Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 5
I vestlirska FRETTAELADID 5 greinar þurfa il að þróast samtali við Vestfirska fréttablaðið i A. Kristjánsson. hvað annað ef að það á að fara að skerða þetta svona, því að þá er hlutaskiptareglan, eins og hún er hugsuð, farin.“ — En eru ekki margir orðnir ó- ánægðir með hlutaskiptin nú þegar, að það sé farið að taka það mikið framhjá skiptum að tekjur sjómanna hafi rýrnar mikið af þeim sökum? „Jú, okkur hefur fundist á undanförnum árum að það væri vægast sagt furðulegt að líta á þróun síðustu 8 ára, frá 1976. Þá sömdum við við ríkis- valdið um ákveðið sjóðakerfi sem væri til staðar og við viður- kenndum. Það var Stofnfjár- sjóður sem við viðurkenndum og 5.5% af útflutningnum sem rennur í ýmsa sjóði sjávarút- vegsins, þ.á.m. aflatryggingar- sjóð, fæðissjóð sjómanna, í fiskirannsóknir, til Fiskifélags- ins, í fiskveiðisjóði og fleiri sjóði. Það var ekki liðið nema rúmt ár þegar var farið að breyta þessu og menn komu með frádráttarlið fyrir olíu- kostnað og síðan hefur verið prjónað við þetta á hverju ári, eitt árið lækkaði þetta, en á síð- asta vori voru sett sérstök lög þar sem kveðið er á um það að 29% af brúttóverði afla væru tekin framhjá skiptum. Og staða okkar í dag, eftir að hafa verið búnir að semja um þetta 1976, er sú að aftur er komin upp sú staða að það er farið að taka uppundir 40% framhjá skiptum. Raunveruleg skipta- prósenta á flotanum í dag er komin niður fyrir 20% af brútt- óverði. Það eru ekki nema 10 ár síðan hún var nálægt 40% Þrátt fyrir að búið er að færa alla þessa fjármuni frá sjómönnum til útgerðar, þá virðist útgerðin ekki standa neitt betur. Og það getur ekki sagt okkur neitt ann- að en það að þeir kostnaðarliðir sem útgerðin þarf að greiða, hvar svo sem þeir eru, hvort sem þeir eru í olíukostnaði, veiðar- færakostnaði, viðgerða- og varahlutakostnaði eða annarri þjónustu sem útgerðin þarf að fá, peningamir fara frá sjó- mönnum yfir til útgerðarinnar en þeir stöðvast ekki þar, þeir halda áfram yfir í þjónustu- greinarnar og þetta getur ekki sagt okkur neitt annað en það að þessi leið sem menn hafa alltaf farið, hver ríkisstjórnin á fætur annarri, er röng. Menn hafa ekki leitað að því hvers- vegna svona mikið fjármagn þarf alltaf að færast meira og meira yfir til útgerðar, í stað þess að snúa sér að kostnaðar- liðunum sem útgerðin hefur þurft að bera, þá var alltaf farið í að útvega meira fjármagn sem síðan rann bara beint í gegnum útgerð til einhverra annarra. Það er mín skoðun að það þurfi að skoða margt í sjóða- kerfinu og sjómenn eru sjálfsagt tilbúnir til þess að fara í þá vinnu gegn því skilyrði að það eigi að skila einhverju til baka af því sem er búið að taka í tví- gang af sómönnum." —Eitthvað hlýtur þá að þurfa að koma til útgerðarinnar líka? „í því sambandi væri þá eðlilegt að skoða hvaða kostn- aðarliðir hafa aukist svona mikið hjá útgerð á þessum árum að hún þurfi allt þetta fjármagn yfir til sín og þá bendi ég á t.d. olíukostnaðinn. Olíuverð er hér þriðjungi hærra en í öllum ná- grannalöndum okkar. Fleiri liði mætti nefna, útgerðin hefur þurft að taka gengistryggð lán á undansömum árum og eru jafnvel dæmi þess að fjár- magnskostnaðurinn er að nálg- ast það að vera jafnhár hlutum sjómanna á sumum skipum. Árið 1973 var það fullyrt að nýr skuttogari þyrfti ekki að veiða nema 2 — 3000 tonn á ári til þess að standa undir sér, en nú þarf sami togari sennilega 6 — 7000 tonn til að standa undir sér. Þetta sýnir ekki annað en það að raunverulegt fiskverð hefur ekki haldið hlut sínum miðað við kostnaðarliði sem á útgerð hafa lagst. Vinnslan get- ur ekki borgað hærra fiskverð og þessvegna hlýtur að þurfa að skoða það dæmi hvaða þjón- usta er seld útgerð og vinnslu svona dýru verði, að þessi fjár- magnsflutningur hafi átt sér stað, frá sjávarútvegi og inn í þjónustugreinarnar.“ — Að lokum? „Engin stefna sem lýtur að því að takmarka afköst og heil- brigða samkeppni manna í at- vinnugreinum er góð. Það er ekkert góð stefna hjá bændum að takmarka sína framleiðslu ef að hægt er að framleiða meira á góðum býlum. Það er ekkert góð stefna í sjávarútvegi að takmarka það sem menn geta Viðmælandi blaðsins í dag, Guðjón A. Kristjánsson er sem kunnugt er skipstjóri á Páli Pálssyni. Kvóti Páls 1984 er tæplega 4000 tonn. Páll er búinn að fylla kvótann. 300 tonna kvóta hefur hann fengið frá öðrum og er búinn að afla 100 tonna upp í það. gert betur. Og það verður ekk- ert góð stefna í byggingariðnaði að takmarka þá sem best geta gert. Þannig að allar atvinnu- greinar, þær þurfa á frjálsræði að halda til að þróast og það er viðurkennt í okkar þjóðfélagi að þær atvinnugreinar þar sem samkeppni er mest að þær þró- ist best. Og það hlýtur að þurfa frjálsræði í þessari atvinnugrein ef að menn ætla að ná árangri. En þá þarf líka að leggja til hliðar talsverðan hluta af því styrkja- og millifærslukerfi sem er í sjávarútvegi þannig að þeir sem raunverulega standa sig, séu vel ofan við meðallag, þeir sem geta gert út án þess að fara á hausinn, geti það, en þeir sem ekki geta gert út, fari á hausinn.“ Lionsklúbbarnir safna gömlurn gleraugum Svavar Gests tekur við gleraugum úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands. Lionsklúbbarnir á fslandi hafa ákveðið að safna notuðum gleraugum um land allt vikuna 11. — 18. nóvember. Gleraugu eru meðal þeirra hluta sem fáir henda og því liggja víða gler- augu, sem hætt er að nota. Eng- ar líkur eru til þess að gleraugu þessi verði notuð hér á landi og er því kjörið að gefa þau fátæk- um þjóðum þar sem þau geta bætt sjón sjóndapurra. Söfnunin fer þannig fram að lionsklúbbar hver á sínu svæði munu koma fyrir vel merktum kössum á söfnunarstöðum, sem eru verslanir, apótek og bensín- stöðvar,. í þessa kassa er fólk beðið um að láta notuðu gler- augun Lionsfélagar munu hafa eftirlit með kössunum og tæma þá reglulega. Að söfnuninni lokinni munu lionsfélagar safna saman öllum gleraugunum — athuga hvort þau séu heil — og senda þau síðan til Sri Lanka (Ceylon) Þegar gleraugun koma til á- kvörðunarstaðar taka lionsfé- lagar á móti þeim og þar verða gleraugun yfirfarin, mæld og flokkuð. Lionsklúbbar þar hafa rekið augnlækningastöð þar sem barist hefur verið við gláku og aðra augnsjúkdóma. Á stöð þessari hafa þúsundir verið skornir upp við gláku og þurfa mjög margir þeirra að ganga með gleraugu um lengri eða skemmri tíma. Gleraugun, sem hér hafa legið í skúffum og skotum um árabil hafa því raunverulegt notagildi. Á Sri Lanka er mikii fátækt og fólk hefur ekki efni á að kaupa sér gleraugu. Þar sem Lionsmenn á íslandi og Sri Lanka vinna saman, er tryggt að gleraugun komast í réttar hendur. Söfnunin hefur mætt miklum velvilja og áhuga. Geta má þess að Vigdís forseti féllst fúslega á að gefa fyrstu gleraugun og kunna lionsmenn henni bestu þakkir fyrir. Ástæða er til að hvetja alla landsmenn til að gá að gömlum heilum gleraugum og láta þau i söfnun lionsmanna. Með því stuðlum við öll að bættum heimi samhjálpar og vináttu. Helgi Baldursson, form. söfnunarnefndar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.