Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 5
vestlirska rp.ETTABLADIÐ Tólf gefa kost á sér Frestur til að tilkynna þátt- töku í skoðanakönnun Fram- sóknarmanna á Vestfjöröum til framboðs f kosningum til Al- þingis, rann út um helgina. Tólf manns gáfu kost á sér til fram- boðs og er þar fyrsta að telja núverandi þingmenn flokksins fyrir kjördæmið, Þá Steingrím Hermannsson og Ólaf Þ. Þórð- arson. Aðrir eru Gunnlaugur Finnsson á Hvilft í Önundar- firði, ísfirðingarnir Magnús Reynir Guðmundsson og Mag- dalena Sigurðardóttir, Bolvík- ingarnir Sveinn Bernódusson, Guðmundur Kristjánsson og Benedikt Kristjánsson, Magn- ús Björnsson á Bíldudal, Sig- „Pöntun á 80 þúsund böllum af skreið er komin inn á borð til okkar,“ sagði Guðlaugur Her- mannsson framkvæmdastjóri hjá ísvog, þegar blaðið rabbaði við hann nýlega. „Við bíðum bara eftir staðfestri bankaá- byrgð, sem íslensk útflutnings- yfirvöld krefjast, áður en varan er flutt út.“ Þetta mál snýst um sölu á skreið til Bandaríkjanna og hefur verið á döfinni síðan um mitt sumar. Þá komst ísvog í samband við fyrirtæki í USA, sem lét í Ijós áhuga á að kaupa skreið. Isvog sendi nokkra balla út sem sýnishorn og ár- angurinn er nú að koma í Ijós, pöntun á um 3.600 tonnum, sem Guðlaugur segir að topp- verð fáist fyrir, eða 287 dollarar ballinn af A-flokks skreið og 70 dollarar fyrir hausana. ísvog hefur fleiri járn í eldinum og öll spjót úti til að selja íslensk- ar afurðir til útlanda. í gegnum skreiðarkaupendurna í USA komst ísvog í samband við danskt fyrirtæki og hefur selt því 70 tonn af frystum steinbít, allt sem til var af þeirri vöru í Súgandafirði. Um 15 tonn af hestamiltum voru seld urgeir Magnússon á Patreks- firði, Össur Guðbjartsson Láganúpi á Rauðasandi og Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk. Dagsetning á skoðanakönnun- ina hefur ekki verið ákveðin enn- þá. en stefnt er að því að hún verði um miðjan janúar. Þegar til kastanna kemur.,verð- ur það hlutverk kjördæmisráðs flokksins að ákveða hvernig framboðslistinn við þingkosning- arnar verður skipaður og skoð- anakönnunin er ekki bindandi á nokkurn hátt. heldur verða niður- stöður hennar aðeins leiðbeinandi fyrir kjördæmisráðið. til Danmerkur, fyrir 18 íslenskar krónur kílóið, og er það allt sem til fellur og var hent áður en þessi markaður opnaðist. Og fyrirtækið er í stöðugri markaðsleit, mögu- leiki er á sölu á 300 tonnum af hrossakjöti til Japan, frystum, þurrkuðum eða niðurlögðum fiski til Thailands og lambakjöti til Danmerkur. Auk skreiðarpöntunarinnar frá Bandaríkjunum, sem sagt var frá hér að ofan, er fyrirtækið að senda öðru bandarísku fyrirtæki sýnishorn af skreið, um þessar mundir. Guðlaugur taldi að það fyrirtæki hefði hug á að mala skreiðina í mjöl og blanda því saman við önnur efni. Hann sagði að skreiðin væri mjög eggjahvítu- rík og Bandaríkjamennirnir væru að sækjast eftir eggjahvítunni til blöndunar í bæði mannafæði og dýrafóður. Aðspurður um markað í Suður- Ameríku fyrir skreið, sem hann var mjög bjartsýnn á að opnaðist í september s.l., sagði hann að sá markaður hefði dottið uppfyrir, vegna þess að hann hefði ekki getað staðið við verð á 50 tonna prufusendingu, sem hefði orðið að fara með mjög dýrri fragt. SV Nýjar bækur... Framhalcl a/ hls með sagnaþáttum, auk þýðinga. í þessari nýju bók eru fjörutíu Ijóð, þar af. þrjár þýðingar á ljóðum eftir þýska skáldið Hermann Hesse. Um bókina segir svo í kynningu forlags á kápubaki: ..Þessi nýja bók Þorsteins frá Hamri er enn einn vottur þess hversu djúpum rótum skáldskap- ur hans stendur. Málfar hans. auðugt, hnitmiðað og blæbrigða- ríkt, sækir styrk sinn í gamlar menntir sem skáldinu tekst til æ meiri fullnustu að hagnýta í eigin þágu. Galdur ljóðanna felst í því hvernig hinn innhverfi heimur þeirra verður lesandanum ná- kominn. Því ræður listfengi skáldsins og trúnaður við upp- runaleg verðmæti máls og hug- mynda. I einu ljóðanna yrkir Þor- steinn um vanmátt skáldskapar- ins, sundruð skip dverganna i naustum, — „Og nú er mér römmust raunin." Spjótalög á spegil er Ijóðlist af því tagi sem eflir með lesandanum þá trú að dvergskipin muni ennþá heil." Spjótalög á spegil er 47 blað- síður. Guðrún Svava Svavarsdótt- ir gerði kápumynd. Prentrún prentaði. „BOGINN", UNGLINGASAGA EFTIR BO CARPELAN Iðunn hefur gefið út unglingasög- una Bogann eftir finnska höf- undinn Bo Carpelan. Undirtitill: Sagan af sumri sem var engu líkt Gunnar Stefánsson þýddi. — Bo Carpelan er sænskumælandi Finni. Hann er einkum kunnur sem ljóðskáld og hafa komið frá hendi hans margar ljóðabækur. Fyrir eina þeirra hlaut höfundur- inn bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1977. Þá hefur Carpelan samið nokkrar ungl- ingasögur. Kunnust þeirra er Boginn og fékk hún hin þekktu Nilla Hólgeirssonar-verðlaun sænsku sem veitt eru fremstu barna- og unglingabókum. Bókin er 117 blaðsíður. Oddi prentaði. Boginn segir frá sumardvöl drengs frá Helsingfors í skerja- garðinum. Úti fyrir er eyjan Bog- inn og þar býr Marvin ásamt móður sinni, Að líkamsburðum er hann eins og fullorðinn rnaður. að andlegum þroska sem barn. Jóhann er nokkru yngri drengur úr borginni sem dvelst þarna með foreldrum sínuni. Urn vináttu þessara drengja fjallar sagan. — Urn hana segir svo á kápubaki: ..Hún er rituð af innsæi. næmum mannskilningi og óvenjulegri til- finningu fyrir náttúrunni. Þetta er saga fyrir fólk á öllum aldri eins og hinar bestu unglingasögur..." — Boginn er gefinn út nteð styrk úr Norræna þýðingarsjóðnunt. Bókin er 117 blaðsíður. Oddi prentaði. Biröir Enáilbcrts „ANDVÖKUSKÝRSLURNAR", NÝ BÓK EFTIR BIRGI ENGIL- BERTS IÐUNN hefur gefið út þrjár sögur eftir Birgi Engilberts sem einu nafni heita Andvökuskýrsl- urnar. Þær draga nöfn af sögu- mönnum: Sigvarður, Ingibjörg og Þorvaldur. — Birgir Engilberts hefur samið leikrit sem sýnd hafa verið á leiksviði, en Andvöku- skýrslurnar eru hið fyrsta sem frá honum kemur sagnakyns. Um sögurnar segir svo í kynningu for- lagsins, að þær séu „samfelldar að stíl og frásagnahætti, rekja skil- merkilega sem skýrslum ber, þá viðburði sem beint hafa sögufólk- inu fram á ystu nöf, hverjum með sínum hætti. Víst er hér brugðið upp nöturlegum mannlífsmynd- um, en frásögninni ætíð haldið í skefjum sennileikans. Höfundur hefur slíkt vald á stíl sínum að honum tekst að miðla afar sterkri tilfinningu fyrir eyðingaröflum í manneskjunni, sem leika sér með hana án þess að hún fái rönd við reist. Návist sögumanns verður hér svo nærgöngul að helst minn- ir á líkamlega snertingu." Andvökuskýrslurnar eru 107 blaðsíður. Oddi prentaði. „GEFIÐ HVORT ÖÐRU,“ SÖG- UR EFTIR SVÖVU JAKOBS- DÓTTUR Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bókina Gefið hvort öðru..., sögur eftir Svövu Jakobsdóttur. Þetta er þriðja 5VAVA JAKOBSDÓTTIR m imi u Tf-y if niifi ^ viLriL ), IÐUNN smásagnasafn Svövu. en fimmtán ár eru nú liðin síðan safnið Veisla undir grjótvegg kom út. Auk þess hefur Svava samið eina skáldsögu og nokkur leikrit. Gefið hvort öðru hefur afi geyma níu sögur. samdar á því árabili sem liðið er frá því Veisla undir grjótvegg kom út. Sögurn- ar heita: Gefið hvort öðru.... Ferðamaður. Sund. Kvaðning. Taskan og fuglinn. — Um sög- urnar segir svo í kynningu forlags á kápubaki: „Sögurnar í þessari bók miðla flestar reynslu og skynjun kvenna. Allar eru þær sagðar af mikilli kunnáttu og yfir þeim sá heiði og svali blær sem lesendur Svövu þekkja svo vel. Hún er meistari í þeirri list að rjúfa skilvegg raunveru og fjar- stæðu: til vitnis um það er fyrsta saga bókarinnar sem hún dregur nafn af. Aðrar eru með hreinu raunsæismóti. en jafnan er veru- leikinn þó stílfærður að mörkum fáránleikans. Hér má sjá hvernig höfundurinn afhjúpar tómleika hversdagstilveru okkar, stundum líkt og með snöggu hnífsbragði." Gefið hvort öðru... er 107 blaðsíður. Prisma prentaði. „í KVOSINNI,“, ÆSKUMINN- INGAR OG BERSÖGLISMÁL. EFTIR FLOSA ÓLAFSSON Út er komin hjá IÐUNNI bók- in í kvosinni, æskuminningar og bersöglismál. Höfundur er Flosi Ólafsson og er þetta fjórða bók hans. I þessari bók kemur Flosi víða við. Hann segir frá bernsku- og æskuárum sínum í miðbæjarkvosinni í Reykjavík, skólagöngu, daglegu lífi og sam- skiptum við þekkta sam- ferðamenn og óþekkta. I formála segir höfundur meðal annars: „Þessi bók er hetjusaga úr sálarstríði manns sem er að reyna að sætta sig við að vera eins og hann er, en ekki eins og hann á að vera. Hún er eins og höfundurinn og þess vegna lítið á henni að byggja. Vangavelturnar eru mest hundalógík, órökstudd og útí blá- inn. Uppfull er bókin af lýgi. hálflygi, hálfsannleik, sannleik tilfinningasemi, sjálfsánægju og aulafyndni. í henni er líka hjarta- hlýja, sólskin. bjartsýni, ást á um- hverfinu og því sem gott er og fallegt. Þetta er ekki bók í venju- legunt skilningi, heldur sálará- stand, og vont að átta sig á því hvenær talað er í hálfkæringi og hvenær í alvöru." I' kvosinni er 184 blaðsíður. Prenttækni prentaði. Sjómannafélag ísfirðinga heldur AÐALFUND Sunnudaginn 26. desember 1982 (annan dag jóla) kl. 14:00 í Sjómannastofunni Fundarefni: Lagabreytingar Aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin sv Skreið til Bandaríkjanna

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.