Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Qupperneq 3

Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Qupperneq 3
vestfirska FRETTABLAÐIS Sigurður Jónsson: „Held við höfum náð botn- inum og séum nú á uppleið" Á morgun 15. maí eru sextíu ár liðin síðan Kaupfélag ísfirð- inga var stofnað og verður þess minnst á aðalfundi kaup- félagsins, en annað kvöld verð- ur boð fyrir starfsfólk kaupfé- lagsins og stjórn þess. í tilefni þessa tók Vestfirska Sigurð Jónsson, kaupfélagsstjóra, tali, en hann hverfur nú frá störfum við kaupfélagið, eins og fram kemur í frétt annars- staðar hér í blaðinu. Fer Sig- urður til starfa í Kenya á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Við spurðum hann fyrst hvað það væri, sem drægi hann aftur til Afríku. —Mér líkaði ákaflega vel á þessum slóðum. sagði Sigurður. Þetta er í rauninni framhald á því sem ég var að gera í Kenya áður en ég kom heim. Ég var í eitt ár að gera úttekt á versluninni þar. stöðu hennar og möguleikum á úrbótum. í skýrslu sem ég skilaði. lagði ég til að stofnuð yrðu tvö störf og það er í annað þessara starfa. sem ég er að fara núna. Starfssvæði mitt verður allt V- Kenya. ERFIÐ STAÐA —Þú hefur verið kaupfélags- stjóri hér á Isafirði í tvö ár. Hvernig líst þér á stöðuna hér? —Hún er auðvitað ákaflega erfið. Ég held þó að við séum búnir að ná botninum og séum nú á uppleið með reksturinn. Þetta kemur gleggst í ljós. ef við berum saman afkomu einstakra deilda við önnur félög. Okkar afkoma er síst lakari en hjá öðrum kaupfé- lögum. þar sem vel gengur. Það sem fer verst með okkur er tap- reksturinn undanfarin ár og fjár- magnskostnaðurinn af þessum töpum. Þetta er stærsta vanda- málið. —Kaupfélagið hér hefur verið rekið með tapi sl. 10 ár. Hver er ástæðan? Hnífsdal og Súðavík. Það er ekki fyrst og fremst verið að hugsa um arðsemina. SAMBAND VIÐ BÆNDUR —Nú hafa bændur sjálfir tekið við mjólkursölunni. Hvert verður þá samband kaupfélagsins við bændur? —Við höfum samband við alla bændur. sem senda sauðfé til slátrunar í sláturhúsi kaupfélags- ins. Við slátrum fyrir alla N- ísafjarðarsýslu og Súgandafjörð. Mér skilst líka að ekki verði slátr- að í Bolungarvík á hausti kom- anda. þannig að sú slátrun kemur þá öll hingað. í gegnunt þessa afurðasölu hefur kaupfélagið samband við alla sauðfjárræktar- bændur og að hluta til við mjólk- urframleiðendur. bæði vegna þess að við slátrum fyrir þá stórgripum og auk þess erunt viö langstærsti seljandi fóðurbætis hér á svæð- inu. —Hvernig hafa bændur staðið í skilum við kaupfélagið? bænda mjög góð. Innistæður um- fram skuldir voru I50 millj. kr. og ég held ég megi fullyrða að stað- an í þessum efnum sé með því betra sem gerist á landinu. SAMKEPPNI UM VINNUAFL —Hvaða áhrif hefur sam- keppnin við frystihúsin um —Um sl. áramót var staða vinnuaflið á rekstur félagsins? —Hún hefur mjög slæm áhrif. Við þurfum að skipta um lang- stærsta hluta starfsfólksins í búð- unum tvisvar til þrisvar á ári vegna þess að við getum ekki keppt við frystihúsin og bónus- greiðslurnar þar. Það hefur verið rætt um það innan samvinnu- hreyfingarinnar að reyna að koma á fót einhverskonar hvetj- andi launakerfi. en það er Ijóst að það gengur aðeins í stærstu versl- ununum. þar sem sérhæfing er eitthvað að ráði. TAP: 32 MILLJÓNIR —Er kaupfélagið hér verst stadda kaupfélag á landinu? —Nei. það eru til önnur félög. sem eru illa stödd og hafa notið aðstoðar frá heildarsamtökunum. Tapið á sl. ári er líklega uni 32 miilj. kr. og þá er allt reiknað með. vaxtagreiðslur líka. —Hváð er hægt að reka kaup- félagið lengi með tapi? —Það er erfitt að segja til unt það. en það er Ijóst að félagið hér hefur verið rekið ótrúlega lengi með tapi. það hlýtur að koma að því að það stöðvast. ef ekki fæst fjármagn til viðbótar. En ég hef trú á því að það sé hægt að reka kaupfélag hér. Ef það er ekki hægt hér. þá er það hvergi hægt. Markaðurinn er það stór. —Hvað þarf að breytast til þess að kaupfélagið fari að bera sig? —Við þurfum fyrst og frenist á meira fjármagni að halda. Lausa- fjárstaðan er það sem fer verst með okkur. Eðlilegast væ.ri að við fengjum viðbótarfjármagnið frá okkar viðskiptabanka. sem er Landsbankinn. en það hefur gengið heldur treglega. Síðan er nauðsynlegt að allt innra starf verði endurskoðað og hert á öllu hvað snertir sparnað og hag- kvæmni. En mestu varðar þó. að menn séu ákveðnir í að haida þessu áfram. Ef félagsmenn þjappa sér í kringum félagið og eru staðráðnir i að koma því á réttan kjöl. þá dregur það ákaf- lega langt. Það er mikið verslað við kaupfélagið og samkvæmt sölukattsskilum 1977 var kaupfé- lagið með yfir 70T af matvöru- versluninni á ísafirði. Við höfum tapað einhverju af þeirri verslun eftir að ný verslun kom hingað á svæðið. en við erum að endur- heimta hana og það kentur skýrt í ljós á sölunni fyrstu mánuði árs- ins í ár. Ég hef því fulla ástæðu til að ætla að reksturinn sem slíkur sé á uppleið. etj— Sigurður Jónsson og Hafþór Helgason, sem nú tekur við starfi kaupfélagsstjóra. FASTEIGNA VIÐSKIPTI Stórholt 7. Enn eru 5 íbúöir óseldar í fjölbýlis- húsinu, sem Eiríkur og Ein- ar Valur s.f. hafa nýhafið smíði á. Um er að ræða þrjár 4ra herbergja íbúðir og tvær þriggja herbergja. íbúðirnar verða afhentar undir tréverk og málningu þ, 1.7. 1981. Verð 3ja her- bergja íbúðanna er kr. 26,- 500.000. en 4ra herbergja | íbúðanna kr. 31.000.000. Vitastígur 8, Bolungarvík; Mjög fallegt, áklætt einbýl- ishús á tveim hæðum laust fljótlega. Holtabrún 16, Bolungarvík; 4ra herbergja íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Traðarland 4, Bolungarvík Byggingarframkvæmdir að 143 fm einbýlishúsi. Vegna mikillar sölu undan- farið vantar á söluskrá allar i gerðir fasteigna. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 ATVINNA Ung kona óskar eftir at- vinnu hálfan daginn helst fyrir hádegi. Upplýsingar í síma 3381 eða3522. Óska eftir 12-14 ára pilti til starfa í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 3742. BARNAGÆSLA Óska að ráða 10-12 ára gamla stúlku til að gæta 4ra ára stúlku eftir hádegi í sumar. Svanhvít, sími 3397 —Það er nú sennilega engin ein ástæða fyrir því. Aðalástæðan er kannske þessi alkunna staðreynd um dreifbýlisverslunina. Verð- lagsákvæði hafa sérstaklega háð matvöruverslunum mikið. Álagn- ingin á sumum þeim vörum. sem þar eru seldar. er komin niður fyrir 10r/. Hér er um að ræða matvörur. sem háðar eru ákvörð- un sexmannanefndarinnar. Það er ákaflega erfitt að versla eingöngu með matvöru. —Hvað um vörur með hárri álagningu. t.d. raftæki og bygg- ingarvörur? —Við höfum þessar vörur því rniður ekki á boðstólum. Illu heilli var sú ákvörðun tekin á sínum tíma að hætta 'að versla með þessar vörur. Bæði er álagn- ing á þessa flokka allgóð og auk þess höfum við misst algjörlega af allri sölu til nýbygginga hér á svæðinu. sem hafa verið gífurlega miklar undanfarin ár. En það er svo. að jafnvel þótt menn hafi viljað fara út í að selja þessar vörur. þá hefur húsnæði ekki ver- ið fyrir hendi. Kaupfélagið var eitt með allar byggingarvörur hér um tima og ég geri ráð fyrir að hætt hafi verið með þær vegna þess að matvörur og aðrar nauð- synjavörur þurftu stöðugt meira pláss. Sú stefna var því tekin að sjá félagsmönnum fyrir þessum nauðsynjum frekar en að selja vörur með hárri álagningu. Þann- ig var þjónusta við fólkið lögð til grundvallar. Þetta sjónarmið ræð- ur ennþá á stöðum eins og í Frá Héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðardjúp: Næsta vetur verður starfrækt framhalds- deild við skólann. I boði er nám á VERKNÁMSBRAUT TRÉIÐNA, GRUNN- DEILD og á 1. ári HEILSUGÆSLU- BRAUTAR, skv. námsvísi fjölbrautaskóla. Nám í grunndeild tréiðna styttir nám í iðnskóla (eða á iðnbraut fjölbrautaskóla) um hálfan vetur, og námstíma samnings- bundinna iðnnema um eitt ár, auk þess að auðvelda mönnum að komast á samning. Einnig skal bent á að námið á 1. ári heilsugæslubrautar nýtist að fullu þótt nemendur skipti um námsbraut á 2. ári. Þetta á við um áframhaldandi nám f fjölbrautaskólum og iðnskólum. Einnig er hægt að bæta við nemendum í 7., 8., og 9. bekk grunnskóla. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. JÚNÍ. UPPLÝSINGAR GEFUR SKÓLASTJÓRI Á STAÐNUM.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.