Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 7
7 Húsmæðraskólinn: Vetrarstarfið hefst í september Vestfjarða- mót bridge Vestfjarðamót í tvímenn- ingskeppni í bridge verður haldið að Núpi helgina 2. og 3. sept. n.k. og hefst mótið kl. 14.00. Þáttaka til- kynnist til Arnars G. Hin- rikssonar, ísafirði sími 3214, eða Birgis Vald- imarssonar, Isafirði sími 3495fyrir1. sept. n.k. Svartolíu tankur — Stórhýsi Olíufélagið Skeljungur hf. og Olfuverslun Islands hf., hafa fengið leyfi til að byggja nýjan 1005 rúmm. svartolíu- tank á lóð félaganna við Suð- urgötu. Byggingin er bundin því skilyrði að settar verði fullnægjandi lekavarnir, en á fundi bæjarstjórnar Fsafjarðar 3. ágúst s.l., upplýsti Guð- mundur Ingólfsson að þær væru nú í slæmu ásigkomu- lagi um svæðið allt. I fréttatilkynningu frá Húsmæðraskólanum Ósk ísafirði, segir að skólinn muni eins og undanfarna vetur starfa fram að ára- mótum í löngum og stutt- um námskeiðum í ýmsum hússtjórnargreinum. Vetrarstarfið byrjar með fjögurra kvölda grænmetis- námskeiði sem taka við hvert af öðru út sept- ember. Einnig verða hin vin- sælu smá námskeið í ger- bakstri, síldarréttum, glóð- arsteikingu o.fl. haldin eft- ir því sem tími og aðsókn leyfa. Matreiðslunámskeið fyrir byrjendur í matreiðslu byrja 17. okt. Eru þau mjög heppileg fyrir fram- haldsskólanemendur og verðandi matsveina á fiskí- skipum. Tvö 5 vikna námsk. verða fram að jólum, einn- ig 15 kvölda sníða og saumanámsk. sem byriar 16 okt. Öll þessi námskeið eru heimil jafnt körlum sem konum og eru á kvöldin kl. 7 - 10. Eftir áramót byrjar 5 mán. hússtjórnarnámskeið með öllum venjulegum hússtjórnarskóla greinum og heimavist. Nýr matreiðslukennari, Elsa Bjartmarsdóttir hef- ur verið ráðin í stað Hjör- dísar Hjörleifsdóttur, sem hefursagt starfi sínu lausu. Aðrir kennarar eru þeir sömu og verið hafa. Aðalfundur Vestfirskra náttúruverndarsamtaka Það eru íleiri byggingar- framkvæmdir á döfinni á hafnarsvæðinu, því í sam- tali við bæjarstjóra sagði hann, að áformað væri að byggja þar 1350 ferm. súlubyggingu. Hún verður skv. frumteikningu 60X22,5 m., og mun ná frá Suðurgötu að hafnar- voginni. Teiknistofa Ingi- mundar Sveinssonar hefur gert teikningar í svokölluð- um iðngarðastíl. Olíusamlag Útvegs- manna kemur til með að eiga u.þ.b. 500 ferm. í byggingunni, Norðurtangi 340 ferm., íshúsfélag Isfirð- inga 340 ferm. og Hafnar- sjóður og Orkubú Vest- fjarða sameiginlega 170 ferm. Stefnt er að því að steypa grunn hússins fyrir veturinn. ss Jarðfræði Hornstranda og Jökulfjarða ásamt kynningu á verksviði Nátt- úruverndarráðs er meðal dagskrárliða á aðalfundi V.N., sem haldinn verður að Klúku í Bjarnarfirði í Strandasýslu helgina 2. og 3. sept. n.k. Frummælendur verða: Leifur Símonarson, jarð- fræðingur og Vilhjálmur Lúðvíksson, efnaverkfræð- ingur. Auk þessara forvitnilegu erinda, verður farið norður í Ingólfsfjörð. Skoðuð verða helstu náttúruundur sýslunnar undir leiðsögn heimamanna. Á Klúku (Laugarhóli) verður hægt að fá svefn- pokapláss og fæði. Rútu- ferð verður frá ísafirði á föstudag 1. sept. kl. 4 e.h. Félagsmenn V.N. svo og annað áhugafólk er hvatt til að notfæra sér þetta tækifæri til að kynnast Strandasýslu. Nánari upplýsingar um fundinn gefa: Lára G. Oddsdóttir sími 3580 Sitrrún Guðmundsd. sími 3761 Þuríður Pétursd. sími 3385 Hætta á grjóthruni úr Eyrarfjalii Það kom fram á síðasta fundi bæjarstjórnar, að ár- ið 1970 var fenginn fil staðarins Haukur Tómas- son jarðfræðingur, til að athuga Gleiðarhjallann" og önnur svæði í Eyrarfjalli, í því skyni að finna mögu- lega grjóthrunsstaði. Að þeirri athugun lokinni var sprengt töluvert af grjóti úr fjallinu, sem talið var geta valdið hættu. Haukur lagði síðan til að svæðið yrði athugað árlega. Það er skemmst frá því að segja, að ekkert hefur verið gert síðan. Þótti bæjarstjórnar- mönnum þjóðráð að senda út leiðangur upp í fjallið, áður en vetur gengi í garð. Ekki var þó ákveðið neitt í því efni og verða bæjarbú- ar því að bíða og sjá hvað setur. ss STARFSFÓLK ÓSKAST 1. TH vinnu allan eða hálfan daginn í verslunum vorum. Starfsreynsla æskileg. Kvöldnámskeið verður haldið í sept. n.k. fyrir starfsmenn félagsins, en auk þess bjóðum við nýju starfsfólki hagnýt bréfanám- skeið í verslunargreinum á vegum Bréfaskólans. 2. Til ýmissa starfa í sláturhúsi K.í. á þessu hausti. Upplýsingar veittar að skrifstofu félags- ins, Austurvegi 2, ísafirði. Kaupfélag ísfirðinga Nýtt auglýsingaverð Nýtt auglýsingaverð ísafjarðarblaðanna tekur gildi 31. ágúst n.k. Mun dálksentimetersverð þá verða 900 krónur. Smáauglýsingar í Vestfirska fréttablaðinu verða á óbreyttu verði, eða kr. 1800 fyrir hverja auglýsingu. Óskað er eftir staðgreiðslu á smáauglýsingum. ■ Frá Húsmæðra- skólanum Ósk Námskeið verða haldin í eftirtöldum greinum fram að áramótum, kl. 7—10 e.h. Körlum jafnt sem konum heimil þátttaka: Vefnaðarnámskeið, sníða- og sauma- námskeið, almennt matreiðslunám- skeið fyrir ungt fólk. Stutt sýnikennslu- og vinnunámskeið í grænmetisréttum, haustmatargerð, glóðarsteikingu, ger- bakstri, síldarréttum o.fl. 5 mánaða hússtjórnarmámskeið byrjar eftir áramót. Upplýsingar í símum 3581 og 3781. SKÓLASTJÓRI Fiskimjölsverksmiðjan í Bolungarvík: Hefur tekið á móti 8 þús. tonnum af loðnu Frá því loðnuvertíð hófst þ. 15. júlí s.l., hefur verið landað um átta þús- und tonnum af loðnu hjá Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Einars Guðfinns- sonar í Bolungarvík. Hefur vinnsla loðnunnar gengið þokkalega það sem af er, að sögn Jónatans Einars- sonar forstjóra, en vegna mikillar átu í loðnunni undanfarna daga, þolir hún verrgeymslu og er erf- iðari í vinnslu. Hjá verksmiðjunni vinna rúmlega 20 manns, og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Mjöl og lýsi er unnið úr loðnunni, og eru afurðirnar seldar víða um Evrópu. I fyrra var verksmiðjan endurbætt, þannig að nú næst betri nýting úr hráefninu. Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðj- an í Bolungarvík er sú eina sinnar tegundar á Vest- fjörðum. ss. EFNISVÖRÐUR ÓSKUM AÐ RÁÐA MANN TIL EFNISVÖRSLU OG AFGREIÐSLU AF LAGER Upplýsingar á skrifstofunni Vélsmiöjan Þór hf. ÍSAFJÖRÐUR, SÍMI3711

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.