Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 18.10.1984, Blaðsíða 1
r 43. tbl. 10. árg. vestíirska 18. október 1984. FRETTABLASID 15tegundir af fallegum ungbarna skóm Stæröir frá 17 til 27 ZinarQub^mnszon k ý gími 7200 - ifis Bd uníja'iOíh Sauðfjár- slátrun Sauðfjárslátrun er nú langt komin í sláturhúsi Kaupfélags ísfirðinga. Að sögn Sverris Bergmann kaupfélagsstjóra verður slátrað svipuðum fjölda fjár og í fyrra eða um 9500 — 10.000 í það heila. Vel hefur gengið að manna sláturhúsið í ár og er aðkomu- fólk um fjórðungur starfs- manna. Enn sem fyrr er sláturhúsið rekið með undanþágu frá regl- um sem settar hafa verið um rekstur slíkra húsa og var Sverrir spurður að þvi hvort til stæði að reisa nýtt sláturhús. Hann sagði enga von til þess að það yrði gert á næstu árum þar sem engir peningar væru fyrir hendi til slíks. r....... j Samið j j á j j ísafirði j í fyrrinótt var gerður kjara-l ! samningur milli tsafjarðarkaup- * j staðar og Orkubús Vestfjarða,! I annars vegar og F.O.S. Vest ( I hinsvegar og hefur verkfalli ver-1 I ið aflýst hjá F.O.S. Vest. Samið var um 8.3% launa- J | hækkun frá 1. september og að J I kaupmáttur síðasta ársfjórð-1 | ungs árið 1984 haldist óbreyttur | I út samningstímann sem er til I I ársloka 1985. Gerð sérkjara-1 J samnings fari fram strax og J J þessi samningur hefur verið J I samþykktur af samningsaðilum. | | f sérkjarasamningi skal gera ráð | I fyrir því að allir hækki um einn I I launaflokk. 1. desember og aftur I [ fyrsta maí. Hver starfsmaður J J skal fá 4.200 krónur í uppbót J I þann 1. nóvember 1984. Ef | | breytingar verða á kaupmætti | I launa á samningstímabilinu, I I samkvæmt útreikningi Hagstofu I J fslands, getur hvor aðili sem er, J . krafist endurskoðunar á iauna- . ■ liðum samningsins, 1. júli og 1. | | október á næsta ári. | I Samningurinn var undirritað- I I ur með venjulegum fyrirvara um I J samþykki stjórnar Orkubúsins, J J Bæjarstjómar og félagsmanna J J F.O.S. Vest. L....... .......J Merkilegur fundur: ! Seglskip á botni Álftafjarðar Fram af Dvergasteini í ■ Álftafirði liggur gamalt segl- I skip á sjávarbotni, skammt frá I landi. Fimm ungir menn frá J ísafirði hafa í sumar eytt í það I miklum hluta af frítíma sínum I að kanna þetta skip sem er án J efa allmerkilegt, en einn • þeirra, Kjartan Hauksson, | fann skipið fyrir þremur árum ■ er hann var að kafa á þessum J slóðum. Hinir piltarnir heita: Sævar I Árnason, Sveinbjörn Júlíus- J son, Jóhannes Jónsson og ■ Benedikt Ólafsson. | Þeir hafa fram til þessa, að- ■ allega unnið við að hreinsa J flakið sem liggur frammi á I brún marbakkans en allmikið I af þangi og leir hefur lagst á • það. Þeir hafa mælt stærð J skipsins og kom í ljós að það er I um 40 metra langt, yfir 8 L............... norskt skip sem var í flutning- J um fyrir hvalstöðvar Norð- | manna á íslandi, en það eru til I einhverjar heimildir um að J það hafi sokkið á Álftafirði. ( Beðið er eftir upplýsingum frá I Noregi um það skip til að hægt I sé að ganga úr skugga um það, J hvort þetta sé það skip. Um næstu helgi er ætlunin I að reyna að fara niður með J neðansjávarmyndavél frá | Netagerð Vestfjarða til að sjá I betur hvað þarna kann að • leynast. Einnig er áætlað að J reyna að ná upp stýri skipsins, | sem liggur laust aftan við ■ skipið, en það er greinilega J gífurlega þungt, því það er 7,6 | 0 m. á hæð og um 32 sm. á I þykkt og koparslegið og þarf ■ því sæmilega stóran bát til að • ráða við að lyfta því úr sjó. Leiktæki — það í frétt Vestfirska fréttablaðs- ins þann 11. október síðastlið- inn, var sagt frá því að gengið hefði verið frá samningum milli KRÍ og ísafjarðarkaupstaðar um leigu á húsinu að Mánagötu 1 undir rekstur félagsmiðstöðv- ar fyrir unglinga. í fréttinni kemur fram að heimilt sé að hafa opið annan hvern föstudag til kl. 1:00 eftir miðnætti og annan hvern laug- ardag frá kl. 18 til kl. eitt eftir eða leiktækjasalur er spurningin — miðnætti. Af þessu tilefni sendi bæjar- fógetinn á ísafirði bæjarstjóra ísafjarðarkaupstaðar bréf þar sem bæjarfógeti bendir á, að samkvæmt lögum og reglu- gerðum um samkomuhald og veitingarekstur, þurfi að sækja um leyfi til lögreglustjóra til að halda skemmtanir og aðrar samkomur fram yfir kl. 23:30. Einnig minnir bæjarfógeti á að skv. gildandi lögreglusamþykkt sé óheimilt að reka leiktækja- sali, þar sem starfræktir eru spilakassar og/eða rafeinda- tæki. Erindi þetta var lagt fram á fundi bæjarráðs ísafjarðar- kaupstaðar síðastliðinn mánu- dag og blaðið hafði samband við Kristján Jónasson sem á sæti í bæjarráði og spurði hann um málið. Kristján sagði að það væri vissulega rétt að það þyrfti að sækja um leyfi fyrir rekstri „...Væna flís úr feitum sauð...“ leiktækja, skemmtanahaldi og veitingasölu. Hann sagði að bæjarráð liti ekki svo á að í þessu húsi væri rekinn leik- tækjasalur, heldur væru þarna til staðar einstök leiktæki, sam- hliða annarri starfsemi hússins. Því væri ekki um brot að ræða á þeirri reglu sem bannar rekstur leiktækjasala. Reiknistofa Vestfjarða 10 ára Málmhlutar úr stýri skipsins. -Leó Ijósmyndastofa. metra breitt og um 8 metra djúpt. Til samanburðar má t.d. nefna að Orri ÍS 20 er 35,37 m. á lengd, 7,62 m. á breidd og 3.67 á dýpt, svo það er greinilega enginn smábátur sem þarna liggur. Ýmsar tilgátur hafa komið upp um hvaða skip þetta geti verið, m.a. sú að þetta sé Reiknistofa Vestfjarða hf. er 10 ára í dag. Þann 18. október 1974 var þetta hlutafélag stofn- að. Stofnendur voru: íshúsfélag ísfirðinga hf., Hraðfrystihúsið í Hnífsdal hf., Bæjarsjóður ísa- fjarðar og Gunnvör hf., auk ein- staklinga. Seinna bættist Mjöl- vinnslan hf í Hnífsdal í hópinn. Starf fyrirtækisins er að halda ýmiskonar bókhald fyrir fyrir- tæki og aðra þá er sækjast eftir slíkri þjónustu. Reiknistofan hefur vaxið mjög ört og hefur tölvubúnaður fyrirtækisins ver- Ingimar við tölvuna. ið endurnýjaður tvisvar og er verið að ganga frá því að fá enn nýja tölvu á næstunni. í mars síðastliðnum flutti Reiknistofan inn í eigið hús- næði að Aðalstræti 24, en áður hafði hún lengst af verið í leiguhúsnæði í ísfirðingshús- inu. Fyrstu mánuðina var hún reyndar í einu herbergi í Fé- lagsheimilinu í Hnifsdal. Framkvæmdastjóri Reikni- stofunnar heitir Ingimar Hall- dórsson og hefur hann verið starfsmaður hennar frá upp- hafi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.