Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 4
4 Isafjarðarkanpstaðnr Viðtalstímar Viðtalstímar bæjarfulltrúa hefjast á ný n. k. föstudag og verða framvegis annan hvern föstudag í vetur. Föstudaginn 16. nóvemberverðabæjarfull- trúarnir Guðmundur Sveinsson og Árni Sigurðsson til viðtals við bæjarbúa á bæjar- skrifstofunum kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórinn. 0S}0 IjjÉgtf Fjórðungssjúkrahúsið Isafirði Laust starf Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði óskar að ráð frá 1. janúar n.k. aðstoðarmatráðskonu. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 3020. ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjörður Raftæknir Raftæknir eða maður með sambærilega menntun óskast til starfa á tæknideild Orkubús Vestfjarða. Helstu verkefni á tæknideild eru: Háspennu-/lágspennu- kerfi/hitaveitur og tilheyrandi stjórnkerfi. í starfinu felst hönnun/áætlanagerð/verk- umsjón og eftirlit. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til deild- arstjóra tæknideildar O. V., Stakkanesi, 400 ísafirði. Umsóknarfrestur er til 23. nóvemvber n. k. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri tæknideildar í síma 94-3211. AÐALFUNDUR Aðalfundur Vélsmiðjunnar Þórs hf. verður haldinn laugardaginn 8. desember kl. 16:00 á skrifstofu félagsins. Dagskrá samkvæmt félags- samþykktum. Stjórnin. Vélstjóri Vélstjóra vantar á Hafþór Upplýsingar á skrifstofunni í síma 3163. vestfirska rRETTABLAaia Allar atvinnu frjálsræði t — segir Guðjón A. Kristjánsson í Nú um þessar mundir eru fiskveiðimál mjög í brennidepl- inum þar sem nú fer að líða að því að ákveðið verði hversu mikið megi veiða af botnfiskstegundum á næsta ári og hvernig eigi að stýra veiðunum. Einn þeirra manna sem hvað gleggst þekkir þessi mál og hvað mest hefur um þau fjallað er Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri og formaður Farmanna og fiskimannasambands íslands. Hann hefur verið viðloðandi sjóinn frá 14 ára aldri, þar af sem skip- stjóri frá því hann var 21 árs gamall. Blaðamaður Vest- firska réttablaðsins náði tali af Guðjóni í Reykjavík um daginn og bað hann að segja lesendum blaðsins nokkuð frá skoðunum sínum á þessum málum og eðlilega var byrj- að á kvótanum. „Ég held að sjómenn, út- gerðarmenn og allir þessir menn sem starfa beint að þess- um útgerðarþáttum, að þeir séu í stórum meirihluta á móti kvótakerfinu. En hins vegar eru skoðanir manna töluvert skipt- ar og mönnum er ekkert alveg sama, hvernig veiðarnar eru út- færðar. Sumir hallast að kvóta- kerfi og þá tala menn jafnframt um, að ef verði kvótakerfi þá eigi að vera algjört frjálsræði í veiðunum og setja það sem skilyrði að allir hafi sama rétt til fisksins, hvar sem hann er við landið og meina það hreint út, að ef búið er að úthluta afla sem er t.d. 1000 tonn, þá eigi ég eða þú eða einhver annar hvar sem hann býr á landinu, sama rétt til að ná í þennan fisk hvar sem hann er á miðunum. Þetta er ekki þannig í dag. Landhelginni er skipt upp. Það er 12 mílna landhelgi í kringum landið sem enn er notuð að stærstum hluta gagnvart togurunum, þeir fá ekki að veiða innan við 12 mílur nema á vissum svæðum. Þar að auki eru sett ákveðin línusvæði og ákveðin netasvæði á vertíð, þannig að ekki er öllum veiði- aðferðum gert jafn hátt undir höfði. Mönnum er skammtaður aðgangur að fiskinum, þó að búið sé að úthluta honum. Semsagt, að sumir hafa mögu- leika á að ná í stærri fisk en aðrir, t.d. netamennirnir hérna á suðvestursvæðinu, frá Pat- reksfirði til Hornafjarðar, þeir hafa meiri og frjálsari aðgang að því að ná í stóran fisk en þau skip sem eru á togveiðum, ein- göngu vegna þess hvernig land- helgislínurnar eru dregnar. Þar af leiðandi má segja að eftir út- hlutun kvóta þá geta sumir gert sér meiri verðmæti úr honum en aðrir, Þeir eiga möguleika til að fá stærri og verðmeiri fisk held- ur en þeir sem eru aftur þrengra settir með veiði. 1 hugum margra hefur það verið sett sem skilyrði fyrir kvóta að þessu misrétti yrði aflétt.“ —Nú vildu Vestfirðingarnir á Fiskiþingi heldur hafa skrap- dagakerfi en kvóta. Voru menn ekki óánægðir með skrapdaga- kerfið eins og það var áður en kvótakerfið kom? „Þegar skrapdagakerfið er farið að nálgast eitthvað yfir 100 daga á skrapi á ári þá er þetta orðið voðalega stíf og erf- ið stjórnun. Þessvegna var það lagt til núna, að fjölga skrap- dögunum ekki mikið en vera með um 100 daga sem mönnum væri stýrt í aðrar veiðar en þorsk, en taka frekar inn stopp í staðinn, bara hreina sóknartak- mörkun og það var lagt til að veiðiárið yrði stytt um 20 daga, að við hefðum ekki veiði nema 11 mánuði og 10 daga. Hitt væri bara hreinlega tekið út og það var sett á tímabilið desember til janúar og ætlað til þess að menn veldu úr verstu veðrin á þeim árstíma og væru þá bara í landi. — Hefur ekki líka komið til tals að leggja flotanum í einhverja daga, t.d. í kringum jól og páska? „Jú, jú, og ef þetta hefði náðst fram þá hefði þetta sjálfsagt orðið til þess að menn hefðu hætt þessu skarki milli hátíða, oft í vitlausu veðri og litlum eða engum afla.“ — I sumar heyrðist nokkur gagnrýni á Vestfirðinga og fleiri sem voru að veiða, að því er sumir töldu, meira en hafðist undan að verka í landi með góðu móti. Hvað vilt þú segja um þetta? „Við vorum settir undir kvótastjórnun. Þ.a.l. höfðum við val um það hvenær við vildum taka fiskinn. Frá út- gerðarsjónarmiði séð og miðað við tekjur sjómanna, þá er auð- vitað hagkvæmara að taka fisk- inn þegar það er sem mest af honum og veðrið er sem best. Þú eyðir kannski ekki nema 150 — 160 lítrum í togi yfir sumar- tímann, þegar þú ert kominn í 240 — 250 lítra yfir vetrartím- ann og aflinn er kannski helm- ingi meiri á sóknareiningu um sumarið en nokkurn tíma á vet- uma eða haustin, þannig að þama passa ekki saman afköst vinnslunnar og veiðanna. Vinnslan er í lágmarki, fólk er í sumarfríi og einmitt þessvegna lögðum við til í skrapdagakerf- inu að þarna væri ákveðin tak- mörkun. Við lögðum til 25 daga í þorskveiðibann, akkúrat á þessum tíma, júlí og ágúst, til þess að menn gætu ekki verið í þorskinum nema tæpa 20 daga í hverjum mánuði. Þá hefðu skipin annað hvort lagt meira á þessum tíma eða farið í aðrar tegundir sem ekki gefa jafn mikinn afla á þessum tíma. Þetta er til að koma á móti vinnslunni til að hún hafi und- an við að vinna fiskinn, því það er auðvitað ekki æskilegt að vinnslan sé í mjög miklum vanda með hráefnið. Hinsvegar eru laun sjómanna byggð upp á afla og hlutaskiptum og þú gætir ekki komist upp með það ef þú værir verkstjóri í frysti- húsi, að segja við konurnar: „Heyriði elskurnar mínar, nú bara takið þið það rólega í dag og passið ykkur á því að komast ekki í bónus.“ Þetta er ná- kvæmlega sama kerfið. Sjó- menn eru ráðnir uppá hluta- skipti og ef það er virkilega hagkvæmt fyrir vinnsluna að fá einhverja standardtölu í land af fiski, sem passar þeim akkúrat í einhverja ákveðna vinnslurás sem þeir telja hagkvæmt að vinna á, þá verða þeir að gjöra svo vel að færa eitthvað af hagnaðinum yfir til sjómanna ef sjómenn eiga að taka þátt í því.“ — Nú eru dæmi þess að veiðun- um er stýrt úr landi, að sjó- mönnum er sagt að koma í land þegar þeir hafa náð tilteknum afla, án tillits til þess hvernig veiðamar ganga. „Ég álít að það sé alveg búið að raska því að mennirnir eru á hlutakerfi og þeir fá mest kaup fyrir að ná sem bestum fiski á sem stystum tíma. Þannig að ef þessi miðstýring er farin að vera mikil, þá er þetta launakerfi að ganga sér til húðar og ég get ekki séð annað en ef að þetta verður almennt tekið upp, ef myndast hagnaður í vinnslunni með því að takmarka þetta svona, þá verður að færa eitt- hvað af þeim hagnaði til sjó- manna. Öðruvísi munu þeir ekki taka þátt í því á þessum hlutaskiptum. Það kemur þá eitthvað annað kaupform upp, fast kaup, yfirtíðarkaup eða biðtímakaup fyrir að liggja í landi. Það hlýtur að koma eitt- Guðjói

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.