Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 2
vestlirska I rHETTABLASID [ vestfirska 1 FRETTABLADID Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaöur Árni. Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Námskeið í fískeldi Bændaskólinn á Hólum hef- ur nú um þriggja ára skeið gefið nemendum sínum kost á kennslu í fiskeldi. Hefur það mælst vel fyrir, og hefur það inn stöðugt fengið auknar fyrir- spurnir vegna þessa náms. í kjölfar þess mikla áhuga, sem virðist vera á fiskeldi hér á landi hefur Bændaskólinn á Hólum ákveðið að efna til þriggja daga kynningarnám- skeiðs í fiskeldi. Námskeiðið verður haldið á Hólum dagana 14. — 16. apríl næstkomandi. Auk starfskrafta skólans hefur skólinn fengið til liðs við sig nokkra starfandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum fiskeldis. Námskeiðið verður sniðið fyrir byrjendur á sviði fiskeldis, og verður reynt að gera sem flest- um þáttum fiskeldis nokkur skil, bæði með bóklegri og verklegri fræðslu. Þeim, sem áhuga á hafa á þátttöku er bent á að snúa sér til skólans. Umsóknarfrestur er til 6. apríl, en vegna plássleys- is verður að takmarka aðgang. Allar nánari upplýsingar veita Jón Bjarnason, skólastjóri og Pétur Bjarnason, kennari í síma 95-5962 og 95-5961. Smáauglýsingar—; " BAHÁ‘I TRÚIN ■ Upplýsingar um Bahá'i trúna | eru sendar skriflega, ef óskað | er. Utanáskrift: Pósthólf 172, I ísafirði. Opið hús að Sund- J stræti 14, sími 4071 öll ! fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 | til 23:00. j ALANON FUNDIR g fyrir aðstandendur fólks, sem I á við áfengisvandamál að 1 stríða, eru kl. 21:00 á mánu- 2 dagskvöldum að Aðalstræti j 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. ■ Upplýsingar veittar í síma ■ 3411 á sama tíma. AAFUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími3411. AA DEILDIN AA FUNDIR BOLUNGARVlK kl. 20:30 á fimmtudögum í Kiwanishúsinu á Grundum. AA DEILDIN TIL SÖLU Blazer K—5, árgerð 1974 með 6 cyl. Benz díselvél sjálf- skiptur. Upplýsingar í stma 3895 eða 3141, Eggert. TIL SÖLU Honda Quintett árg. 1981 ek- inn 28.300 km. Upplýsingar í síma 3159. ÍBÚÐ Óska eftir að taka litla íbúð g á leigu. Reglusemi og góðri | umgengni heitið. Upplýsingar í síma 4064 kl. I 8—10 á kvöldin. TIL SÖLU Bifreiðin í—412 Volvo árgerð g 1977. Ekinn 60 þús. km. Upplýsingar í síma 3802 á J kvöldin. TIL SÖLU Mazda 626 1600, árgerð 1979. Ekinn 57 þús. km. Upplýsingar í síma 6959 á kvöldin. TIL SÖLU I I í I I Citroen GS árgerð 1972. | Þarfnast smávægilegra lag- I færinga. Verð eftir samkomu- I lagi. J Upplýsingar Hlíðarveg 25 sími 2 3042. TIL SÖLU Lada Sport árgerð 1980 og J Mercedes Benz 250 árgerð j 1970. Sjálfskiptur m/vökva- g stýri. Volvo 86 árgerð 1968 « búkkabíll. Upplýsingar í síma 6951. -------------------------- I TIL SÖLU Silver Cross barnavagn, skíði J undir vagninn geta fylgt. Á j sama stað er saknað þríhjóls j með skúffu. Upplýsingar í síma 4075 á | kvöldin. I I Indríði Aðalsteinsson, Skjaldfönn: • • Ogn meir af tófum, útigangshrossum og hreppstjóra í Nauteyrarhreppi Það er í meira lagi galli blönduð langloka sem Jón á Laugabóli skrifar hér í blaðið 16. febr. og tileinkar minni lítil- fjörlegu persónu. Þar heldur reiður maður á penna og fimb- ulfambar um vafasamar fullyrð- ingar" og „persónulegan skæt- ing“ í sinn garð, sem ég hafi viðhaft í fréttabréfi úr Djúpi, sem birtist í VF 5. jan. s.l. Ljótt er ef satt væri. Raunar sannar Jón með ,,fréttaskýringu“ sinni flest af því sem ég vék að, honum við- komandi og er tilgangur hans mikið frekar aö krafsa í bakk- ann og gera erfiðan andstæð- ing tortryggilegan, en brenn- andi löngun til að hafa það sem sannara reynist. En hvers vegna er hreppstjórinn okkar svona skelfilega reiður? Að svara þeirri spurningu í stuttu máli er að vísu erfitt en skal þó reynt. GRENJAVINNSLAN Það hlýtur að flokkast undir takmarkalausa óskammfeilni þegar Jón barmar sér yfir slæ- legri grenjaleit í sínu nágrenni á árunum '78—'81 eins og hann gerði í Vf 3. nóv. og aftur í sinni síðustu ritsmíð og kennir um það þáverandi skotmönnum úr Bolungarvík. Samviskusemi þeirra, hæfni og áhuga á að leysa sitt starf vel af hendi, tel ég mig ekki síður færan um að dæma um en Jón. Hins vegar var sú fyrir- greiðsla sem þeir nutu hjá Laugabólshöfðingjanum í fyrsta skipti sem þeir komu þangað, öllum grenstæöum ókunnugir, með þeim endemum að frægt varð og gerði þeim mjög erfitt fyrir um innanverðan hreppinn, því ekki þarf nema einn gikkinn í hverja veiðistöð. Munu Bolvík- inarnir ekki hafa farið dult með skoðun sína á þessu háttalagi og þar með voru þeir auðvitað óalandi og óferjandi eins og aðrir þeir sem standa uppréttir gagnvart Jóni, enda viðurkenn- ir hann að hafa viljað þá burt vegna „vanhæfni." Það er svo aftur talandi tákn um dóm- greind Jóns í þessum efnum að hann neyðist til að viðurkenna að sú skytta sem ráðin var að hans undirlagi vorið 1982, reyndist hvergi nærri starfi sínu vaxin. En er raunar sama sagan um fyrirgreiðslu við ókunnugar skyttur á Laugabóli, annað hvort hefur hreppstjórinn ekki tíma, eða bíllinn er benzínlaus, hins vegar er grenið auðfundið, og er tilvísunin eitthvað á þessa leið. „Það er suður undir miðri (Kollafjarðar-)heiði í urð undir holti." Það var því von að hreppstjórinn kipptist við er ég vék að grenjaávísun hans. AF AUKABUGREIN OG TÓFU- TALNINGU Ég ætla ekki að þræta við hreppstjórann um lög að því er varðar að laun komi fyrir að vísa skyttum á greni á eyði- jörðum. Frá fornu fari hefur það verið talin sjálfsögð skylda bænda að liðsinna skotmönn- um eftir föngum og spyrja þá ekki um landamerki, enda eiga þeir mest á hættu ef gren sem tófa er á finnst ekki. Sú „auka- búgrein" sem hreppstjórinn vill innleiða gæti orðið fátækum sveitarsjóði ærið kostnaðar- söm, án þess þó að tryggja betri grenjaleit og fækkun tófu, því ef bændur á annað borð telja sig ekki hafa ástæður til aö vísa á greni á eyðijörðum þar sem fé þeirra gengur, munu þeir varla gera það frekar þó greiðsla komi fyrir. Þó er sjálf- sagt að gera undantekningu, þar sem enginn sérstakur telst hafa hagsmuna að gæta. Dæm- ið um eyðijörðina Lágadal var afar óheppilega valið af Jóns hálfu. Þar hefur til skamms tíma gengið fé frá 6 bændum, mis- margt aö vísu. Miöað við að ekki verði tíðari skipti á skotmönnum en verið hefur undanfarinn áratug mundi það koma í hlut hvers þessara bænda að vísa á greni í Lágadal á 20 ára fresti og getur það varla talist þungbær kvöð. Til að kóróna „refakómedíu" sína segir Jón að árin 1978 — 81 séu einmitt það tímabil sem mest blómaskeið er í fjölgun refa í Nauteyrarhreppi." Ekki hvarflar að mér að telja þessa staðhæfingu Jóns vafa- sama. Hreindýr eru talin og jafnvel grágæsir, því skyldi ekki vera hægt að telja tófur líka, þó í víðlendum hreppi sé og það hefur Jón þá væntanlega gert, fyrir og eftir umrætt „blóma- skeið" þó ekki hafi borist fregn- ir af því afreki hans fyrr en nú. Maðurinn er léttur til gangs og nóg á hann hrossin til að þenja á um fjöll og firnindi. Að vísu könnumst viö um utan- verða sveit ekki við þessa tófu- fjölgun hér og virðist hún því vera bundin við nágrenni Laugabóls og verða því lesend- ur að leita þeirra skýringa sem þeir telja sennilegastar á því dáiæti sem refir virðast hafa á Jóni hreppstjóra. Framhald greinarinnar birtist í næsta blaði. Þingeyrí: Hús eyði- leggst í eldi Aðfararnótt 8. mars s.l. kom upp eldur í húsinu að Aðalstræti 5 Þingeyri. Er það gamalt einnar hæðar timburhús með risi og stóð autt þegar eldur kom upp, en búið hafði verið í því til áramóta. Til stóð að Þing- eyrarhreppur keypti húsið til niðurrifs. Slökkviliði Þingeyrar tókst að ráða niðurlögum eldsins en allt innanúr húsinu brann og munþaðónýtt. Rannsóknarlögreglan á ísafirði var kölluð á staðinn til að rannsaka eldsupptök. Sér til fulltingis hafði hún sérfræðinga í rafmagns- málum og töldu þeir að ekki hefði kviknað í útfrá rafmagni, en húsið var ein- mitt hitað með rafmagni. Eldsupptök eru því ókunn en eru í rannsókn. JÓN F. EINARSSON BYGGINGARVÖRUVERSLUN, BOLUNGAVÍK Skíðafólk — Trimmarar Vorum aö fá hin vinsælu, norsku Landsem gönguskíði fyrir alla aldurshópa. Við vekjum sérstaka athygli á stærðum eins og 1,40 — 1,50 og 1,60 fyrir börnin. Nú getur öll fjölskyldan fariö saman í skíðagöngu. VERIÐ TÍMANLEGA FYRIR PÁSKANA JÓN F. EINARSSON BYGGINGARVÖRUVERSLUN, BOLUNGAVÍK

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.