Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 26.03.1980, Blaðsíða 7
vestíirska rRETTABLADIÐ Sólrisuhátíð 1980 Hin árlega Sólrisuhátíð nem- enda M.í. var haldin í síðustu viku. Þetta mun vera sjöunda Sólrisuhátíðin en til hennar var upphaflega stofnað til þess að fagna hækkandi sól með viku hátíðarhöldum þar sem á hverju kvöldi værri eitthvað til skemmtunar á hinum ýmsu sviðum lista. Heldur finnst undirritaðri sólrisuhátíðin ris- lægri en ætlunin var í upphafi - en hvað um það. Fyrsta atriði hátíðrinnar var að nemendur 3. bekkjar Leiklistar- skóla íslands sýndu barnaleikrit í leikfimissalnum. tvær sýningar sunnudaginn 16. mars. Leikritið hét Trúðaskólinn og vakti mikla kátínu áhorfenda sem voru um 260 á báðum sýningum. Leikfim- issalurinn er prýðis leikhús þegar leikið er á gólfinu eins og í þessu tilviki. Á mánudaginn var kvik- myndin Lofthræðsla sýnd í Al- þýðuhúsinu og á þriðjudaginn danska myndin Skytten. Mið- vikudagskvöldið var í höndum nemenda sjálfra og var aðsókn allgóð. Setið var við borð í Al- þýðuhúsinu og kaffi og vöfflur seldar í hléi. Dagskráin .var fjöl- breytt. en ekki nógu vönduð. Fyrst lásu nemendur nokkra kafla úr leikriti Jökuls Jakobssonar. Kertalogi. Er það í mikið ráðist með ekki meiri undirbúningi og var aðeins einn nemandi. Edda Pétursdóttir. sem skilaði lestri sín- um eins og Jökli sæmir. Næst lásu nokkrir nemendur Ijóð eftir nem- endur M.f. fyrr og síðar og fórst það vel úr hendi. einnig sýndu þeir ballett í léttum dúr við kafla úr sögu eftir ingibjörgu Sigurðar- dóttur við mikla kátínu áhorf- enda. Eftir hlé var lesið Ijóðið Hvatabjörninn eftir Davíð Stef- ánsson og fluttur Ijóðaleikur við Ijóð Davíðs. Vér skipuleggjum. Að lokum léku nemendur ein- þáttunginn Partý eftir Odd Björnsson undir leikstjórn Aðal- steins Eyþórssonar. Leikendur skiluðu hlutverkum sínum flest ágætlega en förðunin stakk mjög í augu og truflaði. Leikstjóri skilaði sínu verki ágætlega. Á fimmtudag var kvikmyndin Ljótur leikur sýnd í Alþýðuhúsinu og á föstu- dag var skáldavaka. lesið úr verk- um Böðvars Guðmundssonar. Aðsókn var mjög dræm en kvöld- ið var ánægjulegt fyrir þá sem mættu. Lesin var smásaga eftir Böðvar og fjögur Ijóð. Síðan söng hann og Þorvaldur Örn Árnason nokkur lög og ljóð eftir skáldið og að lokum las hann áður óbirta sögu eftir sig. Á laugardagskvöld var dansleikur í Félagsheimilinu í Hnífsdal og á sunnudaginn músikkvöld með gömlum og góð- um músikköntum héðan úr hér- aði. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við minningarathöfn Ólafs Siguroar Össurarsonar Hjördís Óskarsdóttir Jón Rósmann - Magnea Hafsteinn Ómar - Anna Margrét og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við minningarathöfn Valdimars Þórarins Össurarsonar Ásdís Guðmundsdóttir Össur Pétur - Guðmundur Jón Smári - Auöunn Bragi VEISLUMATUR SELJUM ÚT HEITA OG KALDA VEISLURÉTTI FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Nánari upplýsingar veitir Haildór Guðmundsson í síma 3645 eða 3633 Félagsheimilið Hnífsdal Til sölu SKODA 120L árgerð 1979. Ekinn 5.000 km., sparneytinn bíll. Vetrar- og sumardekk Góðir greiðsiuskilmálar BALDUR ÓLAFSSON SÍMI 3710 7 Hefur gert fast tilboð í slitlagslögn Eins og skýrt var frá í Vest- firska 1. feb. sl. hafa viðræður farið fram milli forsvarsmanna Vegagerðarinnar og Jóns Þórðarsonar, aðaleiganda Vesttaks h.f. á ísafirði um steypt slitiag á stofnbrautina. Jón hefur nú gert Vegagerðinni fast tilboð í steypuna, kr. 8.600 per fermeter, og felur það til- boð í sér alla þætti verksins. Að undanförnu hefur Verk- fræðistofa Gunnars Torfasonar í Reykjavík unnið að rannsókn og samanburði á kostnaði við lagningu stofnbrautarinnar með steinsteypu eða olíumöl. í samtali við Vestfirska sagði Jón Þórðarson, sem kostaði þessar rannsóknir, að í niöur- i — stöðum þeirra kæmi glöggt fram að þegar litið væri til lengri tíma, væri enginn vafi á því að steinsteypan væri ódýr- ari lausn. Jón Þórðarson sagði m.a.: —Það kemur fram í niðurstöð- unum. að steypan dugir í minnst 30 ár og gæti dugað lengur miðað við bílafjölda hér á ísafirði. en á sama tíma þyrfti að malbika a.m.k. þrisvar sinnum. Þetta staf- ar af því að hér eru bílar á keðjum tveimur mánuðum lengur á ári en annarsstaðar vegna Breiðadalsheiðarinnar. Jafnvel er talið að malbikslagið myndi ekki endast lengur en 3-5 ár. Ódýr steinefni ekki til staðar Þá sagði Jón: —Fyrir nokkrum árum gaf Leifur Benediktsson. verkfræð- ingur. úl bækling. sem öll sveitar- félög fengu. og fjallaði hann um notkun steinsteypu í slitlag á inn- anbæjargötum. í lokaorðum greinargerðar sinnar fullyrðir hann. að olíumöl eigi ekki rétt á sér nema þar sem ódýr steinefni eru fyrir hendi. Þetta er að mínu viti kjarni málsins. Hér a ísafirði eru ekki til ódýr steinefni. Væru þau fyrir hendi. væri hiklaust rétt að nota olíumöl til þess að leggja á nógu marga fermetra. eins og gert er sumsstaðar á Norðurlandi. Einn höfuðkosturinn við steyp- una er sá. að bæjarfélag getur hætt og byrjað lagningu með mjög stuttum fyrirvara. Steypan er ekki háð neinum sérstökum vélarútbúnaði. Ég er sannfærður um að bæjarbúar vilja heldur steypu þó ekki væri nema vegna þeirra mörgu og misheppnuðu olíumalartilrauna. sem hér hafa verið gerðar á undanförnum ár- um. Ég tel persónulega. að bæjar- félagið hafi ekki efni á því að bjóða okkur meira af slíku. a.m.k. ekki meðan þessi mál hafa ekki verið könnuð betur. Ég geri sjálf- ur ekki ráð fyrir. að þær athugan- ir sem ég hef beitt mér fyrir. dugi gegn þeim gegndarlausa áróðri með olíumölinni. sem haldið hef- ur verið uppi á undanförnuni ár- um. en ég er staðráðinn í að ljúka við að kynna fólki þessi mál til hlftar. þannig að fullar upplýsing- ar um báða þessa kosti liggi fyrir. /Etlunin er að Gunnar Torfason. verkfræðingur og Óttar P. Hall- dórsson. tæknilegur ráðunautur minn í þessum efnum. komi hing- að undir mánaðarmótin og kynni sveitarfélögunum hér í kring greinargerðina. sem við höfum látið taka saman um þessi mál. Þessi fundur með fulltrúum sveit- arfélaganna verður haldinn hér á ísafirði 29. mars n.k.. sagði Jón Þórðarson að lokjum. etj.- Páska- áætlun Að venju munu Flugleiðir halda uppi sérstöku páskaá- ætlunarflugi til ísafjarðar og hefst sú áætlun nú á föstudag, 28. mars. Reynir Adóflsson, umdæmisstjóri, tjáði blaðinu, að frá og með þeim degi mundi flugferðum fjölga jafnt og þétt allt fram til föstudagsins langa, en allt flug legst niður þann dag og á páskadag. Nú sem stendur er flogið tvisvar á dag til Isafjarðar, en dagana fyrir páska verður flogið 5-6 sinnum daglega og á mánudag og þriðjudag eftir páska verða 7-8 ferðir, hvorn daginn. Reynir sagði. að á undanförn- um árum hefði um 600 manns heimsótt ísafjörð yfir páskana og er talið líklegt að svipaður fjöldi komi hingað núna. Tólf hundruð manns munu því ferðast milli ísafjarðar og Reykjavíkur á 10-12 daga tímabili. Eins og fyrr sagði eru farnir tvær áætlunarferðir daglega milli fsafjarðar og Rvíkur nú sem stendur og hefur morgunáætiun flugleiða verið flýtt um því sem næst eina og hálfa klukkustund. Lenda vélarnar hér núna kl. 9.45 á morgnana. Að flýta flugi á morgnana hefur verið fyrirhugað síðan á síðasta ári. að sögn Reyn- is. en þá voru seinni ferðirnar dag hvern færðar aftur. en ekki reyndist unnt þá að flýta ferðun- um af sérstökum ástæðum í á- ætluninni. þetta nýja fyrirkomu- lag gekk í gildi 4. mars s.l. og er í gildi frá þriðjudaögum til föstu- daga. að báðum dögunum með- töldum. Sumaráætlun Flugleiða gengur í garð 1. maí næstkomandi. eins og verið hefur undanfarin ár. Seglbátur Til sölu seglbátur enskur af geröinni FOX CUP. Lengd 5,55 m. Breidd 1,95 m. Segl: stór segl, genoa, fokka stormfokka, og beigsegl. í káetu eru leöurklædd sæti, borö og W.C. Lyftikjölur: hægt er aö lyfta upp kjölnum þannig aö auövelt er aö flytja bátinn á trailer. Allar upplýsingar veitir Gfslí Gunnlaugsson í síma 3902 og 3205 Ferðafélag ísafjarðar auglýsir Gönguferð á Kubba. Sunnudaginn 30 mars. Lagt verður af stað frá Landsbankanum klukkan 1, stoppað við vegamót Miðtúns og Seljalandsvegar, einnig við vegamót Djúpvegar og Vestfjarðavegar. Verð kr. 2.500. Þátttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöld til: Hlíffar Guðmundsd. s. 3250 Laufeyjar Waage s. 3998. Snorra Grímssonar s. 3523.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.