Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 8
Býr á Islandi — vinnur í Norðursjó John Dale heitir 23ja ára gamall Norðmaður. Hann er giftur ísfirskri konu, Kristjönu Jónasdóttur, og fluttu þau til bæjarins í síðasta mánuði frá Bergen, þar sem þau eiga íbúð. Hér áætla þau að búa næsta árið a.m.k. Kristjana hefur fengið vinnu hjá fshúsfélaginu, en John vinnur á olíuborpalli í Norður- sjó. Og þetta er satt, hann býr á ísafirði, en vinnur í Norðursjó. Skal nú málið skýrt. „Ég flýg á sagði John í samtali við blm. „Ég vinn í tvær vikur á pallinum og fæ síðan þriggja vikna frí.“ John flaug til Reykjavíkur á þriðjudag í síðustu viku, til Kaupmannahafnar og Bergen á miðvikudag og síðan með þyrlu út á borpall á fimmtudag. Pegar vetraráætlun tekur við kemur hann til með að geta farið alla leið frá Reykjavík og útá pall samdægurs. „Vandamálið er Isa- fjörður—Reykjavík,“ sagði John Borpallurinn sem John vinnur á. Hann er sjálfur á minni myndinni. vestfirska FRETTABLADIS og bjóst við að þurfa að fara tímanlega suður í vetur. John er nú í annarri ferð sinni út á pall síðan hann flutti til ísafjarðar. Þegar hann kom heim síðast komst hann sam- dægurs alla leið frá Bergen til ísafjarðar, en þá flaug hann um Osló. Hvort hann kviði ekki fyrir vetrinum? Nei, hann hefði gaman af þessu. — Hann var búinn að reikna út að 108 tímar færu í flug hjá honum það sem eftir væri ársins og er þá biðtími ekki talinn með. Eins gott að hann er ekki flug- hræddur. En borgaði þetta sig? „Já, það er vel borgað að vinna á borpalli og svo fæ ég ferðakostnað frádreginn frá skatti,“ sagði John. Þess má geta að hann kaupir alla sína far- miða á venjulegu fargjaldi. En hvernig er vinnan á bor- pallinum? „Hún er erfið og eiginlega ekki nema fyrir unga og hrausta menn. Ég vinn við að kúpla saman rörum og er oft svo skít- ugur eftir vaktina að ég er hálf- tíma í sturtu. Það er heldur ekki gott að vera lofthræddur í þessu starfi, því maður getur þurft að fara upp í 60 m hæð.“ Vinnutilhögun á pallinum er þannig að unnið er 12 tíma á sólarhring. Aðra vikuna vinna menn á daginn, hina á nóttunni. Hvort hann væri ekkert smeyk- ur um að pallurinn færi eins og Alexander Kjelland í einhverju óveðrinu? Nei, ekki sagðist hann óttast það. Pallurinn stæði á botnin- um, en flyti ekki eins og Kjell- and. — Að lokum, hvað heldurðu að þú endist lengi til að sveifla þér svona á milli? „Ég ætla að prófa ár, svo sjá- um við til. Það fer líka eftir því hvernig veturinn á ísafirði leggst í mig,“ sagði John Dale, en hann hefur aldrei upplifað íslenskan vetur. Bók eftir Snorra Gríms — um gönguleiðir á Ströndum og í Jökulfjörðum Komin er út hjá Erni og Ör- lygi bókin Gönguleiðir á Horn- ströndum og Jökulfjörðum. Höfundurinn er Snorri Gríms- vestlirska IS hefur j heyrt ; AÐ ekki hafi öllum orðið gott ! af sólinni um síðustu helgi. J Heyrum við að læknastéttin | hafi þurft að grípa í taumana S þegar sumir voru orðnir of | grillaðir... AÐrækjubáturinnBúrfellhafi [ verið vel hlaðinn af vatni þeg- I ar að var komið einn morgun- J inn. Kvöldið áður hafði iðnað- . armaður verið að smúla lest | skipsins. Að því loknu skrúf- I aði hann fyrir og fór. Endi ! slöngunnar lá hins vegar oní | lestina og um nóttina mun I einhver hafa komið og skrúf- J að frá. Var vatnið komið uppí | miðja lest þegar að var I komið... I son, leiðsögumaður hjá Ferða- skrifstofu Vestfjarða, en hann á ættir að rekja þangað norður og er einn af kunnugustu mönnum þar um slóðir. „Það eru rúm tvö ár síðan Örlygur Hálfdánarson hafði samband við mig og bað mig að gera þetta,” sagði Snorri í samtali við Vf. „í fyrstu var ég efins um að ég væri maður til þess en endaði síðan með því að taka þetta að mér. Við verkið notaði ég það sem ég vissi fyrir, en grúskaði einnig mikið í bók- um og elti upp fólk sem bjó þarna. Ég sýndi því gjarnan myndir af leiðum og bað það segja mér eitthvað útfrá þeim. Suma staði þekkti ég ekki og varð þá að fara algjörlega eftir því sem aðrir sögðu mér.“ Snorri sagðist hafa skrifað bókina sem 14 daga ferðasögu og væri hægt að smella sér inn í hana hvar sem væri með því að nota efnisyfirlit. Víða er í texta vísað til Homstrendingabókar Þórleifs Bjarnasonar til nánari fróðleiks, en bók Snorra er hugsuð sem nokkurs konar við- auki við hana. Bókin er pappírskilja, 92 bls. í þægilegu vasabroti. Kvað Snorri hana gerða þannig úr garði að fólk tímdi að nota hana, þetta væri ekki bók sem ætlað væri að safna ryki uppi í hillu. Bókin er prýdd mörgum Snorri Grímsson myndum og tók Árný Her- bertsdóttir, kona Snorra, flestar þeirra. Þá bætti Leifur A. Sím- onarson, jarðfræðingur inn jarðfræðiskýringum. Snorri sagðist aðspurður hafa haft gaman af að skrifa bókina. „Mér finnst gaman að grúska,“ sagði hann. „Hins vegar var meira mál að búa handritið til prentunar en ég hafði reiknað með. Og eiginlega finnst mér þetta ekki vera mín bók, heldur allra þeirra sem hjálpuðu mér við hana, “ sagði Snorri að lok- um. Bókin er sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jakobsson hannaði kápuna, sem er í lit. Borað í Bolungarvík AÐ sögulegur eltingarleikur hafi átt sér staö um ísafjarö- arbæ í vikunni. Vegalöggan var þá á haröa spani meö blikkandi Ijós á eftir bíl sem keyröi með neyðarljós, en það ku vera bannað nema bíll sé óökufær eftir árekstur eöa eitthvað þvíumlíkt. Vegalöggan náði bílnum í Króknum. Kom þá i Ijós aö þeir höfðu verið að elta rann- sóknarlögreglunaáísafirði... — eftir neysluvatni í Bolungarvík verður á næst- unni reynt að bora 1 — 2 holur eftir neysluvatni. Verða þær boraðar á sandinum við Syðri- dalsvatn og mun höggborinn Dynjandi, sem nú er á Súganda, verða notaður við verkið. Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri, sagði þá Bolvíkinga hafa nægt neysluvatn, en það væri yfirborðsvatn og segði það sína sögu um gæði þess. Hann kvað þá hafa verið að kanna ýmsa möguleika í þessu sam- bandi, þ.á.m. að bora eða grafa brunna þarna frammi á sand- inum eða setja upp geislatæki. Bolvíkingar taka nú sitt neysluvatn frammi á Hlíðardal. Gandhi sýnd í kvöld Hin fræga stórmynd Rich- ards Attenborough, Gandhi, verður sýnd í Alþýðuhúsinu á fsafirði í kvöld. Hafi menn yfir höfuð gaman af góðum bíó- myndum skyldu þeir ekki láta Gandhi framhjá sér fara. Þetta er löng mynd en aldrei leiðinleg. Og hún vekur til umhugsunar. Seinni sýning á Gandhi verð- ur á sunnudagskvöld. ísfréttir bar hæst í biíðu vik- unnar. Það er sennilega rétt hjá Þjóðverjum þegar þeir segja ísland vera Land des Gegensátze, land andstæðn- anna. Jóhann á Horni sendi besta veður í Norður-Evrópu á mánudagsmorgun, en ísfregn um kvöldið. Annað mál sem mikið var rætt í vikunni varfiskeldi, eins og sjá má á síðum blaðsins í dag. Mikill hugur er nú í Vest- firðingum hvað það mál snertir og þykir þó sumum seint í rassinn gripið. En kapp er best með forsjá og að viturra manna sögn þarf að gera hér víðtækar tilraunir áður en farið er út í fjárfestingu og vafasamt hvort rannsóknir Norðmanna koma okkur að gagni. Hafa ber einnig í huga að fiskeldi gefur ekkert af sér nema fjárútlát fyrstu 2 til 3 árin. Hættan á sjúkdómum er líka mikil því fiskur er villt dýr og verður mjög stressaður í girðingu. Þá er honum, eins og mannskepnunni, hættara við sjúkdómum þvi mótstöðuafiið minnkar. Tonnatalið: GUÐBJARTUR landaði 90 tonnum af þorski á þriðjudag. GUÐBJÖRG landaði á mánu- dag 126 tonnum, mest þorskur. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON kom á þriðjudag með 150 tonn af þorski og grálúðu. PÁLL PÁLSSON kom með 125 tonn á mánudag, mest þorskur. DAGRUN landaði á laugardag 94 tonnum eftir 4 daga, og skiptist aflinn til helminga í þorsk og grálúðu. HEIÐRÚN var væntanleg í dag með um 100 tonn. SÓLRÚN kom með bilaða vél úr fyrsta túrnum og hefur verið í viðgerð síðan. TÁLKNFIRÐINGUR landaði á mánudag um 115 tonnum, meiriparturinn þorskur. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði á mánudag 33 tonnum af grálúðu og þorski. SLÉTTANES landaði á föstu- dag 98 tonnum, mest þorskur. FRAMNES I hefur verið í slipp síðan 19. júní og verður það frammí næstu viku. SÖLVI BJARNASON kom með 70 tonn á mánudag, mest þorskur. SIGUREY landaði 131 tonni á laugardag, uppistaðan þorskur. BESSI kom með rúm 37 tonn og bilað grandaraspil á föstu- dag. Fór aftur út á mánudag. BJARNI BENEDIKTSSON landaði 15 tonnum af rækju og 7 tonnum af grálúðu á föstu- dag. Nesvegi 5 — Súðavik — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.