Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.05.1980, Blaðsíða 1
FRETTABLADIS Farþega- og vöruafgreiðsla á Isafjarðarflugvelli: Símar 3000 - 3400 - 3410. Söluskrifstofa í Hafnarstræti: Símar 3457 - 3557. FLUGLEIDIR Nú er sumarið komið! Bjóðum nú mikið af sportfatnaði: Bómullargalla, mittisblússur, blússur, boli, buxur, skyrtur og fleira og fleira. Verslunin ísafirði sími 3103 A fjárlögum: 1967 m. kr. til fram- kvæmda á Vestfjörðum 825 m. kr. hærri fjárhæð en á árinu 1979. Mestu munar um hækkuð framlög til framkvæmda vegna samgöngumála og á vegum Pósts og síma. Fjórðungssamband Vestfirð- inga hefur látið frá sér fara ýtarlegt yfirlit um fjárveitingar á fjárlögum 1980 til hinna ýmsu verkefna á Vestfjörðum. I yfir- litinu er gefinn samanburður við þrjú síðustu ár í krónum. Til aðalmálaflokkanna, þ.e. sam- göngumála, skóla og íþrótta- mála, heibrigðismála o.s.frv. renna alls í kringum 1.967 millj. kr. Utan við þessa upp- hæð er vegafé, sem ekki var búið að skipta, er skýrslan var tekin saman. Sömuleiðis fram- kvæmdafé til orkumála, svo sem til Vesturlínu og fram- kvæmda Orkubús Vestfjarða o.fl., þar eð ekki hafði verið gengið frá lánsfjáráætlun, er yfirlitið var gert. Utan við fyrr- greinda upphæð er einnig hlut- deild í framkvæmda- og rekstr- arfé til Skipaútgerðar ríkisins, svo og hlutdeild í framlagi til flóabátsins Baldurs sem að nokkru þjónar Vestfirðingum. Upphæðir á aðalmálaflokka skiptast þannig: Til samgöngu- mála renna kr. 806.3 millj.. til skóla og íþróttamála 468 piillj.. til heilbrigðismála 267 millj.. til dag- vistaheimila 66 millj.. til fyrir- hleðsna tæpar 2 millj.. til Pósts og síma 3I3 millj. Til ýmissa annarra hluta renna um 44 millj. Vestfirska mun birta yfirlit Fjórðungssambandsins. þar sem greint er frá því hvernig fjárveit- ingarnar skiptast milli hinna ýmsu staða á Vestfjörðum. í fjár- lögunum eru ennfremur eftirtald- ir heimildir. sem snerta Vestfirð- ina: l. Að kröfum ríkissjóðs og ríkisábyrgðasjóðs á Þörunga- vinnsluna hf. verði breytt í hluta- fé. 2. Að breyta kröfum ríkissjóðs á hendur Olíumöl hf. í hlutafé að fengnu samþykki fjárveitinga- nefndar Alþingis. 3. Að fella nið- ur eða endurgreiða aðflutnings- gjöld og söluskatt af eldneytis- stöðvum Orkubús Vestfjarða. 4. Að selja húseignina nr. 20 við Túngötu á ísafirði. 5. Að selja prestsseturhúsið við Miðstræti I4 í Bolungarvík og verja andvirði þess til kaupa á annarri húseign þar. 6. Að selja prestssetursjörð- ina Stað í Súgandafirði og verja andvirði jarðarinnár til þess að kaupa eða byggja prestsseturshús á Suðureyri. 7. Að selja Hótel Flókalund. V-Barðastrandarsýslu. 8. Að selja hluta ríkissjóðs í gamla barnaskólahúsinu á Borðeyri. 9. Að semja við Útvegsbanka ís- lands. bæjarstjórn (safjarðar o.fl. um hönnun stjórnsýsluhúss á ísa- firði. Sumar þessara heimildir eru þegar komnar til framkvæmda að einhverju leyti eins og til dæmis salan á Hótel Flókalundi. Mikil spjöll unnin á byggingum skólanna Talsvert hefur borið á því í vetur að spjöll hafa verið unnin á húsum skólanna hér á Isa- firði í vetur. Hafa rúður marg- sinnis verið brotnar bæði í barnaskólanum, gagnfræða- skólanum og sundhöllinni og ýmis önnur skemmdarverk unnin. I samtali við Vestfirska sagði Björgvin Sighvatsson, skólastjóri, að meta mætti það tjón, sem unnið hefur verið í barnaskólanum á hundruð þúsunda króna. —Það sem við eigum í sífellu stríði við eru knattleikir við skól- ana, sagði Björgvin. og við erum með fimm eða sex rúður brotnar núna af þessum sökum. Það er ekki bara okkar stofnun sem fyrir þessu verður. Þetta undirstrikar m.a. nauðsynina á því að skapa krökkunum aðstöðu til knatt- leikja á öðrum stöðum heldur en þar sem þeir valda stórtjóni. Þá hafa unglingar farið upp á þakið á samkomusalnum. sem er pappalagt. og þar hafa orðið verulegar skemmdir og mikill leki hefur verið á þakinu. einkum í síðustu rigningum. Við viljum vekja athygli fólks á þessu og beina því til foreldra að þeir ræði þetta við börn sín og brýni fyrir þeim góða umgengni. Bæði eru þarna stórverðmæti í húfi og síð- an er þetta spurning um eðlilega umgengnishætti. sagði Björgvin Sighvatsson. Sem dæmi um spjöllin má nefna. að grípa hefur þurft til þess ráðs að Iáta mála allan neðri hluta skólans eftir að nýbúið var að mála hann vegna þess hve illa útileikinn hann var eftir krot og krass barna og unglinga með túss- penna og að frá áramótum hafa sjö rúður verið brotnar í skóla- húsinu. Spjöll sem þessi eru engin nýjung og má segja að tjón seni unnið er á opinberum byggingum hér í bænum kosti bæjarfélagið hundruð þúsundir króna á ári hverju. Hátt á 6. hundrað í prófum Próf eru nú hafin í skólunum og munu líklega hátt á sjötta hundrað nemendur þreyta próf frá skólunum hér á ísafirði í yfirstandandi mánuði. Hér á myndinni má sjá nokkra nem- endur 9. bekkjar Gagnfræða- skólans á ísafirði í þungum þönkum yfir vorprófi í stærð- fræði. Önundarfjarðarbrúin tengd á þessu ári Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegs- og samgöngu- málaráðherra hélt almennan borgarafund um þá málaflokka í Félagsheimilinu í Hnífsdal, laugardaginn 3. maí sl. i upp- hafi fundarins flutti Steingrím- ur yfirlit um stöðu samgöngu og sjávarútvegsmála í landinu almennt, en þó einkum hvað varðar Vestfirði. SAMGÖNGUMÁL Steingrímur kvaðst ..eftir atvik- um ekki óánægður með það fé. sem fengist hefur til framkvæmda á sviði samgöngumála." Nefndi hann þar til. að af allri fjárveit- ingu til flugvalla. á fjárlögum 1980. kæmi 209Í til framkvæmda á Vestfjörðum og 18'/< af fjárveit- ingu til hafna. þá sagði ráðherra það niikilvægt. að fé hefði fengist til að bæta radíósamband milli Stykkishólms og Patreksfjarðar og myndi það bæta sambandið við Vestfirði í heild. Ráðherra vék að hinu nýja leiðakerfi Skipaútgerðar ríkisins. Kvað hann það hafa reynst vel. Þá upplýsti hann að ákvörðun um byggingu nýrra skipa fyrir útgerð- ina yrði tekinn eftir fáar vikur og gæti þá bygging þeirra hafist eftir næstu áramót. Varðandi vegagerð á Vestfjörð- um nú í sumar kom fram í máli Steingríms. að brúin yfir Önund- arfjörð mun verða tengd en til þess verkefnis verður varið 450 millj. króna. Fjárveiting til vegar- lagningar í Súgandafirði. við Suð- ureyri hækkar frá fyrri áætlun úr 55 millj. króna í 100 millj. Varðandi tengingu Inn-Djúps. lýsti Steingrímur þeirri skoðun sinni að hann hallaðist að vegar- gerð um Steingrímsfjarðarheiði Harðasti kjarninn" kemur út f fundinum. og myndi hann fylgja því að hún yrði valin. Taldi hann jafnvel hugsanlegt. yrðu sú leið fyrir val- inu. að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári. Þá upplýsti Steingrímur það. að samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar, þá kæmu nú 127 kílómetrar af vegum hér á Vest- fjörðum tilbúnir undir bundið slitlag. SJÁVARÚTVEGSMÁL Ráðherra upplýsti að sam- kvæmt nýútkomjnni skýrslu Haf- rannsóknarstofnunnar væri þorskstofninn í góðri framför. Hrygningin 1976 hefði verið góð og ástand þess árgangs nú væri með besta móti. Mjög mikilvægt væri að hrygning 1976 árgangsins tækist vel á næsta ári. Sagði Steingrímur að miðað við núver- andi verndunaraðgerðir teldi hann að þorskstofnarnir myndu þola 500 þús. tonna veiði á árinu 1985 eða 1986. Steingrímur vék að markaðs- málum og benti á að Kanada- menn. sem eru okkar hættuleg- ustu keppninautar á Bandaríkja- markaði legðu nú æ meiri áherslu á fiskiðnað og stefndu þeir að því að ná úr sjó 500-600 þús. lesta afla á árinu 1985. Þá ræddi Steingrímur um tengsl veiða og vinnslu. Benti hann á að víða um land væri ekki afkastageta til þess að vinna á heppilegusta hátt allan þann afla. sem bærist á land á topp aflatím- um. Sagði hann að framleiðni. sem þyrfti að vera 18-2051 félli iðulega niður í um I0T á slíkum timabilum. Þetta er að sjálfsögðu mjög alvarlegt vandamál. og bendir til þess. að afkastageta vinnslustöðvanna haldist ekki í hendur við afkastagetu flotans.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.