Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 4
vestfirska
rRETTABLAfliD
ísafjarðarkaupstaður
íbúdir til leigu
Auglýstar eru lausar til leigu íbúðir við
Árvelli 2 — 4 í Hnífsdal með umsókn-
arfresti til 5. janúar n.k.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrif-
stofunni.
Áður innsendar umsóknir óskast end-
urnýjaðar.
Bæjarstjórinn
Hinn árlegi jólamarkaður
okkar á öli og gosdrykkjum hefst
mánudaginn 20. desember kl. 14:00
HAMRABORG HF.
Hafnarstræti 7 — Sími 3166
Badmintonmót
Tennis- og Badmintonfélag ísafjarðar
heldur opið badmintonmót í tvíliðaleik,
miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn
30. desember 1982. Þetta er úrsláttar-
keppni, þannig að það lið, sem tapar
tveimur leikjum er úr leik.
Mótið hefst kl. 18:00 báða dagana.
Þátttökutilkynningar berist undirrituð-
um ásamt mótsgjaldi kr. 50,00 fyrir kl.
17:00 þann 28. desember 1982.
íþróttafulltrúinn ísafirði
Mitt innilegasta þakklæti til allra
þeirra sem glöddu mig á áttræðisafmæli
mínu hinn 11. desember s.l. með heim-
sólnum gjöfum skeytum og kortum.
Guð blessi ykkur öll.
Hallgrímur Jónsson
frá Dynjanda.
<
Gífurleg verðmæti liggja í óseldri skreiö hér á landi og
hreint ekki fyrir sjáanlegt að hún komist í verð á
næstunni. Svo mikið er andvirði þessarar skreiðar að þar
liggur einn megin valdurinn að efnahagserfiðleikum
þjóðarinnar um þessar mundir. Til þess að gera sér betri
grein fyrir hversu stór upphæðin er má geta þess að fyrir
hana geta allir íbúar Vestfjarðakjördæmis, 15 ára og
eldri, keypt sér nýjan BMW bíl og 25 daga sólarlandaferð
að auki. En þjóðin á kannski nóg af bílum, en þeim mun
ver er hún stödd með vegi. Andvirði óseldu skreiðarinnar
er tvöföld sú upphæö, sem fjórtán ára áætlun um
vegagerð á Vestfjörðum kostar, þar með talið bundið
slitlag á um 200 km.
Þetta heitir á máli stjórnmálamanna „alvarlegt á-
stand“. Þess vegna leitaði blaðið til Ólafs B. Halldórs-
sonar framkvæmdastjóra Févesk (Félags vestfirskra
skreiðarframleiðanda) og bað hann að svara nokkrum
spurningum um málið.
Allir gætu keypt
sér BMW og farið
í sólarlandaferð
Ólafur B. Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Févesk gaf
okkur ítarlegar upplýsingar um
stöðu skreiðarmálanna um
þessar mundir, í viðtalinu sem
hér fylgir.
Fyrsta spurningin var:
— Hver er staða skreiðar-
mála í dag? Hvað er mikið til
að skreið í landinu?
..Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur
um birgðir af skreið í landinu, en
ekki er fjarri lagi. að til séu um
350.000 pakkar af skreiö eða
15.750 tonn og um 130.000
pakkar af þorskhausum eða um
3.900 tonn.
Einnig er erfitt að gera sér
nákvæma grein fyrir verðmæti
þessara birgða. en ætla má. að
gjaldeyrisskilaverð þeirra sé ekki
undir I.6 milljörðum nýkróna.
eða sem samsvarar andvirði
15—20 nýrra vel búinna skuttog-
ara."
—Hverjar eru söluhorfur á
þessum miklu birgðum?
..Það verður að segjast eins og
er. að söluhorfur geta vart talist
góðar. Sá efnahagsvandi. sem fór
að ágerast eftir mitt ár 1981 í lang
stærsta viðskiptalandi okkar. Ní-
geríu. hefur reynst erfiðari við-
fangs og langvinnari en gert var
ráð fyrir. Efnahagserfiðleikar Ní-
geríumanna stöfuðu einkum af
sölutregðu og því minnkandi
framleiðslu þeirra af olíu. sem er
yfir 90% af gjaldeyristekjum Ní-
geríu. Sem dæmi um þann vanda.
sem þessi minnkaða framleiðsla
hefur skapað má geta þess að
Nígería hefur komist í að fram-
leiða yfir 2 milljónir tunna af olíu
á dag. en þegar framleiðslan varð
minnst í fyrrasumar, þá fór hún
niður fyrir 700 þúsund tunnur á
dag. Mætti ætla að hér heima á
íslandi væri talað um ..alvarleg
efnahagsáföll" af minna tilefni.
Stjórnvöld i Nígeríu hafa
brugðist hart við til að mæta
þessum vanda. í apríl í vor boðaði
Shagari forseti Nígeríu sérstakar
neyðarráðstafanir (austerity
measures) til að stemma stigu við
óhóflegum innflutningi og gjald-
eyriseyðslu. Hafði þetta í för með
sér. að innflutningur á svokölluð-
um lúxusvarningi var bannaður.
en innflutningur á fjölda annarra
vörutegunda þar á meðal skreið
var tekin af frílista. og er nú
háður innflutningaleyfuni. Vegna
þessara takmarkana hefur nánast
enginn útflutningur á skreið átt
sér stað síðan í apríl i vor.
Auk þess ber að geta. að frænd-
ur okkar Norðmenn eiga í dag
heldur meiri skreiðarbirgðir en
við. eða um 400 þúsund pakka.
Má ætla að skreiðarbirgðir beggja
landanna nemi rúmlega ársneyslu
Nígeríumanna á skreið við venju-
legar kringumstæður.
Þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður
binda útflytjendur og framleið-
endur vonir við. að útflutningur á
skreið hefjist á ný að einhverju
marki næstu mánuði. Viðskipta-
ráðherra og bankayfirvöld tóku
um það ákvörðun nýlega
að útflytjendum væri heimilt að
selja takmarkað magn af skreið
gegn óafturkræfri bankaábyrgð
frá nígerskum bönkum. Þetta
þýðir í raun. að þótt greiðsla
afurðanna sé tryggð, þá getur
dregist í nokkra mánuði. að
greiðsla berist. þar sem gjaldeyris-
staða Nígeríumanna er enn mjög
erfið.
Þetta mun væntanlega opna
fyrir viðskiptin á ný. og nokkur
teikn eru á lofti. sem ættu að
reynast okkur hagstæð. T.d. var
olíuframleiðsla Nígeríu í október
vel yfir meðaltali síðustu tveggja
ára eða um 1,5 miljón tunnur á
dag. Auk þess standa fyrir dyrum
almennar kosningar í Nígeríu á
miðju ári 1983. Þar sem skreið
hefur um áratugi verið mjög eftir-
sóttur og vinsæll matur í Nígeríu,
einkum þó hinum fjölmennu
fylkjum S—Austur Nígeríu (áður
Biafra) má ætla að stjórnvöld
slaki á innflutningshömium á
skrejð á undan ýmsum öðrum
vörutegundum, þegar líða fer á
veturinn. Þetta ætti því að gefa
tilefni til hóflegrar bjartsýni, þó
að ærið verkefni sé framundan að
selja þær miklu birgðir. sem nú
bíða útflutnings."
— Hvaö er gert til aö afla
nýrra markaða?
..Ýmsar hefðbundnar leiðir
hafa verið reyndar t.d. sending
sýnishorna eða reynslusendinga á
ný Iönd, sem sýnt hafa vörunni
áhuga. Menn verða þó að gera sér
ljóst. að erfitt og kostnaðarsamt
starf við markaðsleit og kynningu
er framundan eigi nýir markaðir
að skila viðlíka árangri og okkar
hefðbundnu markaðir. Tölur um
markaðsskiptinguna s.l. ár tala sínu
máli.
Skreiðarútflutningur 1981
Nígería 92%
Ítalía 7%,
6 önnur lönd I %
(Danmörk. U.S.A.. Frakkland.
Astralía. Belgía. Júgóslavía)
Víst væri æskilegast að skreiðin
og þar með áhættan dreifðist á
fleiri markaðslönd. en til þess
þyrftum við sjálfir að læra að
hantera og matreiða skreið með
tilheyrandi kryddi og græmmeti
og leggja síðan í dýrar og erfiðar
markaðskynningar. sem yrðu
einhvern árafjölda að bera
umtalsverðan árangur.
Nígeríumarkaðurinn hefur
undanfarið verið of mikil
gullkista til þess neinn sé
reiðubúinn að fjárfesta í óvissu í
von um að vinna nýja markaði.
Vera kann. að þeir erfiðleikar.
sem við nú eigum í verði til þess,
að við gerum átak til að afla nýrra
markaða fyrir þessar mikilvægu
afurðir okkar. Má í því sambandi
minna á. að ekki er allt of langt
síðan. að engan óraði fyrir. að
hörpudiskur ætti eftir að verða
verðmæt útflutningsvara."
—Hefur öll sú skreið, sem
farin er til Nígeríu veriö greidd,
eöa eigum við útistandandi
skuldir þar í landi?
..Skreiðin hefur nær ávallt
verið seld gegn óafturkræfum
bankaábyrgðum. og ætti því ekki
að vera um útistandandi skuldir
að ræða hennar vegna. Eitthvað
mun þó vera ógreitt af skreið. en
öllu meira þó af hertum þorsk-
hausum.Ég hef þó engar áreiðan-
legar tölur yfir þetta og myndi því
vísa spurningunni til bankayfir-
valda."
— Er ennþá verið aö verka
skreið, þrátt fyrir þessar miklu
óseldubirgðir?
„Ég ^held að óhætt sé að
fullyrða, að skreiðaverkun er í
algjöru lámarki í landinu í dag.
Menn verka ef til vill í skreið það
sem vart er vinnsluhæft í fryst-
ingu eða söltun. og er þá átt
við mjög smáan fisk eða
ormafisk. Ef til vill ber sú litla
skreiðarverkun, sem á sér stað í
dag einnig vott um þessa gömlu
bjartsýni, sem jafnan hefur
blundað í íslendingum mitt í öllu
baslinu.
Við verðum að trúa því, að
útflutningurinn á komandi ári
eflist með hækkandi sól og komi
þessari mikilvægu vinnslugrein i
eðlilegt horf á ný.“
SV
Óskum Vestfirðingum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju dri.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Þórður Júlíusson pípulagningarmeistari
Flateyri