Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 6
vestfirska TRETTABLADID Sundfólk Vestra og UMFB Glæsilegur árangur Vestf irðinga lákshöfn og æfir með Þór, en hún vann allar tátugreinar og fékk gullið í stigakeppni ein- staklinga. Á sundmóti KR, er haldið var í Sundhöll Reykjavíkur, s.l. sunnudag vann sundfólk Vestra og UMFB glæsilega sigra, og í pilta og stúlkna flokki (15 — 16 ára), vann Vestri 7 gull af 8, en það áttunda fór til UMFB, auk þess sigraði sveit Vestra í boð- sundi pilta. Þau sem unnu svo glæsta sigra voru Ingólfur Arn- arson, er vann 100 mtr. skrið- sund, 100 m baksund, 50 m flugsund, Helga Sigurðardóttir vann 100 m skriðsund á nýju Vestfjarðameti og 50 m flug- sund, Þuríður Pétursdóttir vann 100 m bringusund, og Martha Jörundsdóttir vann 100 m bak- sund. Öll úr Vestra, en Símon Þ. Jónsson UMFB vann 100 m bringusund, þar varð Ingólfur Amarson annar. í drengja og telpna flokki (13 — 14 ára) vann Hannes M. Sigurðsson, UMFB allar drengjagreinarnar, alls 4 gull, og Pálína Björnsdóttir, Vestra vann 100 m bringusund telpna. í sveina og meyja flokki, (12 — 13 ára) vann Heiðrún Guð- mundsdóttir, UMFB 100 m bringusund, og í hnokka og tátuflokki, vann Benedikt Sig- urðsson, UMFB, 50 m skrið- sund og 50 m bringusund. Af 30 greinum einstaklinga, vann sundfólk Vestra alls 8 greinar og UMFB 8 greinar, auk þess sigruðu sveitir beggja félaganna í boðsundum. Áuk Hjálpræðisherinn Við byrjum aftur samkomur eftir um- fangsmiklar breytingar: Laugardag kl. 20:30 Vígsluhátíð. Kaffiveitingar. Sunnudag kl. 11:00 Sunnudagaskóli (ath. breyttan tíma). Kl. 17:00 Fjölskyldusamkoma með yngriliðsmannavígslu. Kapteinarnir Anna og Daniel Óskarsson stjórna. Allir velkomnir. þessa fékk sundfólk Vestra alls 5 silfur og 1 brons, og sundfólk UMFB fékk 2 silfur og 10 brons. Auk þess var á mótinu keppt í stigakeppni einstaklinga, og vann Ingólfur Amarsson pilta- flokk, og Birgir Örn Birgisson var í þriðja sæti, báðir í Vestra, en í öðru sæti var Símon Þór Jónsson, UMFB. Helga Sigurðardóttir vann stúlknaflokk, Sigurrós E. Helgadóttir varð önnur, og í þriðja sæti urðu þrjár jafnar, þar af tvær úr Vestra, þær Martha Jörundsdóttir og Þuríð- ur Pétursdóttir. Hannes M. Sigurðsson vann stigakeppni í drengjaflokki, og Pálína Björnsdóttir, Vestra, fékk bronz í telpnaflokki. í stigakeppni í meyja og sveinaflokki fengu Heiðrún Guðmundsdóttir UMFB og Guðmundur Arngrímsson UMFB bæði bronz og í hnokka og tátuflokki, fékk Benedikt Sigurðsson, UMFB gullið, og Erna Jónsdóttir UMFB silfur. Unglingasundmót KR var mjög vel sótt mót og fjölmenn- asta sundmót er haldið hefur verið, enda stóð keppni frá kl. 13.00 til kl. 21.30. Svo sterkt mót, og að sundfólk Vestra og UMFB hafí fengið meirihluta verðlauna, sýnir þann mikla styrk sundsins hér á Vestfjörð- um. Vestfirðingar geta einnig eignað sér fleiri sigra, því það félag er kom mjög á óvart var sundfólk frá Borgarnesi, en þar er einn ísfirðingur að þjálfun, Berta Sveinbjarnardóttir og sonur hennar Hlynur Þór Auð- unsson vann í 10 ára flokki (hnokkar, en Hlynur er 9 ára)., 50 m baksund og fékk brons í stigakeppni einstaklinga. Eflaust kannast margir á Flateyri við litla stúlku, Hörpu Böðvarsdóttur er nú býr í Þor- SÓLBAÐSSTOFA AUSTURVEGI 13 SÍMI 3026 OPIÐ FRÁ 7:00 TIL 23:00 VEITING\S\hl3RlNN DOKKnn Öpið alla helgina Fimmtudag ............kl. 21:00 — 1:00 Föstudag...................kl. 19:00 — 3:00 Laugardag ............kl. 18:00 — 3:00 Sunnudag.................kl. 21:00 — 1:00 Borðapantanir í síma 4550 Athugið: Á föstudag og laugardag er spariklæðnaður Munið nafnskírteinin BÍLA SÝNING í Kofrahúsinu á Skeiði laugardag 16. febrúar og sunnudag 17. febrúctr kl. 14:00 — 17:00 báða dagana SUBARU JUSTY J10 — fjórhjóladrifni fólksbíllinn Kr. 20.000 í staðgreiðsluafslátt, sé bíllinn borgað- ur upp innan mánaðar. Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. Upplýsingar veitir umboðsmaðurinn, Auðunn Karlsson, sími 4972. INGVAR HELGASON HF.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.