Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 1
Fyrir verslunarmannhelgina! KJÓLAR - DÖMUBLÚSSUR KAKHI BUXUR - KAKHI JAKKAR FLAUELS BUXUR - FLAUELSJAKKAR Leðurkápur Versíunin ísafiröi sími 3507 Riðu á Þingvelli og heim aftur Sex Vestfirðingar, frá Isafirði og Bolungar- vík, fóru ríðandi á Landsmót hestamanna, sem haldið var að Skógarhólum í Þingvalla- sveit, 12.-16. júlí sl. Höfðu þeir 18 hesta með í förinni og lögðu upp frá Bæ í Reykhólaveit laugardaginn 8, júlí, en komu heim eftir 19 daga ferðalag með þáttöku í Landsmótinu, hinn 26. júlí. f spjalli við Vestfirska fréttablaðið sögðu þejr Þór Guðmundsson og Jóhann Guðmundsson, að hug- myndin að þessari för hefði skotið upp kollinum í vet- ur hjá ísfirskum hesta- mönnum. Þróaðist hug- myndin svo, að til farar- innar réðust þeir Jóhann og Þór, og Bolvíkingarnir Bjarni Benediktsson, Bjarni Sólbergsson, Eyrún Gunnarsdóttir og Jón Guðni Guðmundsson. Eins og fyrr segir lögðu þeir sexmenningarnir upp frá Bæ í Reykhólasveit ríð- andi og héldu fyrsta dag- inn að Ásgarði í Dölum og gistu þar. Önnur dagleið þeirra félaga var svo frá Ásgarði að Seljalandi í Hörðudal. Þessa fyrstu tvo daga fylgdu þeir þjóðveg- inum að mestu. Á þriðja degi ferðarinn- ar lá leið þeirra frá Selja- landi að Svignaskarði og þaðan í Ferjukot á Hvítár- völlum. Frá Seljalandi í Svignaskarð riðu þeir með öllu utan vegar um Lauga- vatnsdal. Voru þeir á einu máli um að sú dagleið hefði verið hvað ánægju- legust í ferðinni. Fjórða og síðasta dagleið hestamannanna á suður- leið lá svo upp Borgarfjörð, fram Skorradal og áfram í Skógarhóla, en þangað komu þeir á þriðjudags- kvöld. Vestfirsku ihestamennirn- ir voru svo á Landsmóti hestamanna að Skógarhól- um. Að sögn þeirra fór mótið vel fram, og telja þeir að mikil framför hafi orðið í meðferð og tamn- ingu hesta hin síðari ár, en hestamennska á sívaxandi vinsældum að fagna og mótið að Skógarhólum munu hafa sótt um fimm- tán þúsund manns. Slík landsmót eru haldin fjórða hvert ár, en milli lands- móta eru árlega haldin fjórðungsmót til skiptis í landsfjórðungunum. Ekki létu viðmælendur okkar allskostar vel af að- Framhald í 11. afðu Þau tóku þátt í förinni. Árni Friðriksson á ísafirði Þann 19. júlí s.l. kom rannsóknarskipið Árni Friðriksson til Isafjarðar, en skipið hafði þá verið í vikutíma við loðnurann- sóknir út af Vestfjörðum. Leiðangursstjóri var Hjálmar Vilhjálmsson. Sagði hann tilgang leið- angursins annars vegar að finna loðnu fyrir flotann og hins vegar að kanna útbreiðslu og magn loðn- unnar. Vegna íss og þoku gátu leiðangursmenn ekki gert seinni liðnum viðhlít- andi skil, þótt þeir hafi fundið dálitíð af loðnu. Sagði Hjálmar að þeir leiðangursmenn hefðu Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í brúnni. fljótlega fundið loðnu aust- an við Hala og við n-vestur horn Kögurgrunnhólfsins (sem er lokað allt árið fyrir togveiðum), og komu fyrstu bátarnir þangað u.þ.b. hálfum sólarhring seinna, eða þ. 14. júlí, en þá var ís kominn yfir svæð- ið og ekkert hægt að at- hafna sig við veiðar. Seinna kom í ljós, að nokk- uð var af loðnu á u.þ.b. 15 mílna breiðu svæði, sem náði frá 60-70 sjómílur réttvísandi norður af Horni að 80-90 mílur norður af Siglunesi, en afli var frekar tregur, enda loðnan dreifð og í smáum torfum. Hjálmar sagði enfremur að loðnuafli hafi aukist mikið hér við land á und- anförnum árum, eða úr u.þ.b. 50 þúsund tonnum árið 1966 upp í 800 þús- und tonn árið 1977, að stofnstærð og veiðiþol væri ekki þekkt og því legði Hafrannsóknarstofnunin mikla áherslu á að finna út þær stærðir. „Verði niður- staða okkar sú, að veitt sé of mikið af loðnu miðað við stofnstærð, þá munum við koma með tillögur til takmörkunar á loðnuveið- um. Við viljum ekki horfa upp á loðnuna fara á sama hátt og síldina forðum, en ýmislegt bendir til þess að það verði eitthvað minna af loðnu á miðunum á næstu árum en verið hefur síðustu 2-3 ár, “sagði Hjálmar að lokum. ss. ••••••••• mmmm

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.