Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 5
manna og að þær væru gífur- lega skiptar. „í megindráttum er stefna flokksins í þessum efnum að auka ekki við hern- aðarumsvif. En hitt er annað, að í svona ríkisstjórnum eins og þessari er verið að versla með ýmsa hluti og maður veit ekki hverju Framsóknarmenn fórna fyrir það að ná fram kannski öðrum hlutum í stjórnarsamstarfinu. Sú staða gæti komið uþp, aö um slíkt yrði að ræða,“ sagði Sveinn. Við höfðum samband við Steingrím Hermannsson, for- sætisráðherra og þingmann Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum. Hann sagðist ekkert vilja segja um þaö nú, hvort kaupstaðar hefðu fengið fréttir af hugsanlegri upp- setningu ratsjárstöðvar á Stigahlíðinni áður en at- huganir hófust. Það væri merkilegt, því bæjarstjórnin hefði ekkert fengið að vita. ,,Leyndin í kringum málið gerir það fyrst og fremst tortryggilegt,“ sagði Kristinn. „Jafnvel af hálfu þeirra, sem eru þessu fylgjandi hlýtur þetta að líta einkennilega út. Fyrsta krafan, sem við setjum fram er að almenningur fái upplýsingar um málið, svo hann geti tekið afstöðu til þess. Mín tilfinning er sú að málið standi þannig, að það sé nánast afráðið að af þessu Framsóknarmenn samþykktu þetta í ríkisstjórninni eða ekki. ,,Mín skoðun er hinsvegar sú, að það sé stórt atriði, að ef þessar stöðvar verða reistar, þá verða þær reknar af Pósti og síma að öllu leyti og að öllum líkindum eingöngu ís- lendingar við þær starfandi. Þannig að þarna er náttúru- lega um allt annað að ræða en gömlu ratsjárstöðvarnar. Ég tel það einnig mikilvægt að sérfræðingar Flugmála- stjórnar mæla mjög með þessum stöðvum fyrir innanlandsflug." Um ályktun kjördæmisráðs Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum sagði Steingrímur: ,,Ég held að menn hafi ekki gert það kannski af nógu mikilli þekkingu á því, sem þarna er um að ræða og að þeir hafi þá borið þetta saman við þessar gömlu stöðvar, sem voru með tugum er- lendra manna og hermanna. Þetta er náttúrulega allt annað.“ ALMENNINGUR FÁI UPPLÝSINGAR. Kristinn H. Gunnarsson, formaður kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Vest- fjörðum, sem jafnframt er bú- settur í Bolungarvík, kvað það athyglisvert að forvígismenn bæjarstjórnar Bolungarvíkur- verður, og að „taktíkin" sé sú, að vinna málið í kyrrþey og að láta fólkið standa frammi fyrir nánast orðnum hlut skyndi- lega einn góðan veðurdag,“. FYRST OG FREMST HERNAÐARMANNVIRKI. Kristinn sagði að ályktun kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins frá því í fyrra, yrði væntanlega tekin upp aftur á kjördæmisráðstefnu flokksins, sem yrði innan skamms. ,,En í sjálfu sér ligg- ur okkar afstaða Ijós fyrir nú þegar. Við erum andvígir þessu, því við teljum þetta vera hernaðarmannvirki og reyndar hef ég fengið það staðfest hjá flugmálastjóra að þetta sé fyrst og fremst hern- aðarmannvirki. Sú staðfest- ing liggur fyrir,“ sagði Krist- inn. Um hugsanlegt öryggi í flugi meö tilkomu ratsjár- stöðva hér á Vestfjörðum sagði Kristinn.: „Flugöryggis- mál hafa verið í ólestri um áratuga skeið. Á landinu er ein ratsjárstöð, sem fylgist með flugi, þ.e. ratsjárstöðin í Keflavík, en hún nær aðeins yfir part af landinu. Að sögn flugmálastjóra mun uppsetn- ing annarra ratsjárstöðva bæta mjög úr, en við sjáum í hendi okkar aðstæður, að setja hana vestast á fslandi hlýtur að draga geysilega úr gildi hennar. Rökrétt væri að setjz slíka stöð sem næst miðju landi, því þá nýttist þetta tæki sem best.“ Engilbert Ingvarsson, for- maður kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins, sagöi að kjördæmisráðstefna flokksins hefði ekkert fjallað um rat- sjárstöðvarmálið, og vildi hann ekkert láta hafa eftir sér þar um. HLEKKUR I VÍGBÚNAÐI NORÐURHAFA Við leituðum næst til her- stöðvarandstæðinga á ísa- firði. Þeir höfðu eftirfarandi að segja um hugsanlega uppsetningu ratsjárstöðva. „Við herstöðvarandstæð- ingar hörmum þátttöku fs- lendinga í því gjöreyðingar- tafli sem nú er leikið af stór- veldunum og við viljum, að ísland dragi sig út úr þeirri refskák, sem iðkuð er utan landamæra mannlegrar skynsemi og allrar siðferði- legrar viðmiðunar. Það fer varla fram hjá nokkrum ís- lendingi, hversu afskekkt sem hann kann að búa, að hér er á ferðinni óheillaþróun, og með því að leggja til land undir herstöðvar, erum viö þátttak- endur í því örlagatafli, sem kann að enda með ólýsan- legum hörmungum fyrir hluta mannkyns, ef til vill algerri út- rýmingu. Þegar þess er gætt í hvaða samhengi væntanleg- ar radarstöðvar eru reistar er út í hött að eyða orðum að hugsanlegum notum íslend- inga af slíkum stöðvum, sem nú er haft að yfirvarpi. Þeir fjármunir, sem falla kynnu í skaut einstakra manna hér við ísafjarðardjúp, eru hlægi- leg og léttvæg rök, þegar við leiðum hugann að hlutverki þeirrar radarstöðvar, sem ýmsir menn hér telja aufúsu- gest í vestfirskum byggðum. Við teljum radarstöð á Stiga- hlíð, eða annars staðar, and- varagest, það telja einnig kjördæmisráð allra stjórn- málaflokka á Vestfjörðum, annarra en Sjálfstæðisflokks, borgarafundur á Flateyri, hrepps nefnd Mýrahrepps og Prestafélag Vestfjarða, svo eitthvað sé nefnt. Við förum þess alvarlega á leit við fólkið á Vestfjörðum, hvar í flokki sem það kann að standa, hvort sem eru ungir eða aldnir, að það skoöi hug sinn og svari þeirri spurningu, hvort hernaðarmannvirki í heimabyggðinni sé líklegt til að veita framtíðinni lið. — En sé ekki enn einn leiðarsteinn- inn á veginum til þess fram- tíðarleysis sem setur æ sterk- ara mark á líf þjóðanna." ÍSLENSK ÁKVÖRÐUN. Einar K. Guðfinnsson í Bol- ungarvík er einn stuðnings- manna þess að ratsjárstöðvar verði reistar á landinu. Við báðum hann að greina frá skoðun sinni. Einar sagðist vilja leggja á það áherslu, að ef úr yrði þá væri hér um að ræða íslenska ákvörðun. „Það verður ekki á valdi Bandaríkjamanna eða neinna annarra að ákveða hvort ratsjárstöð verði reist á íslandi, heldur er hér um að ræða íslenska ákvörðun og sú ákvörðun verður vitanlega tekin út frá íslenskum hags- munum af íslendingum sjálf- um. Ennfremur hefur komið fram hjá utanríkisráðherra, að ef til þess kemur að slík rat- sjárstöð verði reist á hvort sem heldur Vestfjörðum eða N-Austurlandi, þá verður hún mönnuð íslendingum eingöngu.“ Einar sagði að hugsanleg bygging ratsjárstöðva á Vest- fjörðum gæti þjónað tvenns konar hlutverki. „í fyrsta lagi getur það orðið frekari trygg- ing fyrir varnir landsins og í öðru lagi framlag okkar til sameiginlegs varnarviðbún- aðar lýðræðisþjóðanna, sem við höfum skipað okkur í raðir með,“ sagði Einar. „Ef við lít- um á ástandið í kringum okk- ur, þá liggur fyrir að Sovét- menn hafa aukið mjög hern- aðarlega umferð sína á svæðinu í kringum ísland. í eftirlitskerfi Bandaríkjamanna hefur verið glufa, sem Sovét- menn hafa að sjálfsögðu nýtt sér. Ég held að það séu ís- lenskir hagsmunir, að varnir íandsins séu sem tryggastar og þess vegna séu það ís- lenskir hagsmunir að eftirlit með umferð í kringum landið sé sem best,“ sagði Einar. AUKIÐ ÖRYGGI „Síðan eru ýmsir aðrir þættir sem ekki tengjast varnarmálum. Það er Ijóst að ef til þess kemur að ratsjár- stöð verði reist á norðan- verðum Vestfjörðum, þá myndi öryggi flugumferðar á svæðinu aukast mjög mikið. Þetta myndi þýða það að trú- lega væri hægt að auka flug til ýmissa staða hér á Vest- fjörðum, a.m.k. auka öryggið. Ratsjárstöð myndi líka hafa í för með sér aukið öryggi fyrir sjófarendur. Einnig mætti í tengslum við slíka stöð hugsa sér endurvarpsstöð fyrir sjónvarp svo og að í tengslum við ratsjárstöð yrði mjög efld fjarskipti fyrir svæðið, sem yrði vitaskuld til hagsbóta fyr- ir íbúana hér.“ Um það hvort hér væri ekki fyrst og fremst um hernaðar- mannvirki að ræða sagði Ein- ar: „Mannvirki, þegartil stríðs er komið verða í eðli sínu oft á tíðum hernaðarmannvirki. Flugvöllur, sem er notaður til borgaralegra nota á friðar- tímum verður hernaðar- mannvirki þegar til stríðs kemur. Alveg eins er með ratsjárstöð." VEKUR HRYGGÐ Blaðið sneri sér að lokum til sr. Jakobs Hjálmarssonar formanns prestafélags Vest- fjarða og innti hann álits. „Þegar Vf beinir spurningu til Prestafélags Vestfjarða um viðbrögð við þeirri umræðu, sem nú á sér stað varðandi ratsjárstöð á Vestfjörðum þá er ekki annað nærtækara en að minna á texta ályktunar aðalfundar félagsins frá því í fyrra," sagði sr. Jakob. „Þar var tekið undir við kristnu heimsráðstefnuna líf og friður, sem haldin var í Upp- sölum í apríl í fyrra, og ályktun p prestastefnunnar á Hólum í fyrra sumar með hvatningu um friðargjörð með áskorun til ríkisstjórnar íslands. Þar var þess farið á leit að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að ráðstafanir yrðu gerðar til útrýmingar kjarnorkuvopna á næstu árum og mynduð yrðu kjarnorkuvopnalaus svæði hið næsta okkur og hún hvetti til þess að útgjöldum vegna hernaðar og hernaðartækni verði beint að friðsamlegri framleiðslu og þá sérstaklega með þarfir fátæks fólks í heiminum í huga. Við þetta var svo bætt mót- mælum við hugmyndum um aukin hernaðarumsvif hér á landi, svo sem byggingu rat- sjárstöðvar hér á Vestfjörð- um. Það gerðum við vegna þess að við trúum því að hernaðarmannvirkjagerð hér hjá okkur sém hluti af viður- styggð eyðileggingarinnar, sem þegar hefur orðið allt, allt of mörgum að fjörtjóni og ógnar með hrikalegasta hætti nú á dögum, okkar dögum. Þegar svo horfir að bygging radarstöðvar kunni að vera á næsta leiti og sú staðreynd blasir við að byggðaforsvars- menn hafi tjáð að fylgi sé fyrir slíkum áformum, þá leiðir af sjálfu að þetta hlýtur að vekja hryggð þeirra, sem á þessum fundi voru og samþykktu þessa áskorun. Það skal þó fram tekið að ekki gætu allir vestfirskir prestar tekið undir þessa áskorun, þó hún hafi verið einróma samþykkt á aðalfundinum. Fyrir mitt leyti vil ég endur- taka það, sem ég hef áður látið í Ijós, að meðan ég verð ekki sannfærður með hald- góðum rökum um nauðsyn byggingar þessarar um- ræddu stöðvar, þá get ég ekki samþykkt að hún verði byggð, því það er ábyrgðar- hluti að stíga feti framar á braut vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Hingað til höfum við ís- lendingar stigið sérhvert skref á þessum brautum af varfærni og með eftirþanka ef ekki beinlínis kvöl þjóðar- samviskunnar. — í þeim dúr er ekki upphlaup manna sem virðast fagna þessu framtaki og hyggjast auðgast á því, en vera hættir að trúa á þetta land og ekki vilja hlíta lengur þeim kjörum, sem þjóð okkar eru búin frá Skaparans hendi.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.