Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Side 5

Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Side 5
Grímur Jónsson: Ósæmilegir viðskiptahættir I SEPTEMBERMÁNUÐI á sl. sumri, lagði handfæra- bátur að bryggju á isafirði. Ratsjá bátsins hafði bilað í veiðiferðinni og kom því eiganda og jafnframt skip- stjóra bátsins þægilega á óvart er hann frétti að við- gerðarmaður frá fyrirtæki þvf, er hefur á hendi sölu þeirrar tegundar ratsjár, er um var að ræða væri staddur í bænum, og ekki nóg með það, heldur var umræddur viðgerðarmað- ur staddur á bryggjunni og gat því skipstjóri batsins snúið sér beint til hans og óskað eftir því að hann athugaði tækið og var þeirri málaleitan vel tekið. Þetta skeði laust fyrir há- degi og mun viðgerðar- maðurinn hafa farið í land með einhverja hluta úr rat- sjánni, en síðar sama dag var viðgerð á tækinu lokið og skipstjóra bátsins til- kynnt að svo væri, en um leið óskað eftir því að hann greiddi viðgerðarreikning að upphæð kr. 20.222.- hvað hann gerði sam- stundis í þeirri góðu trú að hann væri þar að greiða fyrir varahluti og vinnu. Varð hann vægast sagt undrandi er honum barst f hendur reikningur fyrir verkið og f Ijós kom að hann hafði m.a. greitt ferðakostnað kr. 7.500.- Skipstjóra fannst eðli- lega að hér væri um nokk- uð óvenjulega viðskipta- hætti að ræða og gerði strax athugasemd við þennan lið fyrrnefnds reiknings, en fékk þau svör, að hér væri rétt með farið „þetta er alltaf gert, nema ef til vill ef farið er um borð í bát og réttur skakkur penni í dýptar- mæli, eða eitthvað álíka smávægilegt“ — eins og það var orðað. Það bar engan árangur þótt viðgerðarmanninum væri bent á staðreynd þá að ferð hans til (safjarðar væri ekki samkvæmt ósk eða beiðni bátseiganda, heldur væri hann hér til að kynna tæki, sem fyrirtæki hans hafði á boðstólum. Hann sat við sinn keip og kvað reikninginn réttan í öllum atriðum. Hér er eitt dæmi um við- skipti bátseiganda við kynningarmann frá fyrir- tækinu R. SIGMUNDS- SON HF„ Reykjavík, en ekki var um þetta eina til- vik að ræða, því fleiri báts- eigendur geta sagt svip- aða sögu um viðskipti sin við sama fyrirtæki, en þetta er þó eitt grófasta dæmið, sem ég þekki. Ferðakostnaður var inn- heimtur með sama hætti hjá öðrum aðilum í sama skipti hér í bænum og vafalítið á sama hátt ann- ars staðar, þar sem um- ræddur viðgerðarmaður lagði leið sína um, kynnti vörur fyrirtækisins og bauð fram þjónustu. Upphæðin sem um var að ræða í fyrrgreindu til- felli er sem næst fargjalds- upphæð eins manns fram og til baka — ísafjörður — Reykjavík í sept. sl. f öðr- um tilfellum, sem ég til þekki var um aðeins lægri upphæðir að ræða, en hvergi kemur fram hvaða viðmiðun er notuð við til- búning kröfunnar um ferðakostnað f fyrrgreindu tilfelli var samkv. reikningi frá viðgerðarmannirium um að ræða 4 klst. vinnu, sem var metin á kr. 1.700.- á tímann, sem mun vera nokkuð hærri upphæð en hér tíðkaðist á þeim tíma fyrir samskonar þjónustu. Tel ég þó ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um það atriði, eða aðra liði fyrrnefnds reiknings. Auk bátaeigenda og ein- staklinga eru mörg fyrir- tæki, smá og stór, sem verða að sækja varahluti og ýmiskonar þjónustu til söluumboða og þjónustu- fyrirtækja í Reykjavík og eiga f mörgum tilfellum ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er hægt að fullyrða að í langflestum tilfellum eiga menn að mæta bæði sanngirni og lipurð svo alrangt væri að líta á fyrrnefnt atvik sem dæmigerða Reykjavíkur- verslunarhætti. Fyrirtækið R. SIG- MUNDSSON HF„ á vafa- laust verulegan hluta sinna viðskipta við báta- eigendur vítt um landið, en þótt við Isfirðingar höfum hér á staðnum allgóða við- gerðarþjónustu á ratsjám og dýptarmælum og öðr- um siglingar- og öryggis- tækjum, er því ekki alls staðar eins farið. Hljóta því allmargir bátaeigendur, víða um land að eiga allt undir beinum viðskiptum við fyrirtækið. Ég get nefnt mörg dæmi um viðskipti við sama fyrir- tæki frá sama tíma, sem ég tel að gefi mér vissan rétt til að efast um heiðarleika þess í viðskiptum. Sami aðili og varð fyrir ferðakostnaðarkröfunni upp á kr. 7.500.- óskaði eftir þvf að fá sendar lamir á dýptarmæli. Þegar um- ræddar lamir bárust, reyndust þær kosta samkv. reikningi fyrirtæk- isins kr. 5.190.- Þar sem hér var um að ræða frekar ómerkilegar ál-lamir, sem gjörsamlega útilokað var að væru seldar á sann- virði, snéri kaupandi sér til verðlagseftirlitsins, með þeim árangri að fyrirtækið endurgreiddi kr. 3.656.- af verði lamanna. Forsvars- maður R. SIGMUNDS- SON HF. átti símtal við kaupandann og lýsti furðu sinni yfir því að hann skyldi fara þessa leið,, um leið og hann baðst velvirð- ingar á þessum „mistök- um“. Hugsanlegt er að hér hafi aðeins verið um mis- tök að ræða frá hendi fyrir- tækisins, um það er ekkert hægt að segja með fuilri vissu, en eftir það sem á undan var gengið leyfi ég mér að efast og láir mér það vafalaust enginn. Fyrirtækið R. SIG- MUNDSSON HF. hefur á hendi umboð og sölu á viðurkenndum fiskleitar- og öryggistækjum, svo og ýmiskonar þjónustu þar að lútandi. Bátaeigendur um allt land munu vera stór hiuti viðskiptavina fyrir- tækisins. Verður að gera þá kröfu til slíks fyrirtækis að það sé hafið yfir allan grun um óheiðarleika eðaósæmi- lega viðskiptahætti. Ef forsvarsmönnum R. SIGMUNDSSON HF. finnst harkalega að sér vegið með skrifum þess- um, eða að ósekju, munu þeir vafalaust gera grein fyrir máli sínu. Hér í þessu blaði, eða á annan hátt, er þeim henta þykir. hluta sumars hvíldi starfið að mestu á herðum Magnúsar Björnssonar. Eftir að hann hvarf af staðnum í september ber, tók Sigríður María Gunnarsdóttir við stjórn slúbb- sins og hefur annast þetta starf af miklum áhuga og eljusemi, en nú er svo komið, að hún telur sig ekki hafa allan þann tíma sem til þarf og hefur félags málaráð nú, að tillögu Sigríðar, falið Magnúsi J, Magnússyni, skólastjóra, umsjón klúbbsins og þar að auki lagt til við bæjar- stjórn, að hér verði að hluta um launað starf að ræða. Eins og fram hefur komið hefur félagsmálaráð stutt ,, klúbb 76“ einhuga. Stuðningur þessi hefur verið þrenns konar. Fyrst ber að nefna húsnæðis- fyrirgreiðslu í upphafi. Það var auðsótt mál, enda undir fræðsluráð að sækja. f öðru lagi hefur félagsmálaráð verið fjár- hagslegur bakhjarl klúbbsins og endanlegur ábyrgðaraðili. Síðast má nefna, að félags- málaráð hefur haft milligöngu um lán á hljómtækjum Mennta- skólans á fsafirði og nú nýlega fengið stuðning bæjaryfirvalda til kaupa á hljómtækjum í Sjálf- stæðishúsið, sem væntanlega verða til afnota fyrir klúbbinn. Til að fyrirbyggja misskilning, sem ég hef orðið talsvert var við vil ég geta þess að fulltrúar í FÉLAGSMÁLARÁÐI ÍSAFJAROAR HAFA EKKI AÐSTÖÐU TIL AÐ TAKA ÞÁTT í DAGLEGUM REKSTRI KLÚBBSINS. Hubert linga og félög til almennrar félagsstarfsemi og það er annarra en mín að meta hvernig til hefur tekizt, en stuðningur félm.ráðs er aðeins einn þáttur þeirrar viðleitni. Að lokum vil ég minna þá foreldra, sem kvartað hafa undan þessu unglinganglingastarfi á það, að það er miklu æskilegra að hafa unglingana undir umsjáá byrgra aðila, heldur en slang- randi um göturnar eða hímandi á sjoppum bæjarins. Vona ég að lokum, að þetta starf „kfúbbs 76.veröi vísir að þróttmiklu unglingastarfi á ísa- firði í framtíðinni. F.h. Félagsmálaráðs ísafjarðar Þráinn Hallgrímsson. fasteignii TIL SÖLU Engjavegur 28, einþýlishús á tveimur hæðum, með stórum þílskúr. Seljalandsvegur 67, neðri hæð 3 herb. 107 ferm. íbúö, mjög skemmtileg. Lít- ill kyndjkostnaður. Fallegt útsýni. Pólgata 6, 3 herb. snyrtileg íbúð á 3. hæð. Nýlegur sumarbústaður í Tungudal í góðu ástandi og með frágenginni lóð. Þuríðarbraut 7, efri hæð, Bolungarvík, 4 herb. íbúö með stórri lóð. Aðalgata 27, Suðureyri, 2-3 herb. einbýlishús í nokkuð góðu ástandi. Hagstætt verð. Eyrargata 10, Suðureyri, 3 herb. 70 fm einbýlishús í góðu standi. Lítill kyndi- kostnaður. Hef kaupanda að 4 herb. íbúð í Bolungarvík. Vantar á söluskrá fasteignir að öllum stærðum. jTryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Siffurtorgi 1, sími 3940 og 3702 ísafirOi. Ljúka námi eftir nýju kerfi Laugardaginn 29. janúar s.l. útskrifaðl Iðnskólinn á ísafirði 13 nemendur, allt pilta. Eru þeir fyrstu iðnnemar á landinu, sem útskrifast eftir nýju iðn- skólakerfi.Luku þeir prófi úr 3. áfanga í stað 4. bekkjar áður. Námstími samkvæmt nýja kerfinu er hálfur annar vetur, og skiptist skólaárið i haust- og vorönn. Hæstu einkunnir hlutu þeir Árni Benediktsson, húsasmíðanemi, 9,1, öm Sveinbjarnarson, múraranemi, 8,8, Ásgeir N. Ágústsson, bif vélavirkjanemi, 8,1, og Salvar Guðmundsson, húsasmíða- nemi, 8,1. Alls útskrifuðust 4 nemar í húsasmíði, 3 í bifvéla virkjun, 2 í málun, 2 í vélvirkjun, 1 í múrun og 1 í plötu- og ketilsmíðl. eftir Dick Wingert

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.