Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 8
Skíðafatnaður 25% afsláttur =E SFORTHLAÐAN SILFURTORGI 1 1» H.F. vestfirska FRETTABLASID ERNIR V ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BlLALEIGA Það er til marks um hinn góða afla síðustu vikuna að á Patreksfirði hafa menn orðið að láta skip sín liggja vegna þess að ekki hafðist undan að verka fiskinn í almennileg- ar pakkningar. Þannig verður togarinn látinn bíða í tvo til þrjá daga og neta- báturinn Þrymur hefur kastað mæðinni siðan á sunnudag, en búist var við að honum yrði leyft að leggja i gær. Þrymur aflaði 81 tonn í síðustu viku, afla- verðmæti um 1200 þúsund. Það hefur verið tregara hjá línubátum þessa vik- una en oft áður. Þó var afli eitthvað að glæðast hjá Bolungarvíkurbátum aftur. Þar voru menn að verða uppiskroppa með loðnu en vonuðust eftir að fá meira hvað úr hverju. Rækjubát- urinn Svalborg var að landa þar 25 tonnum af úthafsrækju, en nú eru rækjuveiðarnar í Djúpinu að komast í eindaga. BESSI landaði 135 tonnum á föstudaginn. GUÐBJARTUR kom með 80 tonn á mánudaginn. PALL PÁLSSON landaði 161 tonnl á föstudag, obb- Inn af því þorskur. GUÐBJÚRG landaði sama dag 141 tonni af þorski. DAGRÚN skilaði 105 tonn- um á land á föstudaginn. HEIÐRÚN kom daginn eftir með 84 tonn. GYLLIR landaði 150 tonn- um á miðvikudaginn í síð- ustu viku. FRAMNES I kom með 48 tonn af þorski s.l. fimmtu- dag. SLÉTTANES landaði sama dag 127 tonnum. TÁLKNFIRÐINGUR land- aði á föstudaginn 146 tonnum, þar af 105 tonn af þorski. SIGUREY kom inn á þriðjudag með 130 tonn, meiriparturinn þorskur, en 15—20 tonn af steinbít. HAFÞÓR landaði síðast 43 tonnum af rækju. Um 50 hundar skráðír á ísafirði — en hve margir eru óskráðir? Nýlega samþykkti bæjar- stjórn ísafjarðar leyfis- gjald fyrir hunda 1984. Er það 2000 kr. Á opinberri skrá yfir hunda á (safirði eru nú 52 hundar og eru 75% þeirra heimilishundar en 25% lögbýl- ishundar, en fyrir þá síðar- nefndu er hálft leyfisgjald. Inni- falið í leyfisgjaldi er ábyrgðar- trygging og hundahreinsun, en hún fer fram einu sinni á ári, vanalega í desember og jan- úar. Alla hunda í bænum á að skrá hjá heilbrigðisfulltrúa, sem geym- ir allar upplýsingar ásamt mynd í sérstakri spjaldskrá. En eru allir hundar í bænum skráðir? Við spurðum Einar Otta Gunmunds- son, heilbrigðisfulltrúa: 'Not now, stupid !—I think we're being watched' Þessa teikningu úr ensku dagblaði sendi Sverrir Jóhannesson okkur frá Bath í Englandi. „Nei, það vill verða misbrestur á því. Ég veit ekki hvað dökka talan er stór, en menn hafa verið að giska á að 10 — 20% hunda séu óskráðir. Þetta skapar hættu á sullaveiki til dæmis ef menn eru með óhreinsaða hunda árum saman. Það er náttúrulega ólík- legt á svona litlum stað, en það er þó oft furðanlegt hvað menn eru búnir að eiga hundinn lengi þegar maður loksins uppgötvar það.“ Eivað varðar aðra hluta síns umdæmis sagði Einar að í Bol- ungarvík og Súgandafirði væri hundahald bannað, en leyft í Súðavík eins og öllum öðrum dreifbýlishreppum. Samt eru hundar bæði í Bolungarvík og á Suðureyri, en á fyrrnefnda staðn- um hafa menn frest til ágústloka til að ráðstafa hundum sínum. Á báðum þessum stöðum hefur far- ið fram hundahreinsun þó þar ættu ekki lögum samkvæmt að vera neinir hundar. En hvernig hefur hundahreinsun almennt verið sinnt? „Það hefur verið upp og ofan hvað hefur verið passað uppá hundahreinsun, sérstaklega í dreifbýlishreppunum. Það má segja um norðanverða Vestfirði að sums staðar er þetta passað mjög vel en annarsstaðar ekki. En einmitt þar sem hundahald er af þörf, þar er oft pottur brotinn," sagði Einar Otti. Hundahreinsun er ósköp ein- falt mál nú á dögum, hundunum er gefin pilla, þannig að mönnum ætti ekki að vaxa hún í augum. FRETTABLADID hefur heyrt AÐ ýmsir fjársterkir aðilar á norðanverðum Vestfjörð- um séu nú að grúppa sig saman í félög sem eigi að standa að fiskirækt í Inn—Djúpinu. Þannig heyrðum við að Norður- tanginn, ásamt fleirum, sé orðinn aðili að einu slíku félagi og sé fyrirhugað að hefja framkvæmdir á Naut- eyri í sumar. Stofnun ann- ars félags, með íshúsfélag- ið í broddi fylkingar, verður væntanlega tilkynnt innan skamms. Þeir sem að því standa hafa þegar óskað eftir viðræðum viö bæjar- stjórn (safjarðar um aö- stöðu í Reykjanesi... Saklausi syallarinM fellur í góð- an jarðveg — 5 til 600 manns hafa séð leikritið Undanfarið hafa staðið yfir sýningar á leikritinu Saklausi svallarinn eftir Arnold og Bach sem Leikfélag Patreksfjarðar hefur sett á svið. Leikritið hefur verið sýnt þrisvar á Patreksfirði, tvisvar á Bíldudal og einu sinni í Birkimel á Barðaströnd og alls staðar verið vel tekið að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, for- manns Leikfélagsins. Hún sagði að 500 — 600 manns hefðu séð leikritið og taldi að ekki yrði tap á uppsetningunni. í bígerð er að sýna leikritið einu sinni til viðbótar á Patreks- firði. J Innanhúss- j knattspyma: ! Fyrsta mót- jið á j Vesttjörðmn I Knattspyrnudeild UMFB I gengst fyrir firmakeppni í J innanhússknattspyrnu í nýja I íþróttahúsinu í Bolungarvík I helgina 31. mars til l. apríl. Lágmarksfjöldi í liði verður 3 menn, en heimilt er að mæta með 5 menn í keppn- ina. Leiktími verður 2x7 mínútur. Þetta er í fyrsta skipti sem svona mót er haldið á Vest- fjörðum. Öllum Vestfirðing- um er heimil þátttaka og verða þátttökutilkynningar að hafa borist fyrir þriðju- dagskvöld. Þeim sem hafa áhuga er bent á að snúa sér til Kristins í síma 7434 eða 7351 eða Svavars í síma 7526. Þátttökugjald er kr. 2.500. Túnamót í sögu Reiknistofu Vestfjarða: Flytur í eigið hús- næði í fyrsta sinn Reiknistofa Vestfjarða á ísa- firði flutti um síðustu helgi í nýtt húsnæði. Þar er um að ræða 160 fermetra húsnæði á þriðju hæð Aðalstrætis 24. Reiknistof- an, sem verður 10 ára á þessu ári, flytur nú í fyrsta skipið í eigið húsnæði, þannig að þetta teljast nokkur tímamót í sögu fyrirtækisins, að sögn Ingimars Halldórssonar framkvæmda- stjóra. Reiknistofan veitir alla al- menna þjónustu við launaút- reikning og annað bókhald tengt tölvuvinnslu. Til þess hef- ur fyrirtækið IBM System 34 og eru þrjú fyrirtæki á ísafirði tengd beint viö þá stöð, Bæjar- sjóður, íshúsfélag ísfirðinga og Niðursuöuverksmiðjan. Alls starfa fjórir hjá fyrirtækinu. © POLLINN HF Isafirói Sími3792 Vantar þig tæk ú í bílinn? SANY0 — BELTEK — PHILIPS — JENSEN - R0AD STAR Útvörp, segulbönd, tónjafnarar, kraftmagnarar og hátalarar í úrvali Öll SANY0 bíltæki á einstöku til- boðsverði meðan birgðir endast. nu BILALEIGA Nesvegi 5 — Súóavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan snlarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.