Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 5
vestfirska FREITABLADID ■ " ■. tfi hn iiiiiiai *• sögu. Og taktu eftir því aö á undan íslendingasögunum komu þýðingar. íslensk bók- menntasaga byrjaði á þýðing- um og við höfum á öllum tímum átt góða þýðendur sem hafa verið mikils metnir, svo sem Jón á Bægisá, Sveinbjörn Eg- ilsson, Jónas Hallgrímsson, Magnús Ásgeirsson. Það getur því haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir bókmenntasöguna ef þýðendur verða settir niður í rennusteininn." Góður skóti ,,Það að þýða er þvílíkur skóli að maður fær engan skóla slík- an, bæði hvað varðar málið sem úr er þýtt, íslenskuna og tækni höfundarins.“ — Er kannski nauðsynlegt fyrir góðan rithöfund að þýða inn á milli? ,,Ja, þetta hafa margir höf- undar gert. Laxness hljóp í Hemingway og Voltaire og ég held að maður geti merkt það á bókunum sem komu næst á eftir þessum þýðingum að hann hafi beinlínis verið að stúdera." Við erum staddir á kennara- stofu Menntaskólans og nú er hringt út og kennarar stelast inní viðtalið. Þorgeir dregur tó- bakspung úr pússi sínu og seg- Ríthöfunduriim er ansi þarfur brúkshestur fyrir rödskassann — Þorgeir Þorgeirsson, ríthöfundur, í viðtati við Vestfírska fréttablaðið á bókamarkaðnum hafa rýrnað um sirka 85% síðan á kreppuár- unum. Kreppan skilaði okkur heilum hópi af rithöfundum sem gat lifað af ritstörfum. Vel- ferðin sem kom með stríðsár- unum drap þetta niður. Og það er ekki rithöfundum að kenna, það er bisnessmönnum og póli- tíkusum að kenna. í kreppunni var bókarverð helmingi hærra miðað við aðrar nauðsynjavörur, taktu eftir því að ég segi aðrar nauðsynjavör- ur, og upplögin helmingi stærri og höfundurinn fékk um það bil 10% af heildarverði bókarinn- ar.“ Um tugur manna sem tifír af rítstörfum ’— Að bókin sé nauðsynjavara? ,,Ja, hún er keypt. Það eru gefnar út 600 — 800 bækur á ári og meðalupplag er um 1000 eintök. Við kaupum yfir hálfa milljón bóka á ári og ég sé ekki annað en bókin sé nauðsyn. Varla eru það kaupendur þess- ara bóka sem telja að rithöf- undar þurfi ekki að éta.“ — Ertu fylgjandi því að sölu- skattur af bókum verði felldur niður? ,,Það fer eftir því hvert hann yrði látinn renna. Ef hægt yrði að láta helminginn af honum renna til ákveðinna verkefna í útgáfumálum, til að tryggja út- gáfu á almennilegum bókum, og hinn helmingurinn rynni til dæmis til höfundarins sem við- bót við prósentur af bókinni, þá teldi ég vel farið. En ég veit ekkert hvort það hefði jákvæð áhrif að fella söluskattinn ein- faldlega niður. Ég hef ákveðnar efasemdir um að það yrði til að auka bóksölu. Sá parturinn sem er sveltur í sambandi við bókaútgáfuna er frumvinnan." — Fyrst þetta er svona illa borgað, hvernig stendur þá á því að svona margir fást við að skrifa? ,,Það eru nú ekki margir sem fást við þetta eingöngu. Það er um tugur manna í landinu sem lifir af þessu. Hins vegar er þetta sem betur fer mjög al- geng frístundavinna. Og þaó eru vissir þættir bókmennta sem aldrei geta orðið annað en frístundavinna. Það er til dæmis ekki hægt að gera kröfu um að Ijóðahöfundur vinni fullkom- lega fyrir sér með Ijóðagerð." Þýðandinn ekki fidlveðja Undanfarin átta ár hefur Þor- geir verið á samningi hjá Máli og menningu við að þýða það sem óþýtt var af verkum Will- iams Heinesens. Nú er Þorgeir að Ijúka verkinu. Hvort það sé rétt aö þýðingarlaun séu á við góö verkamannalaun? ,,Það fer eftir því hvernig þýðingu þú ert að tala um. Ef verið er að tala um úrvalsþýð- ingu og maður er yfirborgaður, þá er hægt að fá helminginn af tímanum sem fer í verkið borg- aðan. Meðan Launasjóðurinn greiddi fyrir þýðingar var hægt að vinna þetta, en ég tel það ekki hægt lengur. Síðan Þýð- ingasjóðurinn var settur á lagg- ir hafa þeir talið óþarfa að greiða fyrir þýðingar. Þýðinga- sjóðurinn veitir styrki fyrir þýð- ingar, en þeir renna beint til útgefandans. Þýðandinn er ekki fullveðja persóna. Þetta finnst mér vera krenking á stöðu þýðandans. Þetta eru gamlar leyfar af þrælahaldi." Ekki hægt að gera kröfur „Nei, mér finnst almennt ekki nógu vel staðið að þýðingum á íslandi. Ég er ekki að ásaka neinn. Fyrir þær greiðslur sem nú tíðkast fyrir þýðingar er ekki hægt að gera neinar kröfur. Ég held að það sé staðreynd, og ekki bara vitleysa í mér, að þýðingar séu afskaplega sein- legt verk og nú er ég að tala um vandaða þýðingu." — Finnst þér kannski að það aö þýða sé verðugra verkefni en að frumsemja? ,,Það er áreiðanlega ekkert óverðugra. Sumir líta á þýðing- ar sem eitthvert óæðra verk heldur en frumsamningu. En það er bæði erfiðara, flóknara og gerir meiri kröfur. Þetta er ekki bara mín skoðun. Og riota bene, þýðingar eiga að njóta meiri virðingar hér heldur en annars staðar. Jafn fámenn þjóð getur aldrei átt þann, front af rithöfundum að nægi til að skapa þjóðinni bókmennta- ir hann þeim eigindum gæddan að vera stærri að innan en ut- an. Nokkrir þiggja í nefið. Talið berst að íslenskum kvikmynd- um. Þorgeir segir íslendinga á Norðurlöndum verða að ganga með hauspoka þegar íslenskar sjónvarpsmyndir séu sýndar þar. Svo er hringt inn aftur og ég spyr hvort honum finnist lægð í íslensku bókmenntalífi. Hræddastur við hávaðann ,,Ég veit það ekki. Finnst mönnum ekki alltaf lægð? Nei, ég held að þaö sé ekki hægt að tala um lægð, — Guðbergur skrifar á fullu og við erum ekki fátæk á meðan. Allavega að magninu til held ég að allt sé í lagi með íslenskar bókmenntir. Tíminn sker svo úr um gæðin, það þarf fjarlægð til að meta þau.“ — Ertu hræddur um að kvik- mynda- og vídeóæðið gangi að bókinni dauðri? ,,Nei, ég er ekki hræddur um það. Þessi hræösla kom fram í sambandi við leikhúsið þegar kvikmyndir hófu innreið sína og varð einfaldlega til þess að leik- húsið endurnýjaði sig. Kvik- myndir hafa ekki útrýmt neinu nema sirkusnum. Og bókin verður til meðan lesandinn er til. Ef lesandinn hættir að vera til þá er bókin sjálfdauð og þá kemur eitthvað annað í staðinn. — Ég er miklu hræddari við hávaðann en myndina, af því það þarf þögn til að lesa bók." I vestfirska ~l FRETTABLADID hefúr heyrt AÐ menn á Bíldudal hafi í liðinni viku lent í því að sýta vorveðrið og snjóleysið sem því fylgdi. Ástæðan sé sú að síðan í byrjun febrúar hafi þar verið kvikmynda- tökumenn með Þráinn Bertelsson í broddi fylking- ar að taka upp myndina ,,í skammdeginu" og hafi þá vantað snjó til að taka upp snjósleðaatriði. Fylgdi sög- unni að vera listamann- anna að sunnan hefði hleypt nýju blóði í bæjar- braginn á Bíldudal og hefðu nokkrir heimamanna gengið fram fyrir linsu, þ.á.m. presturinn, Dalla Þórðardóttir, og söngvar- inn Jón Kr. Ólafsson... AÐ Ölafur Kristjánsson, tónlistarmaður úr Bolung- arvík, hafi kynnt nýtt lag eftir Baidur Geirmundsson á jam-session á föstudags- kvöldið eitthvað á þessa leið: í hvert skipti sem við höfum spilað hér á Sólrisu höfum við leikið nýtt lag eftir Baldur Geirmundsson. Það fyrsta hét Gerill, næsta hét Jógúrt og af þvi það er svo mikil sæla hér i kvöld, þá heitir nýjasta lagið Kota- sæla... AÐ Kaupfélag Tálknafjarð- ar hafi verið lýst gjaldþrota nú í janúarlok. Helsta á- stæða þess mun vera sú að félagið réð ekki við þau verðtryggðu lán sem það tók við byggingu nýs versl- unarhúss fyrir u.þ.b. þrem- ur árum. Kaupfélagið var helsta matvöruverslun þeirra Tálknfirðinga, en nú hefur Kaupfélag Vestur- Barðstrendinga leigt hús og tæki gamla kaupfélags- ins og opnað þar verslun að nýju. Heyrum við að vöruval hafi nú stórauk- ist.... AÐ framkvæmdastjóra- skipti fari fram hjá Fiskiðj- unni Freyju á Suðureyri á næstunni. Bjarni Thors mun láta af störfum og í hans stað mun koma Bjarni Elíasson, en hann hefur starfað sem aðalgjaldkeri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna... AÐ bæjarráð ísafjarðar hafi nú samþykkt að gerð verði könnun á því hvort grund- völlur sé fyrir að byggja fleiri dvalaríbúðir fyrir aldr- aðra, en forstöðumaður Hlífar hefur lengi sótt það mál stíft. Ef af verður munu verða byggðar söluíbúðir og hugmyndir eru uppi um að stofna samvinnufélag um bygginguna. Sé ætlun- in að kanna hve margir hafi áhuga og getu til að kaupa slíkar íbúðir og þá hve stór- ar þærættu að vera... AÐ hin stórgóða frammi- staða ÍBÍ í íslandsmótinu innanhúss hafi glætt mjög vonir manna varðandi næsta sumar en nokkur svartsýni hafi verið ríkjandi. Heyrum við nú menn tala um að ísfirðingar fari beina leið uppí fyrstu deild aftur...

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.