Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 4
vestfirska 4 vesttirska rRETTABLADID ísafjarðarkaupstaðnr Fjórðungssjúkrahúsið Sjúkraliða og gangastúlkur vantar nú þegar. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu framkvæmdastjóra (nýja spítalanum) og hjá hjúkrunarforstjóra (gamla spítalanum) sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 3020 eða 3014. Frá svæðisstjórn Vestfjarða Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra (þroskaheftra) á Vestfjörðum tekur til starfa 1. maí n.k. Þeir sem óska eftir dvöl eða annarri þjónustu hafi samband við for- stöðumann eða framkvæmdastjóra svæðis- stjórnar í síma 3290 og 3224. Jafnframt er auglýst eftir starfsfólki. Æskileg menntun: Þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, fóstru- eða önnur uppeldisfræðileg og félags- fræðileg menntun og reynsla. Frá 1. maí verður skrifstofa svæðisstjórnar staðsett í Bræðratungu á ísafirði. Aðalfundur Sæfara félags sportbátaeigenda, ísafirði verður haldinn miðvikudaginn 28. mars kl. 20:30 á Hótel ísafirði. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Húseign til sölu Tilboð óskast í efri hæð og rishæð hússins að Austurvegi 13, ísafirði. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Halldórsdóttir Austurvegi 13, símar 3103 og 3026 Hlífarkonur athugið Fyrirhuguð er leikhúsferð dagana 6. — 8. apríl ef næg þáttaka fæst. Vinsamlegast látið skrá ykkur fyrir 26. mars hjá Signý, sími 3774 Kiddý, sími 3794 sem gefa allar nánari upplýsingar. Hvar er eldurinn? Guðmundur Helgason, slökkviliðsstjórí: Þetta er langur tími fyrir þann sem bíður eftír slökkviliði — nýtt viðvörunarkeríS prófað Guðmundur Helgason slökkviliðsstjóri Guðmundur slökkviliðsstjóri kveikti í sígarettu, klifraði síð- an upp stiga og rak sígarettuna uppað skynjara i loftinu. And- artaki síðar heyrðist skerandi væl um allt hús. Skeiðklukk- urnar voru settar á stað og Guðmundur klifraði niður aftur, gekk út úr húsinu og beið á- samt nokkrum öðrum slökkvi- liðsmönnum. — Þetta er löng bið fyrir þann sem er að bíða eftir slökkvilið- inu,‘‘ sagði Guðmundur að fá- einum mínútum liðnum. Allir horfðu út í bæ. — Þarna kemur hann loksins, sagði einhver,. — Djöfull fer hann hægt, sagði annar. — Hann fer örugglega eins hratt og hann getur, sagði Guð- mundur. Sírenurnar vældu án afláts inni í húsinu. Slökkvibíllinn nálgaðist óðfluga og að 4,06 mín. liðnum renndi hann upp að Ljóninu og þrír menn stukku út. Tveir þeirra fóru að setja á sig reykköfunarbúnað, hinn gerði slönguna klára. Síðan héldu þeir inn í húsið, stönsuðu aðeins í anddyrinu til að gæta á tæki sem þar var, en héldu síðan beina leið upp á loft. Að vörmu spori höfðu þeir fundið „eldinn." 6,53 mín. voru liðnar síðan sírenan fór að væla í hús- inu, sem er 3,2 km frá slökkvi- stöðinni. JAFNGILDIR NÆTURVERÐI Þetta var auðvitað bara æf- ing, til þess gerð að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Þarna var verið að prófa nýtt viðvörunarkerfi sem sett hefur verið upp í Ljóninu, hið fyrsta sinnar tegundar á ísa- firði. Kerfið virkar þannig að ef nemi skynjar óeðlilega mikinn reyk eða hita einhvers staðar í byggingunni fer sírena í gang og kerfið hringir á slökkvilið og lögreglu, einnig verslunareig- anda og verslunarstjóra hugs- anlega. Hægt er að láta hringja í fjögur númer. Þá getur kerfið einnig verið þjófavörn og það getur látið vita ef kælir eða frystir fer úr sambandi. Guðmundur Helgason slökkviliðsstjóri sagðist vera mjög ánægður með niðurstöð- ur æfingarinnar. Hann sagði að í versta falli mundu bætast 3 mín. við þessar 6,53 sem það tók reykkafarana að finna eld- inn. Guðmundur benti á það mikla öryggi sem fælist í því að tengja kerfið beint við slökkvi- stöðina, þannig gætu unnist dýrmætar mínútur í baráttunni við eldinn. Hið nýja kerfi taldi hann jafngilda næturverði. „Markmiðið er að fá reyk- skynjara á hvert heimili og síð- an þetta kerfi í fyrirtækin," sagði Guðmundur og kvað unnið að uppsetningu fleiri slíkra kerfa í bænum. Að hinni vel heppnuðu æf- ingu lokinni var slökkviliðs- mönnum sýnd áhrifrík kvik- mynd um það hve illa getur farið þegar rangt er brugðist við á hættustund. í þessu tilviki lágu 7 sjúklingar í valnum. Þar hefði viðvörunarkerfi eins og nú er komið í Ljónið e.t.v. getað komið í veg fyrir voðann. VONA AÐ ÞAÐ FARI ALDREI í GANG „Jú, ég er mjög ánægður með þetta kerfi en vona auðvit- aö að það fari aldrei í gang,” sagði Heiðar Sigurðsson í Ljón- inu um nýja kerfið. Hann sagði að fljótlega yrði farið í að tengja þjófavörnina og vöktun djúp- frysta inn á kerfið og yrði það þá fyrst farið að gera virkilega í blóðið sitt. Fullfrágengið mun kerfið kosta hátt í 200 þús. kr. og gæti það fljótlega borgað sig upp, þó ekki væri nema koma einu sinni í veg fyrir að þiðnaði upp í frystum. Það hefði tvisvar komið fyrir og valdið tugþúsunda tjóni í hvort skipti. Kerfið og uppsetningu þess borgar fyrirtækið sjálft. Heiðar gat þess að í vor yrði sett upp svokallað Sprinkler vatnsúðunarkerfi í húsið, en uppsetning slíks kerfis hefði verið eitt af skilyrðunum fyrir því að hægt væri að gera þær breytingar á húsinu sem nú hafa staðið yfir. Það kerfi mun kosta um eina milljón króna. Þorgeir Þorgeirs- son, rithöfundur, heim- sótti ísafjörð ú Sól- risuhútíð og las úr verkum sínum. Þorgeir er fœddur í Hafnar- firði 1933 og stundaði hdskólandm, aðallega í kvikmyndagerð, í Vínarborg 1953—54 París 1955—57 og Prag 1959—62. Hann gerði nokkrar stuttar kvikmyndir en segist hafa hœtt kvikmynda- gerð vegna þess að hann fór ú hausinn með þœr. Sína síðustu mynd gerði hann 1972 og hefur síðan helgað sig ritstörfum. Eftir hann liggja m.a. skdld- sögumar Yfirvaldið, og Einleikur a glans- mynd, smúsagnasafnið Kvunndagsfólk, auk Ijóða og margra merkra þyöinga. — Hvort það sé meiri gróðavon íbókmenntum en kvikmyndum? „Ja, það er allt öðru vísi. Kannski engin gróðavon í því en maður getur svona amlað fyrir sér. Þar þarf maður ekki að fjárfesta stórfé sem maður á ekki og sitja svo uppi skuldugur ef maður ekki selur. Ég var nú svo heppinn á meðan ég var að brölta við þetta að verðbólgan borgaði fyrir mig. Nú á maður hana ekki að lengur, gamla grýla er dauð.‘‘ — Lifirðu þá eingöngu af rit- störfum? ,,Já, ég reyni að lifa ein- göngu af ritstörfum. Það er allavega ekki hægt að deyja, jarðarfarir eru svo dýrar. Sjálf- sagt væri ansi hart að lifa af ritstörfum ef ekki væri þessi Launasjóður. Hann bjargar rniklu." Ein besta Ijárfesting sem til er — Nú heyrast oft raddir um að þetta sé bruðl með ríkisfé, menn sem ekki geti skrifað bækur sem seljist eigi ekki að vera að skrifa. „Það er ekkert bruðl með ríkisfé þó höfundum sé hjálpað til að semja bækur. Ég hef látið hina hæfustu menn reikna þetta út og þegar öllu er heim skilað, og þá tel ég öll framlög til rithöfunda, fær höfundurinn ekki nema 5,2% af söluverði bókarinnar, að vísu 20% af ein- hverjum parti til að plata hann, en í ríkiskassann koma 52%. Ríkið fær meira en helming af bókarverðinu, þannig að höf- undurinn er ansi þarfur brúks- hestur fyrir ríkiskassann. Það má tífalda greiðslur til rithöf- unda án þess að ríkið og hinn almenni þegn fari að tapa. Þetta er með bestu fjárfesting- um sem til eru. Mér er ekki kunnugt um aðra fjárfestingu sem gefur af sér yfir 1000%. Það væri svo afskaplega æskilegt ef höfundurinn fengi svona 10 — 15% af bókarverð- inu. Ég tala nú ekki um ef hann fengi það sem ríkið fær í sölu- skatt, þá mundu margir rithöf- undar geta lifað af sínum rit- störfum. Sannleikurinn er nefnilega sá að kjör rithöfunda

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.