Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 8
Sendum viðskiptavinum og öðru samstarfsfóli bestu óskir um gleðilegjól og farsœld á komandi árí og þökkum samskiptin á því sem er að líða Bókav. Jónasar Tómassonar SPORTHLAÐAN vestíirska FRÉTTABLASIS 0 t ERNIR r Símar 3698 og 3898 J ISAFIROI 3 BÍLALEIGA Börnin leggja góðum málum lið Unga fólkið er iðió við að safna fé, til styrktar góðum málum. Þrír hópar komu til okkar í haust og vetur og sögðu okkur frá söfnun sinni. Allir hóparnir héldu tombólur og gáfu allt sem inn kom til styrktar húsbyggingarsjóði vistheimilis þroskaheftra. Strákarnir á efri myndinni til vinstri héldu sína hlutaveltu snemma í september og öfluðu 920 króna. Þeir eru frá vinstri talið: Salomon Á. Ágústsson, Einar Á. Hrafnsson, Njáll Flóki Gíslason, Gunnar K. Ásgeirsson og Trausti S. Hrafnsson. Krakkarnir á neðri myndinni t.v. héldu sína tombólu 30. október og söfnuðu 535 krónum. Þau heita: Erla Einarsdóttir, Sigurbjörg Benediktsdóttir, Stefán Sigurðsson og Ólafur Björn Benónýsson. Og á myndinni hér fyrir neðan eru: Hafsteinn Sverrisson, Örn Árnason, Magnea Fylling, Óttar Gunnarsson og Álfhildur Guðbjartsdóttir. Með þeim í söfnuninni var Margrét Guðbjartsdóttir, en hún gat ekki komið með til myndatökunnar. Þessi hópur safnaði 305 krónum á hlutaveltu í Fjarðarstræti 4, þann 26. október. Tilbúnir til flugreksturs að selja." sagði Vaidimar. Komi hins vegar til þess að nauðsynlegt reynist að hefja flugrekstur með stuttum eða engum fyrirvara. hef- ur verið talað við aðila í flug- rekstri um að grípa inn í meðan félagið hefur ekki enn keypt sínar eigin flugvélar. — Viljum vera tilbúnir, ef Ernir þarf að hætta, segir Valdimar L. Gíslason, í Bolung- arvík. ,,Við getum ekki verið flug- félagslausir hér á Vestfjörðum og nýtt flugfélag er tilbúiö að taka til starfa fyrirvaralaust, ef á þarf að halda," sagði Valdi- mar Lúðvík Gíslason í Bolung- arvík í viðtali við Vestfirska fréttablaðið. „Megin atriðið er að sjúkraflug og flugsamgöng- ur innbyrðis á Vestfjörðum verði starfrækt áfram fyrir Vest- firðinga og af Vestfirðingum, a.m.k. í meiri hluta“ bætti hann við. Valdimar hefur haft forgöngu um að stofnað verði nýtt flug- félag á Vestfjörðum og með honum í stofnun þess félags eru að hans sögn, einstakling- ar og aðilar, sem sinna ferða- og samgöngumálum á Vest- fjörðum. Hann vildi þó ekki nafngreina þá á þessu stigi málsins. í viötalinu kom fram að leitað hefur verið eftir flugvélakaupum og að ekki eru nein vandkvæði á að fá góðar vélar keyptar. ..Það er gott að kaupa vélar núna en vont Aðspurður um hverjar þær að stæður væru. sem skapað gætu nauðsyn þess að hefja starfsemi fyrirvaralaust. svaraði Valdimar: Flugfélagið Ernir. sem nú hefur þessa þjónustu á hendi, á við mjög mikla rekstrarerfiðleika að stríða og hefur raunar hætt hluta þessarar þjónustu. sem er póst- flugið. Ljóst er að ekki er hægt að rétta við rekstur félagsins. nema með miklu ríkisframlagi. sem mikið vafamál er að fáist. Við viljum vera tilbúnir að taka við. ef til þess kernur að Ernir verði að hætta rekstri sínum. Gerist hin.wegar kraftaverk og Ernir fái rekstrargrundvöll drög- um við okkur í hlé. því að það er © PÓLLINN HF ísafirði Sími3792 Gleðileg jól með gæðagrípum sem gleðja augað. PHILIPS — SIEMENS — LITA SJÓNVÖRP — # 20“—22“—26“—27“ myndlampi # Frábær mynd og tóngæði # Með og án fjarstýringar # Árs ábyrgð # Viðurkennd viðgerðarþjónusta — Nýjar BETA myndir komnarfyrir jólahelgina — Ijóst að ekki er pláss fyrir tvö flugfélög á þessum markaði. Við erum ekki að stofna til neinnar samkeppni. við viljum aðeins vera tilbúnir til að taka við, svo að þessi rekstur fari ekki úr fjórð- ungnum. ef Ernir verður að hætta." Valdimar var þá spurður hvort Hörður Guðmundsson aðaleig- andi Ernis væri einn þeirra, sem að þessu nýja félagi standa. „Hann er það ekki enn, en hann er velkomin til samstarfs eins og aðrir Vestfirðingar," svar- aði Valdimar. Blaðið hafði samband við Reyni Adolfsson framkvæmda- stjóra Ferðaskrifstofu Vestfjarða og spurði hann hvort ferðaskrif- stofan væri aðili að stofnun þessa nýja félags. „Engin formleg beiðni hefur borist okkur um þátttöku í því og þar af leiðandi hefur það ekki verið rætt í stjórninni og engar ákvarðanir verið teknar. En það hefur verið rætt við mig óform- lega um málið og ég veit af því. Við erum auðvitað jákvæðir fyrir allri uppbyggingu ferðamála og það gildir jafnt gagnvart hvaða fyrirtæki sem hér verður starfandi í þeirri grein," sagði Reynir. Einar Helgason hjá Flugleiðum tók í sama streng. þegar við spurðum hann hvort Flugleiöir verði meðeigandi i fyrirtækinu. Hann sagði að ekkert formlegt hefði borist Flugleiðum um málið og því hafi það ekki komið til álita þar. Síðan bætti hann við: „Innan Flugleiða hefur verið sú stefna að þessi landshlutafélög þurfi að starfa og þar þurfi að vera öflug starfsemi með réttan rekstur og Flugleiðir hafa tekið þátt I svip- uðum rekstri, bæði á Norðurlandi og á Austfjörðum." „Það er mjög ánægjulegt að svo margir áhugamenn um flugrekst- ur eru á Vestfjörðum og framtak Valdimars er gott. Hinsvegar hefði þessi áhugi mátt koma fram Framhalcl cí h!s. 7 ( Vísan ] Megi alla faðma friður. Fagnar lífið, hækkar sól. Best er að leggja lastið nið- ur, lifið heil um þessi jól. C ■> BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972 — 6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.