Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 8
r Mjölnismótið í golfi Vignir varð hlutskarpastur Miðvikudaginn 7. nóvember fór fram í Félagsheimilinu í Bolungarvík, verðlaunaafhend- ing fvrir Mjölnismótið í golfi, sem haldið var í byrjun sept- ember. Vélsmiðjan Mjölnir hf gaf öll verðlaun í mótinu og er ráðgert að þetta mót verði árlegur við- burður. Keppt var í tveimur flokkum á mótinu sem var opið og hlutu sigurvegararnir í hvor- um flokki, unglingaflokki og flokki fullorðinna, veglega far- andbikara sem þeirgeyma fram að næsta móti. Þrír efstu menn í hvorum flokki fengu verð- launapeninga til eignar. Ef flokkum fjölgar í mótinu á næstu árum mun Mjölnir gefa verðlaun, samsvarandi þeim er nú voru gefin. í flokki fullorðinna varð röð 5 efstu manna þessi: Vignir hampar bikarnum. 1 Vignir Jónsson GÍ 76 í unglingaflokki urðu úrslit þessi: J 2 Einar V. Kristjánss. GÍ 81 1 OmarDagbjartsson Bol. 781 3 Hinrik Kristjánsson Flat. 83 2 Bjarni Pétursson GÍ 961 4-5 Karl Þórðarson Bol. 88 3 GunnarTryggvason GÍ 92 1 4-5 Sig. Th. Ingvarsson GÍ 88 4 Þórður Vagnsson Bol 103® Nýja íþróttahúsið Helgarreisur Tækniþjónusta Vest- fjarða gerir verkteikningar Á síðasta reglulegum fundi í bæjarstjórn ísafjarðar var bæj- arstjóra falið að ganga til samninga við Tækniþjónustu Vestfjarða um verkfræðilegar teikningar nýja íþróttahússins sem á að reisa á Torfnesi. Alþjóðaskákmót starfsmanna flugfélaga fór fram í Mexíkó- borg fyrir skömmu. Skáksveitir 24 flugfélaga voru skráðar til keppni að þessu sinni og voru tefldar átta umferðir. Úrslit urðu þau að sveit skákklúbbs Starfsmannafélags Flugleiða sigraði og hlaut 22 vinninga. I 2. — 3. sæti voru A-sveitir Varig og KLM með 21,5 vinninga, sveit British Airways var í fjórða sæti með 20,5 og í fimmta sæti var A-sveit Singapore Airlines með 20 vinninga. Þetta var í sjöunda sinn sem alþjóðaskákmót flugfélaga er Haraldur L. Haraldsson bæj- , arstjórí sagði í samtali við Vf að vinna við undirbúning bygg- ingarinnar væri nú í fullum gangi en ekkert er vitað um það hvenær verklegar framkvæmdir hefjast. haldið og fór það nú fram í Mexikó í tilefni af 50 ára afmæli Aero—Mexico. Það flugfélag sá um mótshaldið ásamt banda- ríska flugfélaginu Delta sem staðið hefur að baki þessara móta frá byrjun. Flugleiða- menn hafa tvisvar áður sigrað á þessum alþjóðamótum. Árið 1978 þegar fyrsta mótið var haldið og aftur árið 1982. Ekk- ert annað flugfélag hefur unnið mótið oftar en einu sinni, hvað þá þrisvar. I skáksveit Flugleiða í Mexíkó voru Karl Þorsteins á 1. borði, Hörður Jónsson á 2. borði, Andri Hrólfsson á 3. Áball með Ríó Flugleiðir og Broadway buðu blaðamanni Vf. til Reykjavíkur um síðustu helgi til að kynna svokallaða helgarreisu, sem þessir aðilar bjóða landsbyggð- arfólki upp á nú í vetur. Ferðin var öll hin skemmti- legasta, en sérstaklega var þó gaman í Broadway, þar sem Ríó tróð upp eftir meira en áratugar hlé. Það var greinilegt að þeir Helgi, Ólafur og Ágúst hafa engu gleymt og ýmislegt lært, frá því að þeir komu síðast fram. Þeim til stuðnings var 15 manna hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og eins og við var að búast var hljóðfæraleikur hennar óaðfinnanlegur. borði og Hálfdán Hermannsson á 4. borði. Fréttadeild Flugleiða 2. nóvember 1984 Flugleiðir unnu r I Náðst hefur samkomulag I milli rækjukaupenda og selj- J enda við ísafjarðardjúp þannig J að rækjuveiðar eru nú hafnar, ■ hófust í Bolungarvík á föstu- I daginn en á ísafirði á mánudag. I Ekki þótti rækjukaupendum I færtaðhróflaviðverðákvörðun J Verðlagsráðs og var þvífarin sú J leið að taka þátt í veiðarfæra- I kostnaði bátaeigenda, (Það er L nú ekki sama hvaða nöfnum maður nefnir hlutina). Að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Rækjuverksmiðjunni í Hnífsdal ganga veiðarnar misjafnlega hjá mönnum, sumir hafa lítið fengið á meðan aðrir kláruðu vikuskammtinn, 6 tonn, á þriðjudag. „Djúpið er fullt af loðnu og erfitt hjá þeim köllunum," sagði Muggur. BESSI er á veiðum og ætlar að sigla með aflann. GUÐBJARTUR er á veiðum PÁLL PÁLSSON landaði í gær, tæpum 76 tonnum af blönduð- um afla. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði 47 tonnum á sunnu- daginn, þar af fóru 35 tonn af ýsu, kola og þorski beint í gám sem verið er að senda til Eng- lands þar sem það verður selt ferskt eftir helgi. 1 GUÐBJÖRG er í slipp. J HEIÐRÚN landaði 90 tonnum J af blönduðum afla, mest þorski, | á föstudaginn. | DAGRÚN landaði 12 tonnum af I rækju á mánudaginn. I ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR J landaði 125 tonnum í Grimsby í J gær. GYLLIR kom í land í gær eða í | dag. j SLÉTTANES er að veiða upp í J söluferð. | FRAMNES I landaði 15 tonnum I af rækju á ísafirði á mánudag- * inn og var það síðasti rækju- J túrinn hjá skipinu sem fer aftur J á bolfiskveiðar eftir helgi. | SÖLVI BJARNASON kemur | líklega inn á morgun. I TÁLKNFIRÐINGUR er á veið- I um. * SIGUREY eríslipp. HAFÞÓR er á rækjuveiðum. -I vestíirska FRETTAELADID íslandsmótiö í körfuknattleik, 2. deild ísfirðingar sigruðu Bræður Körfuknattleiksfélag ísa- fjarðar lék í 2. deild Islands- mótsins í körfuknattleik við Bræður frá Reykjavík síðastlið- inn laugardag. I leiknum, sem fór fram í Bol.vík, voru Bræður yfir þar til 8 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá náðu ísfirðingarnir að jafna og merja sigur, 52:50. Næstu leikir ísfirðinga í mótinu eru gegn Borgnesingum og Snæfelli frá Stykkishólmi um næstu helgi og fara báðir leik- irnir fram í Borgarnesi. Torgsala Þann 8. desember n.k. mun Styrktarsjóður húsbyggingar Tónlistarskóla á ísafirði halda torgsölu, líkt og tvö undanfarin ár, á laufabrauði, jólaföndri, o.fl. Styrktarsjóðurinn heitir á ísfirðinga að leggja málefninu lið, nú sem fyrr og stuðla með því að því að hægt verði að hefjast handa við að reisa skól- ann sem fyrst. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Fréttatilkynning ® gHMa jf 1 1 m * ?\wKm 1 ■ 1 ■". ilÉyglfe 1 \m i ! „Eitthvað skrýtið er hér á sviðið komið sýnist mér nú opnast haugar og aldnir draugar æti’a að far’a að skemmta sér.“ — sungu félagarnir í Ríó. 4 hestar handteknir í Holtahverfi Starfsmenn ísafjarðarkaup- staðar lögðu í leiðangur inn í Holtahverfi á laugardaginn var, að áeggjan yfirmanna sinna og lögreglunnar, og handtóku þar 4 hesta sem höfðu gerst sekur um átroðning og stuld á gróðri í görðum Fjarðarbúa. Hestunum var „stungið inn“ og fengu þeir að dúsa þar uns eigendur þeirra sóttu þá á mánudaginn, en áður höfðu eigendurnir þurft að greiða handtökukostnað, kr. 1000 á hest. Með þessum aðgerðum var verið að framfylgja reglugerð um búfjárhald í ísafjarðar- kaupstað, þar sem m.a. segir að búfé skuli ávallt vera í öruggri vörslu búfjáreigenda, en ef það bregst skuli þeir bera fulla á- byrgð á öllu því tjóni sem búfé þeirra kann að valda, auk þess er þeim gert að greiða kostnað við handsömun og geymslu bú- fjárins. BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.