Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 1
6. tbl. 11. árg. vestfirska 14. febr. 1985 FRETTABLASID Hljómplötuútsalan Síðasti dagur á morgun Frábært lokaverð: 70 krónur Plötur á krónur 270 krónur Sinarffuðfji/i/isson k gími 7200 - ///5 uníjaíOík Seglskipið í Álftafirði: Stýrið komið upp úr sjó Síðastliðinn sunnudag fóru nokkrir ísfirðingar inn i Álfta- fjörð og tóku upp úr sjónum stýrið af seglskipi því sem liggur út af Dvergasteini og sagt hefur verið frá í Vf fyrr í haust. Til að lyfta stýrinu úr sjó fengu þeir til liðs við sig Sigrúnu ÍS 113 úr Súðavík. Áður höfðu þeir farið inneftir og þrætt bönd undir stýrið. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvað gert verður við stýrið en líklega verður því komið fyrir í sjóminjasafninu í Neðstakaupstað. Stýrið er réttir 8 metrar á hæð og vegur áreið- anlega meira en tonn þar sem það er að stórum hluta kopar- slegið og einnig nokkuð breitt. Þjóðminjavörður hefur graf- ist fyrir um uppruna þessa skips og ástæður þess að það er þarna niðurkomið. Það var smíðað í Pommern í Þýskalandi árið 1879 en keypt til Noregs árið 1900, og hlaut þá nafnið Berg- ljót. Skipið var á leið til Hafn- arfjarðar og ísafjarðar árið 1907 með stykkjavöru þegar það hreppti storm á leiðinni og hlekktist eitthvað á. Líklega hafa einhverjir íslenskir aðilar keypt það þegar það var komið hingað vestur og ætlað að nota það í bryggju en hvernig sem það var þá hefur það ekki farið niður á réttum stað og hefur það því lítið nýst þar sem það er niðurkomið, ef frá er talinn sá eldiviður sem Álftfirðingar náðu af því. Myndin er af barkskipi, eins og AHtafjarðarskipinu. Flugfélagið Ernir: í ferðum til Grænlands Á mánudag og þriðjudag í þessari viku fór flugfélagið Ern- ir frá ísafirði í tvær ferðir til Nuuk í Grænlandi til að sækja 16 Grænlenskar stúlkur sem eru að koma til starfa hjá Fiskiðj- unni Freyju á Súgandafirði. Áður hafði flugfélagið Ernir sótt einn hóp til Nanortalik í Grænlandi og fór sá til starfa á Isafirði og í Súðavík. Flugferð sem þessi tekur allan daginn þar sem það tekur um 4Vi klukku- stund að fljúga hvora leið. Flugfélagið Emir fékk beiðni um að fljúga þetta eftir að allir aðrir sem til var leitað höfðu neitað þar sem þeir höfðu ekki vélar í svona langt flug. Cessna Titan vél Ernis sem notuð var í þessum ferðum hefur, að sögn Harðar Guðmundssonar, lengst flugþol allra flugvéla á íslandi fyrir utan þotur. Slæmt atvinnu- ástand hjá rækju- sjómönnum ísfirskir rækjusjómenn eru að vonum óánægðir um þessar mundir vegna þess að rækju- veiðar hafa verið stöðvaðar og þeir eru því verkefnalausir með báta sína. Nokkrir eru farnir til veiða við Grímsey og ieggja upp á Siglufirði en það eru ekki nema stærri bátarnir sem ráða við það að vera á veiðum úti á rúmsjó á þessum árstima og er það reyndar heldur slæmur kostur fyrir þá. Rækjubátaeigendur hafa farið fram á að fá leiðrétt- ingu í auknum bolfiskkvóta, bæði vegna skerðingarinnar á veiðunum í haust og vegna stoppsins nú. Þeir hafa beðið um að fá að veiða í troll innan 12 mílna landhelgi undir vísinda- legu eftirliti en þær veiðar eru bannaðar með lögum eins og er. Einnig hafa þeir sótt um að fá að veiða rækju á utanverðum Húnaflóa en líklegt er að þeir mæti þar andstöðu sjómanna við Húnaflóa sem rétt hafa til þess- ara veiða þar. Útlitið er því ekki sérlega bjart. Bæjarstjórum ísa- fjarðar og Bolungarvíkur ásamt sveitarstjóra Súðavíkurhrepps hefur verið falið að semja álykt- un sveitarstjórna þessara þriggja sveitarfélaga við Djúp sem mestra hagsmuna eiga að gæta í þessum efnum og verður þessi ályktun væntanlega gerð opinber á næstunni. ; Sjúkraflutningar á Isafirði: iKemur slökkviliðsstjóri í veg jfyrir 700 þús. króna sparnao? —Eðaerhannað verndahagsmuni þeirra sem þurfa á flutningunum að halda? I Sjúkraflutningar hafa lengi J verið nokkurt vandamál á Isa- I firði, þ.e. hverjir ættu að ann- | ast þá. Lengst af voru þeir í I höndum lögreglunnar en voru ! færðir til slökkvistöðvarinnar j árið 1982. Vegna þessara sjúkraflutn- J inga eru alltaf tveir starfs- I menn slökkvistöðvarinnar á I bakvakt utan venjulegs J vinnutíma og kostar það bæj- J arsjóð skv. fjárhagsáætlun I fyrir árið 1985, kr. 1.300.000 ef I með er talið greiðslur fyrir út- köll, launatengd gjöld o.s.frv. Nýlega leitaði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri til þeirra Torfa Einarssonar og Finnboga Hermannssonar, sem höfðu ætlað að setja á stofn öryggisgæslufyrirtæki á ísafirði og bauð þeim að taka þessa flutninga að sér utan venjulegs vinnutíma starfs- manna slökkviliðsins fyrir kr. 50.000 á mánuði. Þeir lýstu sig reiðubúna að ganga til samn- inga um þetta og var þá slökkviliðsstjóri kallaður á fund bæjarráðs til viðræðna um þetta mál. Þar tilkynnti hann að hann myndi ekki taka þátt í neinu samstarfi með ut- anaðkomandi aðilum um akstur sjúkrabifreiða. Eftir því sem næst verður komist verð- ur þeirri ákvörðun hans ekki hnikað og hafa þeir sem ætl- uðu að taka að sér umræddan akstur tilkynnt að þeir vilji ekki taka hann að sér við þær aðstæður, þannig að þessi samningur er úr sögunni. Á síðasta bæjarstjómar- fundi lýstu tveir bæjarráðs- menn þeirri skoðun sinni að það væri óþolandi að einn starfsmaður Isafjarðarkaup- staðar gæti komið í veg fyrir spamað um 700 þús. kr. í bæj- arkerfinu. Þetta voru þau Þuríður Pétursdóttir og Krist- ján Jónasson sem raunar gekk svo langt að setja fram vanga- veltur um það að ef ekki næð- ist samkomulag við slökkvi- liðsstjórann i þessu máli, gæti reynst ráðlegast að segja hon- um upp starfi. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri segist ætla að halda áfram að leita leiða til að ná niður kostnaði við sjúkraflutninga þó að þessi tilraun hafi mistekist og bendir í þessu sambandi á að flest sveitarfélög af sambæri- legri stærð hafi mun minni kostnað af þessum flutning- um. Guðmundur Helgason slökkviliðsstjóri vildi ekki láta hafa neitt eftir sér í þessu máli að svo stöddu en óskaði þess að fá að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum síðar í Vf og er honum það að sjálfsögðu heimilt.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.