Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 4
..Jóhann ORDIEYRA MÓRKUÐ TÍMAMÓT Á s.l. ári voru mörkuð tímamót í sögu heilbrigðis- þjónustu á Vestfjörðum er hafin var byggings nýs sjúkrahúss á isafirði. Allir sem eitthvað til þekkja vita að sá róður var ekki léttur og þeim mun meiri varð ánægja heimamanna er loksins var höggvið á þann hnút er eilífiega virtist ætla að halda málinu í sjálf- heldu. Byggingu þessa mikla mannvirkis miðaði vel á liðnu sumri og við, sem utan við þetta stöndum, verðum að vona að fram- haldið verði á Ifkan veg og að ríki og sveitarfélög sjái sér fært að útvega það fjármagn, sem til þarf til að unnt sé að halda uppi því sem kalla mætti eðlilegan framkvæmdahraða. LANGÞRÁÐUR DRAUMUR RÆTIST Ef að líkum lætur ætti það herrans ár 1977 ekki síður að verða mönnum minnisstætt er fram sækir rakarinn minn sagði mér, að nú hyllir undir að stigin yrðu fyrstu sporin á sumri komanda til lausnar á mál- efnum aldraðra hér í bæ með byggingu 1. áfanga dvalarheimilis. Mun byggingunni hafa verrið valinn staður á nýju sjúkrahússlóðinni, sem við köllum svo einu nafni. FRAMHALDSSAGA Ekki skal hér rakin saga dvalarheimilismálsins. Hefi ég sett mér það mark, að vera ekki um of að fjasa um það sem liðið er og allra síst f ávirðingarskyni. Rétt er þó vegna þeirra, sem nú standa í eldinum (bæjarstjórninni) að minna á, að mál þetta hefur verið einskonar framhaldssaga bæjarstjórnar og dvalar- heimilisnefndar undan- farna áratugi. (Þess mættu fyrrverandi bæjarfulltrúar a.m.k. minnast). Stöðugur hringlandi með staðarval o.fl. átti sinn þátt í fram- kvæmdarleysinu. En nú er þetta væntanlega fyrir bí og þökk sé þeim er á þennan hnút hjuggu. BREYTT VIOHORF Vel má vera að hinn langi biðtími dvalar- heimilismálsins verði okkur að einhverju leyti til góðs. Á seinni árum hafa skapast allt önnur viðhorf til lausnar þessum málum en áður voru. Er nú meira lagt upp úr því að sem lengst geti varað eðlilegt heimilislíf í stað þess að demba fólki inn á stofn- anir, sumar hverjar af yfir- stærð og allt að því ómanneskjulegra. Með þessu er persónulegt frelsi einstaklingsins varð- veitt betur og lengur, auk þess sem viðbrigðin við breytingu frá fyrri háttu mættu ekki að verða jafn tilfinnanleg. Vera má aðþörfin fyrir „ gamla fyrirkomulagið “ sé áfram fyrir hendi, en þó held ég að þar séum við í reynd fyrst og fremst farin að tala um sjúkradeildir. Skulum við ógjarnan rugla því tvennu saman, sjúkra- deild og dvalarheimili. ÓSÆTTIR UM FYRIR- KOMULAG Eftir því sem ég hefi hlerað verður þessi 1. áfangi dvalarheimilisins í formi lítilla íbúða, sem mynda í reynd ákveðnar einingar, sem aftur hafa ýmislegt sameiginlegt t.d. setustofur, vinnuherbergi o.fl. Er þannig reynt að sameina höfuð kosti hins nýja og gamla fyrirkomu- lags. Flogið hefur fyrir að ekki muni dvalarheimilis- nefndin á eitt sátt með þessa skipan. Munu sumir telja að í upphafi þurfi að koma til „kjarnabygging með tilheyrandi" og hafa þá væntanlega „ stofnana- fyrirkomulagið" í huga. Og þá skortir ekki frekar en fyrri daginn getgátur og sögusagnir. Rakarinn minn sagði mér nefnilega að nú óttuðust ýmsir út- verðir bæjarstjórnarinnar að ráðamenn bæjar- félagsins væru að fara inn á þá braut að byggja dvalarheimili fyrir þá sem eiga peninga. Dvalar- heimili sem þessi séu fyrst og fremst ætluð fólki, sem getur keypt sig þar inn. (Þarna hafa þeir sjálf- sagt DAS-fyrirkomulagið í huga og jafnvel fleiri aðila, sem hingað til hafa verið taldir kunna að byggja upp og reka dvalarheimili). Það yrði of langt mál að fara nánar út í þessa sálma, en þá skoðun mína skal ég láta í Ijósi, að þetta sjónarmið getur átt rétt á sér að vissu marki. Hinu trúi ég ekki að óreyndu, að ekki verði reynt að tryggja þeim dvalarvist, sem hennar eru þurfi enda þótt peningar séu þar ekki fyrir hendi. STÖNDUM SAMAN Á þessu stigi málsins er óþarfi að vera með getgátur um þetta eða hitt. Slíkt er einungis til að vekja tortryggni. Sundur- lyndi i þessu aðkallandi máli skulum við láta lönd og leið, svo lengi höfum við beðið eftir að hafist yrði handa. ...Jóhann Henry Frá Vegagerð ríkisins: Athugasemd vegna Suðureyrarpistils í Suðureyrapistli hinn 26. janúar s.l. er m.a. fjallað um Snjómokstursreglur þær, er Samgönguráðuneytið setur. Segir greinarhöfundur eftirfar- andi: „Snjómokstursreglur Vegagerðar ríkisins hafa löngum verið okkur Vest- firðingum þyrnir í augum og eru enn. Samkvæmt upplýsingum skrifstofu Vegagerðarinnar á ísafirði, þá á að ryðja Botnsheiði einu sinni í viku það er á mánudögum.en Breiða- dalsheiði tvisvar í viku, þ.e. á. mánudögum og fimmtudögum. Það liggur í augum uppi, að veður verður að ráða í þessu tilviki, en ekki vikudagar, ákveðnir af mönnum, sem ekki þekkja aðstæður". I fyrsta lagi er þess að geta, að nýjar snjómokstursreglur hafa ekki verið samþykktar endanlega af ráðuneytinu enn þá og er því unnið fyrst um sinn eftir drögum af snjómoksturs- reglum. I öðru lagi er talið nauðsyn- legt að hafa fasta opnunar- daga.þannig að vegfarendur viti fyrirfram, hvenær búast megi við, að þeir komist leiðar sinnar.Eru þessir dagar gjarnan miðaðir við áætlunarflug eða aðra flutninga, auk þess sem reynt er að hafa sem lengstan samfelldan hluta vegakerfisins opinn í senn, t.d. alla leiðina ísafjörður - Þingeyri. Á hinn bóginn segir í snjómoksturs- reglum, og það er mjög mikil- vægt vegna fullyrðinga greinar- höfundar, að ,, verkstjórum beri að varast að moka, þegar veður er óhagstætt eins og í snjó- komu eða skafrenningi eða þegar slíkra veðra er von. Sé ekki unnt vegna veðurs að opna á áætlunardegi má opna næsta færan dag á eftir". Þetta hefur verið fram- kvæmd á snjómokstri undan farin ár og vita allir, sem á þjónustu V.r. hafa þurft að halda. í þriðja lagi skal það tekið fram að það eru okkar reyndustu verkstjórar, sem gjörþekkja heiðarnar, senni- lega betur en flestir aðrir, sem ákveða, hvort fært er að moka, en ekki "menn, sem ekki þekkja aðstæður." Einnig þetta vita flestir þeir, sem fara að staðaldri um vest- firskar heiðar á veturna. Eiríkur Bjarnason, umdæmis verkfræðingur. r Odýrar byggingavörur Spónaplötur Glerull - Kalk STEINIÐJAN HF. GRÆNAGARÐI Nokkur orð um „Klúbb 76‘ Undirritaður hefur verið beðinn að skýra afstöðu sína og Félagsmálaráðs ísafjarðar til „klúbbs 76..' sem starfræktur hefur verið hér síðan snemma í sumar. Mér þykir rétt í byrjun að gera nokkra grein fyrir upp- hafi þessarar starfsemi og hvernig hún hefur þróast það rúmlega hálfa ár sem hún hefur verið í gangi. Snemma sumars kom að máli við mig Magnús Björnsson efftir John Liney Náðu í gleraugun einkunna) mín Henrý, ég spjaldið*^ ætla að skoða þitt! J stud.theol., sem ráðinn hafði verið til aðstoðar séra Sigurði Kristjánssyni og lýsti vilja sínum til að koma upp klúbbstarfi í líkingu við það, sem gerist í mörgum öðrum kaupstöðum hér á landi. Magnús hafði mikla reynslu af starfi meðal unglinga í Tónabæ í Reykjavík og tók félagsmálaráð erindi hans fegins hendi. Allt frá haustiö, 75 þegar félagsmála ráð var kvatt saman í fyrsta sinn, hafði það haft á stefnu- skrá sinni að koma upp ung- lingastarfi í bænum. Svo vildi til, að annar ungur maður, Heimir Pétursson, kom einnig að máli við mig um líkt leyti og lýsti áhuga sínum á stofnun unglingaklúbbs. Hafði hann fengið tvo aðila til ábyrgðar, þær Sigríði Maríu Gunnarsdóttiur og Margréti Óskarsdóttur. Það var að til- lögu félagsmálaráðs, að allt þetta áhugasama fólk sam- einaði kraftana og starfaði að þessum klúbbi saman í byrjun. Sögu klúbbsins í sumar ætla ég ekki að rekja hér í smáatriðum, en raunin varð sú að síðari

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.