Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 2
vestíirska 2 r 1 FRETTABLADID vestfirska ~l FRETTABLASID 31. tbl. 10. árg. 5. júlí 1984. Vestfirska fréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Ritstjórn á fimmtudegi Vökum yfir atvinnuvegunum Andvaraieysi hefur iðulega orðið til vandræða, þegar leggja á grunn að nýjum atvinnugrein- um, eða þegar breytingar verða á hinum, sem fyrir eru. Dæmin, sem hann Pétur Bjarnason er að benda okkur á í ágætri grein hér á sömu síðu eru lýsandi fyrir sofandaháttinn. Það að selja útlendingum fisk- seiði er kannske út af fyrir sig, en að hjálpa þeim beinlínis til þess að bjarga, eða byggja upp atvinnugreinar, sem eru í beinni samkeppni við okkar, á meðan uppbygging þeirrar arðvænlegu atvinnugreinar, fiskeldisins hef- ur engan samastað í fjárfesting- arlánakerfinu og ailra handa stirðleiki annar hamlar fram- kvæmdum á því sviði, það hlýt- ur að teljast meirháttar glapræði og líkast til hlæja Norðmenn dátt að sakleysi Mörlandans. Vatnsskortur er til sárra vand- ræða hjá fiskvinnslustöðvunum á ísafirði. Hafa rækjuverksmiðj- ur þurft að hætta framleiðslu á miðjum dögum tvisvar í þessari viku og einnig orðið að aflýsa næturvöktum vegna vatns- leysis. Vatnsrennsli til bæjarins er frá Tunguá og Úlfsá um samtals 14 tommu leiðslur. Úr vatnsgeym- inum í Stórurð eru hins vegar leiðslur til notenda, sem eru samtals nær 30 tommur, fyrir utan úrtök fyrir Hoitahverfi og fleiri notendur, beint úr aðveitu- lögnum. Með aukinni rækjuvinnslu hefur sem sagt vatnsskortur bæst við hitt, að við búum við gerlamengað yfirborðsvatn. Bráðabirgðaúrlausn vegna vatnsskortsins þolir enga bið, en svo verður að vinna af viti að útvegun nægilega mikils heil- næms neysluvatns. Afkoma vatnsveitunnar er það góð, að fái hún að búa að sínu sem sjálf- stæð stofnun, þá á að vera vandalaust að leysa þetta mál. O rðið er laust — Lesendadálkur Pétur Bjarnason: Reykurinn af réttunum Þegar norski viðskiptamála- ráðherrann kom við á íslandi á heimleið frá Ameríku fyrir nokkr- um vikum, þá hafði hann þær fréttir helstar að færa kollega sínum í Reykjavík, að nú væri eftirspurn eftir eldislaxi í Banda- ríkjunum svo mikil umfram fram- boð að hann mundi vinna að því þegar heim kæmi að aflétta öll- um hömlum, sem á framleiðsl- unni hafi verið til þessa svo hún mætti aukast sem hraðast til þess að svara þessari eftirspurn áður en aðrir kæmu þar til sam- keppni. Það kom fljótt í Ijós að Norð- menn gátu ekki fullnægt þessari aukningu vegna takmarkaðrar seiðaframleiðslu. En þeir þurftu ekki lengi að leita aðstoðar í því efni, hún var auðfengin á íslandi. Við höfðum áður hlaupið undir bagga með þeim með seiða- framleiðslu. Þegar þeir voru að byggja upp sinn fiskeldisiðnað, sem nú færir þeim gjaldeyristekjur, sem nema um 80% af tekjum af sjávarútvegi og er þar með orðin þriðja stærsta gjaldeyristekjulind þeirra, þá byggðu þeir þá upp- byggingu mest megnis á seiða- kaupum frá íslandi, þar til þeir voru orðnir sjálfum sér nógir, þá lokuðu þeir dyrunum og bönn- uðu innflutning á seiðum frá (s- landi án tillits til hagsmuna ís- Smáauglýsingar AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- husinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tima. BAHA’TRUIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172,400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:0. TIL SÖLU Facit rafmagnsritvél af stærri gerðinni, mjög lítið notuð. Selst á kr. 10.000. Upplýsingar gefur Siggi í síma 3666 (heima) og 4006 (vinnu). STARFSFOLK OSKAST í pylsuvagn S.R.Í., í nætur- sölu um helgar. Upplýsingar í pylsuvagni og símum 3522 og 4123. VANUR GRÖFUMAÐUR óskast. Þarf að hafa meira- próf. Upplýsingar gefur Úlfar Ön- undarson í síma 4343. TIL SÖLU Honda XR 500. Gott hjól. Upplýsingar í síma 4353. TIL SÖLU lítið notað barnarimlarúm. Hægt að nota á tvo vegu. Þrjár hæðarstillingar. Upplýsingar í síma 3042. TIL SÖLU er hraðbátur, 18 feta Flug- fiskur, toppklæddur með innanborðsvél, ásamt tveggja öxla vagni. Skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 4291. TIL SÖLU AMG Hornet, árgerð 1974. Einnig til sölu Flugfiskur, 18 fet, á byggingarstigi. Upplýsingar i síma 4152 á kvöldin. lenskra seiðaeldisstööva, sem þá lentu í erfiðleikum svo að sumum reið að fullu. Svo mun eflaust fara aftur, þegar þeirra þörfum er fullnægt. Þegar litið er til þess að þessi 140 þúsund laxaseiði, sem seld voru á 5 milljónir króna munu að ári liðnu í eldisstöð skila 400 tonnum af markaðsfiski og leggja sig á núverandi skilaverði á 80 milljónir þá er það Ijóst að það sem í okkar hlut kemur er aðeins reykurinn af réttunum. Arðurinn af uppskeru þess út- sæðis, sem við höfum selt úr landi fellur óskiptur í hlut Norð- manna og rennir styrkum stoð- um undir stöðu þeirra til sam- keppni við íslendinga, sem nú eru að stíga fyrstu skrefin í út- flutningi á eldisfiski til Bandaríkj- anna. Fyrir um það bil ári síðan kom í Ijós að norski eldisrefastofninn var að úrkynjast og vænlegast til úrbóta var talið að fá íslenska fjallarefi til kynbóta. Þá enda- sentist hver tófusprengirinn á eftir öðrum um holt og móa há- lendisins til þess að ná í yrðlinga til þess að selja Norðmönnum svo að þeir gætu styrkt stöðu sína í samkeppni við íslenska refabændur. „Bónþægir menn íslendingar.” í því frumvarpi, sem lagt hefur verið fram á Alþingi um endur- skoðun lax og silungsveiðilag- anna kemur fram að matfiskeld- isstöðvar utan lögbýla eru hvergi nefndar á nafn og þeim hvergi skipað á bekk með öðrum at- vinnugreinum. Sú atvinnugrein sem nú er orðin 3ja stærsta gjaldeyris- tekjulind Norðmanna og út- heimtir engin erlend aðföng og Það þótti löngum hygginna bænda háttur, ef að nytin féll í kúnni að koma sér upp kvígu til að bæta úr mjólkurþörf heimilis- ins, en ekki að minnka þörfina að því marki sem kusa mjólkaði hverju sinni. Margur virðist sjá all efnilega kvígu í fiskeldismöguleikum á ís- landi í formi magneldis til mat- vælaframleiðslu og gæti þarver- hefur óska aðstöðu til þess að þrífast vel á íslandi vegna jarð- hitans. Hún er ekki til í íslenskri löggjöf. Hún fær hvergi stofnlán. Hún fær hvergi rekstrarlán og hún fær hvergi afurðalán eins og aðrar atvinnugreinar og Lands- samband Eldis- og hafbeitar- stöðvaeigenda eiga engan full- trúa í nefndinni, sem endurskoð- ar lögin en bændur og bænda- samtök 5 af 8 fulltrúum. Er þetta tilviljun eða hvað? ið gott kýrefni til hliðar við þá gömlu kusu sjávarútveginn, sem nú geldist óðum. En meðan svo er háttað lögum eða lagaleysi að henni er hvergi ætlaður bás í fjósi íslenskra at- vinnugreina, þá verðum við að láta okkur nægja reykinn af rétt- unum. ísafirði 1. júlí 1984 Pétur Bjarnason Silfurgötu 2 Athugasemd f rá Hallgrími Indriðasyni Vegna fyrirsagnar ykkar í 29. tbl. Vf. 28. júní 1984, bið ég ykkur að koma á framfæri eftirfarandi. Ég tel eðlilegt að Tungudalur verði almennt útivistar&væði þar sem skógrækt er ætlað veiga- mikið hlutverk. Varðandi golfvöll á svæðinu finnst mér rétt að hann takmarkist af náttúrulegum landamerkjum. Golfvöllinn má ekki skipuleggja þannig að hann taki yfir megnið af undirlendi Tungudals og hindri þannig al- menna umferð um svæðið. Þess vegna hefði mér þótt betri fyrir- sögn: Eðlilegt að Tungudalur verði almennt útivistarsvæði ís- firðinga. Með þökk fyrir birtinguna. Hallgrímur Indriðason. Ekkert slíkt bréf — Athugasemd frá formanni Kaupmannafélags Vestfjarða Benedikt Bjarnason formað- ur Kaupmannafélags Vest- f jarða, hafði samband við Vf nú í vikunni, vegna rammagreinar, sem birtist á forsíðu blaðsins 28. júni. Vildi hann ítreka að ekkert slíkt bréf, sem þar er um rætt hafi verið sent frá Kaupmanna- félaginu. Vf vill einig vekja at- hygli á að f greininni var misrit- un. Þar sem stóð „endurskoðun laga um pöntunarfélög frá 1937” átti að standa „endur- skoðun laga um samvinnufélög frá 1937.”

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.