Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 2
2 Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórn á fimmtudegi Afmælisgrein. Hinn 3. nóvember s.l. varö Vestfirska fréttablaðið fullra níu ára. Það er ekki langur tími í lífi blaðs, en afmæli marka þó alltaf nokkur tímamót. Þegar útgáfan fór af stað, þá var gefið út fjögra síðna blað aðra hverja viku og sett í blýi, eins og Times í London. Nú gefum við út átta síðna blað viku- lega, allt sett á fullkomnustu setningartölvu, eins og Mogginn, og í sumar eð leið, þá gáfum við út tvisvar í viku í tilraunaskyni. Það er leiður siður að vera sífellt að hæla sjálfum sér og ætlum við alls ekki að falla í þá gryfju hér. Hins vegar þykir okkur til hlýða, svona einu sinni á ári, á afmælinu, að gera ofurlitla grein fyrir útgáf- unni. Vestfirska, eins og blaðið er nefnt í daglegu tali, er prentað í tvö þúsund eintökum. Það fer inn á öll heimili á ísafirði og flest ann- arsstaðar á Vestfjörðum. Tölu- verð póstdreifing er einnig á blað- inu til annara landsmanna og ef feiri vilja kaupa það, þá getum við hæglega aukið upplagið. Við- skiptavinir blaðsins hafa tjáð okkur að blaðið sé langbesti aug- lýsingamiðillinn, sem þeim stendur til boða. Fjölmiðlamenn fyrir sunnan segja okkur að Vest- firska sé langbesta landsmála- blaðið. Geti meira segja gert að gamni sínu, eins og Víkurblaðið, sem er annálað fyrir gamansemi, en fréttaflutningurinn sé á heims- mælikvarða. í því tilliti erum við oft nefndir í sömu andrá og Newsweek, enda vikublöð bæði tvö. Núna viljum við sérstaklega minna á nýjan þátt í blaðinu, sem er dagbókin. Öll alvöru blöð hafa eitthvað slíkt að bjóða. Þar er að finna hverskonar upplýsingar, sem að gagni mega koma í dag- lega lífinu. Þeir sem vilja koma einhverju á framfæri við dagbók- ina ættu bara að hringja sem fyrst í Yngva í síma 4011. Ef menn vita af merkisafmælum eða einhverju slíku, þá þykir okkur fengur að því fyrir dagbókina. Nú, auglýsingaþjónusta Vest- firska fréttablaðsins hefur líka þróast með árunum. Það nýjasta er það, að hún Friðgerður, ann- áluð smekkmanneskja og rómuð fyrir vandvirkni í uppsetningu auglýsinga er til þjónustu reiðu- búin eftir klukkan fjögur á mánu- dögum og þriðjudögum. Hafið bara samband við hana, ef þið viljið fá hjálp við að stíla, eða setja smekklega upp auglýsingu. Smá- auglýsingar TIL SÖLU Willis jeppi til sölu, ár- gerð 1974, 8cl. Upplýsingar gefur María í Gamlabakaríinu / Hús- gagnav. eða Pétur í síma 3486. TIL SOLU Vélbundið hey úr hlöðu. Upplýsingar gefur Guðm- undur Halldórsson í síma 4958 á kvöldin. TIL SOLU Chevrolet Nova árg. 1978. Upplýsingar gefur Sveina í síma 3612 og 3831. TIL LEIGU Lítið einbýlishús í Hnífsdal til leigu í sex mánuði. Upplýsingar í síma 4255. HAMRABORG H.F. HAFNARSTRÆTI7 — SÍMI3166 LfTIL — EN LEYNIR Á SÉR Við vinnum okkar brauða- mat daglega: • Samlokur • Hamborgarar • Brauðbakkar • Smurbrauð • Snittur • Pizzur Merkið tryggir gæðin Við getum að sjálfsögðu ekki boðið sama verð og stór- markaðirnir á almennum neysluvörum, en við reynum að eiga það til, sem fólk þarfnast á kvöldin og um helgar Kaffi — Sykur Shampó — Sápa Dagblöð Hveiti — Smjörlíki Tannkrem Tímarit Púðursykur Tannburstar Vasabrots- Flórsykur Sokkabuxur bækur Rasp — Djús Filmur Kassettur Niðursoðnir ávextir Niðursoðið grænmeti Pakkaís Bleyjur Dömubindi Vídeóspólur í kvöldsamkvæmið: Gestabitar í fjölbreyttu úrvali. — Allar tegundir öls og gosdrykkja. — ísmolar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.