUREYRI: Traustitv. 149,3 3 Kristján Guðmundss. 107,219 19 Sigurvon 105,7 19 Ólafur Friðbertsson 97,8 21 BOLUNGARVÍK: Dagrún tv. 262,7 2 Guðmundur Péturs 116,0 19 Hugrún 91,6 19 Sólrún 31.1 5 Kristján 28,4 9 Sævar 20,5 7 iSAFJÖRÐUR: Guðbjörg tv. 293,6 3 Júlíus Geirmundss.tv. 283,8 3 Páll Pálsson tv. 220,6 3 Guðbjarturtv. 137,3 1 Orri 114,819 Víkingurlll 99,619 Guðný 56,314 SUÐAVÍK: Bessitv. 301,6 3 Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við óslægan fisk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.