Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Side 12

Vestfirska fréttablaðið - 19.07.1978, Side 12
Fyrir sumarferðalagið fSLANDSKORT og partakort af Vestfjörðum VEGAKORT VEGAHANDBÓK LEIÐSÖGUBÆKUR Árbók Ferðafélags íslands sem við nú getum útvegað, alla árganga frá 1928 til 1977 BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123 - Isafjarðarumboð BArni Sigurðsson Ferðamiðstöðin hf. Hafin er bygging íþróttahúss í tengslum við Sundlaugina. Fjórar leiguíbúðir í raðhúsum SL. föstudag voru opnuð tilboð í byggingu fjögurra leiguíbúða, sem byggja á á vegum Bolungarvfkurkaup- staðar. Um er að ræða rað- hús, rúml. 100 ferm. að stærð við Völusteinsstræti. Bílskúr fylgir hverri fbúð. Tvö tilboð bárust frá verk- tökum í byggingu ibúðanna. Tilboð Jóns F. Einarssonar, byggingarþjónustunnar, var 79.886.811 kr., en tilboð Sig- urðar K. Eggertssonar og Sigurðar Ólafssonar, bygg- ingarmeistara var að upphæð krónur 95.509.797. í kostnað- aráætlun gerðri af Húsnæðis- málastofnun ríkisins, var verkið talið kosta 76.957.773. Ákveðið var að taka til- boði Jóns F. Einarssonar og verða byggingarfram- kvæmdir hafnar að lokinni gerð verksamnings. Áætl- að er að byggingu raðhús- anna ljúki innan árs, og verða þau afhent fullbúin. f Bolungarvík hafa áður verið byggðar 12 íbúðir samkvæmt leiguíbúðalög- unum. Á vegum Bolungarvík- urkaupstaðar er nýlega hafin bygging íþróttahúss í tengslum við sundlaugina. Sökklar og botnplata húss- ins verða steypt í sumar. Framkvæmdir eru hafn- ar við íbúðir fyrir aldraða á Hreggnasa. Eru það fjór- ar einstaklingsíbúðir og tvær hjónaíbúðir í einu húsi, með sameiginlegri setustofu. Húsið á að verða fokhelt á þessu ári og hefur sá verkþáttur verið boðinn út. Kantsteinar voru lagðir í sumar við rúmlega 4 kílómetra af götum Bol- ungarvíkur. Það er við þær götur, sem lagðar voru slit- lagi í fyrra. Það var Vél- tækni hf. í Reykjavík, sem verkið vann, en þeir hafa til þess sérstök tæki. Gamli leikskólinn fullsetinn — Tveir nýjir verða byggðir Leikskóli Isafjarðar er nú til húsa ofan við Hlíðarveg í gömluhúsi, sem upphaf- lega var byggt sem dag- heimili fyrir börn, en var svo um tíma notað sem íbúðarhúsnæði, en er nú aftur í notkun fyrir börnin. Húsið er nú eftir all- miklar endurbætur orðið mjög vistlegt og hentar starfseminni mjög vel, að öðru leyti en því, að það er alltof lítið, og ekki eru tök á því að koma þar aðöllum þeim börnum, sem þörf er fyrir. Arndís Gestsdóttir, for- stöðukona Leikskóla ísa- fjarðar sagði að nú væru á Leikskólanum 40 börn fyr- ir hádegi og fjörtíu börn eftir hádegi. Mætti segja að skólinn væru drjúgt bet- ur en fullsetinn. Hún sagð- ist vona að leikskóli yrði áfram starfræktur á þess- um stað, þótt nýr yrði byggður. Áð undanförnu hefur verið unnið við að mála leiktæki útanhúss, og húsið verður málað að innan nú í júlí eða ágúst, en skólinn starfar ekki frá 15. júlí til 15. ágúst, vegna sumar- leyfa starfsfólks. Við leikskólann starfa nú níu konur. Þrjár í fullu starfi, en sex í hálfs dags Framhald á 3. *íðu Lelkskólahúslð. © POLLIIMN HF Isafiröi Sími 3792 -----“--------1 HLJÓMPLÖTUR Mikið úrval af hljómplötum með James Last, Boney M, John Denver og The Dubliners Knattspyrnumenn í æfingabúðir í Grikklandi l.ágústink.fer 35 manna hópur frá ÍBl til Grikklands á vegum ferðaskrifstofunn- ar Sunnu. I hópnum verða flestir af leikmönnum meistaraflokks, eiginkonur þeirra og fleiri. Hefur köppunum verið tryggð að- staða til æfinga og munu þeir æfa þar tvisvar á dag í hálfan mánuð undir leið- sögn Gísla Magnússonar þjálfara. Strax eftir heim- komuna, á liðið svo að leika gegn KR í Reykjavík. ss #####'

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.