Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Síða 8

Vestfirska fréttablaðið - 11.02.1977, Síða 8
Fyrir skíðagöngumenn og trimmara: Erum að fá nýjar gerðir af GÖNGUSKÍÐUM EINNIG GÖNGUFATNAD, GÖNGUSKÓ OG ÝMSAN BÚNAÐ FYRIR SKÍÐAGÖNGU. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar sportvörudeildin AFLI OG SJÓSÓKN VESTFIRÐINGA íjanúar1977 Aflinn í hverri verstöð í janúar: 1977: 1976: Patreksfjörður ...................... 1107 lestir ( 992 lestir)- Tálknafjörður ......................... 311 lestir ( 448 lestir) Bíldudalur ............................ 125 lestir ( 0 lestir) Þingeyri .............................. 339 lestir ( 316 lestir) Flateyri............................... 500 lestir ( 386 lestir) Suðureyri.............................. 460 lestir ( 648 lestir) Bolungarvík............................ 553 lestir ( 945 lestir) fsafjörður........................... 1206 lestir (2006 lestir) Súðavfk ............................. 302 lestir ( 420 lestir) Samtals ............................. 4903 lestir (6161 lestir) RÆKJUVEIÐARNAR: Rækjuveiðar voru stundaðar á þrem veiðisvæðum við Vestfirði í janúar, Arnarfirði, fsafjarðardjúpi og Húnaflóa. Sunduðu nú 63 bátar veiðar, en í fyrra voru 62 bátar að veiðum á sama tíma. Heildaraflinn í mánuðinum varð 665 lestir, en var 559 lestir í janúar í fyrra. Frá Bíldudal réru 8 bátar og öfluðu 39 lestir, en í fyrra var afli 10 báta 48 lestir. Aflahæstu bátarnir voru Vfsir með 8,9 lestir, Pilot 6,2 lestir og Helgi Magnússon 6,1 lest. Frá verstöðvunum við fsafjarðardjúp réru 42 bátar og öfluðu þeir 403 lestir, en 1 fyrra var afli 38 báta við ísafjarðardjúp 342 lestir. Aflahæstu bátarnir voru Halldór Sigurðsson með 15,1 lest, Gullfaxi 14,7 lestir, Engilráð 14,5 lestir, Tjaldur 13,3 lestir og Örn 12,1 lest. Frá Hólmavík og Drangsnesi réru 13 bátar og öfluðu 223 lestir en í fyrra var afli 14 báta 169 lestir. Aflahæstu bátarnir voru nú með röskar 18 lestir, en það voru Vinur, Asbjörg, Gunnhildur og Guðrún Guðmundsdóttir. Stöðugur NA-strengur var útaf Vestfjörðum meginhluta mánaðarins. Gafst togurunum því lítið næði til veiða og aðeins stuttan tíma í einu. Setti þetta tíðarfar mjög svip sinn á sjósókn í mánuðinum, bæði hjá togurunum og línu- bátunum. Línubátar frá syðri Vestfjörðunum réru mikið suður fyrir Bjargið, þar sem veður var mildara. og í kantinn norður af Víkurálnum. þegar gaf út. Fékkst þar yfirleitt ágætur afli. Línubátar frá Djúpi og nyrðri fjörðunum voru einnig að róa þangað suðureftir, þegar gaf til róðra. Enginn fiskur virðist hafa gengið upp á grunnið ennþá, og voru það þeir fáu róðrar, þegar gaf út á kantinn, sem gáfu meginhluta línuaflans 1 mánuðinum. Heildaraflinn í janúar var 4.903 lestir; en var 6,161 lest á sama tíma í fyrra. 34 bátar frá Vestfjörðum stunduðu bolfisk- veiðar i mánuðinum, réru 25 með línu og 9 með botnvörpu, en í fyrra réru 26 með línu, 8 með botnvörpu og 1 með net. Línubátarnir stunduðu allir dagróðra, nema örvar frá Patreksfirði, sem var á útilegu (með beitingarvél). Afli línu- bátanna var nú 2,592 lestir í 429 róðrum eða 6,04 lestir að meðaltali í róðri. (fyrra var afli línubátanna í janúar 3.592 lestirí 498 róðrum eða 7,21 lest að meðaltali í róðri. Afli togaranna var 2.311 lestir eða 47% heildaraflans í mánuð- inum. Aflahæsti línubáturinn í mánuðinum var Tungufell frá Tálknafirði með 172,1 lest í 23 róðrum, en í fyrra var Sólrún frá Bolungarvík aflahæst í janúar með 198,0 lestir 1 24 róðrum. Gyllir frá Flateyri var afla- hæstur af togurunum með 368,9 lestir, en í fyrra var Bessi frá Súðavík aflahæstur í janúar með 419,6 lestir. Aflinn í einstökum verstöðvum: PATREKSFJÖRÐUR: L. R. Jón Þórðarson 160,6 21 Þrymur 160,2 21 Úrvar 156,1 17 Vestri 155,2 20 Garðar 127,1 17 Gylfi 122,1 19 María Júlía 112,7 18 Birgir TÁLKNAFJÖRDUR: 112,619 Tungufell 172,1 23 Tálknfirðingur BlLDUDALUR: 138,7 20 Hafrún ÞINGEYRI: 124,820 Sólbakur tv. 177,2 1 Framnes I tv. 115,7 2 Dæhrfmir FLATEYRI: 45,7 12 Gyllirtv. 368,9 2 Vfsir 78,518 Framhald á 3. síðu. Philco W-45 þvottavélarnar eru á leiðinni til okkar á mjög hagstæðu verði. LITASJÓNVARPAÚRVALIÐ ER ALLTAF AÐ AUKAST. Nú eigum við fyrirliggjandi Normende og Hitachi litasjónvörp og Philips eru á leiðinni. ÞEIR TÓKU SIG SAMAN UMAÐ STYRKJA SIGURD þrír menn úr áhöfn Guðbjargar (S-46, komu að máli við ritstjóra Fréttaréttablaðsins á dögunum og afhentu honum 130.000.- krónur, sem þeir báðu hann um að koma áleiðis til Sigurðar H. Jónssonar. Með fylgdi svohljóðandi skjal: Við undirritaðir , skipverjar á Guðbjörgu (S-46 höfum ákveðið að styðja Sigurð Jónsson, hinn unga skíðamann frá (safirði til áframhaldandi skfðaiðkana. Hrólfur Úlafsson .............................. kr. 10.000.- Arnar Kristjánsson ............................ kr. 10.000.- Jóhann Magnússon.............................. kr. 10.000.- Elvar Bæringsson.............................. kr. 10.000,- Jón Aðalsteinsson.............................. kr. 10.000.- Flosi Kristjánsson............................ kr. 10.000.- Guðbjartur Ásgeirsson......................... kr. 10.000.- OlafurÁ.Halldórsson........................... kr. 10.000.- Halldór Ólafsson............................. kr. 10.000.- Björn Björnsson............................... kr. 10.000.- Magnús Benediktsson .......................... kr. 10.000.- Ásgeir Guðbjartsson............................ kr. 10.000.- Bæring Jónsson ................................ kr. 10.000.- Fé þessu hefur verið komið áleiðis til Sigurðar. Baö hann undirritaðan um að koma á framfæri innilegu þakklæti sínu til þessarra ágætismanna og kvaðst meta mikils þann stuðning, sem í þessu fælist, fjárhagslega, og ekki síður það traust og þann hlýhug, sem slíkt framtak ber með sér. Þá bað Sigurður blaðið einnig að þakka bæjarstjórn (safjarðar þá viðurkenningu, sem hún hefur veitt honum. Frá eigin brjósti vil ég segja það, að verði þetta drengskapar- bragð skipverja á Guðbjörgu ÍS-46 öðrum að fordæmi, þá er vel og mun ég með ánægju annast að koma slíku áfram til hans. (ritstj.) I sfðustu viku keppti Sigurður á FlS-móti af fullum styrk (7,90 penalty punktar, aðeins heimsbikarmót hafa lægri penalty- punktatölu) í Pravisio á Ítalíu. Meðal keppenda þar var Lichten- steinbúinn Paul Frommelt.sem hefur tvívegis f vetur hafnað í öðru sæti f HB., ásamt fleiri toppmönnum. Sigurður hafði því miður ekki hjá sér heildarúrslit frá mótinu, en Frakkinn Navillod bar sigur úr býtum, Paul Frommelt varð nr. 2. Norðmaðurinn Odd Sörli varð í 6. sæti og Sigurður H. Jónsson f 11. sæti. Kvaðst Sigurður hafa verið 2,7 sek. á eftir Frakkanum, sem sigraði og hafa hlotið 21 punkt frá mótinu. Sigurður tjáði okkur að nýir FlS-punktar tækju gildi f þessarri viku, og kæmi hann þar inn á lista með 16,40 punkta, sem myndu duga honum til að komast í 3. ráshóp í Heimsbikarkeppni. Áður var sagt frá þvf hér f blaðinu að Sigurður hefði hafið keppni í Heimsbikarmótum. Það reyndist ekki rétt og biðjum við velvirðingar á því. Sigurður kvað óvíst hvenær hann hæfi þátttöku í HB. Þaó væri þjálfari hans, Hermann Nogler, sem ákvæði hvenær að því kæmi. ÁS. Messað í ísafjarðarkirkju næstkomandi sunnudag kl. 14.oo Agnes M. Sigurðardóttir stud. theol. prédikar Sóknarprestur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.