Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 2
vestfirska Nýjar bækur frá Iðunni vestfirska FRETTABLAÐIÐ Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl, 18:00 - Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 - Opin virka daga fra kl 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 - Blaðamaóur Sigurjon Valdimars- son, sími 4212 - Útgefandi og ábyrgðarmadur Arni Sigurðs- son, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 - Veró í lausasölu kr 10,00 - Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá - Prentun: Prentstofan ísrún hf., sími 3223, Gagnkvæmt traust leiði til friðar Nú eru liðin tæp 2000 ár, síðan friðarboðskapur jólanna fyrst hljómaði meðal mannanna: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“ — „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu, með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Frá örófi alda hefur mannkynið mátt þola bræðravíg og á þessum tvö þúsund árum, sem liðin eru síðan Jesús Kristur var í heiminn borinn hefur maðurinn eflt með sér tækni og getu til þess að nota svo ægileg eyðingartól að hann ræður nú líklega yfir afli til þess að afmá allt líf á þessari jörð. Það er sorgleg staðreynd, að einna hæst rís þessi tækni með hinum svokölluðu siðmenntuðu þjóðum og á meðal þeirra eru þær flestar, sem játa trúna á Jesúm Krist. Það seni mannkyni stafar tvímælalaust mest hætta af, er hið skefjalausa vígbúnaðarkapphlaup risaveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Viðleitni þessara þjóða og bandamanna þeirra beinist að því að viðhalda svokölluðu ógnarjafnvægi og gagnkvæm tortryggni, sem á sér því miður rætur í veraldarsögunni ríkir meðal leiðtoganna í austri og vestri. Þegar líður að jólum nú, tæpum tvö þúsund árum eftir að fagnaðarerindið var fyrst boðað, er því miður engin sérstök ástæða til bjartsýni. Við höfum þó leyfi til að vona og trúa því, að með friðarviðræðum bestu manna megi skapast með þjóðunum gagnkvæmt traust, sem leiði til þess að aðilar sjái sér fært að draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu og beina kröftunum að því að útrýma hungri og hörmungum í okkar marghrjáðu veröld. r-—- Smáauglýsingar------------------■> I BAHÁ’lTRÚIN [ Upplýsingar um Bahá’ftrúna I eru sendar bréflega, ef ósk- ■ að er. Utanáskrift: Pósthólf I 172, ísafirði. Opið hús að | Sundstræti 14, sími 4071 öll I fimmtudagskvöld frá kl. 21 | —23. TILSÖLU Nordica skíðaskór nr. 41/2, nýlegir og seljast á 600 kr. Einnig Ztlnor slíðaskór nr. 30 á 250 kr. Upplýsingar í síma 7165. AL ANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstað- arhúsinu. Upplýsingar eru veittar í síma 3411 á sama tíma. A.A. FUNDIR kl. 9 á þriðjudagskvöldum, að Aðalstræti 42, Hæsta- kaupstaðarhúsinu. Opið á sama stað milli 2 og 4 á sunnudögum, sími 3411. A.A. deildin. „LAUSNARORÐ “, BÓK EFTIR MARIE CARDINAL Út er kominn hjá IÐUNNI bókin Lausnarorð eftir fransku höfundinn Marie Cardinal. Snjó- laug Sveinsdóttir |;ýddi. Höfund- ur bókarinnar fæddist í Alsír árið I929 og ólst þar upp. Hún stund- aði nám heima og í París og gerðist síðan háskólakennari í heimspeki. Á fertugsaldri tók hún að þjást af sálsýki sem smám saman magnaðist uns þar kom að hún gekkst undir sálgreiningu. Frá henni segir í þessari bók. Vegna sálgreiningurinnar þarf hún að gera upp fortíð sína. upp- runa sinn. uppeldi og mótun. Þeirri sjálfskrufningu lýsirsagan. Lausnarorð segir frá bernsku og æsku Marie Cardinal í Alsír. Hún elst upp hjá móður sinni. fráskilinni konu. í siðavöndu ka- þólsku umhverfi betri borgara. ..Samskiptum þeirra mæðgna sem hafa gagnger áhrif á líf dótturinn- ar er hér lýst af fágætri einurð og vægðarleysi". segir í kynningu forlags á kápubaki. „Sú frásögn mun ekki síst gera þessa bók lesandanum minnisstæða." — Marie Cardinal býr nú í París og hefur samið fleiri bækur sem hlotið hafa viðurkenningu og ver- ið þýddar á mörg tungumál. Hún hefur verið formaður franska rit- höfundasambandsins. Bókin er 2I8 blaðsíður. Prentrún prentaði. NÝ BÓK: „HÖGGORMUR í PARADlS“ EFTIR RÓBERT MAITSLAND IÐUNN hefur sent frá sér bók- ina Höggormur í paradís eftir Róbert Maitsland, en það eru minningar höfundar. Efni bókar- innar og höfundur eru kynnt á þessa leið á kápubaki: „Högg- ormur í paradís fjallar um ævin- týralegan feril Róberts Maits- lands. Hann er ástandsbarn, móðir hans íslensk en faðirinn bandarískur hermaður sem hvarf af landi brott mánuði eftir að hann fæddist. Róbert fær snemma orð á sig fyrir að vera vondur strákur og verður sveitar- skelfir í Flóanum þegar hann vex upp. Hann fæst við margskonar störf: Verður afgreiðslumaður í kauplelagi. messagutti á fragt- ara. bílaviðgerðarmaður í Reykja- vík. Ekkert þessara starfa verður til að efla hróður hans. Ekki held- ur svínabúskapur. veiðiskapur og hestatamningar sem hann fæst líka við... Höfundur lifir fyrir líð- andi stund og á i stöðugum úti- stöðum við umhverfið, bíður oft lægri hlut en skýtur þó stundum löggæslunni ref fyrir rass.“ Höggormur í paradís er í tveim hlutum, nítján köflum. Bókin er 125 blaðsíður. Prisma prentaði. „LJÓÐ VEGA GERГ, NÝ LJÓÐABÓK EFTIR SIGURÐ PÁLSSON Út er komin á vegum IÐUNN- AR ný Ijóðabók eftir Sigurö Pálsson Nefnist hún Ljóð vega gerð og er þriðja Ijóðabók höf- undar. Hinar fyrri nefndust Ljóð vega salt og Ljóð vega menn. — Sigurður Pálsson hefur lagt stund á nám í bókmenntum og leikhús- fræðum í Frakklandi. Hann hefur samið leikrit og þýtt allmörg. Um þessa nýju ljóðabók hans segir svo í kynningu forlags á kápu- baki: Ljóð vega gerð er þriðja og síðasta bindi Ljóðvegasafns Sigurðar Pálssonar. Hann vakti snemma athygli fyrir persónuleg- an og ferskan ljóðstíl. í þessari bók eru eins og í hinurn fyrri, ljóðaflokkur þar sem mismargar atrennur eru gerðar að einhverju heildarviðfangsefni enda þótt hvert ljóð standi sem sjálfstæð heild. Yrkisefnin eru fjölbreytt og skírskotanir margvíslegar. Við sjáum að bernskuslóðir. höfuð- borg og heimsborg eru enn á sínum stað og sömuleiðis hugsun Sigurðar um tíma og rými og ferðalag í margs konar skilningi. Tungumálið er krafið sagna um sjálft sig og okkur hin og vegferð okkar á ljóðvegum." Ljóð vega gerð skiptist í eftir- talda kafla: Ljóðvegagerð, Hótel vonarinnar. Segðu mér að norð- austan. Rue Dombasle. Segðu mér að sunnan, Hafið bláa mið- jarðar. Um trissur með mjalla og Talmyndastyttur. — Bókin er 106 blaðsíður. Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar prentaði. Þórður Hall gerði kápumynd. „MISSKIPT ER MANNA LÁNI,“ HEIMILDAÞÆTTIR EFTIR HANNESPÉTURSSON IÐUNN hefur geíið út bókina Misskipt er manna láni, fyrsta bindi heimildaþátta eftir Hannes Pétursson. f bókinni eru fimm þættir og fjalla allir um fólk sem bjó í Skagafirði lengur eða skem- ur á síðustu öld og fram á þessa. Tveir varða Bólu-Hjálmar. Segir Óskum starfsfólki okkar og við- skiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi 1 FRETTJ.BLAEID HANNES PÉTURSSON MISSKIPT ER MANNA LANI HEIMILDAÞÆTTIR I annar frá Marsibil móður hans. og er þar hulunni svipt af æviferli þessarar ..förukonu" og ..kemur þá nokkuróvænt í ljós : Um skeið var hún í tölu auðugustu kvenna landsins í þeirri tíð“. segir í kynn- ingu forlags á kápubaki. Hinn þátturinn greinir frá síðasta hæli Hjálmars, beitarhúsunum þar sem hann tók andvörpin. — Fyrsti þátturinn fjallar um ..gleymda konu og geldsauði tvo“, hagorða konu og harðskeytta sem flæktist inn í brotamál. Þá er sagt frá Pétri Eyjólfssyni, skipara ein- um sem „sogaðist inn í róstur íslandssögunnar" í byrjun nítjándu aldar. Loks er svo þáttur af sérkennilegu fólki í Teigakoti í Tungusveit. smábýli sem nú er fallið í eyði." Misskipt er manna láni er prýdd allmörgum myndum. Bók- in er 195 blaðsíður. Oddi prent- aði. „HALLÆRISPLANIГ SKÁLD- SAGA EFTIR PÁL PÁLSSON IÐUNN hefur gefið út Hallær- isplanið, skáldsögu fyrir börn og fullorðna eftir Pál Páisson. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar sem kunnur er fyrir blaðaskrif um popptónlist. Sagan gerist í Reykjavík samtímans og segir frá lífi unglinga, í skóla og utan. sem hafa Hallærisplanið að eins konar miðþyngdarstað. Myndir í bókina gerði Úlfar Valdimarsson. Hall- ærisplanið er 102 blaðsíður. Prentrún prentaði. „VINUR VORS OG BLÓMA“, NÝ SKÁLDSAGA EFTIR ANTON HELGA JÓNSSON Út er komin hjá IÐUNNl ný skáldsaga eftir Anton Helga Jónsson og nefnist Vinur vors og blóma. Undirtitill: Saga urn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.