Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 3
vsstfirska
FRETTA3LABIÐ
I tugthúsi í 24 ár
— Jóhann vitavörður á Horni að hætta
Á mánudagsmorgun var heit-
ast á Jóhanni Péturssyni, vita-
verði á Homi, af öllum íbúum
Norður-Evrópu. Þetta þóttu
okkur svo merkilegar fréttir, að
við slógum á til Jóhanns, reynd-
ar í gegnum Siglufjarðarradíó.
Þegar við náðum sambandi við
hann sagðist hann hafa verið að
enda við að senda frá sér ísfregn.
„Já, það er gaman að setja
lokapunktinn með svona mikl-
um andstæðum, hitanum í
morgun og ísfréttinni núna,“
sagði Jóhann og hló.
— Menn voru að velta því fyrir
sér hvað þú hefðir gert við mæl-
inn þarna í morgun.
„Ekkert, það hefur verið
undanfarna 5 — 6 daga frá 11
upp í 14 — 15 stig. Það hefur
verið alveg einmuna veður. Ég
man ekki eftir svona blíðu í jafn
langan tíma. Hafið þið kannski
lítið haft af blíðunni að segja
þarna á ísafirði?
— Nei, hún hefur ekki farið
fram hjá okkur.
„Þið hafið kannski haft meira
af henni að segja frá hendi fag-
urra kvenna?“
— Ja, jú, má vera. Hm —
Hvernig er það annars, líður þér
ekki vel í svona einmuna veður-
blíðu?
„Jú, mér líður nú yfirleitt
sæmilega vel, svo framarlega
sem allt er í lagi að öðru leyti.
Eftir 24 ár hérna er ekki til neitt
í mér sem heitir þreyta eða
kergja, ég er vel á mig kominn.
En ég fagna því að vera frjáls,
það má segja að ég hafi verið
hér í tugthúsi í 24 ár. Þetta er
einangraðasti staður á íslandi
og ekki minnsta glæta af fé-
lagslegum þáttum af neinu tagi
og það er gífurlegt álag sem
fylgir því. Ég mundi a.m.k. ekki
óska eftir því að vera hérna aft-
ur.“
— Ertu að hætta þarna fyrir fullt
og allt?
„Ja, ég er að taka árs frí og ég
hef enga trú á að ég komi hing-
að aftur. Ég er búinn að vera
Hornbjarg, nágranni Jóhanns í 24 ár.
hérna í 24 ár og það er 23 árum
of mikið.“
— Ætlaðirðu kannski aldrei að
vera nema eitt ár?
„Ja, það var alveg óákveðið.
Ég var ekki að spekúlera neitt í
því. Hinsvegar er það þetta, þó
það þyki nú orðið helvíti
bjánalegt, því það skilur enginn
orðið ábyrgð núna, að þegar
maður tekur að sér eitthvað, þá
rísa upp þær hvatir að reyna að
skila því vel og þá er spurningin
hversu lengi. Inn í þetta bland-
ast nú sennilega og þó ekki að
maður sé ómissandi Maður
hefur tekið þetta að sér og þá er
bara að reyna að skila því vel og
lengi. Kannski sýnir þetta hvað
maður er ónormal.“
— Heldurðu að þú farir á annan
vita eftir fríið?
„Nei, guð hjálpi þér. Mig
langar til að fara á flakk og
eg
DUÐIN
skoða heiminn áður en
drepst.“
— Heyrðu, það er kannski eins
gott að þú ert að fara, þeir voru
að sjá ísbirni þarna fyrir utan
hjá þér.
„Ef þeir koma héma í land,
þá mundi ég gefa þeim bara,
ég á hér tvo kjötskrokka.
Svo mundi ég bara hringja í
Ómar og láta hann koma á
flugvélinni. Hvers vegna að
vera að drepa þetta? Sannleik-
urinn er sá að það er lítil hetju-
dáð að drepa björn, því þetta er
eins og belja að stærð. Það er
hægt að drepa þetta með
kindaskoti. Svo eru menn að
gaspra af þessum andskota. Það
á bara að fanga þessi grey. —
Það eru allir að reyna að drepa
allt hvar sem það er í heimin-
um. Þú ættir að vera hérna, ég
er hér með 6 tófur sem koma
næstum inn í forstofuna og
borða úr hendi mér. Svona á
maður að umgangast þessar
skepnur.“
— Ekki treystirðu þér til að
temja ísbirnina eins og þú temur
tófurnar?
„Neinei, en það væri kannski
hægt að gera þá spaka með því
að gefa þeim að éta ef þeir hafa
ekkert annað.“
— Hefurðu séð ísbjöm þarna?
„Nei, ekki lifandi. Ég hef
fundið þá tvo og rostung. Ég á
tennurnar úr rostungnum.“
— En hvað er þér minnisstæðast
eftir þessi 24 ár á Horni?
„Elskan mín, þetta er allt
einn samfelldur hrakfallabálk-
ur og þó hefur þetta verið stór-
kostlegt ævintýri, harmleikur og
yfirleitt allt þar á milli. Sann-
leikurinn er nú sá að það er
enginn öfundsverður af því að
byggja svona stað. Það er allt í
lagi að vera svona 3 — 4 ár, en
svo eiga menn að fara.“
— Hvemig er með túristana, eru
þeir farnir að sýna sig?
„Þeir komu hér klerkurinn á
ísafirði og i Bolungarvík. Prest-
urinn í Bolungarvík kom hing-
að til að vísitera, en það hefur
ekki verið gert s.l. 24 ár. Þeir
hafa ætlað að veita mér ein-
hverja guðsblessun og ekki talið
mér veita af áður en ég færi í
menninguna.“
— Hefur túristunum ekki fjölg-
að stöðugt?
„Jú, það leiðir af sjálfu sér,
sérstaklega eftir að Fagranesið
fór að moka þessu hingað. Þá er
þetta orðin örtröð.“
— Er þetta til óþæginda?
„Já, þetta er til óþæginda að
vissu marki. Þegar þetta er orð-
ið svona mikið þá er ekki aðeins
að þyrfti allt kaupið til að veita
því sómasamlega, látum það nú
vera, heldur eyðir það tíma
manns líka.“
— Þú ert búinn að venja túrist-
ana eins og dýrin?
„Nei, ég hef ekki vanið þá
neitt. Þetta hefðir þú gert líka
sérðu, — fyrstu árin var tiltölu-
lega fámennt hérna og þá var
tekið vel á móti hverri einustu
manneskju. Svo æxlaðist þetta
ósjálfrátt þannig að þetta fór
vaxandi. Og hvenær á maður að
stoppa? Raunar var ekki hægt
að stoppa.“
— Þannig að þú verður bara að
fara?
„Ég segi nú ekki það.“
— Jæja, þú segir þetta. Segðu
mér, hvernig er heimspeki vita-
varðarins?
„Hún er helvíti góð skal ég
segja þér. Ég ætla nú samt ekki
að fara að tíunda hana núna,
það tæki alltof langan tíma,
mundi enda með að blaðið færi
á hausinn vegna símakostnað-
ar.“
— En að lokum Jóhann, hvað
ertu orðinn gamall?
„Ég er búinn að vera 27 ára í
39 ár.“
— Af hverju 27 ára?
„Æi, mér finnst það svona
þægilegur aldur.“
Þess má geta að Ragnar
Halldórsson verður næsti vita-
vörður.
FASTEIGNA-
VIÐSKIPTI
ÍSAFJÖRÐUR:
Engjavegur 25, 3ja herb.
íbúð á neðri hæð í tvíbýlis-
húsi.
Urðarvegur 80. Nú eru 5
íbúðir óseldar í fjölbýlishús-
inu sem Eiríkur og Einar Val-
ur s.f. eru að byggja. Um er að
ræða 3 3ja herb. og 2 2ja
herb. íbúðir sem afhendast til-
búnar undir tréverk og máln-
ingu fyrir 1. sept. 1985.
Aðalstræti — Skipagata,
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í
sambýlishúsi sem Guðmund-
ur Þórðarson er að byggja.
íbúðirnar verða afhentar til-
búnar undir tréverk og máln-
ingu fyrir 1.10.1985.
Hafraholt 18, raðhús á tveim
hæðum, ásamt bílskúr. Laust
fljótlega.
Stórholt 13, 4ra herb. íbúð
á 2. hæð, ásamt bílskúr.
íbúðin er laus.
Hrannargata 10, 3ja herb.
íbúð á efri hæð. Laus 1. sept.
Sundstræti 29, 2ja herb.
íbúð á 2. hæð. íbúðin er laus.
Strandgata 5a, lítið einbýlis-
hús. Laust 1. sept.
Seljalandsvegur 85, lítið
einbýlishús.
Strandgata 5, ca. 120 ferm.
íbúð á neðri hæð í tvíbýlis-
húsi. Laus fljótlega.
Silfurgata 12, lítið einbýlis-
hús. Laust fljótlega.
Gouholt 5, rúmlega fokhelt
135 ferm. einbýlishús ásamt
bilskúr.
Stekkjargata 4, lítið einbýlis-
hús. Selst með góðum
kjörum, ef samið er strax.
BOLUNGARVÍK:
Höfðastígur 18, ca. 140
ferm. einbýlishús ásamt bíl-
skúr og stórri lóð.
Þjóðólfsvegur 14, 3ja herb.
íbúð á 2. hæð.
Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á
jarðhæð.
ARNAR GEIR
HINRIKSSONhdl.
Silfurtorgi 1
ísafirði, sími 4144
GRILL
Nú er grillvertíðin í algleymingi
Höfum margar gerðir á boðstólum
Einnig:
GRILLKOL (dönsk)
GRILLOLÍU
GRILLÁHÖLD
ARINKUBBAR — ARINVIÐUR
OLÍUSAMLAG
ÚTVEGSMANNA
HAFNARHUSINU
SIMI3245