Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 2
2 Ötgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Stefán Jóhann Stefánsson Prentun: Prentstofan ísrún hf., isafirði Nokkuð hefur verið um það, að bygg- ingarverktakar frá öðrum landshlutum hafa unnið verk hér á Vestfjarðasvæðinu. Má nefna sem dæmi um stærri verk, að ístak hf. vann að byggingu Mjólkárvirkj- unar II og Ármannsfell hf. vinnur við byggingu sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar á ísafirði. Verktakar frá Akranesi, þótt skráðir séu á ísafirði, byggja nú íbúðir fyrir aldraða á ísafirði, og svo mætti áfram telja, stærri verk og smærri. Augljóst er að þessi þróun hlýtur að vera dragbítur á vöxt fyrirtækja í þessari grein hér á svæðinu. t>að eitt að vestfirsk fyrirtæki hafi ekki bolmagn, hvert fyrir sig, til þess að bjóða í og vinna stærri verk, má ekki verða til þess að þau leggi árar í bát. Til er sá möguleiki, að fleiri en eitt fyrirtæki vinni saman að stórverkefnum, sem eitt þeirra ræður ekki við. Slík sam- vinna gæti þá orðið til þess, að vélar og tæki, sem þarf til hinna stærri fram- kvæmda, yrðu keypt til svæðisins og síðan nýtt hér áfram, eftir að viðkomandi verkum væri lokið. Getur gert gæfumuninn Á meðan utanhéraðsverktakar vinna stóru verkin hér, með eigin tækjum og flytja þau síðan á brott að loknu verki, ásamt með stærstum hluta þess fjár- magns, sem greitt er fyrir verkin, þá verða ekki framfarir í vestfirskum bygg- ingariðnaði almennt. Þetta verður að vera Ijóst, bæði vestfirskum byggingar- verktökum, og ekki síður þeim opinberum aðilum, sem láta vinna verk hverju sinni. Það er ekki óhugsandi, þegar tilboð eru skoðuð og verksamningar gerðir, að tekið sé tillit til þessara hluta, en þá verða verktakar á svæðinu einnig að vera við því búnir, að skila verkum jafn vel unnum og með svipuðum hraða og best gerist hjá öðrum verktökum íslenskum. Það hefur oftsinnis verið nefnt, sem ástæða fyrir seinagangi bygginga hjá vestfirskum verktakafyrirtækjum, að þau vanti menn til starfa. Þá er á að líta, að vinnuaflsskort hér á svæðinu má rekja beint til húsnæðisskortsins, en húsnæð- isskort, a.m.k. hér á ísafirði, má rekja til þeirra aðila sjálfra, sem hafa það að starfi að byggja íbúðarhúsnæði. Þeir hafa hvergi fullnægt eftirspurn. Frekari töf á því að hér verði byggt nægilegt íbúðarhúsnæði til þess að anna eftirspurn, getur orðið örlagarík fyrir framfarir og framkvæmdagetu hér á svæðinu. Þetta verða vestfirskir bygging- arverktakar, og ekki síður stjórnvöld að vera sér meðvitandi um, og vinna að úrbótum í þessu efni, svo dugi. O — Nauðsynlegt að bæta iðnfræðslu Iðnskóllnn er f leiguhúsnæði, fsfirðingshúslnu. þessar framkvæmdir betur og skapa þannig jafnari og öruggari atvinnu fyrir iðn- aðarmenn staðarins? Það hefur orðið æ al- gengara, að stærri verkefni á vegum bæjarfélagsins séu boðin út á frjálsum mark- aði. Er hagstæðasta tilboði þá jafnan tekið. Dregið hefur úr þenslu í bygging- ariðnaði á höfuðborgar- svæðinu, og fyrirtæki það- an leita því út á land. Þessi fyrirtæki eru yfirleitt stærri og tæknivæddari (sbr. Ar- mannsfell) en fyrirtæki í minni kaupstöðum, og geta því hæglega gert lægri tilboð í ýmis verk. Þegar öll kurl eru komin til graf- ar, getur þó verið mun óhagstæðara að taka til- boðum að sunnan, bæði vegna ýmissa fríðinda sem greiða verður að auki, og ekki síst vegna þeirra fjár- muna sem renna út úr bæjarfélaginu í formi gjalda. Það virðist nefni- lega oft hvorki vera tekið tillit til þeirra gjalda sem heimafyrirtæki og starfs- menn þeirra greiða hér, né að starfsmenn fyrirtækja sem fengu næg verkefni myndu festa hér rætur, og fyrirtækin sjálf ná að þró- ast og eflast. Ef fyrirtækj- um staðarins yrði veitt hæfileg verkefni til að glíma við, gætu þau vænt- anlega gert lægri tilboð í samsvarandi verk seinna. Ég er þeirrar skoðunar að í þessu skyni þyrfti að komast á samvinna milli bæjaryfirvalda og verktaka á staðnum. Reyndar var gerð tilraun í þá átt í kringum 1970, en sú til- raun fór út um þúfur, m.a. vegna sundurþykkju verk- takanna. Það er þó t.d. athugandi fyrir bæjarfélag- ið að bjóða stærri verk út í smáum einingum, sem margir aðilar gætu tekið að sér. Sem dæmi um slíkt fyrirkomulag má nefna Fjölbrautaskóla Suður- nesja, en þar hófust fram- kvæmdir í apríl í ár og húsnæðið verður tilbúið undir kennslu í byrjun september. Er slíkur fram- kvæmdahraði áreiðanlega einsdæmi við opinbera byggingu. Hann er helst að þakka því, að margir aðilar tóku að sér smærri þætti verksins, en þannig var tryggt að enginn færð- ist of mikið í fang. Hér kæmi einnig til álita að veita ákveðnum aðila verk, en hann réði svo aftur til sín undirverktaka. Hitt tel ég þó heppilegra, að veita nokkrum aðilum smáa þætti verksins og síðan hefði bygginganefnd á veg- um bæjarins yfirumsjón með verkinu. Auka þarf verkmenntun Á síðast liðnum vetri birtust tvær greinar í Vest- firska fréttablaðinu um iðnfræðslu á Vestfjörðum. Þar kom m.a. fram að verkmenntun hefur verið látin sitja á hakanum og að bæjaryfirvöld hafa daufheyrst við kröfum Iðn- skóla ísafjarðar um bætta aðstöðu. Getur ekki verið að þarna liggi hundurinn grafinn? Er ekki ástæðan fyrir getuleysi bygginga- verktaka á ísafirði einmitt falin í veikri iðnmennta- stofnun? Til þess að hlúa al- mennilega að verkmennt- un þarf mikinn og dýran tækjakost. Það fyrirkomu- lag hefur orðið ofan á, t.d. í Reykjavík, að færa verk- menntun að mestu inn í skólakerfið. Vegna örra tæknifram- fara m.a., þá hentar gamla meistara- og sveinakerfið ekki lengur. Svipaðar hug- myndir eru uppi úti á landsbyggðinni, en vegna smæðar skólanna yrðu þeir óhóflega dýrir í rekstri, ef þeir keyptu fullkomnustu tæki sem völ er á. Því hefur sú hugmynd orðið ofan á, að í iðnskólum ætti grundvallar- verkmenntun að eiga sér stað, en seinni hluti verknáms og sérhæf- ing færi fram i fyrirtækj- um, sem tækju þá iðnnema í læri og þjálfuðu þá á sínu sviði. Þannig myndu fyrir- tæki og skólar leysa kostn- aðarhliðina sameiginlega og um gagnkvæman hagn- að yrði að ræða, þar eð skólar kæmust hjá því að fara út í dýr tækjakaup, en fyrirtæki gætu nýtt tæki sín betur og fengið ódýrt vinnuafl. Bætt iðnfræðsla grundvöllur iðnþróunar Flestir munu sammála um að hér þurfi fjölbreytt- ara atvinnulíf. Það er of einhæft að hafa ein- göngu fiskveiðar, fisk- vinnslu og þjónustu í kringum þær greinar. Það er ástæðulaust að tefla á tæpasta vað, því ef þorsk- urinn hverfur, hrynur allt til grunna. Menn greinir að vísu á um hvort of mik- ið sé veitt nú þegar af ákveðnum fisktegundum, en það er engu að síður staðreynd, að þrátt fyrir siaukna tækni í fiskveiðum og aukna sókn á miðin, þá eykst afli ekki að sama skapi. Til að auka fjölbreytnina í atvinnulíf- inu, ræða menn helst um að koma á einhvers konar iðnaði. Væri því ekki fyrsta skrefið í þá átt að veita meira fjármagni til iðn- skóla og bæta þar með iðn- fræðsluna? Hér mun vera erfitt fyrir iðnnema að komast á samning í öllum helstu iðngreinum. Mörg fyrir- tæki sjá sér engan hag í því að þjálfa fólk í sinni iðn- grein. Til skamms tíma er það ekki fjárhagslega arð- bært, t.d. fyrir fyrirtæki sem vinna mikið í ákvæðis- vinnu. En sé horft eitthvað fram í tímann, hlýtur það að vera ljóst að við svo búið má ekki standa. Hér þarf að komast á samvinna milli skólanna og aðila á vinnumarkaðinum. Slík samvinna ætti að gera hvort tveggja í senn, að efla at- vinnufyrirtækin, og gera skólunum kleift að þjóna atvinnulífi byggðarinnar betur. Hér þarf því hugar- farsbreytingu meðal ráð- andi afia. Það þýðir ekki lengur að kasta frá sér á- byrgðinni og hugsa aðeins eitt ár fram í tímann, þ.e. út frá fjárhagsáætlun hvers árs. Bæjaryfirvöld, iðn- fyrirtæki, iðnskóli og aðrar menntastofnanir þurfa hér að taka höndum saman, ræða málin og finna leiðir til úrbóta. Það er hlutverk bæjaryfirvalda þ.e. bæjar- stjórnar og nefnda hennar, að eiga frumkvæðið að slíkri samvinnu. ss

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.